Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 6
v 6 FRÉTTiR/INNLENT ': ’' Mol?SMYáSDSSS0T®lMÍ®ðÍ.82^IS6^^l( 1992 Jón Baldvin Hannibalsson Búið er að festa veiðileyfagjaldið í RÆÐU á flokkstjórnarfundi Alþýðuflokksins á fimmtudags- kvöld sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, formaður Alþýðuflokks- ins og utanríkisráðherra, að búið Kvef og önn- ur óáran í Reykjavík í REYKJAVÍK leituðu 1.813 læknisaðstoðar vegna kvefs og annarrar veirusýkingar í efri loftvegum í október síðastliðn- um. Samkvæmt yfirliti frá héraðs- lækni Reykjavíkur byggðu á skýrsl- um þriggja heilsugæslustöðva, lungna og berkladeildar Heilsu- vemdarstöðvarinnar og Lækna- vaktarinnar, fengu 106 lungna- bólgu, iðrakvef fengu 80 og háls- bólgu af völdum sýkla fékk 31. Hlaupabólu fengu fjórir og tveir maurakláða. Þá varð vart við ein- kirningasótt, mislinga og rauða hunda. 2 ær dauðar og 6 saknað Miðhúsum. HINN 23. nóvember lét bóndinn á Kletti í Geiradal, Þráinn Hjálmarsson, út ær sínar í þokkalegu veðri. Um hádegisbil gekk á ofsa norð- an krapahríðarveður og fór þá Þráinn að sækja fé sitt. Ærnar voru þá mjög bryn- jaðar og kom hann þeim ekki á móti veðrinu, enda var þá veðrið svo mikið að bíll hans fauk út af veginum, en kom niður í snjóskafl þar rétt hjá án þess að skemmast. Þráinn varð að fara heim við svo búið. Stór hluti ánna komst í helli sem er niður við sjóinn, en tvær ær hefur hann fundið dauðar og sex er saknað til viðbótar. - Sveinn væri að festa í sessi þá grundvali- arreglu að lagt sé gjald á veiði- leyfi hér við land. Hann sagði að þessi gjaldtaka færi vaxandi eftir því sem afrakstur af nylja- stofnunum ykist. Um Þróunarsjóð sjávarútvegsins sagði Jón Baldvin: „Hvað haldið þið að þessi sjóður eigi eftir að taka á sig miklar skuldbindingar á árunum 1993, 1994 og 1995? Og hvað hald- ið þið, í ljósi þess hverjar þessar skuldbindingar verða orðnar þá, að þróunargjaldið á þorskígildi verði orðið hátt? Ég ætla ekki að hafa uppi neinar spár um það. Ég bara segi, og tek undir með forsætisráð- herra og sjávarútvegsráðherra: Sjóðurinn á að standa undir skuld- bindingum sínum. Það er sjávarút- vegurinn sem hefur samið um það að bera sjálfur ábyrgð á skuldum sínum. Þær skuldir sem voru áður með ríkisábyrgð og hefðu fallið á almenning í landinu, falla ekki á almenning í landinu. Það er búið að festa í sessi þá grundvallarreglu að það skuli lagt gjald á veiðileyfin, gjald sem fer væntanlega vaxandi. Gjaldstofninn fer vaxandi með bættum afrakstri nytjastofnanna sjálfra. Gjaldið leggst ekki bara á botnfiskaflann, heldur á allan afla af íslandsmið- um,“ sagði Jón Baldvin. Öldruðum er boðið í ferð með SVR og síðan í kaffi til lögreglunnar. Lögreglan fræðir aldraða Á NÆSTUNNI mun lögreglan í Reykjavík heimsækja félagsmið- stöðvar aldraðra á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangurinn er að fræða aldurshópinn um umferðarmál með áherslu á þær hættur sem felast í þátttöku hvers og eins sem gangandi vegfarenda í umferð- inni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni munu hlutfallslega flestir þeir sem slasast hafi í umferðinni í borginni á þessu ári verá eldra fólk og því brýnt að efna til umræðu meðal þess um umferðarmál. Dagskrá þessar fræðslu verður þannig að eftir fund með lög- reglu er eldra fólkinu boðið í ferð með Strætisvögnum Reykjavíkur til Bessastaða og síðan er því