Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGÚR 28. NÓVEMBER 1992 26 Áætlun um samstjóm kynþátta í S-Afríku ANC vill að stjómar- skiptum verði flýtt Jóhanncsarborg. Reuter. LEIÐTOGAR Afríska þjóðarráðsins (ANC) komu saman til fundar í gær til þess að ákveða hvernig brugðist skyldi við þeirri ákvörð- un F.W. de Klerks, forseta Suður-Afríku, að leggja af sljórn hvíta minnihlutans ekki seinna en á miðju ári 1994. Fyrir upphaf fundarins sagði talsmaður ANC, Carl Niehaus, að bráðabirgðastjóm allra kynþátta þyrfti helst að taka við völdum ári fyrr en de Klerk vildi. Stjómar- skipti væm biýn vegna mikillar þjóðfélagskreppu og ANC vildi að þjóðkjörið stjórnlagaþing hæfí störf ekki síðar en í september 1993. De Klerk lagði til í fyrradag að í mars á næsta ári hæfust að nýju stjómarskrárviðræður stjómmála- flokka og fylkinga með það fyrir augum að bráðabirgðastjómarskrá lægi fyrir í ársbyijun 1994. Í apríl 1994 yrði efnt til þingkosninga sem allir þegnar landsins óháð Albert Reynolds Reynolds bíður ósig'ur ALBERT Reynolds varð fyrir áfalli í þingkosningunum á ír- landi á miðvikudag, er flokki hans, Fianna Fail, mistókst að tryggja sér hreinan meirihiuta á þinginu. Flokkurinn fékk 39,1% atkvæða, Fine Gael 24,5% og Verkamannaflokkurinn 19,3%. Fianna Fail fékk 70 þingsæti, Fine Gael 50 og Verkamanna- flokkurinn tvöfaldaði þing- mannatöiu sína, fékk 30 þing- sæti. Noregur og Grænland semja um fisk NORÐMENN og Grænlendingar hafa samið um að Grænlending- ar geti veitt 2.700 tonn af þorski við norðurströnd Noregs og 1.000 tonn af ýmsum fiskteg- undum í Norðursjó, en þó ekki meira en 200 tonn af þorski. í staðinn mega Norðmenn veiða 1.800 tonn af grálúðu, 200 tonn af lúðu og 1.000 tonn af þorski í landhelgi Grænlands. Mónakóprins- essa elur barn STEFANÍA Mónakóprinsessa ól dreng í Monte Carlo seint í fyrra- kvöld. Prinsessan er ógift og bamsfaðirinn, Daniel Ducruet, fyrrverandi lífvörður hennar, fylgdist með fæðingunni. kynþætti gætu tekið þátt í. Sú stjóm sem þar yrði kosin hefði forystu um að ljúka gerð nýrrar stjómarskrár fyrir Suður-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem de Klerk birtir nákvæma tímaáætlun um afnám valda minnihlutastjóm- ar hvítra í Suður-Afríku. Stjóm- málaskýrendur sögðu að hún væri metnaðarfull og táknaði hugsan- lega þáttaskil; yrði til þess að beina umræðunni um lýðræðisumbætur í ákveðinn farveg og flýta fyrir niðurstöðu. Þeir sögðu að tíma- setningarnar myndu ekki standast ef blóðugum ofbeldisaðgerðum í hverfum blökkumanna lyki ekki hið fyrsta. Reuter Slökkviliðsmaður uppi á þaki Redouten-salarins í Hofburg í Vín. Dómkirkja heilags Stefáns sést í baksýn. Eldsvoði í Hofburg í Austurríki Ómetanleg’iir hluti þjóðar- arfsins varð eldinum að bráð Vín. Reuter. ELDSVOÐI eyddi að mestu Redouten-salnum í Hofburg, keisara- höllinni í Vínarborg, í gær og eru skemmdirnar metnar á yfir sex milljarða ÍSK. Meira en 350 slökkviliðsmenn börðust í fimm stund- ir við eldana í miklu roki og síðdegis í gær virtust þeir hafa slökkt þá að mestu. Þjóðarbókhlaða Austurrikismanna er við hliðina á salnum og tókst með naumindum að koma í veg fyrir að eldurinn næði þangað, einnig tókst að bjarga rúmlega 60 víðfrægum reið- hestum af svonefndu Lippiz-kyni. Ekki var vitað um orsök eldsins en slökkviliðsmenn töldu Iíkur á að þeirra mætti leita í glæðum sem leynst hefðu undir þakskeggi hallarinnar þar sem viðgerð var nýlokið. leika og í bókasafninu er geymt eitt mesta safn í heimi af gömlum bókum og handritum. Til öiyggis voru um 190.000 bækur og hand- rit borin á brott eftir að beðið hafði verið um sjálfboðaliða úr röðum safnvarða í útvarpssend- ingu en engar verulegar skemmdir urðu á safninu. Vatn mun þó hafa valdið einhveiju tjóni á freskum í lestrarsal, einnig urðu skemmdir í reiðskólanum af reyk og vatni. Enginn mun hafa slasast að ráði í eldsvoðanum. „Eldurinn eyðilagði ómetanleg- an hluta af menningararfleifð Austurríkis," sagði í yfirlýsingu Wolfgangs Schússels fjármálaráð- herra er hét því að endurbygging yrði