Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 21 ast á. A£ hveiju má velja um þvotta- efni, en ekki spítala? Spítalinn er afsprengi þessara hræringa, ekki orsök þeirra. í Eng- landi getur fólk nú valið sjálft á hvaða spítala það fer og það hefur hreinlega þurft að loka sumum spít- ölum. Stjórnmálamenn skilja ekki alltaf að fólk notar sér val, þegar það hefur það. Afstaðan í Danmörku, miðað við hin Norðurlöndin, er reyndar um- hugsunarverð. í Finnlandi eru 3% heilbrigðisþjónustunnar í einka- rekstri, í Svíþjóð 1% og í Danmörku aðeins Vi%. I öllum þessum löndum hafa jafnaðarmenn haft mikil áhrif, svo skýringin hlýtur að liggja í af- stöðu fólks." Nú kemur þú úr ríkisrekna heil- brigðiskerfmu. Hvernig voru um- skiptin? „Ég var framkvæmdastjóri þar sem unnu fimm þúsund_ manns og veltan var 12 milljarðar ÍSK árlega, á svæði þar sem bjuggu 260 þúsund manns, rúmlega allir íslendingar. Opinbera kerfið er gott, af því að fólkið sem vinnur þar er yfirleitt vel menntað og hæft fólk, en hins vegar er kerfið, sjálft skipulagið, slæmt. Kerfíð er dragbíturinn og íjármagnið, sem fer í að reka það, nýtist illa.“ Og hvað segja sjúklingamir? — En hvað hefur aðgerðin kostað hana og hvernig fjármagnar hún hana? „Ég borgaði 95 þúsund fyrir aðgerðina, leguna og allt saman, en á eftir að borga sjúkraflutn- inga, en það er ekki stór upphæð. Eg átti sparifé, sem ég notaði til þess arna. Ef meira þarf til og ég þarf í meiri aðgerðir, þá á ég þijú börn, sem eru fús til að skipta með sér kostnaðinum, ef hann verður einhver fram yfir það sem ég á sjálf pening fyrir. Þau eru nefnilega nýbúin að erfa sinn hvem landskikann, sem hver var metinn upp á hálfa skattfijálsa milljón dkr., svo ég hef engu að kvíða.“ Eftir samtal okkar hjálpaði Svava Svansdóttir hjúkrunarkona henni að stíga í fæturna, um leið og hún flutti sig yfír á rúmið. Þetta var fyrsti dagurinn um mánaðabil, sem hún mátti það, en hún var alls ókvíðin með að verða rólfær aftur með tímanum. Danskur Spánarbúi Á sjöunda og áttunda áratugnum var nokkuð um að danskir ellilífeyrisþegar flyttu til Spánar. Skattarnir voru lágir þar og danski lífeyririnn var því drýgri en heima fyrir, auk þess sem milt veðurf- ar þar um slóðir átti vel við marga. Á annarri stofu liggur kona, sem hefur búið á Spáni undan- farin fjórtán ár. Hún tekur fram að hún búi ekki þar sem flestir landar hennar búa, heldur innan um innfædda. „Ég fluttist til Spánar, af því ég er með liðagigt og loftslagið á vel við mig. Það var allt annað líf.“ Hún var skorin upp á Spáni við krabbameini og einnig þar lá hún á einkaspítala. Um spítala á Spáni kom hún til Danmerkur í janúar og fór á hressingarhælið Skodsborg, sem mörgum íslend- ingum er vel kunnugt. Eftir þá dvöl var hún hjá móður sinni, en þá versnaði henni og hún lagðist inn á Einkaspítalann. „Ég er með alþjóðatryggingu hjá dönsku trygg- ingafélagi og samkvæmt henni er félaginu skylt að greiða allt að 1 milljón dkr. á ári fyrir heil- brigðisþjónustu mína. Til að fá fast dvalarleyfí á Spáni er það skilyrði að maður sé tryggður, svo að viðkomandi íþyngi ekki spænska heilbrigðiskerf- inu. Það