boðið í kaffi í mötuneyti lögregl- unnar í aðalstöðinni við Hverfis- götu. Fundirnir eru þegar hafnir en 30. nóvember verða þeir við Norðurbrún 1, 2. desember við Hæðargarð, 3. des. á Vesturgötu 7, 4. des. á Aflagranda, 7. des. í Lönguhlíð 3, 8. des. við Dal- braut, 9. des. í Múlabæ og 10. des. í Seljahlíð. Ársfundur Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins 200 milljónir af andvirði ríkis- eigna í sjóð fyrir framtíðina NEFND vegna samþykktar ríkis- stjórnar um að hluta af söluand- virði eigna ríksins verði varið til að fjármagna rannsókna- og þróunarverkefni leggur til að af söluandvirði eigna ríksins, sem seldar verði á næsta ári, verði 300 milljónum varið til ráðstöfunar í rannsókna- og þróunarstarfsemi. Af þessari upphæð leggur nefnd- in til að 100 milljónum kr. verði úthlutað til nýrra verkefna á sviði rannsókna og þróunar en 200 milljónir kr. lagðar til hliðar til myndunar sjóðs fyrir framtíðina sem vistaður yrði hjá Vísinda- sjóði. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Ólafs G. Einarsson- ar, menntamálaráðherra, á árs- fundi Vísindaráðs og Rannsókn- aráðs ríkisins í gær. Ólafur sagði að nefndarmenn legðu til að þeim fjármunum sem hér um ræðir yrði ráðstafað þannig að 35% gengju til þess að styrkja grunnrannsóknir og verkefnatengt framhaldsnám, 50% rynnu til Rann- sóknasjóðs Rannsóknaráðs ríkisins og 15% færu til markaðsrannsókna og nýverkefna á vegum Útflutnings- ráðs. Hann sagði að í kjölfar skýrslu sérfræðinga OECD hefði hann falið Þórarinn V. Þórarinsson um kjaramálaályktun ASÍ-þings Ekkert komið fram sem bendir til breyttra áherslna innan ASI ÞÓRARINN V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands segir, að ýmsar yfirlýsingar þingfulltrúa á þingi Al- þýðusambandsins, og orðalag í kjaramálaályktun þingsins, endur- spegli fyrst og fremst reiði í garð stjórnmálamanna og vonbrigði með að aðilum vinnumarkaðar skyldi hafa tekist að ná saman um tillögur að efnahagsaðgerðum. En ekkert hafi komið fram á þinginu sem gefi ástæðu til að ætla að innan ASÍ séu breyttar áherslur hvað varðar samskiptamunstrið milli þessara aðila. Þórarinn telur að ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra á flokk- sljómarfundi Alþýðuflokksins á fimmtudag hafi valdið trúnaðar- bresti milli hans og aðila vinnumarkaðar. Þar sagði Jón Baldvin, að í tillögum aðila vinnumarkaðarins hefði verðið gengið mun lengra en stjórnvöld hafi viljað fallast á, í því skyni að létta sköttum af fyrirtækjum og auka skattbyrði launlega. I kjaramálaáalyktun þings ASI er skorað á aðildarfélög að undirbúa uppsögn samninga, með tilliti til gengisfellingarákvæðis þeirra, og talað um að í næstu samningum verði launafólk að sækja leiðrétt- ingu vegna þeirra kjaraskerðinga sem leiði af aðgerðum ríkisstjómar- innar. Þegar þetta var borið undir Þórarinn V. Þórarinsscm, sagði hann að í samræðum VSÍ og verka- lýðshreyfingarinnar hefði komið skýrt fram, að sameiginlegt mark- mið væri að draga úr vaxandi at- vinnulausi og styrkja stoðir at- vinnulífsins. „Tillögur sem við unnum að í sameiningu miðuðu við það, að lág- marksaðgerðir í efnahagsmálum bættu rekstrarstöðu sjávarútvegs- ins um full 3%. Við höfðum unnið að því að ná þessu marki, með til- lögum um kostnaðarlækkanir og tilflutninga á sköttum. Ríkisstjómin mat það hins vegar svo, að óhjá- kvæmilegt væri að fara blandaða leið, fella gengi