Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 42 Minning Páll Bjamason, Langholtskoti Fæddur 24. janúar 1908 Dáinn 22. nóvember 1992 Ég minnist, minnist þeirrar dýrðardaga. Ég drengur reið í stórum hóp á fjöllin. Við fórum Sand. Og seint á Blönduhaga við settum tjöld í þyrping yfir völlinn. Ég lá við skör. Enn man ég móðumiðinn þó mörgu lífsins ár nú séu liðin,- og þreytt og syfluð höfuð lögð í hnakka en hestabeit og traðk við fljótsins bakka. (E.B) Þessi bemskuminning varð síðan kveikjan að hinu mikla kvæði skáldsins „Stórisandur". Þetta ljóð kom fyrst í hugann við fráfall Páls Bjamasonar. Þótt ævi hans sé ekki að ytra borði fremur en margra alþýðumanna viðburðarík, þá veit enginn hverskonar hugarhræringar bærðust hið innra með hinum ein- hverfa dula unglingi er hann fyrst reið á fjöllin og leit öræfageiminn í aliri sinni dýrð og tröllskap. Hann varð að hluta „hans“ borg og heim- ur, þar lifði hann öðrum þræði ævinnar á enda. Páll Bjamason var fæddur í Auðsholti í Biskupstung- um 24. júlí 1908, annað bam hjón- anna Bjama Jónssonar, fæddur 1876 í Auðsholti, og Vigdísar Páls- dóttur frá Neðridal, fædd 1880. Bjami hóf búskap á ‘A hluta jarðar- innar, Austurbnum, 1901. En elsti sonur þeirra, Jón, var fæddur 1906. Þau urðu 4 systkinin, Hermann, fæddur 1910, og Guðbjörg fædd 1915. En 1917 reið áfallið yrir heimilið. Þá missir Bjami konu sína frá fjórum ungum bömum. Síðar á árinu kom á heimilið sem ráðskona Vigdís Jónsdóttir, giftust þau síðar og bjuggu í Auðsholti þar til Bjami faðir þeirra dó 1938. Þá tóku þeir bræður Jón og Hermann við búi. En það er frá Páli að segja, að hann var oft að heiman í vinnu en oftast heima á sumrin. Tvo vetur ................■■■■■...................... var hann t.d. vetrarmaður hjá Jör- undi bónda í Skálholti. Til sjávar á vertíð fór hann aldrei. En vorið 1931 réðst hann ársmaður til Þórð- ar bónda Magnússonar í Hvítár- holti. Ég sem þessar línur rita var að alast upp í Laugarási á árunum 1925-1932, þar sem faðir minn var læknir. Ég vissi því deili á nágrönn- unum í Auðsholti. Páli kynntist ég þá samt ekki mikið, hann var sjö árum eldri og var aldrei í vinnu hjá pabba. En eftir ellefu ára vinnumennsku Páls í Hvítárholti vorið 1942 hættu þau Þórður og Margrét Sigurðar- dóttir búskap og jörðin var auglýst til kaups og ábúðar. Eitthvað mun Páll hafa hugleitt að kaupa en ekki varð úr því. Hann átti sínar kindur og hest og kaus að verða þar áfram hjá nýjum eiganda ef þess væri kostur. Ekki þarf að orðlengja það frekar, að kaupandinn var sá er þetta ritar. Og ég verð að segja það, að það var mikils virði fyrir þann sem kom ókunnugur og einn síns liðs að þama skyldi vera mað- ur áfram á staðnum, það var bæði stoð og styrkur. í fjögur ár var Páll vinnumaður hjá okkur hjónum í Hvítárholti. Hann hafði yndi af kindum, svínum og íjárglöggur vel. Á hveiju hausti fór hann i fjallferð og var því orðinn allkunnugur leit- um um víðlendan afrétt. Hann var valinn fyrirliði í eftirsafni árum saman og famaðist vel. Páll var engin ákafamaður og ekki hneigður fyrir breytingar en trúr í sínu starfí og húsbóndaholl- ur. Hann var bamgóður og hænd- ust böm að honum. Stjómmál var honum sýnt um og fýlgdist vel með þeim, þau voru honum