Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.11.1992, Blaðsíða 35
 ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR I I I ) I I Prentari óskast Prentsmiðja í Reykjavík óskar að ráða prent- ara, þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Trúnaðarmál-10140“. Ósland hf. fiskimjölsverksmiðja, Höfn íHornafirði Starf verksmiðjustjóra er laust til umsóknar. Unnið verður á næstu árum að gagngerum endurbótum og lagfæringum þannig að byggð verður upp verksmiðja sem er örugg í rekstri. Starfssvið verksmiðjustjóra er: Að hafa á hendi daglega stjórn verksmiðjunnar. Undir það fellur m.a.: • Vinnsla, gæðamál og nýting hráefnis. • Starfsmannahald. • Kaup hráefnis í samræmi við innkaupa- stefnu fyrirtækisins. • Viðhald. • Sala afurða í samræmi við sölustefnu fyrirtækisins. Vinna að langtímauppbyggingu verksmiðjunnar. Undir það fellur m.a. • Gera tillögur til stjórnar um ráðstöfun hlutafjár og hagnaðar til viðhalds og upp- byggingar verksmiðjunni. • Afla tilboða í verk og annast samninga við verktaka. Leitað er að manni með víðtæka reynslu og þekkingu á þessu sviði. Nánari upplýsingar veitir Björgvin Jónsson í síma 91-18105 og Halldór Árnason í síma 97-81818. Umsóknir, þar sem m.a. er tilgreind menntun og fyrri störf, sendist til Óslands hf., fiski- mjölsverksmiðju, pósthólf 20, 780 Höfn. Verkstæðisstjóri Rekstrarstjóri Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem opna mun smurstöð og dekkjaverkstæði í ársbyrj- un 1993, óskar eftir að ráða verkstæðis- stjóra/rekstrarstjóra. Starfið felst í daglegum rekstri, umsjón með vinnu á smurstöð, eftirliti á dekkjaverkstæði og þvottastöð, sem starfrækt er á sama stað. Auk verkstjórnar mun viðkomandi annast starfsmannahald. Hæfniskröfur eru að umsækjendur þekki mjög vel til allra starfa á smurstöð og hafi reynslu af stjórnun. Leitað er að einstakl- ingi, sem hefur faglegan metnað, er ná- kvæmur í vinnubrögðum og lipur í mannleg- um samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 1992. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustlg 1a - 101 Reykjavlk - Slmi 621355 Út á land Fjármálastjóri Opinbert fyrirtæki á Austurlandi óskar að ráða fjármálastjóra sem fyrst. Fyrirtækið er deildaskipt og hjá því starfa um 80 manns að jafnaði. Góð aðstaða er fyrir hendi. Starfssvið: ★ Dagleg fjármagnsstýring. ★ Gerð rekstrar- og greiðsluáætlana. ★ Kostnaðareftirlit. ★ Yfirumsjón og stjórnun bólkaldsvinnu. ★ Ársuppgjör og gerð ársreiknings. ★ Skýrslugerð. Við leitum að manni með viðskipta- eða hagfræðimenntun. Lögð er áhersla á góða fjármála- og bókhaldsþekkingu. Starfs- reynsla er skilyrði. Stjórnunarstarf. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Farið verður með allar fyrirspurnir og um- sóknir sem algjört trúnaðarmál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar fyrir 10. desember nk. merkt: „390“. Hagvangur h if Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 80-100%o starf á sjúkradeild Deildin er blönduð 22 deilda sem skiptist í tvær einingar. Viðfangsefnin eru hjúkrun sjúklinga eftir al- mennar skurðaðgerðir, háls-, nef- og eyrna- aðgerðir og beinaaðgerðir. Ennfremur hjúkrun lyflæknis- og öldrunar- sjúklinga. Komið og kynnið ykkur okkar möguleika á áhugaverðri hjúkrun. Aðstoð við að útvega húsnæði. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri Sigríður Jóhannsdóttir eða deildarstjórar Bryndís eða Guðný í síma 92-14000. HEILSUGÆSLAN ÁLFTAMÝRI ALFTAMÝRI 5 . 108 REYKJAVIK . S: 6885S0 Læknaritari Heilsugæslan í Álftamýri óskar 'að ráða læknaritara í 60% starf. Starfsreynsla og réttindi sem læknaritari eru skilyrði, auk sam- viskusemi, stundvísi og áreiðanleika. Umsóknum er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, skal skila til auglýsingadeildar Mbl. eigi síðar en 10. desember nk., merkt- ar: „Reyklaus vinnustaður - 1302“. St. Franciskusspítali Stykkishólmi Hjúkrunarfræðingar Deildarstjóri óskast á öldrunardeild frá 1. febrúar 1993. Deildin er 26 rúm, að hálfu í nánast nýju húsnæði. Þá óskum við að ráða hjúkrunarfræðinga (2) frá sama tíma (1. febrúar 1993). Gert er ráð fyrir að þeir vinni bæði á öldrunar- og hand- læknisdeild, en sú deild var opnuð 2. nóvem- ber sl. í nýju húsnæði. Húsnæði í boði. Stykkishólmur er um 1.250 manna byggðar- lag þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra í hlaðvarpanum. í Stykkishólmi hefur verið blómlegt skóla- starf um langan tíma. Einsetinn grunnskóli með framhaldsdeild (tvö ár), kröftugur tón- listarskóli auk góðs leikskóla. Fjölbreytt íþrótta- og félagsstarfsemi er á staðnum. Mjög góð aðstaða er fyrir innanhússíþróttir í glæsilegri íþróttamiðstöð. Hafir þú áhuga á skemmtilegu en oft krefj- andi starfi með góðum launum, í hinu fallega umhverfi okkar, þá hafðu samband við syst- ir Lidwinu (hjúkrunarforstjóra) í síma 93-81128. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Geðlæknir Sérfræðingur í geðlækningum óskast á geð- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri til eins árs frá 1. janúar 1993. Umsóknarfrestur er til 23. desember nk. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar Sigmundi Sigfús- syni, yfirlækni deildarinnar, sem gefur nán- ari upplýsingar um starfið í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Laus störf Þjónustufyrirtæki (376). Ritarastarf. Góð tölvukunnátta (Word, Excel) er nauðsynleg. Starfið.er fjölbreytt og krefjandi. Þjónustufyrirtæki (389). Ritarastarf í mót- töku. Fyrirtækið gerir miklar kröfur til ritarans um góða og lipra framkomu. Góð íslensku- og enskukunnátta, svo og leikni í ritvinnslu er skilyrði. Innflutningsfyrirtæki (384). Sérhæft sölu- starf hjá traustu fyrirtæki. Starfsreynsla skilyrði. Góðir framtíðarmöguleikar. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs. Hagvaneur hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.