Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 29 JMtogmifrlfifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakiö. Aðgerðir gegn atvinnuleysi Iályktun um atvinnumál lýsir Al- þýðusambandsþingið áhyggjum yfír alvarlegu atvinnuástandi og telur það forgangsefni verkalýðs- hreyfíngarinnar að vinna bug á þeirri neyð sem þjakar þúsundir launafólks. í ályktuninni segir að atvinnuleysi sé orðið svo alvarlegt og langvarandi að eyðing byggðar liggi við. Nýkjörinn forseti ASÍ, Benedikt Davíðsson, segir að höf- uðverkefnið á næstunni verði efling atvinnulífsins til að vinna gegn vaxandi atvinnuleysi. Undir það skal tekið að eitt helzta verkefni næstu mánaða hlýt- ur að vera baráttan við atvinnuleys- ið, en það kallar fyrst og fremst á stöðugleika í efnahagsmálum og styrkingu á rekstrargrundvelli at- vinnufyrirtækjanna. íslendingar horfast nú í augu við áframhald- andi efnahagssamdrátt, fyrst og fremst vegna niðurskurðar afla- heimilda. A þessu hefur verið ríkur skilningur aðila vinnumarkaðarins í þeim viðræðum sem fram hafa farið síðustu vikumar og voru und- anfari efnahagsaðgerða ríkisstjóm- arinnar. Meginþunginn í viðræðum for- ustu ASI, VSÍ, ríkis og sveitarfé- laga snerist um það að létta kostn- aði af atvinnulífinu í því skyni að treysta rekstrargrundvöll fyrir- tækjanna. Óhjákvæmileg afleiðing þessa eru auknar byrðar á almenn- ing og réttlæting slíkra aðgerða er sú að annars blasi við stöðvun fyrirtækja og stóraukið atvinnu- leysi. Gengisfellingar gjaldmiðla helztu viðskiptalanda okkar og órói á gjaldeyrismörkuðum leiddu til þess að ríkisstjómin greip í taum- ana og felldi gengi krónunnar um 6% áður en endaniegt samkomulag hafði tekizt í viðræðunum. Að mati Morgunblaðsins réttlæta ákvarðan- ir ríkisstjómarinnar um grundvall- arþætti sjávarútvegsmála þessa gengisbreytingu, sem að öðrum kosti hefði verið mjög umdeilanleg. Aðrar efnahagsaðgerðir ríkis- stjómarinnar voru í stórum drátt- um þær sömu og viðræður aðila vinnumarkaðarins snerust um. Gengisfellingin, af.iám aðstöðu- gjaldsins, lækkun tekjuskatts fyrir- tækja úr 45% í 33%, aðgerðir til vaxtalækkunar og fjárhagsleg end- urskipulagning í sjávarútvegi með stofnun Þróunarsjóðs era allt að- gerðir sem treysta rekstrargrund- völl atvinnulífsins, ekki sízt útflutn- ingsgreina. Þetta mun að sjálf- sögðu treysta atvinnu í landinu næstu misseri. Það er höfuðatriðið. Þessu til viðbótar hefur ríkis- stjómin tilkynnt um ráðstafanir til að auka atvinnu. í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir tveggja millj- arða króna lántökum til að auka atvinnu, fyrst og fremst með aukn- um vegaframkvæmdum og viðhaldi opinberra bygginga. Þá hefur verið ákveðið að leggja fram 500 milljón- ir til sérstakra framkvæmda við byggingu og viðhald opinberra mannvirkja, 500 milljónir til at- vinnumála á Suðurnesjum, þar sem atvinnuástandið er verst, svo og hefur verið gert samkomulag við sveitarfélögin um 500 milljóna króna framlag í Atvinnuleysis- tryggingasjóð til atvinnuskapandi verkefna. Loks er gert ráð fyrir því í fjárlagaframvarpinu að stórauknu fé, eða 340 milljónum króna, verði varið til rannsókna- og þróunar- starfs og