Morgunblaðið - 28.11.1992, Side 21

Morgunblaðið - 28.11.1992, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 21 Halldór Ásgrímsson um Þróunarsjóðinn Fráleitt er að sjóður- inn taki á sig skuldir HALLDÓR Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, gagnrýnir ákvarðanir ríkisstjórnar- innar um stofnun Þróunarsjóðs sjávarútvegsins sem hann segir að eigi ekki aðeins að taka yfir skuldbindingar Atvinnutryggingasjóðs og Hlutafjársjóðs heldur einnig ýmsar skuldir sem hvíli á þeim eign- um sem hann eigi að yfirtaka. „Mér finnst fráleitt að slíkur sjóður fari að taka á sig skuldbindingar sem liggja fyrir í sjóðum og bönk- um landsins," segir Halldór. Þá gagnrýnir hann ríkisstjómina fyrír að seija lög um skatt sem eigi að taka gildi eftir mörg ár og segist te^ja að það standist engar lagahefðir. Það sé alveg ljóst að Fram- sóknarflokkurinn muni beita sér fyrir afnámi slíkra laga fái hann til þess möguleika. Halldór sagði um aðgerðir ríkis- stjómarinnar gagnvart sjávarútvegi að þótt gengisbreytingin skipti máli fyrir sjávarútveginn yrði af- koma hans áfram mjög slæm. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem talað er um nauðsyn þess að úrelda fiskiskip. Það var eftir mikinn und- irbúning og deilur að ákveðið var að stofna Hagræðingarsjóð á sínum tíma, sem hafði það hlutverk að fækka fiskiskipum. Hann hafði heimildir til að kaupa fiskiskip og greiða niður kaupverðið með leigu á aflaheimildum. Þessi lög voru sett um leið og fiskveiðistjórnunar- lögin vorið 1990 en núverandi ríkis- stjóm sá um það strax í upphafi að breyta hlutverki sjóðsins, fyrst og fremst með því að láta tekjurnar renna í ríkissjóð í stað þess að nota þær til að fækka fiskiskipum. Við lögðumst mjög hart gegn þessum breytingum en nú virðist vera ljóst að ríkisstjómin hafi skipt um skoð- un og ætlar að endurreisa þennan sjóð undir nýjum merkjum," sagði Halldór og kvaðst vera samþykkur þeirri ráðstöfun. „Það voru ýmsir forystumenn sjávarútvegsins ósammála þessu á sínum tíma og mótmæltu því harð- lega en nú sýnist mér að þeir hafi margir hveijir fallist á þetta. Þar virðist vera um stefnubreytingu að ræða sem ég get fagnað," sagði hann. „Þessum sjóði er líka ætlað að fækka fiskvinnslustöðvum. Það eru engin lög sem banna byggingu hús- næðist til tiltekinna nota og ég hef ekki trú á að slík lög verði sett.“ „Ef á að fara að safna einhveijum fjölda eigna í landinu á hendur eins sjóðs til viðhalds og áframhaldandi reksturs í einhveiju öðru formi eru aðilar komnir út á vandasamar brautir því væntanlega á sjóðurinn ekki aðeins að yfirtaka eignir held- ur líka þær skuldir sem á þeim hvíla. Formaður LIÚ hefur gert það að aðalatriði að sjóðurinn eigi að taka yfir Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð en það skiptir líka máli hvaða skuldbindingar hann á að taka á sig að öðru leyti. Það er ekkert sjálfgefið að sæmilega vel rekin fyrirtæki séu tilbúin til að greiða stórfé í skatt til að opinber- iri aðilar geti keypt upp eignir ann- arrá fyrirtækja. Til þess þurfa þau að hafa rekstrargrundvöll sem ég sé ekki að þau hafi í dag,“ sagði Halldór. Hann kvaðst einnig hafa miklar efasemdir um hækkun fasteigna- skatta á sjávarútveginn í þessu skyni og á sama hátt sæi hann ekki að sjávarútvegurinn gæti greitt af þeim litlu aflaheimildum sem hann hefði í dag til slíkra ráð- stafana. Sjálur segist hann telja að eina lausnin sé að reyna að aðstoða aðila sem ættu í mestum erfiðleik- um með styrkveitingum til að leggja niður rekstur. Um þróunargjald á úthiutuð þorskígildi sem taka á upp árið 1996 sagði Halldór: „Ég minnist þess ekki að lagður hafi verið á skattur hér á landi sem á að taka gildi eftir mörg ár. Ríkisstjómin ætlar svo að stofna til skuldbind- inga á grundvelli slíkra laga. Lögum má ávallt breyta og það liggur fyr- ir að það er ekkert samkomulag við Framsóknarflokkinn um að setja slík lög og það er alveg ljóst að við munum beita okkur fyrir afnámi þeirra ef við fáum til þess mögu- leika. Ég botna ekki í