þegar hafín. Redouten-salur- inn er hluti Hofburg, keisarahallar Vínar, og var byggður á 18. öld í tíð Maríu Theresu keisaraynju. Elstu hlutar Hofburg eru frá 13. öld og þar var öldum saman aðset- ur keisara af ætt Habsborgara. Skrifstofur Thomas Klestils for- seta og Franz Vranitskys kanslara eru í höllinni en í álmum sem eru fjarri brunastaðnum. Eldvamaflautur gullu við skömmu eftir miðnætti að austur- rískum tíma í Redouten-salnum þar sem haldnir hafa verið margir frægar alþjóðasamkundur kalda stríðsins. Meðal annars voru þar fundir á vegum Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, einnig var þar innsiglaður SALT II-afvopnunarsamningurinn árið 1979 er þeir kysstust Jimmy Cart- er Bandaríkjaforseti og Leoníd Brezhnev Sovétleiðtogi. Reyk- skynjarar í nærliggjandi sal tóku einnig við sér en þar eru varðveitt krúnudjásn keisaradæmisins Austurríkis-Ungveijalands. íbúar um 60 íbúða í höllinni og húsum við þröngar götur er liggja að höllinni voru fluttir á brott af ótta við að eldurinn breiddist hratt út og yrði óviðráðanlegur. Málverk og aðrir lausir listmun- ir í höllinni sluppu nær allir óskaddaðir. Lippiz-hestar hins svonefnda Spænska reiðskóla eru frægir um allan heim fyrir glæsi- Atlantic Airways í fjárhagskreppu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FÆREYSKA flugfélagið Atlantic Airways á í alvarlegum fjár- hagserfiðleikum, að sögn fréttaritara R/tzau-fréttastofunnar í Þórshöfn. Lánardrottnar félagsins hafa krafist þess, að það greiði strax 70 af 150 mil(jónum danskra króna, sem það skuldar alls. Færeyska landstjórnin ábyrgð- ist 70 millj. d. kr. lán, sem félag- ið varði til kaupa á fiugvélum til nota á leiðinni milla Færeyja og Kastrup. Atlantic Airways á í harðri samkeppni við Mærsk Air á þessari leið. Landstjómin verður nú að hafa hraðar hendur við að afgreiða til- lögu um 70 millj. d. kr. framlag til flugfélagsins — 70 millj. tii afborgana af láninu og 5 millj. í rekstrarfé. Á sama tíma hefur landstjómin skorið niður íjárlög næsta árs um 100 millj. d. kr. og tilkynnt verka- lýðsfélögunum, að vegna slæmrar stöðu lækki laun félagsmanna þeirra um 10%. Á fundi í Kaupmannahöfn tókst samkomulag milli Else Winther Andersen, félagsmálaráðherra Dana, og Johannes Eidegaardf sem fer með félagsmál í færeysku landstjóminni, um að Færeyingar hafí framvegis strangt eftirlit með útgjöldum til félagsmála. Bretadrottning reiðu- búin að greiða skatta London; Reuter, The Daily Telegraph. YFIRLÝSINGU Elísabetar Bretadrottningar á fimmtudag, þess efn- is að hún væri reiðubúin að greiða skatt af eignum sínum og taka aukinn þátt í rekstri hirðarinnar, var almennt fagnað í Bretlandi í gær, en kröfur um minni ríkisframlög til konungsfjölskyldunnar hafa orðið æ háværari þar að undanförnu. Eignir konungsfjölskyidunnar em gífurlegar og veit enginn með vissu hve miklar þær em. Kemur þar jafnt til að margar eignir em hreinlega ómetanlegar í beinhörð- um peningum auk þess sem mikil leynd hvflir yfír öllum fjármálum drottningarinnar. Er því ógemingur að meta hversu miklar skattgreiðsl- ur drottningar kunna að verða en ýmsir spá því að þær verði ekki ýkja miklar, í samanburði við eign- imar, meðal annars vegna þess að margar eignir tilheyra ekki valdhaf- anum á hveijum tíma heldur kon- ungdæminu sjálfu eða bresku þjóð- inni. Talið er líklegt að skattgreiðsl- ur drottningar verði því ekki reikn- aðar út með hefðbundnum hætti heldur verði þær „sjálfviljugar“ greiðslur og hugsanlega ekki gerðar opinberar. Flest bresk blöð vom mjög já- kvæð í garð yfírlýsingar drottning- ar, sem kom ölium að óvömm, og sagði þannig Daily Mail að „nýtt konungsdæmi" væri að fæðast. „Með því að taka þetta virðingar- verða skref hefur drottninginn ör- ugglega tryggt konungdæmið í sessi sem mikilvægan og aðdáunar- verðan hluta breskrar stjómskipun- ar og breskra lifnaðarhátta," sagði Daily Mail ennfremur. Blaðið The Times sagði aftur á móti að þetta væm smávægilegar breýtingar. Elísabet drottning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.