er hægt að tryggja sig mismunandi mik- ið, en mín trygging kostar mig sem svarar 15 þúsund dkr. árlega. Það er há upphæð, en á móti verður að hafa í huga að skattarnir á Spáni eru lágir. Búandi á Spáni er ég ekki inni í danska sjúk- rasamlaginu." Hún segist hafa frétt um spítalann á Spáni, því allir Danir þar viti af honum. Auk þess hafí bróð- ir hennar verið á spítalanum og hrósað honum í hástert. Svava spyr hana hvort hún hafi þá ekki orðið fyrir vonbrigðum, því bróðirinn sparaði víst ekki lofsyrðin. „Nei, síður en svo. Ég er afar ánægð með aðbúnaðinn." Sem við kveðjum kemur bróðir hennar inn. Hann þurfti aftur á spítala og hikaði þá ekki við að koma aftur til Ebeltoft, jafnvel þó hann búi líka á Spáni. Af umræð- um um einkaspít- ala í Dan- mörku og heimsókn á einka- spítalann í Ebeltoft á Jótlandi Á spítala, þar sem leitast er við að gera sjúkl- ingunum dvölina sem ánægjulegasta og þægi- legasta, er fróðlegt að heyra hvort markmið- ið gengur eftir og af hveiju þeir koma á eink- aspitala í stað þess að leggjast á opinberan spítala. Vestur-Jóti á íslenskum háleistum í hjólastólnum við endann á ganginum, þar sem sér yfír skóga og haf, situr gömul og brosmild kona. Fallega syngjandi mállýska hennar segir til um að hún er Vestur-Jóti. „íslendingur,“ segir hún þegar hún heyrir hvaðan blaðamaðurinn kemur. „Hann afi minn lærði að pijóna sokka af íslend- ingi, sem vann með honum á gufuskipi og það sigldi alla leið til Indlánds. Afi kom heim með kanel úr siglingum og sauð kartöflur með pipar og byggmjöli og gaf meira að segja hænunum pipar. Pijónaskapur hans kom okkur öllum til góða, því hann pijónaði sokka á okkur öll.“ _Margt gott, sem íslend- ingar hafa látið leiða af sér úti { hinum stóra heimi... Hún fékk nýjan mjaðmalið 1977 á spítalanum í Árósum. í mörg ár gekk allt vel, en í fyrra tók hún að skreppa úr lið. Þá vildi hún í aðgerð til að ganga frá liðnum í eitt skipti fyrir öll, en á spítalan- um í Árósum neituðu þeir að taka við henni. Hún er 81 árs og þeim þótti ekki taka því að taka svo gamla konu í aðgerð, sem margir yngri bíða eftir. Hún leitaði því til Einkaspítalans og þar var aðgerðin gerð síðari hluta janúar og síðan var hún á spítalanum í tæpa tvo mánuði, meðan hún var að ná sér. Aðgerðin var erfíð, því í ljós kom sprunga í bein- inu. Síðan tóku við fimm vikur heima í rúminuog nú er hún á spítalanum aftur til lokaeftirlits og þjálfunar. Um muninn á þessum spítala og þeim sem hún hefur áður verið á, hristir hún bara höfuð- ið og segir að á því sé bara allur munur. „Hér er allt miklu fijálsara og ótrúlega miklu betri vist. Þeir uppfylla það sem þeir lofa. Það er dekrað við okkur hér.