krónunnar að hluta og lækka kostnað með breytingum á skattgreiðslum að hluta. Heildar- batinn fyrir atvinnulíflð er þó ekki ósvipaður þannig að það er ekki ágreiningur milli okkar og verka- lýðshreyfingarinnar um þessi meginmarkmið. Það er hins vegar augljóst að ágreiningur Alþýðusam- bandsins snýr að þeim aðferðum og einstökum þáttum í aðgerðun- um, sem ríkisstjómin hefur kosið að byggja á. Við lítum því svo á að áfram eigi að geta orðið samstarf milli okkar og verkalýðshreyfingarinnar um þau meginmarkmið að halda hér niðri verðbólgu, halda uppi atvinnu- stiginu og kjörum eins og frekast er kostur. Ég treysti hinni nýju for- ustu Alþýðusambandsins fullkom- lega til að vinna áfram með þau markmið og ákvarðanir um að leysa samninga upp einum eða tveimur mánuðum áður en þeir myndu ella falla úr gildi breytir í engu þar um. Það hefur ekkert komið fram á ASI-þinginu sem gefur ástæðu til að ætla að innan ASÍ séu breyttar áherslur hvað varðar samskipta- munstrið milli aðila vinnumarkaðar- ins, heldur þvert á móti,“ sagði Þórarinn. Hann bætti við, að hins vegar væri afskaplega óheppilegt að ein- staka stjórnmálamenn hefðu farið óvarlega í að afflytja hugmyndir o g tillögur sem aðilar vinnumarkað- ar hefðu unnið að í samvinnu við þessa sömu stjórnmálamenn, og sagðist aðspurður sérstaklega eiga við ummæli Jóns Baldvins Hanni- balssonar á flokkstjórnarfund Al- þýðuflokksns. „Það er auðvitað fullkomlega rakalaust og út í hött, að sú tillögu- smíð sem var á borðunum milli okkar og Alþýðusambandsins hafi miðað að meiri kjaraskerðingu en felst í efnahagsaðgerðum ríkis- stjómarinnar. Þetta er svo fráleitur málflutningur að það er mikið íhug- unarefni hvort þessum sömu mönn- um sé treystandi í samskiptum," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. Ólafi Davíðssyni, ráðuneytisstjóra, og Þórólfi Þórlindssyni, formanni samstarfsnefndar Vísindaráðs og Rannsóknaráðs, að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um mótun vís- inda- og tæknistefnu. Tillögumar skyldu einkum fjalla um rannsókna- menntun og tengsl hennar við.ný- sköpun í atvinnulífi, fjármögnun rannsóknastarfsemi og eflingu rann- sóknastofnana sem að dómi nefnd- arinnar hefðu lykilhlutverki að gegna við nýsköpun í atvinnulífinu. Hann sagði að menntamálaráðu- neytið hefði þegar gert ráðstafanir til þess að stuðla að því að þátttaka íslenskra rannsóknaaðila í ramma- áætlun EB yrði sem virkust. Þess má geta í því sambandi að eftir að samningurinn um EES tekur gildi og íslendingar verða fullgildir aðilar að rammaáætluninni gefst íslensk- um fyrirtækjum kostur á að sækja um allt að 50% styrk til fjármögnun- ar rannsóknar og þróunarverkefna á þeirra vegum. -».♦ ♦ Bruninn á Bíldudal Húsið verður endurbvffgt Bíldudal. •/ ÖO | Fiskverkunarhúsnæði í eigii Snæbjarnar Ámasonar og Árna Kópssonar sem brann til kaldra kola nýverið verður byggt upp á sama grunni eins fljótt og unnt er, að sögn Árna Kópssonar. Húsnæðið sem var um 300 fer- metrar að stærð var tryggt hjá Vá- tryggingafélagi íslands. Ami Kóps- son var langt kominn með að fullbúá hluta af húsnæðinu undir rækju- vinnslu og öll helstu tæki komin í húsið þegar það brann. Talið er að kviknað hafi í út frá neista sem fór í einangrun eftir að unnið hafði ver- ið við rafsuðu á stálbitum þegar ver- ið var að stækka húsið. R. Schmidt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.