Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 54

Morgunblaðið - 19.12.1992, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 sem segja til um eitthvað í framtíð- inni séu einhvers konar speglun fyr- ir hið ókomna og ég tek mark á þeim boðskap sem þeir flytja mér. Þegar ég starfaði í Kaupmanna- höfn leit ég auðvitað upp til þeirra stúlkna sem prýddu forsíður erlendu tískublaðanna. Frægustu stúlkumar störfuðu allar í París og ein hinna frægustu var franska fyrirsætan Nicole de la Marche. Eitt sinn dreymdi mig að ég stæði hjá þeim og vorum við 6-7 saman í hóp. Ein þeirra var Nicole. Þótt ég væri ekki að flíka hugrenningum mínum trúði ég því innst í hjarta mínu að með þessum draumi væri verið að boða mér að ég ætti eftir að ná jafn langt og þær og vinna með þeim. Sú varð líka raunin. Það flögraði þó ekki að mér að Nicole, sem ég dáði mjög og var á forsíðu Vogue og annarra þekktra tískublaða, ætti eftir að verða ein af bestu vinkonum mínum. Því hefði ég með engu móti getað trúað um það leyti sem mig dreymdi drauminn. Hann orkaði hins vegar mjög hvetjandi á mig. Ég varð viss um að ég gæti látið óskir mínar rætast og komist í fremstu röð. Þegar allt leikur í lyndi í þessum kafla segir Thelma frá hamingjusömu fjölskyldulífi í Aust- urríki. Þriðji sonur okkar fæddist 14. mars 1977. Hann var skírður Val- entín Steinar, því við Fredí hittumst einmitt á Valentinsdegi níu árum áður. Tveimur árum síðar var loks endi bundinn á strákaveldið á heim- ilinu. Tina kom í heiminn 30. októ- ber 1979 og Viktoria fæddist svo tveimur árum síðar, 11. júlí 1981. Ég hafði fætt þijú böm á íjórum árum. Ég var hamingjusamasta kona í heimi. Heimilið var orðið ansi stórt og við fengum því tvær þjónustustúlkur til aðstoðar. Þær voru báðar lærðir matreiðslumenn og elduðu, þrifu, þvoðu þvotta og gerðu önnur hús- verk sem til féllu. Ég var orðin vön því að hafa stúlkur á heimilinu og í nýja húsinu var nóg pláss svo stúlk- umar voru ekkert fyrir mér. Sömu stúlkumar starfa fyrir mig enn í dag. Vitaskuld er gott að geta leyft sér að hafa slíka aðstoð og hafa tíma til að sinna bömunum, áhuga- málunum og nú starfinu. Okkur skorti aldrei fé. Fredí er þekktur kaupsýslumaður í Austurríki þótt hann berist ekki á. Það er ekki að ástæðulausu. Þegar hann hóf störf í fyrirtæki fjölskyldunnar vom skó- verslanimar sjö talsins, flestar stað- settar í Graz og Vín. Nú em þær orðnar um 200 í Austurríki og víð- ar. Fyrirtækið er stærsta skóversl- anakeðja í Evrópu í einkaeign. Verslanimar bera heitin Stiefelkön- ig, sem þýða má Stígvélakóngur, og Delka. Ég hef ekkert komið ná- lægt rekstri fyrirtækisins en auðvit- að fylgdist ég vel með. Oft fór ég Blómabúðin Gullregn og Mique, (sérínnfluttar gjafavörur) Rauðarárstíg 33, sími 627033. Full búð af mjögfallegum gjafavörum. Kaffi- og matarstell, lampar, vasar og margt fleira. Sértilboð á fallegum glösum úr endurunnu gleri og skreytingum. Velkomin. I dag, laugardaginn Lu -Q. 79. desember 'O CQ —J 'O to Uj -Q. 'O CQ —j 'O u-) UQ Uj ■Q. 