markaðsmála. Nær §órir milljarðar verða því lagðir fram á næsta ári til atvinnu- skapandi verkefna. Sveitarfélög o g Atvinnuleysistryggingasjóður munu vafalaust leggja fram fé til viðbótar. Hér er um miklar fjár- hæðir að ræða, sem að veralegu' leyti munu renna til launþega við arðbær störf í stað þess að þeir séu á atvinnuleysisbótum. Réttlætan- legt er að grípa til slíkra ráðstaf- ana til að leysa aðsteðjandi at- vinnuleysi, en til langframa hlýtur lausnin að byggjast á auknum hag- vexti og öflugu atvinnulífí. Það er enn veikburða vegna margra ára efnahagssamdráttar og ekki era horfur á að úr samdrættin- um rætist á næsta ári. Það er grandvallaratriði að stöðugleiki haldist í efnahagslífínu og ekkert ógnar rekstrarafkomu atvinnufyr- irtækjanna og atvinnuörygginu meira en að verðbólgan haldi inn- reið sína á ný. Við þessar aðstæður þolir atvinnulífið ekki nýjar kaup- kröfur launþegasamtakanna og forgangsverkefnið sem ASÍ-þingið ályktaði um tekst ekki nema verka- lýðssamtökin og vinnuveitendur komi sér saman um leiðir til að koma í veg fyrir víxlverkun launa og verðlags, nýja verðbólguskriðu. Verkalýðssamtökin og vinnu- veitendur hafa sameiginlega ýmsar leiðir til eflingar atvinnulífsins og má þar sérstaklega til nefna hina máttugu lífeyrissjóði, sem lúta sameiginlegri stjóm þeirra. Sjóðina má nota til að efla atvinnufýrirtæk- in og er þar góðs viti ákvörðun stjóma þeirra, að veija 5% af ráð- stöfunartekjum sjóðanna næstu tvö árin til að kaupa hlutabréf í at- vinnufyrirtækjum. Það styrkir að sjálfsögðu viðkomandi fyrirtæki veralega og dregur úr lánsfjárþörf. Fátt er atvinnulífínu mikilvægara um þessar mundir en lækkun raun- vaxta og þar geta lífeyrissjóðirnir haft mikilvægu hlutverki að gegna. Þeirri hugsun hefur og verið hreyft að lífeyrissjóðirnir láni fé til arð- bærra verkefna og leggi þannig sitt af mörkum til að skapa ný at- vinnutækifæri. Nýrrar forastu ASÍ og vinnuveit- enda bíður það verkefni á næstu mánuðum að taka höndum saman um eflingu atvinnulífsins og koma í veg fyrir efnahagslega kollsteypu, sem yrði afleiðing átaka á vinnu- markaði. Forseti ASÍ sagði eftir kjör sitt að hann legði áherzlu á leið skynseminnar en ekki kraft- anna. Þau ummæli vekja vonir um að leið sátta og samkomulags verði reynd til eflingar íslenzku atvinnu- lífi. SAMKOMULAG ISLANDS OG EVROPUBANDALAGSINS UM FISKVEIÐAR Aldrei fleiri en 3 skip frá EB samtímis á hvoru svæði HÉR fer í heild fréttatilkynning, sem utanríkisráðuneytið sendi frá sér í gærkvöldi: „Samkomulag náðist um samstarfs- samning um fiskveiðimál milli íslands og Evrópubandalagsins á fundi í Brussel í dag. Þegar hefur verið sam- ið um, með erindaskiptum frá 2. maí 1992, gagnkvæm skipti veiðiheimilda. Fiskiskip Evrópubandalagsins fá úthlutað aflaheimildum í efnahagslög- sögu íslands sem nema 3.000 tonnum af karfa að meðtöldum aukaafla árið 1993. Karfann má veiða á tímabilinu frá júlí til desember á tveimur afmörk- uðum svæðum. Enginn þorskur verður leyfður í aukaafla. Eftir 1993 geta aðilar komið sér saman um að breyta samsetningu tegunda þessara 3.000 tonna karfaiglda í ljósi frekari rann- sókna á langhalastofnunum við