Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 32
32 — MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 ,u U 1. - Í V ■ fr . •—OT—r-^rrr-P7T—rv"' < rr.-‘ - 1. desember er alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi 1. DESEMBER er alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi. Jákvæði hópurinn, sem er sjálfstyrktarhópur fóiks með HIV og alnæmi, og Samtök áhugafólks um alnæmisvandann kynna Rauða borðann á íslandi af því tilefni. Að bera Rauða borðann er ætlað að sýna samúð og stuðning með fólki með alnæmi og þeim sem annast það. Rauði borðinn er yfirlýsing um stuðning, krafa um umræðu, ósk um framfarir í rannsóknum, og von um að lækning finnst við alnæmi. Rauði borðinn er leið til að gera alnæmi sýnilegt í samfé- laginu. Rauði borðinn er upprunninn í Bandaríkjunum. Upphafsmenn hans eru: Visual Aids Artists, Caucus; listamannahópurinn í samtökunum Visual Aids. Visual Aids („sjónrænt al- næmi“) eru samtök myndlistar- manna, listfræðinga og forstöðu- manna listasafna sem vilja vekja athygli á því að alnæmi kemur öllum við. I lok maí 1991 bjuggu fímmtán félagsmenn til fyrstu 3.000 borðana í höndunum á fyór- um og hálfum tíma. Þeir fengi álíka samtök leiklistarfólks, Broadway Cares og Equity Fights Aids, í lið með sér og hvöttu alla sem komu fram á Tony-verðlaunahátíðinni viku síðar til að bera borðann. Síðan hefur borið mikið á Rauða borðanum, einkum á verðlaunahá- tíðum, óskarsverðlaunaafhending- unni ’91, ýmsum tískusýningum og í forsetakosningunum í Banda- ríkjunum ’92. í apríl 1992 komst borðinn yfír Atlantshafíð: 75.000 rokkunnendur báru hann á Wem- bley-leikvanginum í Lundúnum. Jákvæði hópurinn á íslandi hef- ur hug á að fá stúdenta í lið með sér og fá þá til að bera borðann 1. desember á hátíðarsamkomu í Háskólabíói. Einnig listamenn og stjómmálamenn sem koma fram opinberlega nú í desember og um hátíðimar. Rauða borðanum er einnig dreift í Kolaportinu, í sölu- bás Samtaka áhugafólks um al- næmisvandann þar. Rauðir borðar eru ekki fjáröflun- artæki. Það á að dreifa þeim endur- gjaldslaust. Allir em hvattir til að búa til sinn eigin borða. Alþjóðlegur alnæmisdagur 1. desember 1992 ber yfírskriftina: „Samfélagsleg þátttaka” („Comm- unity commitment"). Það er ósk jákvæðra og meðlima í Samtökum um alnæmisvandann að fólk taki erindi þeirra vel og sýni velvilja og stuðning. Alnæmi er ógnun við allt samfélagið. (Fréttatilkynning) -----».» «----- Norræna húsið Teiknimynda- sýning um Múmínálfana Teiknimynd um Múmíná- Ifana eftir Tove Jansson verður sýnd í Norræna húsinu sunnu- daginn 26. nóvember kl. 14. í fréttatilkynningu segir, að Múmínálfamir séu löngu orðnir þekktir hér á landi og kvikmynda- sýningin sé í tengslum við sýningu í anddyri Norræna hússins á „Heimi Múmínálfanna”. Sýning myndanna tekur 45 mínútur og eru þær með sænsku tali. Allir em velkomnir og að- gangur ókeypis. HÚSBRÉF Viltu fá meira fyrir húsbréfm þín? Óskum eftir að kaupa húsbréf. Gerið verðsamanburð. HANDSAL HF. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI • AÐII.I AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS ENGJATEIGI 9 ■ 105 REYKJAVIK • SIMI 686111 • FAX 687611 Hafnarfjörður Sjómannakaffí, söfn og harmoníkkuspil BYGGÐARSAFN Hafnarfjarðar, Sjóminjasafn íslands og veit- ingahúsið A. Hansen, sem öll eru í sögufrægum húsum í Vest- urgötu í Hafnarfirði, brydda upp á samstarfi næstu fjóra sunnu- daga til jóla. Söfnin eru opin kl. 14-18, A. Hansen býður upp á kaffíhlað- borð með kleinum,' randalínum, þykkum jólakökusneiðum og öðru góðgæti að sjómannasið og Karl Jónatansson leikur sjó- mannalög á nikkuna. Byggðasafn Hafnarfjarðar er í litlu fallegu húsi sem Bjami riddari Sívertsen byggði um 1803 og er því um 190 ára gam- alt og langelsta hús í Hafnar- fírði. Þar er meðal annars hægt að sjá hvemig borgarheimili leit út á 19. öld. Sjóminjasafn íslands er í Bry- depakkhúsi og gömlu slökkvi- stöðinni, við hliðina á húsi Bjama riddara. Brydepakkhús var byggt um 1865 og er því að verða 130 ára gamalt. Það var allt endurbyggt sérstaklega