Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER* 1992 Hjörleifur Guttormsson segir persónulegar ástæður hafa þrýst á ritun afsökunarbréfsins Hlóðum Ulbricht of- lofi svo úr yrði háð Breytti engu um raunverulega afstöðu okkar HJÖRLEIFUR Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, segir kannast í aðalatriðum við þá frásögn, sem birtist í Morgunblaðinu í gær af viðskiptum hans við miðstjórn austur-þýzka kommúnista- flokksins (SED) árið 1962. Þá ritaði Hjörleifur, ásamt Franz Gísla- syni, flokknum afsökunarbréf og dró úr gagnrýni á þjóðfélagskerfi sósialismans og Walter Ulbricht, leiðtoga flokksins, sem sett hafði verið fram í skýrslum Sósíalistafélags íslendinga austantjalds (SÍA). Skýrslurnar voru birtar í Morgunblaðinu vorið 1962. Upplýsingar um afsökunarbréf Ujörleifs birtast í bók Árna Snævarr og Vals Ingimundarsonar, Liðsmenn Moskvu. Hjörleifur segir persónulegar ástæður hafa þrýst á að hann ritaði afsökunarbréfið. „Eins og þarna kemur fram höfðu þeir hjá miðstjóminni fengið þýðingu af frásögn Morgunblaðsins [af SIArskýrslunum]. Það var eink- um fyrsta frásögnin, af bréfí okkar til Einars Olgeirssonar frá árslok- um 1957, sem málið gekk út á,“ segir Hjörleifur. „Við stóðum að því fímm námsmenn, sem þá vorum í Austur-Þýzkalandi. Við vissum auðvitað strax og skýrslurnar byij- uðu að birtast í Morgunblaðinu að einhver viðbrögð kæmu frá yfír- völdunum og þau urðu nokkuð óblíð. Ég gerði jafnvel ráð fyrir því að námsmönnum, sem voru í landinu, flestir fyrir fyrir milligöngu Sósíal- istaflokksins [á íslandi], yrði vísað úr landi. Margt af þessu fólki var nýkomið til náms og þekkti lítið til þessara skrifa, sem voru nokkurra ára gömul. Því ákvað ég strax að taka allt á mig, sem væri frá þess- um tíma, ef á reyndi. Spjótin beind- ust einnig að Franz vegna þess að hans var getið í sambandi við þetta bréf. Hann var nýkominn er það var samið og var viðstaddur samn- ingu þess, en ekki höfundur. Mig minnir að við höfum verið beðnir að koma á fund miðstjómar SED í Berlín. Ég held það hafí verið í aðalstöðvum flokksins. Þar las þessi frú Sager, sem vitnað er til, okkur pistilinn. Ég man ekki nákvæmlega hvernig hún lagði málið fyrir, en það kom ótvírætt fram að þetta mál gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir stöðu ís- lenzku námsmannanna í landinu og samskiptin við Sósíalistaflokk- inn. Við vorum tveir á þessum fundi, ég og Franz og við voram krafðir um skriflega afstöðu til þessa um- rædda bréfs og til Austur-Þýzka- lands. Þeir vora greinilega við- kvæmastir fyrir þessari gagnrýni okkar á kerfíð, svo ekki sé talað um að hallmæla flokksformannin- um Ulbricht, sem einnig var ein- hvers konar forseti ríkisins. Það sem ég les í tilvitnuðum skrifum okkar um Ulbricht hljómar nánast sem háð, enda held ég að við höfum valið þann kost að nota aðferð Snorra, að hlaða hann oflofi, svo úr yrði háð. Við létum þá heyra það, sem þeir vildu, um karlinn, og þannig held ég nú að þau efni- stök séu tilkomin. Þetta var eins konar huggunarbréf til þeirra og breytti auðvitað engu um raunvera- lega afstöðu okkar til málanna. Eftir að þetta bréf var sent man ég ekki eftir að meira hafí gerzt í málinu; heldur var það látið kyrrt liggja. Mín persónulega aðstaða þetta sumar var var sú að ég var að vinna í lokaritgerð minni í líffræðinni. Konan mín var nýbyrjuð á kandí- datsári og við voram á lokasprettin- um í náminu. Auðvitað var okkur heldur óljúft að hlaupa frá þessu öllu, auk þess sem allt var í full- kominni óvissu um ferðaleyfí fyrir konu mína á þeim tíma. Það reyndi raunar á það árið eftir, þá reyndu þeir að kyrrsetja okkúr og neituðu henni um vegabréfsáritun. En það tókst að knýja fram fararleyfí og ég held að ég hafí leitað til Éinars Olgeirssonar um að þrýsta á það. Minna mætti á að á þessum tíma var ekkert stjómmálasamband á milli íslands og Austur-Þýzka- lands.