Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 43
43 SÖÖl JiaUttaVÖH HUöAUÍÍAUU/wi <ilÚAviHHUOHOfó MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992* Kristín Þorleifs- dóttir — Minning Fædd 28. nóvember 1942 Dáin 28. ágúst 1992 Mig langar að minnast minnar nánustu vinkonu, Kristínar Þor- leifsdóttur, með nokkrum orðum. Hún hefði orðið fimmtug í dag. Við Stína kynntumst haustið 1959, þá 17 ára, og hófst þá sú vinátta sem hélst til síðasta dags. Þegar ég lít til baka kemur margt skemmtilegt upp í hugann, en minnisstæðast er hvað við gátum hlegið dátt að því sama og þurftum ekki annað en líta hvor á aðra til að vita hvað hin hugsaði. Áttum við margar góðar stundir saman í gegnum árin á heimilum hvor hjá annarri, en Stína bjó lengst af í Grindavík, en fjölskyldan flutti í mars á sl. ári í Lundarbrekku 14, Kópavogi. Eitt ár leigði hún hjá okkur móður minni áður en hún gifti sig. Stína giftist í maí 1968 Katarín- usi Jónssyni vélstjóra og eignuðust það fjórar dætur, Sigríði Jónu, Kolbrúnu Margréti, Sólrúnu Auði og Stefaníu Mörtu, en þær eru vel af guði gerðar og góðar stúlkur. Það sýndi sig best í veikindum mömmu þeirra hvað þær hugsuðu vel um hana ásamt konum frá heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins, þannig gat hún verið heima síðustu mánuðina. Hún bar sig með reisn í sínum veikindum og glettist við mig þegar ég heim- sótti hana, átti hún þá til að segja: „Mér batnar bara við að sjá þig, Dóra.“ Stína var traust vinkona sem ég gat rætt við um alla hluti, hún reyndist mér og dætrum mín- um vel alla tíð. Þjáningum hennar er lokið og er ég þess fullviss að hún hefur fundið friðinn í landi eilífðar. Ég og fjölskylda mín sendum blessunaróskir til Kata, dætra, tengdasona og systkina Stínu. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Jónasdóttir. Kjartan Þorgríms- son — Minning Fæddur 13. febrúar 1942 Dáinn 20. nóvember 1992 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Við vorum harmi sleginn er við fréttum andlát Kjartans Þorgríms- sonar, sem lést skyndilega á heim- ili sínu þann 20. þ.m., langt fyrir aldur fram. Og viljum við systkin- in með þessum fáu orðum, þakka Kjartani samfylgdina. Elsku Hulda, Svanur, Þorgrím- ur, Elfa Björk og aðrir ástvinir, sorg ykkar er mikil og söknuður og biðjum við guð um að veita ykkur styrk á þessum erfiðum tím- um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi góður guð blessa minn- ingu Kjartans Þorgrímssonar. Elfa, Þórður, Sædís Björk og fjölskyldur. Skák og bríds hjá ís- landsbanka í Garðabæ í tilefni 10 ára afmælis útibús íslandsbanka í Garðabæ 26. nóvem- ber sl. verður efnt til tveggja keppna eftir hádegi á laugardag, 28. nóvember í útibúinu í Garðabæ. Annars vegar verður keppt í skák og hins vegar í brids. Meðan á keppnunum stendur verður opið hús fyrir gesti. Á skákmótinu, sem hefst kl. 12.00, mun harðvítugt lið starfs- fólks íslandsbanka etja kappi við skákfólk Taflfélags Garðabæjar. í skáksveit íslandsbanka eru Björn Þorsteinsson, Gunnar Gunnarsson, Þráinn Vigfússon og Gunnar Björnsson. Fyrir Taflfélag Garðbæinga keppa Róbert Harð- arson, Kristján Guðmundsson, Leifur Jósteinsson og Jón Þór Bergþórsson. Teflt verður á fjórum borðum. Bridskeppnin hefst milli kl. 15.00 og 15.30 en í henni ætla að leiða saman hesta sína sveitir íslandsbanka og Garðabæjar. Fyr- ir hönd bankans keppa Guðmund- ur Eiríksson, forstöðumaður Starfsmannaþjónustu, Björn Björnsson, bankastjóri, Björn Ey- steinsson, útibússtjóri í Kringlunni 7 og fyrirliði íslenska landsliðsins í brids, og Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri íslandsbanka. I liði Garðbæinga verða Andrés Sjg- urðsson, annar varaforseti bæjar- stjórnar, Benedikt Sveinsson, lög- fræðingur, Hilmar