Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.11.1992, Blaðsíða 56
ffgnuMnfeife 11 \4rrpoQnPT MICROSOFT einari. W1NDOW& SKÚLASONHF MORGVNBLADW, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Samningum Islands og Evrópubandalagsins um sjávarútvegsmál lokið Málamiðluii náðist varð- ándi jafnræði í veiðum Bundinn endi á tuttugu ára ágreining á átta mínútna fundi í Brussel Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐALSAMNINGAMENN íslands og Evrópubandalagsins (EB) stað- festu samkomulag um samskipti á sviði sjávarútvegs I Brussel í gær í lok fundar sem stóð í átta mínútur. Skipzt er á veiðiheimildum og fá íslendingar 30.000 tonna loðnukvóta í grænlenzkri lögsögu, en EB 3.000 tonna karfakvóta á íslandsmiðum. Með þessu samkomulagi lýk- ur tuttugu ára ágreiningi íslands og EB um sjávarútveg. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að í samningnum nái íslendingar öllum ýtrustu kröfum sinum fram nema þeirri kröfu að jafnræði verði að vera varðandi veiddan afla, þ.e. að næðu íslendingar ekki að veiða loðnukvóta sinn, skertist kvóti EB í sama hlutfalli. í þessu efni náðist málamiðlun. Verði loðnuveiðar ekki leyfðar á einhverri vertíð, fær EB heldur ekki veiðiheimildir við ísland. Sé loðnukvótinn skertur, skerð- ist karfakvótinn að sama skapi. Komi ófyrirséðar aðstæður upp, til dæmis veiðileysi, getur sá aðili, sem telur á sig hallað, óskað samninga- viðræðna um framkvæmd samningsins. Samningaviðræður íslands og EB hafa verið í biðstöðu frá því í lok júní í sumar vegna ágreinings um fyrir- komulag skipta á veiðiheimildum á loðnu annars vegar og karfa hins vegar. Aðalsamningamenn beggja, Hannes Hafstein og Henrik Schmi- egelow, undirbjuggu samningafund- inn, sem var í gær, fyrr í vikunni og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins reyndist litlu við þann undir- búning að bæta. Fjögur aðildarríkja EB gerðu hins vegar fyrirvara við skilgreiningar á verksmiðjuskipum sem koma fram í samkomulaginu og töldu þær óviðunandi þar sem hætt væri við að þær hefðu fordæmisgildi innan EB. I samningnum hafna ís- lendingar því að útbúnaður verði um borð í þeim skipum sem fá veiðileyfí í íslenskri lögsögu samkvæmt samn- ingnum sem geri þeim kleift að hausa aflann, hins vegar má heilfrysta fisk- inn um borð, slægðan. Sameiginlegur samningafundur sem hafði verið boðaður í Brussel klukkan tíu í gærmorgun hófst ekki fyrr en fimmtán mínútur gengin í sjö eða tæplega átta klukkustundum síðar en fyrirhugað var. Samkvæmt heimildum í Brussel var það ágrein- ingur innan EB sem kom í veg fyrir að fundurinn hæfist á tilsettum tíma. Eftir tæplega níu klukkustunda þref drógu Spánveijar og Portúgálir fyrir- vara sinn til baka en Frakkar og Hollendingar héldu þeim til streitu. Reiknað er með því að ráðherraráð EB, sem verður að fullgilda samning- inn, gefí út yfírlýsingu þegar þar að kemur sem taki af allan vafa um að skilgreining samningsins á verk- smiðjutogara hafí ekkert fordæmi innan EB. Gert er ráð fyrir árlegum fundum samningsaðila um framkvæmd samningsins auk þess sem fyrirvara- lítið má óska eftir viðræðum vegna vandamála sem upp kunna að koma vegna skipta á veiðiheimíldum. Með- al fylgiskjala við samninginn er listi yfir uppboðsmarkaði í Evrópu sem viðurkenndir eru samkvæmt samn- ingnum og hafnir þar sem fiskiskip bandalagsins geta tekið upp íslenska eftirlitsmenn. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að niðurstaða samning- anna væri mjög góð fyrir íslendinga. Ráðherrann sagði með samningnum tiyggt að íslendingar gætu haft eft- irlit með því að EB-skipin veiddu ekki aðrar físktegundir en karfa hér við land. Sjá miðopnu. 30% uppbót til bótaþega með tekju- tryggingu GRELDD verður út 30% upp- bót, 10.709 -10.900 krónur, með desemberbótum þeirra ellilífeyrisþega og öryrkja sem njóta tekjutrygginga Al- mannatrygginga, í samræmi við kjarasamninga á vinnu- markaði um greiðslu desemb- eruppbótar. Fjárhæðir ann- arra bótaflokka breytast ekki um mánaðamótin. Þetta hefur áhrif á greiðslur til þeirra ellilífeyrisþega og öryrkja sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heim- ilisuppbót. Tekjutryggingaraukinn skerðist svo í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar hjá lífeyrisþega. Þeir sem ekki njóta tekjutrygging- ar fá enga uppbót. Sjá bætur Almannatrygginga á bls. 30 Jafntefli við Ungverja ÍSLENSKA skáksveitin gerði jafntefli við b-sveit Ungverja- lands í sjöundu umferð Evr- ópumeistaramóts landsliða í gær. Lengst af hafði íslenska sveitin betur gegn Ungverjun- um. Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson sömdu um jafntefli. Jóhann Hjartarson og Hannes H. Stefánsson stóðu betur í endatafli, en tókst ekki að knýja fram vinning. íslenska sveitin hefur 14‘A vinning að loknum sjö umferð- um, en rússneska sveitin er efst með 20 vinninga. Sjá bls. 32. Frá slysstaðnum. Morgunblaðið/Júlíus Kona beið bana í umferðarslysi KONA um þrítugt beið bana er bíll sem hún ók rann til í hálku og rakst á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Kópavogs- læk um miðjan dag í gær. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi eru tildrög slyssins óljós. Konan var ein í bílnum og á suður- leið. Þegar hún var komin skammt suðuryfír Kópavogslæk virðist hún hafa misst vald á Ford Escort bíl sínum og hann runnið til og hafnað á ljósastaur. Fá varð tækjabíl slökkviliðs til að losa konuna úr bílnum. Hún var úrskurðuð látin við komu á slysadeild. Ekki er unnt að greina frá nafni hennar að svo stöddu. Samskipum kosin ný stjórn á hluthafafundi fyrirtækisins í gær Samskip töpuðu 236 millj. kr. fyrstu 9 mánuði ársins FYRSTU níu mánuði ársins varð 236 mil(jóna króna tap á rekstri Samskipa og versnaði rekstrarafkoma félagsins um 267 milljónir frá sama tíma í fyrra þegar hagnaður varð 31 milljón. Á hluthafafundi í félaginu, sem haldinn var í gær, var kjörin ný stjórn, að sögn Ómars Hl. Jóhannssonar framkvæmdastjóra Samskipa. Einn sljórnar- maður og einn varastjórnarmaður úr eldri stjórn voru endurkjörnir en skipt var um aðra stjórnarmenn. Níu árekstr- ár og bflvelta NÍU árekstrar urðu í gær á Sel- fossi og ein bílvelta við Krossmel í Ölfusi. í gærdag gekk á með éljum og var mjög hált þegar stytti upp. Engin slys urðu á fólki en verulegt eignatjón að sögn lögreglunnar. I fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu segir að hina neikvæðu þróun í afkomu þess megi umfram annað rekja til lækkandi meðaltalsflutn- ingsgjalda í almennum flutningum samfara minnkandi heildarflutning- um landsmanna og hækkandi breytilegum kostnaði sjóflutninga en þar vegi aukinn fjármagnskostn- aður þungt. Heildartekjur Samskipa fyrstu níu mánuðina voru 2.812 milljónir króna, rúmu 1% hærri en á sama tíma í fyrra, en rekstrargjöld höfðu aukist um 8%, og orsakast það öðru fremur af breyttu flutningamynstri, að því er segir í fréttatilkynningu. Fjármagnsliðir hækkuðu um 85% milli ára. Heildareignir Samskipa í lok september voru bókfærðar tæp- ir 3,5 milljarðar króna en heildar- skuldir rúmir 2,7 milljarðar og eig- ið fé því tæplega 750 milljónir. Eins og fram kom í Morgunblað- inu á fimmtudag eru tvö skipa fé- lagsins, Skaftafell og Hvassafell, á söluskrá og er nú beðið viðbragða aðila sem hafa skoðað þau með kaup í huga en áður hefur félagið fækkað skipum í föstum rekstri um eitt. Starfsmönnum fyrirtækisins verður fækkað um 50, eða 16%, á yfírstandandi ársfjórðungi. Ómar Hl. Jóhannsson framkvæmdastjóri Samskipa sagði að ákvarðanir um frekari uppsagnir starfsmanna yrðu teknar í ljósi þess hvort tækist að selja skipin. Komi til frekari upp- sagna verði þær í hópi sjómanna. Frá miðju ári hefur verið unnið að lækkun kostnaðar í fyrirtækinu en þó hefur samdráttur tekna orðið mun örari en lækkun rekstrarkostn- aðar. Að sögn Ómars Hl. Jóhanns- sonar hafa samningar félagsins um yfirtöku strandflutninga Ríkisskipa frá í febrúar, og um flutninga fyrir vamarliðið í janúar, styrkt viðkom- andi rekstrareiningar innan félags- ins. Heildarflutningar félagsins juk- ust um 5,7% frá fyrstu 9 mánuðum ársins í fyrra en samdráttur hefur fyrst og fremst orðið í stórflutning- um til og frá landinu, sem hafa dregist saman um helming, og svo í flutningum milli erlendra hafna. Á hlutahafafundi í gær var eins og fyrr sagði kjörin ný stjórn. Hana skipa Helgi G. Þórðarson, Ólafur Ólafsson, Magnús Gauti Gautason, Barði Friðriksson og Einar S. Hálf- danarson. Stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum. í varastjórn sitja Geir Magnússon og Jakob Bjama- son. Magnús Gauti og Geir áttu sæti í fráfarandi stjórn og vara- stjóm en þar sátu einnig Guðjón B. Ólafsson, Þórólfur Gíslason, Sig- urður Gils Björgvinsson, Gunnar Sveinsson og Jón Alfreðsson í vara- stjórn. Ómar Hl. Jóhannsson sagði að á hlutahafafundi hefðu engar ákvarð- anir verið teknar um breytingar á rekstri félagsins eða efnahag, held- ur hefði hann fyrst og fremst verið haldinn til að kjósa nýja stjórn í framhaldi af þeim eignabreytingum sem orðið hafa í Samvinnuhreyfmg- unni með stofnun eignarhaldsfyrir- tækis Landsbankans, Hamla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.