ís- land. Eru úthlutuð svæði m.a. ákvörðuð með þetta í huga. ísland fær á móti 30.000 tonn af loðnu sem eru 20% verðmætari en hlutur EB. Verði loðnuveiðar ekki leyfðar á einhverri vertíð vegna slæms ástands stofnsins, eins og gerðist á vertíðinni 1982/1983, mun Evrópubandalagið ekki fá neinar karfaveiðiheimildir á íslandsmiðum. Sé leyfður heildarafli úr loðnustofn- inum minni en svo að 11% hlutdeild Grænlendinga í stofninum nægi til að tryggja Evrópubandalaginu 30.000 tonn til að framselja til íslendinga mun karfakvóti bandalagsins það árið skerðaset hlutfallslega sem því nemur. Þurfi að lækka útgefnar aflaheim- ildir vegna ófyrirséðra líffræðilegra aðstæðna skulu aðilar þegar hittast til að koma aftur á jafnvægi milli afla- heimilda. Aðilar skulu hafa samráð sín á milli, ef annar hvor þeirra óskar eftir því, um öll mál er tengjast framkvæmd samningsins, þ. á m. ef ófyrirséðar aðstæður koma upp. Skilmálar kveða m.a. á um að út verði gefínn takmarkaður fjöldi veiði- Ieyfa til togara, annarra en verk- smiðjutogara á tímabilinu júlí — des- ember, koma og brottför úr fiskveiði- lögsögu skuli tilkynnt og að allir sömu skilmálar varðandi fiskvemdarmál skuli gilda og um innlend fískiskip, m.a. að krefjast megi að skip skuli hafa um borð eftirlitsmann á eigin kostnað þegar það er innan fiskveiði- lögsögunnar. Samkvæmt rammasamningnum sem undirritaður var í dag skulu físki- skip Evrópubandalagsins, á meðan þau stunda veiðar í íslenskri land- helgi, hlíta ráðstöfunum um vemdun og stjómun, öðrum skilmálum og öll- um reglum og reglugerðum um físk- veiðar í íslenskri landhelgi. Akvæði eru um upplýsingaskipti sem ætlað er að auðvelda ýfírvöldum að fylgjast með gangi veiðanna. Fiski- skip frá Evrópubandalaginu mega aldrei vera fleiri en 3 samtímis á hvoru þeirra svæða sem þegar hafa verið afmörkuð og ekki fleiri en 5 alls á sama tíma. Verksmiðjuskip Evrópu- bandalagsins fá ekki leyfí til að veiða í íslenskri efnahagslögsögu. Fallist hefur verið á að íslenskur eftirlitsmaður verði ávallt um borð í togurum Evrópubandalagsins innan efnahagslögsögu íslands. Kostnaður vegna eftirlitsmannsins, svo sem ferðakostnaður, uppihald og launa- kostnaður, skal greiddur af útgerð viðkomandi skips. Til að tryggja að skip Evrópubanda- lagsins muni í raun stunda karfaveið- ar en ekki veiðar á öðrum viðkvæmum tegundum eru ákvæði sem kveða á um að ef einhver þorskur veiðist, eða meðafli annar en langhali verður meiri en 10% aflans í einhveiju hali, geti eftirlitsmaðurinn krafíst þess að veitt verði annars staðar á hinu afmarkaða svæði. Meðafli telst jafngildur karfa að verðmæti. Ef skip er með afla um borð þegar það kemur inn í efnahagslögsögu ís- lands, skal honum landað á Islandi og hann vigtaður í samræmi við ís- lenskar reglur, áður en veiðar hefjast í íslenskri lögsögu. Afli sem veiddur er í íslenskri lögsögu skal vigtaður á íslandi, eða á erlendum uppboðsmörk- uðum sem íslendingar viðurkenna. Skal löndun og vigtun aflans fara fram áður en skip hefur veiðar annars stað- ar. Engir blandaðir túrar eru því heim- ilaðir. Erindaskiptin frá 2. maí 1992 og rammasamningurinn verða lögð fyrir Alþingi í næstu viku til staðfestingar. Með þeim samningum fylgir sam- komulag um veiðitilhögun á árinu 1993. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 27. nóvember 1992 Stjómarandstaðan um samninginn við EB Vantar ákvæði um veiði fyrir veiði HALLDÓR Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrver- andi sjávarútvegsráðherra, segist ekki vera búinn að skoða niðurstöðu samninganna við EB um sjávarútvegsmál nógu vel og hafi þvi ekki gert upp hug sinn til Evrópska efnahagssvæðisins endanlega. Halldór hefur sagt að það muni hann gera að samningnum um sjávarútvegsmál gerð- um. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalags og Anna Olafs- dóttir Björnsson þingflokksformaður Kvennalista, hafa ekki séð texta samkomulagsins en segja fréttir benda til þess að fallið hafi verið frá grundvallarafstöðu íslendinga um að veiðiheimildir komi á móti veiði- heimildum. „í fyrsta lagi hef ég lagt á það áherzlu að ég tel að íslendingar ættu að geta skipt á þeim veiðiheimildum, sem þeir fá frá Efnahagsbandalaginu, fyrir veiðiheimildir í lögsögu annarra ríkja og Efnahagsbandalagið væri þá tilbúið að veiða þar,“ sagði Halldór Ásgrímsson. „Ég bendi á þá mögu- leika að við gætum skipt á þessari loðnu bæði við Færeyinga og Norð- menn. Um það þyrfti að semja og ég vildi hafa það opið í þessum samn- ingi. Mér hefur ekki fundizt þessu vera haldið á lofti.“ Halldór sagði í öðru lagi að þegar talað hefði verið um gagnkvæmar veiðiheimildir hefðu menn að sjálf- sögðu verið að tala um jafngilda stofna. „Efnahagsbandalagið gat aldrei bent á veiðistofna, sem þeir gætu látið okkur hafa úr sinni lögsögu og að lokum komu þeir með þessa loðnu Grænlendinga. Það er allt annar stofn en karfastofn. Loðnan er skammlíf, en karfínn er langlífur og þar af leiðandi tryggari stofn. Þess vegna var nauðsynlegt að hafa sérstök ákvæði, sem tryggðu að þama væri um jafnræði að ræða. Ég hef hins vegar alltaf viðurkennt að í samning- um þarf að gera málamiðlanir," sagði Halldór. Gefur forsmekkinn að árlegum samningum Anna Ólafsdóttir Bjömsson for- maður þingflokks Kvennalista, sagði meðal annars: „Mér sýnist að með þessu höfum við fengið forsmekkinn að því hvemig það verður að skipta við EB í árlegum samningaviðræðum sem fram eiga að fara. Það er greini- legt að við ráðum þar ekki ferðinni. Nú hefðum við átt að hafa hvað skásta samningasstöðu en það hefur ekki skilað meiru en þessu að við höfum gefíð eftir grundvallaratriðið um að veiði komi á móti veiði. Hún kvaðst einnig setja fyrirvara um t.a.m. eftir- lit með erlendum löndunarstöðum, hlutverk veiðieftirlitsmanna og skil- greiningu á hugtakinu verksmiðju- skip. Virðist hafa verið fallið frá grundvallarafstöðu „Ég hef ekki séð þann texta sem menn gengu frá, eingöngu hlustað á ummæli sjávarútvegsráðherra í fjöl- miðlum. Af þeim má ráða að íslend- ingar hafi fallizt á þá kröfu EB að til grundvallar yrðu lagðar veiðiheim- ildir á pappímum og þannig vikið frá þeirri kröfu, sem er búin að vera af- dráttarlaus krafa íslendinga í rúmt ár, að raunverulegur afli af loðnu kæmi á moti raunverulegum afla af karfa,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins. „Menn munu þá í Brussel túlka niðurstöðu alls þessa máls á þann veg að banda- lagið hafí fengið grundvallarregluna um veiðiheimildir í íslenzkri landhelgi viðurkennda og látið í staðinn niður- fellingu á tollum því íslendingar hafí ekki tryggingu fyrir að það sé afli á móti afla.