Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 Tálsýnir leysast upp og verða að engu ÞAU miklu póhtísku veðrabngði sem átt hafa sér stað í ríkjum Austur-Evrópu undanfarin þijú ár, hafa að sjálfsögðu ekki heldur valdið litlu umróti á Vesturlöndum. Vesturlandabúar líta hin fyrrum kommúnísku ríki núna öðrum augum, og áherslur vestrænna þjóða í alþjóðapólitík eru orðnar allt aðrar eftir þær margvíslegu breyting- ar sem fall gjörræðisstjórnar kommúnista hafði í för með sér í rikj- um Austur-Evrópu. Atburðir þessir hafa og orðið mörgum Vestur- landabúum tilefni til að yfirfara lífsskoðun sína. Einn fyrrverandi yfirlýstur kommúnisti er Hans Frederick Dahl, prófessor við Óslóar- háskóla, en hann sagði fyrir nokkru opinberlega skilið við kommún- íska sannfæringu sína í grein sem hann ritaði í norska Dagbladet. Urdráttur úr grein Dahls fer hér á eftir, en greinin hefur vakið athygli víða í Evrópu vegna þess skorinorða boðskapar sem hún flytur: Frelsisstormamir hafa sópað burt hinum sjúklega afskræmda sósíalisma Stalíns. Það hefur dreg- ið úr spennunni í okkar heims- hluta, allir ganga nú um og brosa hver til annars. Ég fínn á hinn bóginn fyrir einhveiju innra tóma- rúmi mitt í öllum þessum fögnuði. Ég vildi svo gjaman vera þátt- takandi i fagnaðarlátunum, en það er hindmn á minni leið ... það er fortíðin, þær blekkingar sem ég trúði á. Allar þessar löngu raðir vermandi útgáfa af sannleikanum, sem bæði ég og aðrir vinstrisinnað- ir sósíalistar höfum nærst á í nátt- myrkri tveggja áratuga frá 1950 og fram yfír 1970. Hvar er hann núna sá „raunveruleiki“, sem við trúðum svo staðfastlega á? Ég dáist að því fólki, sem getur gleymt og tekur hiklaust þátt í sig- urdansinum ... Fyrir nokkru var ég staddur í samkvæmi, þar sem einn eldheiti vinstrisinninn var að gefa öðrum lítið brot úr Berlínarm- úmum sem minjagrip. Allir við- staddir fögnuðu óspart. En hefðum við ekki miklu fremur átt að fara heim og breiða þar yfir haus? Okkur urðu á mistök. Það er hinn dapurlegi sannleikur. Hinn róttæki, marxíski hugsunarháttur náði að afvegaleiða okkur einhvem tíma á sjötta eða sjöunda áratugn- um. En vel að merkja, leiða okkur af hvaða braut, og hve langt? Okk- ur ber vissulega skylda til að fínna svör við því, áður en við tökum þátt í frekari fagnaðarlátum núna í vetur. Grímulaust gjörræði Menn leiði sér fyrir hugskots- sjónir einræði þess flokks sem ein- mitt núna er að liðast í sundur austur í Samveldisríkjunum. Það voru bolsévíkar sem komu því á 1921-1922, og æ síðan hafa norsk- ir sósíalistar varið það í ræðu og riti gegnum þunnt og þykkt. Þessi afstaða er eitthvað í átt við dapur- lega hefð, hugarfar sem í eðli sínu er svo augljóst, að óþarfi er að rannsaka það nánar. Hver okkar leiddi hugann að „grein 6“ (þ.e. um átthagafjötra Sovétmanna) öll þessi ár? Énginn. Alls enginn. Frómt frá sagt, var mér ekki einu sinni kunnugt um hana, en það verður nú að teljast minniháttar smáatriði. Menn hugleiði vefínn í heild, mynstrið bak við hugsunarháttinn, einstakar hugleiðingar, þá tálvon að lenínismi eftir 1917, og reyndar stalínismi eftir 1945, myndu raun- verulega vera færir um að vera þeim þjóðfélögum sem voru innan áhrifasvæða þeirra, regluleg lyfti- stöng til frekari framþróunar. Ríki kommúnista voru „framfarasinn- uð“ — megi góður Guð