“ Hjörleifur segir aðspurður að tvennt hafi einkum valdið því að þeir Franz rituðu bréfíð, ótti við að afleiðingar birtingar SÍA- skýrslnanna bitnuðu á samstúdent- um þeirra, og að þau hjónin yrðu kyrrsett. „Þetta var það, sem mað- ur hafði á bak við eyrað, þótt mér væri reyndar skapi næst að bjóða þeim byrginn," segir hann. Hjör- leifur segir aukinheldur að SÍA- menn hafí ekki verið í uppáhaldi hjá forystu Sósíalistaflokksins á þessum tíma og þeir hafí því verið í þröngri stöðu. „Eins og þetta bar að og eins og viðbrögðin vora innan Sósíalistaflokksins var ekki boðið upp á að nein umræða færi fram um málefni Austur-Evrópuríkj- anna,“ segir Hjörleifur. Hjörleifur segist hafa farið frá Austur-Þýzkalandi árið 1963 og ekki komið þar síðan utan einu sinni, er hann hafí haft viðkomu í ríkinu á leið annað. „Ég sótti iildr- ei um vegabréfsáritun og kom aldr- ei austur fyrir jámtjald eftir þetta fyrr en ég fór til Eistlands fyrir fáum áram. Svo var ég að stymp- ast í því hér að stappa í menn stál- inu að halda við samþykktir Al- þýðubandalagsins frá 1968 [um slit tengsla við austur-evrópska kommúnistaflokka]. Mínir félagar þekkja hvernig sú afstaða var.“ Styrkur til Dagsbrúnar frá Sovétmönnum Var aldrei neitt leyndarmál - segir Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar GUÐMUNDUR J. Guðmundsson formaður verkalýðsfélagsins Dags- brúnar segir að styrkur sá sem Dagsbrún fékk frá Sovétmönnum árið 1952 og nam 5.000 pundum hafi aldrei verið neitt leyndarmál. „Þetta var aðalfréttin í blöðunum þegar styrkurinn kom og félags- fundur Dagsbrúnar samþykkti sérstaka þakklætisályktun til Sovét- manna fyrir þetta rausnarlega framlag þeirra í verkfallsbaráttunni 1952,“ segir Guðmundur. í máli Guðmundar J. Guðmunds- sonar kemur fram að verkfallið 1952 hafí staðið í nokkrar vikur og þessi styrkur frá Sovétmönnum hafí borist Dagsbrún í lok verkfalls- ins. „Þessu var slegið upp sem fyór- dálka frétt í Morgunblaðinu og fímm dálka frétt í Þjóðviljanum ef mig misminnir ekki,“ segir Guð- mundur. „Hluti af þessum styrk var notaður til að létta róðurinn undir illa stöddum verkfallsmönnum og hluti hans rann síðan í nýstofnaðan sjúkrasjóð Dagsbrúnar." Eins og kemur fram í frétt Morgunblaðsins í gærdag er upplýsingar um þennan styrk Sovétmanna að fínna í óútko- minni bók AB sem ber heitið „Liðs- menn Mosku", og byggir á bókum frá miðstjóm sovéskra kommúnista. Guðmundur segir að honum fínnist skondið að höfundar bókarinnar hafí þurft að leita í gögnum komm- únista að þessum upplýsingum þeg- ar þær hafí ætíð iegið fyrir hérlend- is frá þessum tíma. Bindindisdagiir fjölskyldunnar í dag Hvað vilt þú gera? Andvirði einnar bjórkippu rennur í söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar BINDINDISDAGUR Qöl- skyldunnar er í dag, laugar- dag, annað árið í röð. Til hans efna Stórstúka íslands, Ung- mennafélag íslands og Hjálp- arstofnun