“ Flestar ýtrustu kröfur náðust - segir Þorsteinn Pálsson sjávarótvegsráðherra ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að niðurstaða samninganna við Evrópubandalagið, sem náðust í Brussel í gær, sé mjög góð fyrir íslendinga og allar ýtrustu kröfur hafi náðst fram utan ein, þar sem hafi verið gerð málamiðlun. Þorsteinn segir samn- inginn tryggja að EB-skip veiði ekki aðrar fisktegundir á íslandsmið- um en karfa. „Ég tel að þetta sé mjög góð niðurstaða. Ég man ekki eftir því í nokkram samningum að annar aðilinn hafí haft allt sitt fram,“ sagði Þorsteinn er hann var spurð- ur álits á samningnum og þeirri málamiðlun, sem þar er gerð. „I þessum samningi fáum við ýtrastu kröfum okkar fullnægt í öllum at- riðum utan einu og þar geram við málamiðlun. Báðir aðilar láta nokk- uð af ýtrustu kröfum sínum. í heild sýnist mér að þetta sé mjög góð niðurstaða." Þorsteinn sagðist telja að með samningnum væri fullkomlega tryggt að skip Evrópubandalagsins myndu ekki veiða aðrar tegundir en karfa á íslandsmiðum. „Við lögðum langsamlega mesta áherzlu á að tryggja að við gætum haft fullkomið eftirlit, að þeir kæmu ekki hingað inn með verksmiðju- skip, að fjöldi skipanna yrði tak- markaður við fímm skip, að ekki yrði um að ræða blandaðar veiði- ferðir Evrópubandalagsskipanna og að við hefðum eftirlitsmenn um borð á kostnað útgerðanna. Öllum þessum atriðum er fullnægt og þau skiptu okkur mestu máli til að tryggja virkt eftirlit,“ sagði ráð- herrann. Hann sagði að varðandi þá kröfu íslendinga að tryggja samræmi í veiðum úr aflaheimildum hvors að- ila, lægi það fyrir að ef ekki yrði gefínn út kvóti til annars aðilans*- félli kvóti hins niður. Ef af einhverj- um líffræðilegum ástæðum yrði að lækka kvóta annars aðilans, lækk- aði kvóti hins að sama skapi. „Ef ófyrirséðar aðstæður koma upp, til dæmis ef menn af einhveijum ástæðum geta ekki veitt þann kvóta, sem út hefur verið gefínn, getur sá aðili, sem telur á sig hall- að, óskað eftir viðræðum í þeim tilgangi að tryggja jafnræði," sagði Þorsteinn. „I þessu sambandi er rétt að hafa í huga að á undanföm- um tuttugu áram hefur það aðeins einu sinni komið fyrir að kvótinn hafí ekki veiðzt. Miðað við þá reynslu eru þeir hagsmunir, sem era í húfi, miðað við tuttugu ára tímabil, jafngildi veiða einnar trillu á þessum tíma. Engu að síður féllst Evrópubandalagið á að ef veiðin væri ekki í samræmi við útgefinn kvóta, vegna ófyrirséðra aðstæðna, getum við óskað eftir viðræðum.