tilfínninga- mál. Hann var samvinnumaður. t Elsku eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, andaðist á Allmenna Sjukhuset í Malmö þann 24. nóvember. Georg Franklinsson, Hulda Lúðvíksdóttir, Jóhannes Georgsson, Gerður Baldursdóttir, Björk Georgsdóttir, Ársæll Friðriksson, Lúðvík Georgsson, Birgit Engler, Hulda Georgsdóttir, Michel Kizawi, Baldvin Georgsson og barnabörn. t Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUNNLAUGSDÓTTIR, frá Hallgilsstöðum, á Langanesi, sem lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli 23. þessa mánaðar verður jarðsungin frá Fossvogskapellu, mánudaginn 30. nóvember, kl. 15.00. Kári Jónsson, Jörgen Þór Halldórsson, Halldóra Halldórsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Arnþrúður Halldórsdóttir, Þorsteinn Haltdórsson, Stefanía Halldórsdóttir, Daníel Halldórsson, Guðmundur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðbjörg Ágústsdóttir, Hrefna Kristbergsdóttir, Baldur Fr. Sigfússon, Sigurður B. Skúlason, Anna Kristín Björnsdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför bróður okkar, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, Skáldstöðum. Systkini hins látna. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta tii- vitnanir 1 Ijóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ágúst Guðjóns- son - Minning Fæddur 16. október 1940 Dáinn 14. nóvember 1992 Það var 16. dag októbermánaðar árið 1940 að þeim hjónum, Jónu Þ. Gunnlaugsdóttur og Guðjóni Gísla- syni, fæddist fýrsta sveinbamið en fyrir áttu þau eina dóttur. Synimir áttu eftir að verða fímm, en börnin alls sjö. Drengurinn er vatni ausinn og skírður Ágúst. Núna, 14. nóvember 52 ámm og einum mánuði betur, lauk svo þessu æviskeiði. Ágúst' Iést í Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum af hjartaáfalli. Hjartasjúkdómsins hafði fyrst orðið vart 1983 en árið 1985 fór Ágúst í hjartaþræðingu. Má því segja að niðurtalningin að andláti hans hafi staðið frá þeim tíma, eða í níu ár. Það hlýtur að vera þolraun að beijast svo lengi við ósigrandi aðstæður, en vona þó að maður sjálfur sé undantekningin sem sannar regluna. Á sínum yngri ámm stundaði Gústi (en undir því nafni gekk hann) sjósókn á bátum og togurum. Árið 1960 er Gústi í áhöfn togarans Úra- níusar sem var við veiðar á Ný- fundnalandsmiðum. Skipið varð sambandslaust við umheiminn í tæpa fímm sólarhringa en þar sem togarinn Júlí hafði farist á þessum slóðum árið áður urðu menn ugg- andi um skipið þegar ekkert hafði heyrst til þess í meira en þijá sólar- hringa. í bókinni „Guðmundur skipherra Kjærnested", bls. 147 í fyrra bind- inu, er þessi setning, sem lýsir vel því sem gerðist, en um leið sjómann- seðlinu nokkuð: „Skyndilega kom hnútur á skipið sem braut fjórar rúður í stýrishúsinu, hurð aftur í loftskeytaklefa sprakk upp og þang- að komst sjór, m.a. í loftskeytatæki skipsins.