Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 Ósón-ráðstefnan í Danmörku Deilt um nauðsyn ráð- stafana gegn ósóneyðingu Kaupmannahofn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. EYÐING OSONS YFIR NORÐURHEIMSKAUTI Hætta er á, aö aukin koltvísýringsmengun á næstu 50 árum flýti fyrir efnahvörfuunum, sem skemma ósonlagið yfir norðurheimskauti. I um 50 km hæð yfir sjávarmáli brýtur útfjólublátt Ijós frá sólu niður klórflúor- kolefni og eitt efnanna, klór, sem skaðar ósonlagið mest, gengur í samband við önnur efni og flyst neðar í heiðhvolfinu Vaxandi koltví- sýringsmengun kælir neöri lög heiðhvolfsins og eykur skýja- myndun yfir heim- skautunum, sem aftur breyta klór í sambönd, sem eyðileggja óson- lagið. Minna ósonmagn eykur kælingarahrif koltvísýrings og þar með skýjamyndunina „Lausar” klórfrumeindir ráðast á aðrar ósonfrumeindir. Heimild: Hadley Centre lor Climate Prediction and Research, Klórfrumeind ræðst á ósonsameind', losar um eina súrefnisfrumeind og myndar klór- sýrusameind og súrefnis- sameind. Tvær klórsýru- sameindir sameinast í nýtt efnasam- band. Þetta nýja samband brotnar niður I tvær klórfrumeindir og eina súrefnissameind. SAMÞYKKT var að flýta banni við efnum sem eyða ósónlaginu á fundi sem Sameinuðu þjóðirn- ar og dönsk stjórnvöld stóðu fyrir í Kaupmannahöfn og lauk á miðvikudag. Fyrir fundinn höfðu nokkrir vísindamenn viðs vegar að úr heiminum lagt fram áskorun um að hafna Montreal- samþykktinni svonefndu því að rök fyrir rýrnandi ósónlagi væru ekki tvímælalaus og aukning útfjólublárrar geislunar í kjölfar þess væri litilvæg. Norrænir umhverfisráðaherrar notuðu tækifærið til að ræða sam- eiginleg mál á fundinum. Eiður Guðnason umhverfísráðherra sagð- ist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið álit sérfræðinga á Raunvís- indastofnun og Veðurstofunni á ávarpi sérfræðinganna, sem áður var greint frá, og þeim þættu rök- semdir þessara vísindamanna ótraustar. Eiður bætti við að ef skoðanimar sem koma fram í ávarpinu ættu við rök að styðjast hefði þessi fundur ekki verið hald- inn. Per Stig Möller umhverfísráð- herra Dana sagði við blaðamenn eftir fundinn að flestir vísindamenn væru sammála um að ósónlagið þynntist vegna notkunar ákveðinna efna og því væri ábyrgðarlaust af stjórnmálamönnum að láta rök þeirra sem vind um eyru þjóta. Hann sagði jafnframt ljóst að þau fyrirtæki sem legðu í kostnað við að haga framleiðslu sinni með ósón- eyðinguna í huga væru að búa í haginn fyrir framtíðina. Fyrirtæki á Norðurlöndum hafa almennt tek- ið mið af ózónumræðunni, meðan til dæmis frönsk fyrirtæki hefðu ekki gert það. Samráð norrænna umhverfismálaráðherra og þess rússneska Töluverð umræða hefur verið á Norðurlöndum undanfarið vegna mengunar frá nikkelvinnslu á Kóla- skaga./Eiður sagði að í fyrradag hefðu norrænir umhverfísráðherrar fundað með rússneska umhverfís- ráðherranum. Verið væri að kanna hvemig hagkvæmast væri að breyta eða bæta vinnsluna með til- liti til mengunar, en ljóst væri að sama hvað gert yrði, kostaði það milljarða króna. Einnig sagðist Eið- ur hafa kynnt norrænu ráðherrun- um mótmæli íslendinga við siglingu Japana með plútón frá Frakklandi og í framhaldi af því hefðu verið gerð drög að sameiginlegu bréfi þeirra til japanska umhverfísráð- herrans. Vegna frétta síðustu daga um rússneskan kafbát, sem sökk 1989 norður af Svalbarða og inni- hélt plútón sagði Eiður að ekkert væri nýtt í þeim fréttum annað en að nú hefðu birst myndir frá flak- inu. Ljóst virtist að hættulegra væri að lyfta bátnum upp, heldur en að láta hann liggja. Sigurbjörg Gísladóttir deildar- efnafræðingur hjá Hollustuvernd ríkisins sagði að á fundinum hefði verið ákveðið að banna notkun halóna frá 1992 og svokallaðra CFC-efna frá ársbyrjun 1996, en áður voru tímamörkin árið 2000. í stað þeirra kæmu svokölluð HCFC- efni tímabundið í staðinn, en