“ Þorsteinn var spurður hvort í framtíðinni yrði hægt að beina veið- um EB-skipa í langhalastofninn, eins og rætt var um í fyrra. „Þa^ kemur fullkomlega til greina þegar og ef við höfum í höndum ranh- sóknir, sem sýna að þar geti verið um öruggan veiðistofn að ræða, en slíkar rannsóknamiðurstöður höf- um við ekki í höndunum í dag,“ sagði Þorsteinn. Um Háskóla íslands eftírÓlaf G. Einarsson Sjálfstæði og frelsi Hugmyndin um sjálfstæði háskóla og frelsi frá pólitísku valdi, þrýstingi eða valdbeitingu þjóðfélags er og hefur um langan tíma verið hom- steinn í skipulagi vestrænna háskóla. í nútímaþjóðfélagi hefur háskóli jafnvel haslað sér völl sem hið fjórða valdsvið til viðbótar hefðbundnu þrí- skiptu valdi. Meginbaráttumál Há- skóla fslands eins og flestra annarra háskóla á Vesturlöndum hefur verið að efla sjálfstæði og akademískt frelsi gagnvart ríkisvaldinu. Styrk fagleg forysta er forsenda farsællar stefnumótunar við háskóla sem aðrar stofnanir. Ég hef lagt á það áherslu að sú stefnumótun komi frá Háskól- anum. Þannig hefur það verið stefna mín að virða akademískt frelsi eins og hægt er. Með því á ég við að Háskólinn setji viðfangsefni sín í forgangsröð þannig að ljóst sé t.d. hverjar áherslur eru lagðar á vægi kennslu og rannsókna við Háskóla íslands, hvert Háskólinn vill stefna og hvers vegna. E.t.v. má segja að slíkt frelsi hafí að einhveiju leyti leitt til þess að ekki verði alveg ljóst hvar sú ábyrgð sem fylgir stefnumót- un er. Þannig er það oft og tíðum ekki talið æskilegt að menntamála- ráðuneyti eða ríkisstjóm skipti sér beinlínis af innri uppbyggingu Há- skólans. Á hinn bóginn er þess á sama tíma krafist að stefnumótun sé skýrt ákveðin af menntamála- ráðuneytinu eða ríkisstjórn. Spurn- ingin er, hvar eru hin eðlilegu mörk? Er t.d. við hæfí að menntamálaráð- herra og ráðuneyti hans ákvarði for- gangsröð rannsóknaverkefna eða bendi á áherslusvið sem æskilegt sé að rannsóknamenn við Háskólann einbeiti sér að rannsaka? Eða ætti það að vera hlutverk okkar í ráðu- neytinu að segja fyrir um tiltekin svið í rannsóknum og kennslu sem við vildum efla? Forgangsröðun * Forgangsröðun verkefna er engan veginn auðveld viðfangs og henni fylgir mikil ábyrgð. Hún kallar óhjá- kvæmilega á að menn staldri við og velti fyrir sér innihaldi og mikilvægi stefnu og starfsemi í viðkomandi stofnunum. Slíkt hlýtur að kalla á hlutlægt mat, nauðsynlega forsendu stefnumótunar. Það gefur því auga- leið að á samdráttartímum verður hlutlægt mat enn mikilvægara en ella. Það hlýtur þó ávallt að vera grundvallarmarkmið hvers háskóla að stuðla að slíku mati eigi hann á að vera þess umkominn að takast á við hlutverk sitt og vera samkeppnis- fær á alþjóðlegum vettvangi. Ég fagna þvi að rektor Háskóla Islands, Sveinbjörn Björnsson, lýsti því yfír á blaðamannafundi í september sl. að hann muni beita sér fyrir því að erlendir ráðgjafar verði fengnir til þess að leggja dóm á kennslu og rannsóknir, stjómsýslu, fjárstreymi, gæði og gildi starfsemi í Háskólan- um. Þannig ætti að fást betur úr því skorið hversu vel Háskóli íslands stenst gæðakröfur sem gerðar era meðal erlendra háskóla. Breytingar Ýmsar breytingar hafa átt sér stað Ólafur G. Einarsson á undanförnum áram í þá átt að efla sjálfstæði Háskóla íslands. Þannig hefur vald verið fært frá menntamálaráðherra til Háskóla ís- lands. Má þar nefna stöðuveitingar sem eru að mestu í höndum Háskól- ans sjálfs frá því árið 1990. Þá skal einnig bent á að breytingar hafa orðið á fjárveitingum til Háskólans. Þær voru áður bundnar við einstaka þætti í starfsemi hans. Nú