fyrir Sjóminjasafnið og er falleg og viðeigandi umgjörð um muni og minjar frá siglingum og sjósókn íslendinga fyrr á tímum. Veitingahúsið A. Hansen er í Hansenbúð, gömlu verslunarhúsi sem reist var árið 1880 í Akur- gerðislandi, en svo heitir torfan þar sem þessi sögufrægu hús standa. Hansenbúð er unglingur- inn í hópnum, aðeins um 112 ára gömul. A. Hansen er veitingahús sem tekur á móti einstaklingum og hópum í skemmtilegum húsa- kynnum. -Fréttatilkynning Þjóðhættír á Austur-Grænlaiidi SUÐURLANDSBRAUT - YEGMÚLI TILLEIGU Þetta glæsilega hús er til leigu. Húsnæðið leigist tilbúið undir tréverk með fullfrágeng- inni glæsilegri sameign og lyftu. Lóð fullfrágengin. Næg bílastæði. Til afh. nú þegar. Húsið er alls 2.249 m2. á jarðhæð er 143 m2 leigt. á 1. hæð er 436 m2 á 2. hæð er 436 m2 á 3. hæð er 436 m2 á 4. hæð er 436 m2- á jarðhæð er 125 m2 leigt. á jarðhæð er 237 m2 Upplýsingar í síma 62 29 91 á daginn og á kvöldin í símum 7 74 30 og 68 76 56. Verslunarhúsnæði Verslunarhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Skrifstofuhúsnæði Geymsluhúsnæði Geymsluhúsnæði DR. JOELLE Robert-Lamblin, mannfræðingur frá Safni mannsins í París (CNRS, Musée de l’Homme), sem er stödd hér á landi í boði franska sendiráðs- ins, Háskóla íslands og Háskól- ans á Akureyri vegna rann- sóknasamstarfs, mun sýna kvik- Jóiaglaðningur þessa viku: 15% AFSLÁTTUR FALLEGAR ÍTALSKAR PEYSUR 0G PRJÓNAFATNAÐUR ÚR ULLOG KASM- ÍR. MARGIR LITIR 0G GERÐIR. 15% afsláttur af prjónavörum þessa viku, auk þess snyrtivörugjöf frá LUMENE! Verið velkomnar! Pósthússtræti 13 - slmi 23050 mynd og skyggnur um þjóð- hætti á Austur-Grænlandi, mánudagskvöldið 30. nóvember kl. 20.30 í Norræna húsinu á vegum Grænlensk-íslenska fé- lagsins. Dr. Joelle Robert-Lamblin er einn helsti sérfræðingur Frakka á þessu sviði enda hefur hún um langt árabil stundað rannsóknir á lífsháttum Grænlendinga. (Fréttatilkynning) Þrætubókarlist Leiklist Súsanna Svavarsdóttir Stúdentaleikhúsið KRÍTÓN Höfundur: Platón Þýðing: Sigurður Nordal og Þor- steinn Gylfason Leikgerð og leikstjóm: Þorgeir Tryggvason Það væri synd að segja að Sókra- tes hafí verið tilfinningasamur maður. „Krítón“ fjallar um síðustu stundimar í lífí hans, þegar vinur- inn Krítón kemur í heimsókn til að bjóða honum frelsi. Krítón vill leggja allar sínar eigur undir, heið- ur og öryggi. Svo er hann hissa þegar Sókrates neitar. Hann hefur jú verið dæmdur til dauða fyrir að leggja allt undir. Hann er tilbúinn að ganga út í dauðann og það er Krítón líka tilbúinn að gera með tilboði sínu. „Krítón“ er örstutt verk, sem er byggt á þremur ritum Platóns, Málsvöm Sókratesar, Krítóni og Faídóni. Á undan díalóg þeirra Sókratesar og Krítóns er erindi sem flutt er af Olafí Páli Jónssyni um það hvenær yfírvald er yfírvald; hvort það geti hætt að vera yfír- vald og hvort yfírvaldið sé valda- laust þeim sem ekki virðir það. Er Guð til dæmis eitthvert yfirvald hjá heiðingjum? Erindið var bráð- skemmtilegt, en yar í rauninni búið að segja allt sem verkið átti að segja. Nema það að í ljós kom að Sókrates virti yfírvaldið. Sókrates veltir fyrir sér ýmsum hugtökum, til dæmis réttlæti, og spyr Krítón hvort ekki sé bara rétt- látt að hann deyi. Sókrates fær ekki betur séð en að það sé rang- læti ef hann flýr lögin telji hann þau hafa verið ranglát, þannig að hann hlýtur að telja þau réttlát. Semsagt Sókrates dó vegna þess að hann virti yfírvöld sem settu réttlát lög? Sérstakt. Líklega hefur enginn getað kveðið pottþéttari dóm yfír Sókratesi en hann sjálfur. Það eru Stefán Gunnarsson og Kári Gíslason sem fára með hlut- verk Sókratesar og Krítóns. Þeir flytja textann ágætlega, en hann gefúr ekki tilefni til mikilla tilþrifa í leik. Hér er fyrst og fremst verið að flytja heimspeki og þrætubókar- list og sem slíkur flutningur er sýningin allt í lagi, þótt textinn sé of einfaldur til að ögra manni. Hinsvegar á hún lítið skylt við leik- hús og fannst mér fremur að ég væri komin í tíma í háskólanum. Best var hvað sýningin var stutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.