Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 25 Feðgamir Helgi Daníelsson og Friðþjófur Helgason sýna ljósmyndir á Akranesi Viðbrög’ð fólks með ólíkindum góð Feðgarnir Friðþjófur Helga- son og Helgi Daníelsson vinna að uppsetningu ljósmyndasýn- ingar sinnar á Akranesi. Heimasmiðuð flugvél sem aldrei fór í loftið og var seinna breytt í bát, systur fæddar á aðfangadag, fyrsta barn ársins 1967 ásamt móður sinni, kirkjukór Akraneskirkju á æfingu og aðgerð í frystihús- inu eru meðal myndefna á ljósmyndasýningu Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar, sonar hans, i Tónlistarskólanum, Þjóð- braut 13 á Akranesi. Feðgarnir sýna samtals um 160 svarthvítar Ijósmyndir, Helgi sýnir fleiri, eða 130 mannlífsmyndir frá Akranesi á árinum 1964-1971, en Friðþjófur 30 nýlegar myndir, frá Akra- nesi og nokkrar listrænar uppstillingar. Á sjötta hundrað manns hefur þegar séð sýninguna sem hófst 20. nóvember. Sýningin ber yfirskriftina „í dagsins önn“ og lýkur henni sunnudaginn 6. des. „Sýninguna má eiginlega rekja 1972. Fór þá Helgi að vinna hjá til þess að ég var fréttaritari á Akranesi á þessum árum, skrifaði fréttir, merkilegar og minna merki- legar, og tók myndir með. Filmun- um hélt ég saman en smám saman voru myndatökurnar famar að taka svo mikinn tíma að ég læddi því að Friðþjófi, þegar hann var svona 14 ára, hvort hann gæti ekki tekið myndir. Hann fór þá á ljósmynda- námskeið hjá Æskulýðsráði og vann samkeppni í lok þess um bestu myndina af styttunni á Akratorgi. Eftir það mætti ég eins og fínn maður með ljósmyndara með mér og segja má að Friðþjófur hafi verið að taka myndir síðan,“ sagði Helgi en þess má geta að fjölskyld- an fluttist til Reykjavíkur árið sakadómi Reykjavíkur sem rann- sóknarlögreglumaður en Friðþjófur sem ljósmyndari hjá Alþýðublað- inu. í dag er Helgi yfirlögreglu- þjónn RLR og Friðþjófur er kvik- myndatökumaður hjá Ríkissjón- varpinu. Fimmtíu ára afmæli Akranes- kaupstaðar var síðan til þess að Helgi fékk þá hugmynd að sýna ljósmyndirnar frá Akranesi. „Eg fékk góðar undirtektir með hug- myndina hjá forsvarsmönnum bæj- arins og tilkynnti svo Friðþjófi að við ætluðum að halda sýningum í haust. Hann var fyrst dálítið efins um að ég ætti einhveijar myndir en eftir að við höfðum farið í gegn- um filmur og myndir sem ég hafði haldið til haga varð úr að ég sýndi 130 myndir af fólki í starfi og leik á Akranesi 1964 til 1971. Friðþjófs myndir eru aftur á móti nýrri, bæði frá Akranesi og ýmsar list- rænar myndir." Helgi sagðist vera afskaplega ánægður með móttökur sýningar- gesta sem eru komnir upp í um 500 á aðeins um viku. „Viðbrögð fólks eru með ólíkindum. Margir eru búnir að koma 2 til 3 sinnum. Mér finnst líka gaman að fylgjast með fólkinu þegar það er að skoða sýninguna. Nokkrir hafa meira að segja beðið um stækkunargler þeg- ar þeir hafa haldið að glitt hafi í sig,“ sagði hann í glettnum tón. Helgi á erfitt með að gera upp á milli myndanna á sýningunni þegar hann er beðinn um að nefna eina. Að lokum dregur hann þó fram mynd sem birtist í Alþýðu- blaðinu árið 1966 og sýnir þá Þór- hall Sæmundsson, bæjarfógeta, og Kristján Runólfsson sama dag og sá fyrmefndi hafði boðið upp hótel hins síðamefnda á nauðungampp- boði. Ekki