þeim mönnum sem eru tilbúnir að skuldbinda næsta Alþingi með þessum hætti því væntanlega munu verða ein- hveijar breytingar við næstu kosn- ingar þótt enginn geti sagt fyrir um hveijar þær verða,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann teldi að með þessum ráðstöfunum væri ver- ið að taka ákvörðun um veiðileyfa- Halldór Ásgrímsson gjald sagði hann að þegar Hagræð- ingarsjóðurinn var stofnaður á sín- um tíma hafi verið teknar ákveðnar veiðiheimildir sem áttu að standa undir úreldingu flotans og notaðar með þeim hætti í þágu sjávarút- vegsins. „Ég kallaði það ekki veiði- leyfagjald og geri það ekki enn. Ég kalla það.hins vegar veiðileyfa- gjald ef skatturinn á að ganga til almennra nota í samfélaginu og ég tel það almenna notkun að stunda rannsóknir á hafinu. Það eru út- gjöld sem hið opinbera hefur staðið fyrir og því er það vísir að veiði- leyfagjaldi. Öll þessi umræða um veiðileyfagjald er ótímabær. Við erum að berjast hér við að halda gangandi atvinnugrein sem er rekin með miklu tapi og meðan á því gengur eyða stjórnvöid stórum hluta af þeim tíma sem fer í umræð- ur um sjávaraútvegsmál í að deila um hvort þetta skuli tekið upp eða ekki. Ef það verður vandamál að sjávarútvegurinn verði rekinn með miklum hagnaði í framtíðinni þá verður það skemmtilegt vandamál við að glíma“ Aðspurður um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar að öðru leyti sagði Halldór að þar væri margt enn óljóst annað en gengisfellingin og niðurfelling aðstöðugjaldsins, og sagðist hann telja það mjög mikil- vægan áfanga að niðurfelling að- stöðugjalds lægi nú fyrir. Kvenfélagið Hringfurinn gefur ferðahitakassa Morgunblaðið/Kristinn Félagar í Kvenfélaginu Hringnum ásamt starfsmönnum Barnaspít- ala Hringsins við ferðahitakassann. KVENFÉLAGIÐ Hringurinn af- henti Barnaspítala Hringsins s.l. fimmtudag að gjöf ferðahitakassa og borð að verðmæti 2,5 milljónir kr. Gunnar Biering, yfirlæknir vökudeildar barnaspítalans, veitti gjöfinni viðtöku. Kvenfélagið Hringurinn hefur á þessu ári gefíð spítalanum tæki að andvirði hátt í ellefu milljónir kr., þ.e. samstæðu með sex fyrirburasí- ritum og nú ferðahitakassann. Ferðahitakassinn verður einkum not- aður til að flytja sjúka nýbura eða fyrirbura af landsbyggðinni til með- ferðar á barnaspítalann eða til hjartaaðgerða erlendis. Kvenfélagið Hringurinn var stofn- að 1904 og er líknarfélag sem ein- beitir sér að málefnum sjúkra bama. í félagið eru 300 konur skráðar en virkir félagar eru um 100. Hringur- inn byggði Kópavogshælið á sínum tíma fyrir berklasjúklinga og beitti sér síðan fyrir stofnun bamaspítala sem opnaði 1965 og fékk nafnið Bamaspítali Hringsins. Hringskonur vinna nánast allt árið að ijáröflun. Jólabasar var haldinn í byijun nóvember, en jólakortasala er nú í fullum gangi. 6. desember verður haldið jólakaffí og happdrætti í Hótel íslandi. Þá stendur félagið fyrir páskabasar á vorin og minning- arkort hafa verið seld síðan 1914. Kvenfélagið Hringurinn var fyrsta líknarfélagið sem hóf útgáfu og sölu minningarkorta. Næsta stórverkefni félagsins er þátttaka í byggingu nýs og fullkom- ins barnaspítala á Landspítalalóð- inni, en mikil þrengsli há starfsemi spítalans. Fjársöfnun er þegar hafín í þeim tilgangi og að sögn kvenfé- lagskvenna hefur almenningur alla tíð stutt dyggilega við bakið á þeim. JON ORMUR HALLDÓRSSON Löndin i suörí JÓN ,lC l ~ , I ■A'4i,V c Þaö veröur œ nauösynlegra aö hugsa um heiminn sem heild og þess vegna á bókin LÖNDIN í SUÐRI erindi til allra þeirra sem láta sig þróun heimsmála einhverju skipta. Þar er rakin stjórnmálaþróun í þeim heimshlutum sem hafa veriö nefndir þriöji heimurinn og eru heimkynni fjögurra fimmtu hluta mannkyns. Einnig er fjallaö um hungriö í heiminum, mannfjölgunarvandann og þróunaraöstoö sem Jón Ormur lítur á frá nýju og óvenjulegu sjónarhorni. og menning LAUGAVEGI18, SÍMI (91) 24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77 HVlTA HÚSIÐ / SiA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.