varðveita mig héreftir frá því að taka mér í munn orðið ... „framfarasinnað" í efnislegum grundvallarskilningi þess orðs. Allir þekkja þann hugsanavef sem svo mjög liggur til grundvallar róttækri afstöðu meðal Norð- manna . . . Það varð að játa, að það voru að vísu einræðisstjórnir í all- nokkrum þeirra sælu ríkja, en heilsufar fólksins fór stöðugt batn- andi. Aflstöðvar, dráttarvélar, skól- ar, friður; það mátti fínna svo margt sem stefndi í rétta átt. Þeg- ar fram liðu stundir myndu þessi þjóðfélög standa okkur á sporði og fyllilega það; þannig hugsaði sumt fólk; þau myndu jafnvel fara fram úr okkur í þróuninni með blaktandi veifum og fánum við hún. Brostnar vonir Þvílík tálsýn. Þvílík einfeldnings- leg trú á framfarir... Sá raun- veruleiki sem við erum núna að vakna upp við, segir okkur ná- kvæmlega hið gagnstæða: að kom- múnismi og sósíalismi hafí einmitt eyðilagt þá félagslegu þætti sem þeim var ætlað að byggja upp, teysta og þróa frekar. Rafalamir og þreski-bindivélasamstæðumar framleiddu engin undursamleg óbrotgjöm verðmæti innan þjóðfé- lagsins, heldur kúguðu þvert á móti samfélögin. Sósíalismi skap- aði ekki smátt og smátt nýja, sið- ferðilega styrka manngerð eins og allir norskir róttæklingar höfðu vonast til, allt frá dögum Nordahls Griegs. Sósíalisminn drap öllu held- ur, útþurrkaði líkamlega, næstum allt það fólk sem hafði einhvern kjark til að bera austan Saxelfar. í sem stystu máli sagt hóf sósíal- ismi sig ekki upp í neinn hækkandi spíral eins og við trúðum öll statt og stöðugt, þótt við yrðum samt að játa, að hann risi nú ósköp hægt, alltof treglega. Þessi spírall snerist reyndar niður á við í efna- legum skilningi svo og siðferðileg- um. Og hver getur sýnt af sér fögn- uð yfír því að hafa látið sér skjátl- ast svo hrapallega? Sannleikurinn kann vel að vera sá, að við höfum gerst þrælar mannkynssögunnar, orðið fóm- arlömb innantómrar tálsýnar sem átti sér rætur í löngu liðnum tímum og aðstæðum. Tálsýnir sem við höfum verið að burðast með, einna líkastar álfakóngi Goethes sem hvíslaði í eyru okkar næturlangt. í Þýzkalandi var voðinn vís Við skulum hugleiða skoðun vinstrisinna á Þýzkaiandi. Ég ætla að tala hér um mína eigin skoðun, ef til vill hafa aðrir verið mér vitr- ari? Ég er pólitískt alinn upp í því að álíta Vestur-Þýzkaland hættu- legt þjóðfélag, mjög hættulegt meira að segja. Það var þjóðfélag eftirstríðsáranna, þar sem arftakar Hitlers höfðu á nýjan leik náð fót- festu, þess albúnir að færa allar klukkur aftur til ársins 1933. Þeir hugðu á leiðir til að koma fram hefndum, höfðu fylkt sér undir merkjum auðvaldsins, voru ófyrir- leitnir í hvívetna, höfðu hug á stríði; allt, bókstaflega allt í því þjóðfélagi benti beinlínis í þá átt. í heilan áratug voru í fréttaþáttum og blaðagreinum dregnar upp einhliða myndir af þjóð, sem mundi meira en gjarnan vilja heyja síðari heims- styijöldina á nýjan leik, ef hún ein- ungis fengi hentugt tækifæri til þess. Þetta var ástæðan fyrir því, hve miklu máli skipti að vera sí- fellt á varðbergi. En þetta reynd- ust svo allt vera myndir frá fortíð- inni, af hinu liðna. Upp af rústum Þýzkalands árið 1945 reis í reynd lýðræðislegt þjóðfélag, meira að segja allt að því móðursýkislega lýðræðissinnað. Land, þar sem ótt- inn við fortíðina, ekki fortíðin sem slík, setti