Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 45
MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1992 ‘45 UTSKRIFT Konaí hóp bakara Bakarastéttinni bættust nýlega tlu nýir liðsmenn er bakara- sveinum var afhent sveinsbréf. Af því tilefni buðu Landssamband bak- arameistara og Bakarasveinafélag íslands sveinunum til kaffisamsætis að Hótel Holti í Reykjavík og var myndin tekin við það tækifæri. Að þessu sinni var ein kona í hópi bak- arasveinanna, Kristín Ása Einars- dóttir, en hún vinnur nú í bakaríi Kaupfélags Skaftfellinga á Höfn í Hornafirði. Kristín er ein fárra kvenna í faginu. „Ástæða þess að konur sóttu lítið í þetta starf var hversu erfitt það var,“ segir hún. „Það hefur hins vegar breyst mjög mikið, þó að maður taki vissulega á.“ Kristín segist hafa leiðst út í bak- aranámið af tilviljun. Hún starfaði sem afgreiðslustúlka í bakaríi og greip öðru hveiju í vinnu bakatil. Svo fór að henni var boðinn samn- ingur, hún ákvað að slá til og hefur nú lokið tilskildu fjögurra ára námi. „Þetta er skemmtilegt starf og vin- nutíminn venst fljótt. Hér hefst vinna á bilinu tvö til hálffimm að Á myndina vantar einn bakarasveinanna, Sigurgeir Aðalsteinsson. Auk hans útskrifuðust: Kristbjörn Þór Bjarnason, sem lærði í Mos- fellsbakaríi, Sigurgeir J. Aðalsteinsson, Smárabakaríi, Benedikt Áskelsson, Ragnarsbakaríi, Davíð Jóhannesson, Gullkorninu, Bjarni Freysteinsson, Kaupfélaginu Fram á Neskaupstað, Kristin Ása Ein- arsdóttir og Sigurður Þ. Jónsson, sem lærðu í Grensásbakaríi, Sigur- jón Sigurðsson, Krás hf. Víðir Guðmundsson, Kaupfélagi Þing- eyinga, Húsavík og Guðjón Jóhannesson, Bernhöftsbakaríi. nóttu. Mér finnst gott að vera búin mína.“ að vinna snemma, legg mig á daginn En bakar þú einhvern tíma heima og hef svo kvöldin fyrir mig og vini hjá þér? „Nei, aldrei." KVIKMYNDIR A Islendingar slá Norðmönnum við Itengslum við umsókn Norð- manna um aðild að Evrópu- bandalaginu hefur fjöldamörgum atriðum samningsins verið velt upp, meðal annars auknum möguleikum á sviði kvikmynda- gerðar. í nýlegri grein í norska blaðinu Aftenposten er tekið dæmi af íslendingum þegar rætt er hvernig njóta megi góðs af evrópskri samvinnu. „ísland er komið fram úr Noregi“ segir í fyrirsögn greinarinnar. „Þökk sé evrópskum þróunarsjóðum og -verkefnum, er kvikmyndafram- leiðsla íslendinga, sem ekki eru í EB, meiri en þær sjö norsku myndir sem hafa verið gerðar á þessu ári.“ Þegar greinarhöfundur Aften- posten veltir fyrir sér skýringum á þessu kemur ýmislegt til greina. „Ef dæma á af leikslokum á kvikmyndahátíðinni í Liibeck er ljóst að ástæðan er ekki aðeins sú að hinn nýi framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, Bryndís Schram, er af Hansaætt, aðlað- andi og þar að auki gift utanríkis- ráðherra landsins. Áhorfendur eru einfaldlega hrifnir." Nefnir hann sérstak- lega mynd Ásdísar Thor- oddsen, Ingu- ló, sem hann segir mynd fulla af kímni og ítarlegum lýs- ingum á íslandi nútímans. Greinarhöfundur telur að það borgi sig að feta í fótspor íslend- inga. „Og þótt „félagsgjaldið“ fáist ekki til baka í framleiðslu- kostnaði, eins og íslendingar hafa margoft fengið, njótum við góðs af þeirri þekkingu og því kerfi sem þar hefur verið komið upp og sem samsvarar kostnað- inum margfalt." Norgeer overgátt avJdand Úr Inguló, mynd Ásdísar Thoroddsen, sem greinarhöfundi Aftenposten finnst full af kímni og vera ítarleg lýsing á Islandi nútimans. Tannverndarráð ráðleggur foreldrum að gefa börnum sínum jóladagatöl án sælgætis - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 1.-3. desember, kvöldnámskeið, 1. stig. 5.-6. desember, helgarnámskeið, 1. stig. 8.-10. desember, kvöldnámskeið, 2. stig. Upplýsingar og skráning í síma 33934. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. ISLENSK HU8GÖGl\ MIKIÐ ÚRVAL AF HORNSÓFUM OG SÓFASETTUM. SÉRSMÍDUM HORNSÓFA EFTIR MÁLI. Verð frá kr. 77.400 stk. % húsgögn FAXAFENI 5, SÍMI 674080 - 686675 í tilefni af afmæli fullveldisins er boðið til sýningar á DUNGANON þann 1. desember kl. 20 50% APSLÁTTUR ALLRA SÍÐASTA SINN SÍMI 680680 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR • borgarleikhúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.