“ Ékkert fjas eða orðaskrúð, enda haft eftir skipstjóra að veðrið hafí verið slæmt, en þó aldrei meira en 10-12 vindstig. Fimm sólarhringar og allir komu þeir aftur og enginn ... Það hefur lengi verið siður ungra tápmikilla sjómanna að sletta úr klaufunum þegar í landi er komið eftir langa og oft erfiða saltfísktúra við Ný- fundnaland eða Grænland. Þá reyn- ist oft sunnudagur togaramanna lenda í miðri almanaksvikunni. Þetta skildu ekki og skilja varla enn „hvítflibbarnir" í landi. Því áttu ís- íands Hrafnistumenn oft undir högg að sækja vegna dýrkunar sinnar á Bakkusi konungi á virkum dögum. Gústi fór ekki síður en aðrir þessa hefðbundnu „landlegu" slóð, enda hraustur og gáskafullur á þessum árum. Eftir gostímabilið komu þeir feðg- ar heim, en Jóna varð eftir í Reykja- t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VILHJÁLMS BJÖRNSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra, Selvogsgrunni 31, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil starfsfólks öldrunardeildar B4, Borgarspítalanum. Bjarnveig Helgadóttir, Reynir Eyjólfsson, Kristín Bjarnveig Reynisdóttir. V t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR H. GUÐBJARTSDÓTTUR, Álakvísl 98, Reykjavík. Hildigunnur Lóa Högnadóttir, Hans Georg Bæringsson, Ólafur Yngvi Högnason, Kristín Guömundsdóttir, Aðalheiður Högnadóttir, Guömundur Einarsson og barnabörn. Hann bar ekki hug sinn á torg og átti erfítt með að tjá sig. En sá sem gaf sig á tal við hann komst að því, að hann var góðum gáfum gæddur, fróður og mátti margt af honum læra. Af því sem hann las og kunni skil á virtist hann glöggur á að greina kjarna og aðalatriði máls. Vorið 1946, eftir 15 ára dvöl, var veru hans í Hvítárholti lokið. Ekki fer á milli mála að hann hafði tek- ið tryggð við staðinn. Honum var það ekki sársaukalaust að fara. En þá höfðu Hermann Sigurðsson og Katrín Jónsdóttir kona hans ráðist í kaup á jörðinni Langholtskoti ásamt Páli að hluta. Það er ekki mitt að rekja þann hluta ævi hans. En síðustu árin fór heilsu hans veru- lega að hraka, svo að hann var orðinn óvinnufær og nú síðasta ár dvaldi hann öðru hvoru á spítala þar til 5rfír lauk, þann 22. nóvember sl. Atvikin urðu til þess að leiðir okkar Páls lágu saman um hríð. Minnugur þess, og sem velunnari hans, sem fleiri vildu eflaust gert hafa, vil ég sérstaklega þakka Kat- rínu Jónsdóttur fyrir frábæra umönnun honum til handa í ellinni og í veikindum hans síðustu ár og daga. Sigurður Sigurmundsson. vík. Þeir feðgamir, Guðjón og Gústi, bjuggu saman upp frá því allt þar til Guðjón lést 25. október 1991. Októbermánuður var alla tíð mánuð- ur mikilla atburða hjá þessari fjöl- skyldu, þannig létust þau hjónin Jóna 25. október ’87 og Guðjón 25. október ’91, Jóna fæddist 2. októ- ber. Erna dóttir þeirra fæddist 4. október, Gústv,16. október og Reyn- ir 22. október. Eftir lát Guðjóns bjó Gústi einn. Það fór aldrei mikið fyrir Gústa í bæjarlífmu, hann gekk einn og hljóðlega í gegnum samvistir sínar við aðra. Gústi var alla tíð bók- hneigður og las mikið. Einnig horfði hann mikið á sjónvarpið. Gústi var nýfluttur í einstaklings- íbúð í Áshamri 40. Hann var rétt búinn að koma sér fyrir þegar kallið kom. Eins og jafnan áður stöndum við eftir þegar Gústi fer í róður, núna lengri en trúlega betri róður en fyrr, því ég hef þá bjargföstu trú að á næstu strönd þar sem Gústi leggur að bíði hans góð landtaka þar sem foreldrarnir fagna komu hans. Ég segi því að lokum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Vinur. Sérl'ræðingar í blómaskrcytingimi við öll Ia4iilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.