þau væru nú líka komin á lista yfír bannefni. í stað þeirra kæmu ný efni, sem ekki væru ósóneyðandi. Um framkvæmdina á íslandi sagði hún að nú væri verið að setja reglu- gerð, sem væri í samræmi við þá stefnu, sem mörkuð var á fundin- um. í plastiðnaðinum væri mark- visst unnið að þvi að breyta fram- leiðslutækninni og nota efni sem hafa lítil eða engin áhrif á ósónlag- ið. Sama væri í kæliiðnaði. Auk þess væri hert eftirlit með að þessi efni slyppu ekki út í andrúmslotið. Ósóneyðandi efni væru ekki lengur notuð í úðabrúsa, en sumar efna- laugar notuðu þessi efni enn og yrðu líklega með þeim síðustu að hætta því. Bannið á eingöngu við um ný efni, ekki endurunnin. Um niðurstöður fundarins sagði Sigurbjörg að mestu máli skipti að bann við notkun ósóneyðandi efna gengi fyrr í gildi en áður var ætl- að. Jafnframt að nú væru komin á bannlista ýmis efni, sem áður hefðu aðeins verið í athugun. Einnig væri mikilvægt að sjóður til að styðja þróunarlöndin hefði verið festur í sessi. Þó umrædd efni séu lítið notuð þar miðað við notkun þróaðra ríkja, þyrftu þau að fá hjálp til að taka í notkun ný og hættu- laus eða hættuminni efni. Karíbahafið kynnt í Háskólabíói á sunnudag Nýr áfangastaður I vetrarferðum ísiendinga hefur vakið mikið umtal og eftirspurn frá því að frést hefur að Heimsklúbbur Ingólfs, sem reynst hefur fundvís á bestu ferðastaðina, hefji ferðir til eyjar í Karibahafi um áramótin fyrir verð, sem telja verður ótrúlega hag- stætt miðað við fyrsta flokks hótel, þar sem öll þjónusta, matur og hvers konar drykkir ómældir, sport og skemmtanir er innifalið i verðinu. Áfangastaðurinn er Puerto Plata, eða Silfurhöfn, á norðanverðri eynni Hispaniola, sem svo var nefnd áður, en heitir nú Lýðveldið Dominika, en þar var fyrsta byggð Spánverja í Vesturheimi. Spænska er töluð í landinu, sem er tæplega helmingur Islands að stærð, en enska er út- breidd. Eyjar Karíbahafs eru orðlagðar fyrir litríka fegurð og veðursæld. Með blómskrúð sitt, lostfagra ávexti og eilíft sumar orka þær eins og segull á ferðamenn frá norðlæg- um löndum. Heimsklúbbur Ingólfs hefur gefið út kynningarbækling um þennan nýja áfangastað, og fæst hann bæði á skrifstofu Heims- klúbbsins í Austurstræti 17 og á sérstakri kynningu um Karíbahaf, sem fram fer á morgun, sunnudag, kl. 13.30 í sal 2 í Háskólabíöi. Þar verður myndasýning og ýmis fróð- leikur um hina heillandi fögru og sögufrægu eýju. Sérstakur gestur Heimsklúbbs Ingólfs á þessari kynningu verður Carolina Berges, sölu- og markaðs- stjóri Puerto Plata Village, sem kemur alla leið úr Karíbahafínu til að veita nýjustu upplýsingar um staðinn og færa íslendingum sól og ljúfa stemmningu hitabeltisins mitt í vetrardrunganum. Kynningin er liður í fræðslustarfi Heimsklúbbs Ingólfs um fjarlæg lönd og framandi þjóðir, og er að- gangur ókeypis, meðan húsrúm leyfír. Á fyrri kynningu Heims- klúbbsins um Karíbahaf, sem haldin var á Hótel Sögu, komust færri að en vildu. Húsið verður opnað kl. 13.00 og kynningunni lýkur fyrir kl. 15.00. Margar pantanir hafa þegar borist á þennan nýja stað, en framboð sæta er takmarkað. Starfsfólk Heimsklúbbsins verður til viðtals og aðstoðar við pantanir að kynningu lokinni. (FréttaUlkyiiiiing frá Heimsklúbbi Ingólfs.) ÞORSTEINN GYLFASON Tilraun um heiminn Gerir heimspeki gagn? Er andinn ódauölegur? Er geöveiki til? Á meirihlutinn aö ráöa? Skiptir réttlœti máli? íbókinni TILRAUN UM HEIMINN veltir Þorsteinn Gylfason þessum spurningum fyrir sér á sinn persónulega og sérstaka hátt. Þorsteinn er prófessor viö Háskóla íslands og víkur hvergi frá frœöilegum kröfum, en setur umfjöllunarefni sín fram á svo lipru og skemmtilegu máli aö þaö höföar jafnt til leikra og lœröra. og menmng LAUGAVECjl 18, SÍMI (91) 24240 & SÍOUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688S77 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.