fær Há- skólinn hins vegar ákveðna rammafj- árveitingu og þar með mun meira frelsi til þess að skipuleggja sitt innra starf, enda á frumkvæði í þessum efnum að vera hjá Háskólanum sjálf- um. Háskólinn hefur því svigrúm til þess að færa fjármagn milli greina og deilda. Á móti þarf að koma eftir- lit með innra starfí, reglulegar út- tektir á deildum og námsbrautum og mat á kennslu og rannsóknar- starfí. í nágrannalöndum okkar, Danmörku og Svíþjóð, hafa nú verið lögð fram frumvörp um háskólastig- ið. í báðum löndum eru mörk vald- sviðs stjórnvalda og einstakra há- skólastofnana endurskoðuð. í frum- vörpunum fá háskólamir aukið sjálf- stæði en um leið era gerðar til þeirra auknar kröfur um gæði og ábyrgð. Stefnt er að aukinni samkeppni há- skóla um nemendur og fjármagn og kveðið á um mat á starfsemi háskóla. Rannsóknir Ég hef lýst áhuga mínum á að efla beri rannsóknir og þróunarstarf og standa vörð um rannsóknarhá- skóla. Á sl. sumri 1991 óskaði ég eftir því við OECD að gerð yrði út- tekt á vísinda-, tækni- og nýsköpun- arstefnu okkar. Niðurstaða sérfræð- inga OECD var kynnt hér í lok síð- asta mánaðar. Þar var svo sem við mátti búast ýmislegt gagnrýnt, en fyrst og fremst var þar komið með athyglisverðar ábendingar. Niður- stöður skýrslunnar verða nýttar við mótun stefnu ríkisstjómarinnar í vís- inda-, rannsóknar- og tæknimálum og er það starf þegar hafíð. Ríkis- stjórnin hefur á síðustu mánuðum gert ýmsar samþykktir sem lúta að stuðningi við rannsóknir og þróun og verður verulega auknum fjármun- um veitt til þessara mikilvægu mála- flokka. Augljóst er að þessir íjármunir nýtast því aðeins að Háskólinn sé fær um að mennta þá vísindamenn framtíðarinnar sem við þurfum svo mjög á að halda. Ég tel það t.d. afar mikilvægt fyrir litla þjóð að taka þátt í svo umfangsmiklu samstarfí á sviði vís- inda og mennta sem felst í auknu Evrópusamstarfí. Eins og málum er nú háttað virð- ist Háskóli íslands búa við kennslu- hvetjandi skipulag. Ég fagna því hve mikla áherslu formaður Félags há- skólakennara, Gísli Már Gíslason, prófessor hefur Iagt á aukið vægi rannsókna við Háskólann. Með góðri samvinnu við forystu Félags há- skólakennara hef ég lagt til að Vinnumatssjóður Háskólans verði efldur á næsta ári. Á málþingi Ríkis- útvarpsins um Háskóla íslands benti Gísli Már á að 20% af sérleyfisgjaldi Happdrætti Háskóla íslands rynni til Byggingasjóðs rannsókna í þágu atvinnuveganna sem munu vera kr. 60 millj. í fjárlagaframvarpi ársins 1993. Happdrætti Háskóla íslands er eina peningahappdrættið í landinu sem greiðir slíkt gjald en mörg slík happdrætti era nú hér á landi. I ljósi þess að þetta fé hefði þegar þjónað tilgangi sínum með uppbyggingu á ofangreindum vettvangi gerði Gísli Már það að tillögu sinni að þetta fé rynni til Rannsóknasjóðs Háskóla íslands til eflingar rannsókna við Háskólann. Háskólarektor Svein- björn Bjömsson kvaðst hins vegar ekki vera talsmaður þess að flytja þetta fé frá Byggingasjóði rann- sókna í þágu atvinnuveganna til Háskólans en hann taldi eðlilegt að skattleggja önnur peningahapp- drætti. Eg lýsti því yfír á fundinum að mér fyndist vel koma til greina að umræddar