Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 37 Sjónvarpsgláp og sálnaveiðar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn Á réttri bylgjulengd - Stay Tuned Leikstjóri Peter Hyams. Tónlist Bruce Broughton. Aðalleikend- ur John Ritter, Pam Dawber, Jeffrey Jones, Eugene Levy, David Tom, Heather McComb. Bandarísk. Morgan Creek 1992. Nýjasta mynd hins mistæka en oft eftirtektarverða spennumynda- leikstjóra Peter Hyams (Capricom One, Narrow Margin, Outland) er háðsádeila á óforbetranlegt sjón- varpsgláp sem getur tæpast endað öðruvísi en með skelfingu. Hvar ætti skrattinn að bera niður á sálnaveiðum undir lok tuttugustu aldarinnar annarsstaðar en frammi fyrir imbakassanum? Þar er að fínna milljónir veiklundaðra fóm- arlamba sem eru til í að selja sál sína fyrir risaskjá, víðóm, 666 rás- ir með tilheyrandi gervihnattaloft- neti. Ein þessara auðsveipu, langt leiddu sjónvarpssjúklinga er sölu- mannsbíókin Ritter sem er orðinn svo langt leidd að hann hirðir lítt um fjölskylduna og má tæpast vera að því að mæta í vinnu fyrir góninu. Og svo kemur útsmoginn farandsali (Jones) með þetta líka fína gylliboð sem eyminginn fær ekki staðist og skrifar undir kaup- samning - án þess að glugga í smáa letrið. Og ekki að sökum að spyrja. Þau hjónakornin sogast inní sjónvarpsgræjumar fínu sem em í rauninni ekkert annað en hurðarlaust helvíti. Og ef þeim tekst ekki að þrauka af í hinum ferlegustu sjónvarpskeppnum næsta sólarhringinn eiga þau ekki afturkvæmt úr víti. Sonur þeirra (Tom) er hinsvegar með ólæknandi tæknidellu og reynir að koma for- eldram sínum til hjálpar eftir að hafa seð hrakfarir þeirra á skján- um. Hugmyndin er sniðug enda kom- in frá sjónvarpsauglýsingamönn- um sem auðsýnilega hafa gaman að skopast að fyrra starfí og um- hverfí. Myndin virkar best í nokkr- um meinfyndnum köflum er hjóna- kornin beijast fyrir lífí sínu í sjón- varpsveröld sem milljónir manna lifa fyrir að hesthúsa eftir vinnu og hér verður Ritter garminum að ósk sinni en afleiðingarnar hrika- legi en hann reiknaði með. Bestur er teiknimyndaþátturinn (undir stjórn hins gamalreynda Chuck Jones), nokkrar skopstælingar á kunnum þáttum og nöfnum úr sjónvarpsfárinu vestra og flottar sjónrænar brellur. En heildin er frekar þunnur þrettándi, höfund- unum tekst ekki að halda nauðsyn- legum dampi eftir spaugileg upp- hafsatriði heldur koma smásprettir inná milli ófyndinna kafla sem Ritter ræður ekki við að bera uppi. Öllu skárri er Jones í hlutverki Kölska, sem klæðir hann vel. Kraftlitlir púðurkarlar Laugarásbíó: Lifandi tengdur - Live Wire Leikstjóri Christian Duguay. Aðalleikendur Pierce Brosnan, Ron Silver, Ben Cross. Banda- rísk. New Line Cinema 1992. Brosnan leikur sprengjusér- fræðing hjá bandarísku alríkislög- reglunni. Hefur sá í mörg horn að líta því að að undanfömu hafa öld- ungadeildarþingmenn verið sprengdir í loft upp í orðsins fyllstu merkingu, með nýrri, óskaplegri tækni sem hefur breytt þeim í gangandi vítisvélar. Þau hjón hafa verið að reyna að jafna sig á frá- falli ungrar dóttur og koiia hans átt vingott við húsbónda sinn, öld- ungadeildarþingmanninn Silver. Og Brosnan vitaskuld ráðinn til að vernda þennann eljara sinn fyr- ir örlögum kollega sinna. Að baki morðunum stendur hryðjuverka- maðurinn Cross sem telur sig eiga álitlegar fúlgur inni hjá þing- mannanefnd nokkurri, þar sem Silver er einn eftirlifandi. Brosnan og