óafmáanlegt mark sitt á verðmætamat þjóðarinnar. Land, Lenín steypt af stalli í Búkarest þar sem ekki er einu sinni hægt að láta fara fram nútímalegt mann- tal, af einskærum ótta yfírvalda við að þegnunum kynni að þykja það óþolandi valdboð. Land, þar sem æskufólkð ber umhverfí sitt svo mjög fyrir bijósti, leggur slíkt ofurkapp á að koma á þjóðfélags- legum umbótum, er svo virkt og vakandi í andstöðu sinni gegn naz- isma, að okkar eigið framlag til þessara mála hér í Noregi á árunum eftir heimsstyijöldina síðari verður heldur hálfkæringslegt og slappt í samanburði við baráttuanda Þjóð- veija. Hvers vegna sagði enginn mér frá þessu? hugsaði ég með sjálfum mér, þegar ég var á ferðalagi um Vestur-Þýskaland á árunum um og eftir 1970. Satt bezt að segja, býst ég reyndar við, að ég hafi alls ekki hugsað þannig, af því að ranghug- myndir norskra róttæklinga um Þýzkaland sátu algjörlega í fyrir- rúmi í huga mér. En eftir eina ferð mína til Þýzkalands vildi svo til að ég þurfti að blaða í nokkrum göml- um eintökum af norska tímaritinu Orientering frá árunum eftir 1960. Þá fyrst gerði ég mér ljóst, hve ósanngjarnar, óskynsamlega ein- strengingslegar þær skoðanir voru, sem höfðu mótað pólitískt uppeldi mitt á æskuárunum. Á þeim tíma var endursameining Þýzkalands þegar á dagskrá. Og meira en það, því að endursameiningin var að gerast á hveijum einasta degi, þar sem unnið var af kappi að því að koma á tengslum milli alls konar stofnana í vestur- og austurhlutum landsins. Þessi tengsl myndu því í mars 1990. Reuter brátt leiða til sameinaðs sambands- lýðveldis. Eintómar loftbólur Sameining Þýzkalands! Þessi fjörutíu ára langa martröð rót- tækra norskra vinstrisinna. Það var hið versta sem yfirleitt gæti gerst, greinilegt skref tekið í áttina til styijaldar. Menn ættu að líta aftur í blöð róttækra vinstrisinna frá 6. 7. og 8. áratugnum og sjá hve óalandi og ófeijandi sú hugsun var, að Þýzkaland yrði sameinað á nýjan leik. Þetta voru þó nákvæm- lega sömu blöðin, sem síðar meir áttu eftir að fagna hástöfum falli Berlínarmúrsins með litmyndum og líflegum lýsingum: Straumur fólks frá austri til vesturs, látlaus straumur iðandi fóta sem voru þannig að greiða þjóðaratkvæði; allt var þetta vendilega túlkað af þessum blöðum, lýst nánast sem eins konar skokki til skemmtunar. Tálsýnir eru teknar_ að leysast upp og verða að engu. Álfakóngur- inn er farinn að lina smámsaman tak sitt. En sú frelsun er ekki að öllu leyti heppileg fyrir mig, því að alla ævi hef ég hæðst að því fávísa fólki sem ekki hafði minnsta skilning á því um og eftir 1930, hveiju Hitler ætti eftir að hrinda í framkvæmd. Núna er ég í þeirra sporum. Framfaraáætlunin mikla átti eft- ir að reynast fánýtt hjóm og hrein- ustu mistök, það ber að játa á þess- ari stundu. Ef til vill verður pláss fyrir okk- ur öll á sorphaugum mannkynssög- unnar. Bifreiðakostnaður ríkisins vár 1800 milljónir í fvrra Aðalskrifstofur ráðuneyta snið ganga reglur um bifreiðakaup Ríkisendurskoðun telur að- finnsluvert að aðalskrifstofur ráðuneyta sniðgangi reglur, sem gilda um kaup á rikisbifreiðum. Þau eiga að fara um Innkaupa- stofnun ríkisins að undangengnu almennu útboði, segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um bifreiða- mál ríkisins sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Heildarkostnaður