virðast Kristján halda minna upp á Þórhall fyrir vikið ef marka má myndina. Fjárhagsáætlun Kópavogs lögð fram Byrjað á íþróttahúsi og grunnskóla í Kópavogsdal FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópavogs fyrir árið 1993 var lögð fram á bæjar- stjórnarfundi í vikunni. Er það fyrr en áður hefur þekkst í sögu bæjar- ins, að sögn Gunnars I. Birgissonar formanns bæjarráðs. Á árinu verð- ur hafist handa við byggingu nýs grunnskóla, Smáraskóla í Kópavogsd- al, og íþróttahúss Breiðabliks í Kópavogsdal. Gunnar segir að sparnaður og aðhald í rekstri einkenni rekstrar- áætlun bæjarins. Tekjur em 1.541 milljón kr. og em það lítið eitt hærri tekjur en í ár. Útsvar verður óbreytt, eða 6,7%, og segir Gunnar að Kópa- vogur sé ásamt Reykjavík með lægstu útsvarsprósentu sem þekkist á landinu. Hins vegar hafí fast- eignaskatturinn verið hærri í Kópa- vogi en nágrannasveitarfélögunum. Því hafí álagningarprósentan verið lækkuð um 3,5% við síðustu áætlun og á næsta ári verði hún enn lækk- uð um 5,3%. Segir Gunnar að heild- arálagning á meðalfjölskyldu verði nú sú þriðja lægsta á höfuðborgar- svæðinu, aðeins Reykjavík og Sel- tjamames verði með lægri skatta. Heildarrekstrarkostnaður, að meðtöldum fjármagnsgjöldum, er áætlaður 1.698 milljónir kr. og frá þeim kostnaði dragast sértekjur og vaxtatekjur að upphæð 559 milljón- ir kr. Gunnar segir að kostnaðurinn sé sá sami í krónutölu og árið 1990 og nú séu rekstrargjöld sem hlut- fall af sameiginlegum tekjum aðeins 72%. Það telur hann að sé með því besta sem gerist í rekstri bæjar- félaga. Helstu gjaldaliðir eru vegna félagsþjónustu, um 400 milljónir kr., til fræðslumála er varið 234 milljónum og til æskulýðs- og íþróttamála 145 milljónir kr. Þetta segir Gunnar að séu sömu fjárhæð- ir í krónutölu og í ár. Vaxtagreiðsl- ur em áætlaðar 120 milljónir kr. og segir Gunnar að sá kostnaður hafí farið hraðminnkandi vegna þess að unnið hafí verið að því að breyta skammtímaskuldum bæjarsjóðs í löng lán með lágum vöxtum. Á næsta ári þarf Kópavogsbær að greiða 224 milljónir kr. 5 afborg- anir af lánum. Gunnar segir að þeirri flárhæð verði skuldbreytt en engin ný lán tekin. Hann segir að bærinn eigi í vændum tekjur fyrir lóðir og fleira og verði þeir peningar allir notaðir til að greiða niður lán. „Við notum allan rekstrarafgang- inn í framkvæmdir. Með því erum við að reyna að sporna á móti at- vinnuleysi," sagði Gunnar. Ætlunin er að framkvæma fyrir tæplega 800 milljónir kr. Til gatnagerðar verður varið 280 milljónum kr., þar af 131 í nýbyggingu gatna, 104 milljónum í endurbyggingu eldri gatna og 46 milljónum kr. í slitlag. Til fram- kvæmda við skóla verður varið 120 milljónum kr. Uppbygging Verk- menntaskólans, þar sem matvæla- iðngreinamar verða, er stærsta ein- staka verkefnið í þeim málaflokki. Þá verður hafín bygging Smára- skóla, nýs grunnskóla í Kópavogsd- al. Áformað er að hefja kennslu í þessum skóla haustið 1994. í Kópa- vogsdal verður 5000 manna byggð í framtíðinni. Til framkvæmda við íþrótta- og æskulýðsmál eru ætlaðar 114 millj- ónir kr. Mesta verkefnið er bygging íþróttahúss Breiðabliks austan við sandgrasvöllinn í Kópavogsdal. Til þeirrar framkvæmdar verður varið 80 milljónum kr. á árinu 1993 og er nú verið