tekjur af Happdrætti Háskólans rynnu til Háskólans, þannig að þær yrðu færðar til Rann- sóknasjóðs Háskólans. Jafnframt tók ég fram að bæta þyrfti Bygginga- sjóði upp þann tekjumissi sem af þessu hlytist. Framhaldsnám Eitt af því sem ég hef áhuga á er að veita framhaldsnámi við Há- skóla íslands frekara brautargengi. Til þess að slíkt megi verða þarf að koma um það skýr ósk fráHáskólan- um. Ég á afar óhægt um vik að tryggja íjárframlög án þess að skýr rökstuðningur fylgi. Aðhaldsaðgerðir Það hefur valdið mér nokkram vonbrigðum að erfiðlega hefur geng- ið að fá ákvörðun frá Háskólanum um forgangsröð verkefna. Það hlýtur að vera nauðsynlegt að gera sömu kröfur um frumkvæði, frelsi og ábyrgð á samdráttartímunum sem á uppgangstímum. Ef það er vilji fyrir því innan Háskólans að afsala sér því frum- kvæði og því frelsi sem hann nú hefur til að móta stefnu um eigin mál tek ég það til athugunar. Eg mun ekki skorast undan því að taka þá ábyrgð sem felst í því að móta stefnu í smáatriðum. Ég hef tekið því framkvæði vel sem komið hefur frá Háskólanum. í því sambandi vil ég nefna samning um alþjóðasamskipti sem mennta- málaráðuneyti og Háskóli íslands gerðu að frumkvæði rektors en Al- þjóðaskrifstofa háskólastigsins hefur nú sérstakan fjárlagalið. Lokaorð Þegar rætt er um málefni Háskól- ans verður að hafa í huga að það er í mörg hom að líta. Eins og flestum mun kunnugt hef ég sett á laggirnar nefnd sem vinnur markvisst að því að leita leiða til þess að auka gæði skólastarfs í grunn- og framhalds- skólum þar sem nauðsynlegt er að hafa í huga að uppbygging háskóla fer ekki eingöngu fram í háskólanum sjálfum. Það er deginum ljósara að treysta þarf undirstöðuna á skóla- stigunum á undan þannig að í há- skólanám komi nemendur sem eru færir um að takast á við þær kröfur sem slíkt nám felur í sér. Þá ber og að hafa í huga að fjöl- margir skólar eru nú komnir á há- skólastig og starfíð því margþætt, en samstarf milli háskóla og eðlileg verkaskipting þeirra er nauðsyn. Háskólinn á Akureyri og Kennarahá- skóli íslands hafa lagt metnað í til- tekin verkefni sem stutt hefur verið við. Sú er meginbreytingin frá því sem áður var þegar Háskóli íslands var eini háskólinn á landinu. Fyrsti rektor Háskóla íslands Bjöm M. Olsen sagði í setningarræðu sinni við stofnun Háskólans að meg- intilgangur Háskólans væri að leifa sannleikans og það var gert á mál- þingi Ríkisútvarpsins. En sannleiks- leitinni er ekki þar með lokið, lýkur raunar aldrei og heldur ekki endan- legan sannleik að finna. Eins og ég hef nefnt við stjóm Félags háskóla- kennara mun ég boða til sérstaks málþings um Háskóla Íslands sem fyrst á nýju ári. Þar mun gefast kostur að ræða áfram málefni Há- skóla íslands. Grein sú sem hér birtist er að stofni til framsöguerindi mitt og lokaorð á málþingi Ríkisútvarpsins sl. þriðjudagskvöld um málefni Há- skóla íslands. Framsöguerindum og umræðum frá málþinginu var út- varpað sl. miðvikudagskvöld en af eðlilegum ástæðum mjög stytt, þar sem fundurinn stóð um tvær klukku- stundir en útvarpsþátturinn u.þ.b. 45 mínútur. Höfundur er mcnntamálar&ðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.