Ingólfsson, skólastjóri Hofsstaðaskóla og Ei- ríkur Bjarnason, bæjarverkfræð- ingur í Garðabæ. (Fréttatilkynning) KÓRALVIÐUR (Euphorbia fulgens) Kóralviður í fullum blóma. Skrá yfir Blóm vikunnar 1991 Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björns- dóttir Þáttur nr. 258 Kóralviður mun lítt hafa verið ræktaður hér á landi og fáum kunnur. Hann er nákom- inn ættingi Jólastjörnunnar (Euphorbia pulcherrima) sem náð hefur fádæma útbreiðslu hér hin síðustu ár. Bæði eru þau upprunnin í Mexíkó en í heimkynnum sínum vex kór- alviðurinn sem runni með löng- um bogadregnum blómþöktum greinum. í nágrannalöndum okkar t.d. Danmörku — en Danir kalla hann Koralranke — er hann aðallega ræktaður til afskurðar og munu greinar af honum hafa verið fáanlegar í blómaverslunum hér öðru hverju, þó ekki sé það bundið við sérstaka árstíð. Þessir ólíku ættingjar eiga það sammerkt að þeirra fag- urrauðu „blóm“ eru í raun svo- kölluð háblöð sem umkringja sjálft blómið en það er lítið og óásjálegt, gult að lit. Þessi lit- fögru háblöð eru mjög einkenn- andi fyrir ættkvíslina Euphorb- ia og þarf í því sambandi ekki lengra að leita en til mjólkur- jurtanna sem um langt skeið hafa verið vinsælar og eftir- sóttar garðplöntur. Ef til vill fá lesendur þáttanna eitthvað að heyra um þær þegar vorar. Og þá kemur hér að lokum margumbeðin skrá yfir blóm vikunnar 1991. Lesendum óskum við ánægjulegra jóla og gleðilegs árs með „góðum og fijósömum tíðum“. Tölusetn. Fyrirsögn 194 Vetrarúðun 195 Tóbakshorn 196 Leikur að birki 197 Passíublóm 198 Maríusóley 199 Páskaliijur 200 Steinselja 201 Á sumarmálum 202 Lftið eitt um græðlinga 203 Safnhaugar 204 Keisarakróna 205 Jarðarberl 206 Jarðarber II 207 Úðuntijágróðurs 208 Valmúi — Draumsóley 209 Blásól 210 Blóðberg 211 Maíepli 212 Mura — Glitmura 213 Vfnbeijaræktun I 214 Vínberjaræktun II 215 Eyrarrós 216 Útlagi 217 Rosa’Prairie Dawn’ 218 'Súrsmæra 219 Musterisblóm 220 Vepjulilja 221 Sólber 222 Regnfang 223 „Bláu drengirnir" (fjórir smálaukar) 224 Túlípanar 225 Sitkalús — Furulús 226 Hyasintur — Skrá 1989 227 Veturnáttaspjall 228 Jólali(ja — Skrá 1990 229 Júdasarpeningar 230 Aðventukrans Höfundur Birt Helgi Jóhannesson 16.2. Óli Valur Hansson 23.2. Inga Ól./S.Hj./S. Pálsd. 9.3. Ág. Bjömsdóttir 16.3. Ág. Bjömsdóttir 23.3. Sigríður Hjartar 6.4. Sigurlaug Árnad. 13.4. Margrét Olafsdóttir 20.4. Ág.Bjömsd./H.Lundholm 4.5. Ól. B. Guðmundsson 11.5. Ól. B. Guðmundsson 18.5. Óli Valur Hansson 25.5. Óli Valur Hansson 1.6. Helgi Johannesson 8.6. Sigurlaug Árnad. 15.6. Sigurlaug Árnadóttir 22.6 Agnar Ingólfsson 29.6 Ól. B. Guðmundss. 6.7. Sigurl. Árnad./Ól.B.G. 13.7. Óli Valur Hansson 20.7. Óli Valur Hansson 30.7. Agnar Ingólfsson 3.8. Ág. Björnsd. 10.8. Ág. Bjömsd. 17.8. Ól. B. Guðmundsson 24.8. Ág. Bjömsd. 31.8. Ág. Bjömsd. 7.9. Óli Valur Hansson 14.9. Ág. Bjömsd. 21.9. Ág. Bjömsd. 28.9. Ág. Bjömsd. 5.10. Helgi Jóhannesson 15.10. Ág. Bjömsd. 19.10. Ásthildur Cecil Þórðard. 29.10. Ág. Bjömsd. 2.11. Hermann Lundholm 14.11. Uffe Balslev 27.11 Vopnafjörður Hlutavelta fyrir dætur Sophiu Vopnafirði. 4. BEKKUR í Vopnafjarðar- skóla stóð fyrir hlutaveltu laugardaginn 21. nóvember. Bömin höfðu lagt á sig mikla undirbúningsvinnu ásamt umsjón- arkennara sínum, Sigrúnu Odds- dóttur. Þegar fréttaritari mætti á svæð- ið var mikil spenna og eftirvænt- ing í loftinu, fjórðubekkingar skrýddir hinum margyíslegu kórónum og tóku þau lagið fyrir viðstadda. Ágóðinn var 36.500 krónur og verður hann sendur í söfnunina „Börnin heim“. Með þessu ágæta framtaki senda vopnfirsk börn baráttu- kveðjur til Sophiu Hansen. - P.í. Morgunblaðið/Pétur ísleifsson 4. bekkur í Vopnafjarðarskóla sem stóð fyrir hlutaveltu til styrktar „Börnunum heim“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.