nokkrir aðrir liðtæk- ir B-leikarar reyna að hressa örlít- ið uppá formúlumynd af því tagi sem við eigum orðið öllu jöfnu að venjast á myndbandi og þar á hún öragglega eftir að spjara sig. En myndir af þessari stærðargráðu, með ekki meiri metnað, hafa lítið erindi á stóra tjaldið í miskunnar- lausri samkeppni við alvörumyndir samtímans nema þá til þess eins að afhjúpa meðalmennskuna í sin- emaskóp. Brellumar era þokkaleg- ar - en það telst ekki til tíðinda á tíunda áratugnum, svo hefur þeim vaxið fískur um hrygg - en handritið er óframlegt og sagan af ástarþríhymingnum hreint af- leit. Og Brosnan jafnvel slakari leikari en maður vissi fyrir, sorg- artjáning hans yfir dótturmissinum er með þeim ósköpum að hún verð- ur illþolandi á að horfa. Hefði hann tæpast bætt þá Bond-ímynd sem þeir drógu upp félagarnir George Lazenby og Timothy Dalton. Það er helst að Cross, sem varla hefur sést síðan í The Chariots of Fire, sýni lit í hlutverki illvirkjans. Text- inn hefði að ósekju mátt vera vand- virknislegar þýddur. Jersey-stúlkur Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Jersey-stúlkan („Jersey Girl“). Sýnd í Háskólabíó. Leikstjóri: David Burton Morris. Aðalhlut- verk: Jami Gertz, Dylan Mac- Dermott, Sheryl Lee, Aida Turt- urro. Gamanmyndin Jersey-stúlkan er enn ein öskubuskumyndin í ætt við „Pretty Woman“ um lágstéttar- stúlku sem dreymir um betra líf með milljónamæringi. Og hvert ætli hún fari til að húkka einn slík- an? En ekki á Mercedes Benz bíla- sölu? Reyndar sér hún hvað hún er yfírmáta heimskuleg og hleypur aftur út í bíl en myndin hefur kom- ið sínum boðskap á framfæri: vestra aðrir en þeir sem stama (Fiskurinn _ Wanda) og samkyn- hneigðir (Ógnareðli) þá era það Jersey-stúlkur því varla fyrirfinnst verri kvenlýsing en sú sem kristall- ast í aðalpersónu þessarar mynd- ar. Jami Gertz leikur hana og er auðvitað gullfalleg en að sama skapi galtóm. Hennar draumaprins er uppadrengur sem vegnar vel í kaupsýslu, á sportbíl, klæðist óað- fínnanlega og lyktar eins og ilm- vatnstappi. Hún er með þetta á heilanum. Fyrst og fremst þarf hann að vera ríkur. Þess vegna fer hún inná Mercedes Benz bflasölu þar sem hún stendur eins og sópur innan um herlegheitin. Er hægt að niðurlægja kvenfólk frekar? Svo hittir hún sinn ilmandi uppa- tappa og þá snýst allt um það hvemig hún fellur ekki inní hans jakkafataheim af því hún er bara heimsk Jersey-stelpa sem reyndi að húkka milla á bílasölu. Á uppinn að fara að fórna öllu sínu fyrir stelpu sem passar ekki í yfír- mannapartýin? Hann þarft að hugsa sig a.m.k. tvisvar um á meðan hún bíður svarsins. Tilraun- ir myndarinnar til að gera persónu Gertz að einhveiju öðra en pappaf- ígúra era heldur veikburða; ein- hverstaðar era peningamir hættir að skipta máli og hún sér þegar hún er búin að fæla frá sér vinkon- ur sínar að einhverstaðar hefur hún gengið of langt. Þessar vinkonur era reyndar eini ljósi punkturinn í dapurlegri mynd, hressar og jarðbundnar og með kjaftinn fyrir neðan nefíð. Að öðra leyti er Jersey-stúlkan dæmi um það þegar minni spámenn í Holly- wood ætla að græða ódýrt á form- úlu sem þegar hefur gefíð góðan arð en fara kolrangt að öllu saman. BLAAUGUOG BIKSVÖRT HEMPA Meiriháttar ný skósending TEG.1701 KR. 5.500,- TEG.1702 KR. 4.900,- SENDUM í PÓSTKRÖFU Sautján, Laugavegi 91, s. 17440 Sautján, Kringlunni, s. 689017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.