Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 29 Afmælisrit Jónasar Pálssonar, fv. rektors Kennaraháskóla Islands JÓNAS Pálsson, fv. rektor Kennaraháskóla íslands, varð sjötugur 26. nóvember sl. Af því tilefni ákvað skólaráð Kennaraháskólans að gangast fyrir útgáfu afmælisrits honum til heiðurs. Ritnefnd skipuðu Hjalti Hugason, Indriði Gíslason og Ólafur H. Jóhannsson. Ritnefnd markaði þá stefnu að í afmælisritinu yrði fjallað frá sem flestum sjónarhornum um íslenska menntastefnu og stöðu skólans í samfélag- inu. Meðan afmælisritið var í undir- búningi var samþykkt í skólaráði að hafin skyldi útgáfa á tímariti á vegum Rannsóknastofnunar Kenn- araháskólans. Hefur það hlotið heit- ið Uppeldi og menntun, tímarit Kennaraháskóla Islands. Þegar svo var komið varð að ráði að tileinka Jónasi Pálssyni fyrsta hefti tímarits- ins og gera það veglegar úr garði en ella hefði orðið. Á afmælisdaginn var Jónasi af- hent viðhafnareintak af fyrsta hefti hins nýja tímarits. Ritið, sem er 332 bls., hefur að geyma 24 greinar um margvísleg efni, auk viðtals við Jón- as og ritaskrá hans. Fremst í ritinu Gengið um miðbæínn er heillaóskaskrá. í aðfaraorðum segir: „Jónas Páls- son var rektor Kennaraháskólans á miklum umbrotatímum í sögu hans. Ber þar hæst setningu nýrra laga um skólann, er samþykkt voru á Alþingi árið 1988, og reglugerðar er staðfest var af menntamálaráðu- neytinu 1990. Hafa lög þessi og reglugerð margháttaðar breytingar í för með sér á skipulagi og starf- semi skólans. í rekstorstíð Jónasar tóku starfshættir Kennaraháskólans einnig fjölþættum breytingum sem til framfara horfðu, óháð Iögum og reglugerðum. Miðuðu breytingar þessar ekki síst að því að efla stjórn- un skólans og það þjónustukerfí sem menntun á háskólastigi hlýtur að styðjast við.“ Áætlað er að tímarit Kennara- Jónas Pálsson háskólans komi út a.m.k. einu sinni á ári og er næsta hefti væntanlegt í október 1993. Efni tímaritsins verður þrískipt: 1. fræðileg efni, 2. samantekt og frásagnir af skóla- starfi eða efni sem tengist skóla- starfi, 3. umsagnir um bækur og ritdómar. í ritnefnd eru Ragnhildur Bjarna- dóttir, ritstjóri, Helgi Skúli Kjart- ansson og Sigurður Konráðsson. (Fréttatilkynning) Hafnargöngfuhópurinn stend- ur sunnudaginn 20. desember fyrir göngu eftir söguleið um miðbæinn í fylgd Péturs Péturs- sonar þular. Farið verður frá Hafnarhúsinu að vestanverðu kl. 14 og haldið suður á Kirkjutorg. Þar byijar Pét- ur þar sem frá var horfið sl. sunnu- dag. Þá var gengið upp Grófina, Aðalstræti og Vonarstræti með við- komu í Bryggjuhúsinu og Ráðhús- inu. Þátttaka var mjög góð í þeirri ferð. Á sunnudaginn verður gengið yfir Austurvöll, síðan um Vallar- stræti, Veltusund, Hverfisgötu og á Lækjartorg. Áætlað er að gangan taki um eina og hálfa klukkustund. Fólk er hvatt til að klæða sig vel. i lok göngunnar býður Hressingar- skálinn upp á molakaffi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Ekkert þátt- tökugjald. (Fréttatilkynning) ■■ .. i— Jólasöngva- kvöid Aðvent- kirkjunnar í Reykjavík HIÐ árlega jólasöngvakvöld Að- ventkirkjunnar í Reykjavík verð- ur sunnudaginn 20. desember kl. 20. Þar verða jólasálmar sungnir í almennum söng. Jón Hjörleifur Jónsson stýrir söngnum. Állir eru hjartanlega velkomnir til að eiga friðar- og hvíldarstund frá erli hversdagsins. Fjölmennum og syngjum jólin inn. Aðgangur ókeyp- is. (Fréttatílkynning) BLAAUGUOG BIKSVORT HEMPA jarlinn Grýla og synir hennar Sprengjusveinn og Kringlusveinn verða í Kringlunni laugard. fró kl. 17.00-17.50 og ó Sprengisandi ó laugard. frá kl. 18.00-19.00 og sunnud. frá kl. 17.00-19.00. V E l T l N G A S T O F A Sprengisandi - Kringlunni ♦ ♦ ♦ Glæsilegar og vandaðar jólasveinahúfur fvlgja barnaboxunum fram að iólum. T h í hveriu bamaboxi er hamborgari, transkar og kok, Verð kr. 480,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.