vegna bifreiðanotkunar og bif- reiðaeignar ríkisins á árinu 1991 var 1,8 milljarðar að meðtöldum afskriftum. Ríkisbifreiðar voru 975 í árslok 1991 samkvæmt skrá Bílanefndar ríkisins. Að mati Ríkisendurskoðunar getur opinn aksturssamningur við starfs- menn boðið upp á sjálftöku launa. Þá bendi akstursgreiðslur til ýmissa starfsmanna ríkisins til þess að nú- verandi fyrirkomulag geti verið akst- urshvetjandi. Fram kemur, að aksturssamning- ar eru í nokkru mæli notsðir, sem launauppbót til ríkisstarfsmanna og að slík launahækkun sé óæskileg, þar sem launaútgjöld ríkisins gefi villandi mynd af þeim kjörum, sem starfsmaðurinn býr við. „Þá skal á það bent að stofnanir líta ekki á greiðslur fyrir akstur skv. aksturs- dagbók sem laun og borga þ.a.l. ekki af þeim launatengd gjöld. Greiðslur fyrir þennan akstur eru ennfremur ekki skattlagðar að jafn- aði, þótt þær séu skattskyldar ef greiðslur fara umfram raunveruleg- an aksturskostnað." Þá segir, að ríkisbifreiðum hafí fjölgað um 167 á síðustu tíu árum en rekstrar- og viðhaldskostnaður hafí hins vegar lækkað um 194 millj. að raunvirði á tímabilinu eða sem svarar til 27%. Heildarkostn- aður ríkisins vegna bifreiðanotkun- ar hefur aukist um 174 millj. að raunvirði á árunum 1982 til 1991 eða um 22%. Útgjöld vegna leigðra bifreiða starfsmanna hafa aukist um 175 millj. og annar aksturs- kostnaður um 167 millj. eða sam- tals um 342 millj. Á móti þeirri útgjaldaaukningu hefur kostnaður við leigubifreiðar lækkað um 26 millj. og vegna bílaleigubifreiða um 145 millj., eða samtals um 171 millj. Ríkisendurskoðun telur að innan stofnana þurfí að fara fram- heild- arúttekt á heildarakstursþörf án tillits til aksturs fyrri ára. Slíkt mat þurfí að gera með hliðsjón af bifreiðaeign hverrar stofnunar og með hagkvæmari lausnum sem ekki eru bundnar við annað form á akstri heldur sjálfstæðu mati á hvort leysa megi hluta verkefnanna með öðrum boðleiðum. Fram kemur, að yfirleitt gæti hag- kvæmni við val á bifreiðum þó að þau tilvik þekkist, þar sem keyptar eru mun dýrari bifreiðar en þörf virð- ist vera á. „Þá telur stofnunin vand- séð að annað fyrirkomulag en það sem nú gildir um bifreiðakaup og bifreiðasölu yrði hagkvæmara fyrir ríkið í heild. Hins vegar mætti nýta betur þá reynslu sem fyrir hendi er hjá stærstu ríkisstofnununum vegna bifreiðamála." -----♦ ♦ ♦----- Veðraham- inn lægir Borg í Miklaholtshreppi. NÚ hefur veðrahaminn lægt sem stóð hér í rúma tvo sólarhringa. Ekki urðu umtalsverðir skaðar hér í sveit. Þó tók að mestu þak af hlöðu í Miklaholti. Nokkrar plötur fóru af hlöðu í Dal. Sumarbústaður í landi Syðra- Skógarness fauk og er gjörónýtur. Sumarbústað þennan byggði Ingólf- ur heitinn Kristjánsson rithöfundur. Æskuspor hans lágu þar sem bústað- urinn stóð, hið snotrasta hús. Hann naut alltof fárra unaðsstunda í þess- um bústað því hann lést fáum árum eftir að hann byggði húsið. Nú kyngir hér niður snjó í logni. Það myndu stundum vera kallað „hundslappadrífa." Páll. MeÖ alhug þakka ég öllum þeim fjölmörgu, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, skeytum, blómum og símtölum á 80 ára afmœl- isdegi mínum 18. nóvember sl. GuÖ blessi ykkur öll. Margrét (Maggý) Alberts., Blindraheimilinu, Hamrahlíð 17, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.