“ Hún brosir breitt til Svövu hjúkrunar- konu, sem kemur og sækir hana og brosið segir meira en mörg orð um að henni líður vel þarna og finnur sig örugga. Sten Christensen sé annars vegar sú afstaða að lækna sjúkl- inga, eins og gert er við bíla, nefnilega án þess að huga að ástæðum, en hins vegar að reyna að setja sjúkdóma í samhengi við aðra þætti og reyna þá að takst á við þá, jafnhliða því sem sjúkdómurinn er læknaður, til þess að meinsemdin taki sig ekki upp aftur. Hvað segir þú um þetta? „Ég er sammála að það eru þessi tvö við- horf. Mín kynslóð er fremur alin upp til að gera við en til að fyrirbyggja. Núna gætir hins vegar meiri tilímeigingar til að skilja orsakir sjúkdóma og nota þann skiling til fyrir- byggjandi aðgerða. Slíkt krefst rannsókna, sem þurfa ekki endilega að fara fram á sjúkra- húsum. Á einkaspítala getum við almennt ekki stundað fyrirbyggjandi aðgerðir, en það er þó vísir í þessa átt hér, því á íþróttadeildina koma íþróttamenn til að fræðast um hvemig þeir geti sem best reynt að komast hjá hugsanleg- um áföllum, en þetta er sumsé sérhæft atriði. En af því að læknum hér á spítalanum er ætlaður góður tími til að sinna sjúklingunum, höfum við möguleika á að setja okkur inn í aðstæður þeirra og benda á áhættuþætti og hvað þeir geti sjálfír gert eftir að meðferðinni \ hér lýkur. Hér eru til dæmis gerðar aðgerðir vegna blöðrusigs og þá fær sjúklingurinn tækifæri til að tala við sjúkraþjálfara og hann er fræddur um mikilvægi þess að gera æfíng- ar til að forðast að meinsemdin taki sig upp aftur.“ - Hvað segir þú um þá staðhæfingu að opinbera heilbrigðiskerfið sé miðað við þarfir starfsfólksins en ekki sjúklinganna? „Þetta er því miður að mörgu leyti rétt. Opinbera kerfíð er mótað á forsenduin stéttar- félaga og starfsfólksins. Þetta er þróun sem hefur átt sér stað á löngum tima er hefur hnikað málum í þetta horf. Vitaskuld var þetta ekki ætlunin í upphafi. Hér er hinsvegar mark- miðið að miða allt við sjúklinginn og það ger- ir áherslurnar aðrar.“ - Nú ert þú tiltölulega nýbyrjaður hér. Hvaða skoðanir hafðir þú á einkaspítölum, áður en þú hófst störf hér? „Ég þekkti ekkert til spítalans hér nema úr blöðum og myndin sem var dregin upp af honum og rekstri hans var ekki sérlega já- kvæð. Meðal margra stjórnmálamanna var afstaðan firna neikvæð og er reyndar enn hjá þeim, sem fara með sijóm amtsins, ekki síst meðal félagshyggjumanna. Margir læknar voru á móti einkaspítala, því það er ríkjandi hugarfar að læknisþjálp eigi að vera ókeypis. Nú er afstaðan að breytast og margir læknar vísa sjúklingum sínum til okkar. Nýlega fékk ég konu úr nágrenninu í að- gerð vegna frumubreytinga í legi. Hún sá fram á fjögurra mánaða biðtíma eftir aðgerð á næsta spítala, en hér var hægt að taka hana inn innan fjórtán daga, Það eru margir í ná- grenni spítalans, sem nota hann sem sinn svæðisspítala. Það hjálpar mjög að fólk getur keypt tryggingar, sem greiða 85% kostnaðar við aðgerðir eða allt að fimm þúsund krónur á dag. Sjálfum fannst mér óheppilegt að peningar væru með í spilinu, þó ég sé ósammála pólitísk- um sjónarmiðum, sem hníga gegn starfsemi einkaspítala. Á móti finnst mér skynsamlegt að fólk geti valið um hvernig það leitar sér lækninga. Ég held líka að það sé gott aðhald fyrir opinbera heilbrigðiskerfið að það sé eitt- hvað til samanburðar, þvf það veitir þvf heil- brigða samkeppni. Spítalinn hér léttir líka á því. Meðal mótraka var að einkaspítalar ykju á vanda opinberra spítala, sem þyrftu að taka sjúklinga þaðan, ef það kæmu upp erfið til- felli, sem krefðust meðferðar