að undirbúa alútboð. Framkvæmdir við umhverfísmál taka til sín 97 milljónir kr. alls. Þar munar mest um lagningu holræsa sem áætlað er að kosti 70 milljónir. Um er að ræða Skeijafjarðarveitu sem lögð er í samvinnu við Reykja- víkurborg og Kársnesveitu sem lögð er í samvinnu við Garðabæ. Gunnar segir að þetta sé mesta átak sem gert hafí verið í umhverfismálum í Kópavogi, með því mundi bæjarbúar losna við skolpið af fjörum bæjar- ins. Kópavogsbær leggur einnig 22 milljónir kr. í frágang opinna svæða og 5 milljónir í útivistarsvæðið í Fossvogsdal. Borgaryfírvöld í Reykjavík og bæjaryfirvöld í Kópa- vogi hafa í sameiningu gengið frá forsögn fyrir nýtt deiluskipulag í Fossvogsdal. í sumar verður hafist handa við gerð göngustíga og gróð- ursvæða og ráðgerir Kópavogur að leggja 5 milljónir kr. í þetta verk- efni á árinu. Lagðar verða 40 milljónir kr. til framkvæma við Listasafn Gerðar Helgadóttur. Stefnt er að opnum safnsins í ársbyijun 1994. Til fram- kvæmda við leikskóla og dagvistun er ætlaðar tæpar 40 milljónir kr. Stærsta framkvæmdin á því sviði er stækkun Kópahvols við Bjarn- hólastíg. Þar fást 36 ný leikskóla- pláss. Lokið verður við leikskólann við Fögrubrekku en þar skapast 40 hálfsdagspláss. Þá verður hafin bygging nýs leikskóla í Kópavogs- dal. Áætlað er að þeim framkvæmd- um ljúki árið 1994 og verður þar rými fyrir 100 böm. Gunnar segir að framkvæmdimar verði fjármagnaðar annars vegar með 400 milljóna króna hagnaði af rekstri og hins vegar með gatna- gerðargjöldum og þátttöku ríkisins í framkvæmdum. Hann segir að ekki hafí verið hægt að taka tillit til efnahagsráðstafana ríkisstjórn- arinnar þegar áætlunin var lögð fram. Nú sé ljóst að skuldir bæjar- ins hækki um 40 milljónir kr. vegna gengisfellingarinnar. Þá muni bæj- arsjóður verða af einhveijum tekjum vegna breytinga á tekjum í kjölfar afnáms aðstöðugjalds þar sem inn- heimta aðstöðugjalda hafí verið betri í Kópavogi en hjá flestum öðr- um. Loks getur Gunnar þess að útgjöld bæjarins aukist vegna álagningar virðisaukaskatts á akst- ur og hitaveitu. „Við munum bregðast við þessu á milli umræðna," sagði Gunnar en seinni umræða er áætluð um miðjan desembermánuð og er fyrirhugað að ganga frá ijárhagsáætlun fyrir áramót. „Þrátt fyrir kreppuna í þjóð- félaginu höfum við ekki farið út í það að hækka skatta á bæjarbúa eins og mörg önnur bæjarfélög hafa gert. Við höfum aftur á móti reynt að minnka kostnaðinn og tekist það vel,“ segir Gunnar. Hann segir að til umræðu hefði komið að hækka útsvarið í 7,5% en lækka þjónustu- gjöld bæjarstofnana á móti en með því gæti sveitarfélagið átt rétt á tekjujöfnunarframlagi úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Þetta framlag hefði í upphafí verið hugsað til að hjálpa minni sveitarfélögunum að standa undir félagslegri þjónustu við íbúana en nú væru stærri sveit- arfélögin, eins og til dæmis Hafnar- fjörður og Mosfellsbær, að reyna að spila á kerfíð til þess að ná pen- ingum af ríkinu í gegnum Jöfnunar- sjóðinn. Gunnar segir að Kópavogs- bær gæti aukið tekjur sínar um 200 milljónir með þessu móti. „En þetta er heimskasta hagstjórn sem hægt er að hugsa sér,“ segir hann. STEINAR WAAGE íþróttatöskur Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.