kirkjunnar. í fyrra gaf bindindisdagurinn góða raun, Iögreglan þurfti til dæmis aðeins að hafa afskipti af ölvuðu fólki í örfá skipti og óvenju litið var um líkams- meiðingar og slys. Sigurður B. Stefánsson stórstúkufélagi segir að nú sé lögð áhersla á framtíð fjölskyldunnar og menn og konur spurðir: Hvað ætlar þú að gera? Sigilrður segir að dagurinn verði með svipuðu sniði og í fyrra, fólk sé hvatt til að sleppa áfengi og öðrum vímuefnum. „Við vitum öll hve bömum og unglingum er fjölskyldan mikil- væg,“ segir Sigurður. „Fólk hugsar vonandi út í hvað það hefur fyrir þeim sem yngri eru. Margir unglingar þekkja til að mynda ekki áhrif bjórsins al- mennilega og líta á hann sem nokkurs konar svaladrykk. En í ljós hefur komið að með bjómum jókst áfengisneysla um tvo þriðju hjá strákum á aldrinum 13-19 ára. Fjölmörg böm eiga því miður um sárt að binda vegna áfengisneyslu einhvers í fjölskyldunni." Hjálparstofnun kirkjunnar er nú að byija árvissa söfnun og segir Sigurður að fólk sé hvatt til að gefa andvirði einnar bjór- Sigurður B. Stefánsson er með- al þeirra sem spyrja hvað þú ætlir að gera í dag, á bindindis- degi fjölskyldunnar. kippu. Peningamir renni til nauðstaddra í Kenýa meðal ann- ars og vímuefnavandi sé hluti hörmunga þar eins og víða þar sem eymd er mikil. Bamastúka Stórstúkunnar býður krökkum að koma í Hall- arsel í Mjóddinni síðdegis í dag. Sigurður segist vilja nota tæki- færið og minna á starf UMFÍ, heilmargt fólk milli tólf og tutt- ugu ára iðki íþróttir innan vé- banda hreyfíngarinnar. Það viti sem er að áfengi og íþróttir fari ekki saman. Bókin Liðsmenn Moskvu Er algert rugl hvað mig varðar - segir Lúðvík Jósepsson fyrram ráðherra LÚÐVÍK Jósepsson fyrrum ráðherra Alþýðubandalagsins segir að þær upplýsingar sem fram komi í bókinni „Liðsmenn Moskvu" og snúa að honum séu algert rugl. í bókinni segir að ekkert lát hafí orðið á hressingar- og dvalarferðum leiðtoga Alþýðubanda- lagsins til Sovétríkjanna eftir að öUum tengslum flokksins við Kommúnistaflokkinn í Sovétríkjum var slitið 1968. Lúðvík Jósepsson segir að hann hafí verið ráðherra í ríkisstjóm árin 1971 til 1974 og sem slíkur hafi hann nokkram sinnum þurft að ferðast til Moskvu. „En þessar ferðir mínar þangað vora ein- göngu í tengslum við starf mitt sem ráðherra að undirskrifa samn- inga og ganga frá viðskiptum. Annað sem gefíð er í skyn í bók- inni er algert rugl,“ segir Lúðvík. í máli Lúðvíks kemur fram um tengsl Alþýðubandalagsins við sovéska sendiráðið að þau hafi verið í svipuðu formi og allra ann- ara flokka á íslandi. „Við þurftum oft að hafa samband við sendiráð- ið vegna þeirra miklu viðskipta sem voru á milli landanna á þess- um tíma eins og talsmenn annara flokka hérlendis,“ segir Lúðvík. S|»o - o 0 O toogisl AMBRAIBM fyrtrtæWnu? ~ AMBHA i mfcl vttaUpt ttt I8M AMBRA MofeaðMBM fyifetrtdð AMBHA *r tanMdd af dðttufyrirtMM »M AMBRA m (MllngnM fyrtr IBMI Evrtpu EIGNAST ÞU OKEYPIS TÖLVU UM JÓLIN? □ ^wNýherjitBhúsa? SkMtahUð24 Takir þú þátt í spumingarleik Nýherja gefst þér kostur á að eignast AMBRA tölvu í jólagjöf. Það sem þú þarft að gera er að fara í Kringluna, finna Nýherjabásinn og svara nokkrum einföldum spurningum. Dregið verður úr réttum lausnum á Bylgjunni FM 98.9 laugardaginn 12. desember næstkomandi. Sláðu til og taktu þátt - þú gætir eignast ókeypis tölvu um jólin! NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.