á gjörgæslu- deild. Tíðni erfiðleika í kjölfar aðgerða er lág hér á spítalanum, því allir læknamir eru reynd- ir. Hér eru hvorki ungir læknar, né nemar, sem sinna aðgerðum. Auðvitað geta komið upp óhjákvæmileg tilfelli, þar sem við þurfum á gjörgæsludeild að halda. Ég veit hins vegar að einkaspítalar á Norðurlöndum hafa gert samning við opinber sjúkrahús að taka á móti erfiðum tilfellum í kjölfar aðgerða og borga þá fasta upphæð með siíkum samningi, sem mér sýnist vera gott fyrirkomulag." Sömu siðareglur — raeiri aðhald á einkaspítölum Fyrir nokkru gat að lesa í ítölskum blöðum frásögn 68 ára gamallar konu, sem gekk með bam eftir gervifrjóvgun á einkaspítala og það þótti mörgum býsna siðlaust og á óábyrg aðgerð. Hvemig er með siðræn mörk spítaians hér, liggja þau eins og hjá opinberum spítölum? „Við vinnum innan sama lagaramma og opinberir spítalar og þurfum að halda okkur við sömu siðareglur. Án þess að það striði gegn reglum, getum við verið frjálslyndari. Hjá okkur geti til dæmis einstæðar mæður og lesbísk pör gengist undir fijóvgunaraðgerð- ir, en að öðru leyti höldum við okkur við sömu reglur. í raun emm við þó undirorpnir strang- ari kröfum, því ef eitthvað orkar tvímælis hér, eða fer úrskeiðis, þá vekur það strax óskipta athygli og við sætum gagm-ýni." - Hvað segirðu um það að ekki er ætlast til að læknarnir hér vinni að öllu jöfnu utan spttalans? „Það hlýtur alls staðar að vera gmndvallar- atriði að fólk vinni þá vinnu, sem það er ráð- ið til að leysa af hendi. Mér finnst ósann- gjamt að fólk vinni úti í bæ, þegar það er í fullu starfi og það er best að láta eina vinnu nægja. En þetta er eldfimt efni meðal lækna og um það em afar skiptar skoðanir. Launin hér samsvara einum og hálfum launum á opinbemm spítölum og það dregur úr löngun í aðra vinnu, en við vinnum líka fyrir kaupinu okkar. Ég býst við að þessi afstaða hér smitist yfir á aðra spítala. Fyrir nokkm vora tíu yfir- læknar á Ríkisspítalanum settir á eftirlaun fyrir tímann. Það var gert í spamaðarskyni, en vísast vom þessir valdir úr, því þeir þóttu skila spítalanum litlum afköstum." Skortur á verðskyni leiðir til skipulagslítilla rannsókna á sjúklingum - Það er stundum bent á að starfsfólk inn- an opinbera kerfisins geri sér ekki geri fyrir að þó sjúklingarnir þurfi ekki að greiða fyrir rannsóknir og aðgerðir, þá er þetta ekki ókeyp- Í8. Er þetta ein ástasðan fyrir hvað heilbrigðis- kerfið gleypir af peningum? „Það vantar öragglega skilning á að hlutirn- ir kosti peninga, þó það sjáist engir peningar í umferð á spítöiunum dags daglega. Það er einfaldlega engin hefð fyrir verðskyni. Þess vegna getur við tilhneiging til að gera alltof margar rannsóknir á sjúklingum. A nokkrum spítölum hefur verið tekin upp sá siður að skrifa hvað allt kostar og þó þessir peningar sjáist ekki, hefur það dregið úr kostnaði, því læknar virðast þá hugsa sig betur um hvað gert er. Við notum sem minnst af rannsóknum hér, án þess að það gangi út yfír öryggi sjúkl- inganna. Ég held að opinberu spítalamir gætu margt lært af rekstri einkaspítala.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.