'O OQ kl.15-16: Sigurbjörn Einarsson biskup áritar bókina HAUSTDREIFAR í bókabúö Máls og menningar Laugavegi 18. Mál og menning með í viðskiptaferðir til útlanda og hélt jafnan veislur fyrir erlenda við- skiptavini sem vom tíðir gestir á heimilinu. Mjög mikilvægt var að bjóða þeim heim og taka vel á móti þeim og þá vom þeim haldnar fínar matarveislur. Allur undirbúningur þeirra var á minni könnu, þótt þjón- ustustúlkumar sæju um sjálfa elda- mennskuna. Mitt hlutverk var að setja saman matseðil, velja viðeig- andi vín, skreyta borðið og vita- skuld að sinna gestunum og stytta þeim stundir til jafns við Fredí. Mér féll þetta vel, enda hef ég alltaf haft gaman af að bjóða gestum heim. Hjónabandið var mjög hamingju- samt og þar bar engan skugga á. Fredí var eins og hugur minn. Við vomm alltaf jafn ánægð hvort með annað, gátum hlegið mikið saman og voram mjög samrýnd. Hann neit- aði mér aldrei um neitt. Ég gat ekki hugsað mér betri eiginmann. Mér fannst ég hafa fundið ástina í fyrsta sinn; tilfínningar mínar gagnvart Ole hlutu að hafa verið eitthvað annað en ást. Þegar maður elskar einhvem vill maður allt fyrir hann gera, fóma sér fyrir hann og gæta hans. Þó að fólk elski hvort annað þarf það ekki sífellt að tjá ást sína með orðum, heldur lætur það ástina og umhyggjuna í ljós í verki. Það er meira virði. Mér fannst ég hafa höndlað ham- ingjuna. Fredí og bömin vom mér allt. Hjónaband okkar Fredís uppfyllti allar þær kröfur sem ég gerði til þess. Við áttum sameiginleg áhuga- mál og notuðum frítíma okkar til að vera saman. Samt ríkti aldrei nein lognmolla. Við fómm mjög mikið út á meðal fólks og skemmtum okkur. Fredí ferðaðist líka mikið vegna vinn- unnar og ég fór oft með honum í ferðir til annarra landa. Fredí átti Qölda skemmtilegra vina sem ég kynntist fljótt. Bestu vinir hans vom allir á svipuðu reki, ungir menntaðir menn, sem höfðu allt til alls. Ég átti líka margar góðar stund- ir með tengdafólki mínu. Móðir Fre- dís, Grete, tók mér opnum örmum og hefur ætíð verið mér sem önnur móðir. Fjölskyldan er samhent og eyðir frítímanum gjaman saman. Austurríkismenn em skemmtilegt fólk og mjög félagslynt. Hér hefur fólk mikil samskipti hvað við annað. Fjölskyldumar hanga ekki hver í Thelma með íslenskum golfleikurum á golfvellinum i Graz. Þeir eru frá vinstri: Sigurður Sigurðsson, Úlfar Jónsson og Sigurjón Arnarson. sínu horni eins og víða er algengt. Þær hittast, fara saman út að borða eða í ferðalög og þá er ekkert kyn- slóðabil fyrir hendi. Fredí spilaði golf í frítíma sínum, aðallega um helgar. Hann dró mig með sér á völlinn en áhugi minn var ekki mikill í byijun. Fyrr en varði jókst hann þó og ég var farin að eyða dijúgum tíma á golfvellinum. Eg sótti stíft til golfkennara og ár- angurinn lét ekki á sér standa. Fljót- lega var ég farin að leika golf reglu- lega. Ég var þá með börnunum allan fyrri hluta dagsins og fór svo á völlinn síðdegis og æfði mig fram á kvöld. Golfbakterían skæða hafði náð tökum á mér og ég var farin að veija mun meiri tíma í golfið en Fredí gerði. Helgamar fóm flestar í keppni og ég var komin með 6 í forgjöf þegar ég var í bestri æf- ingu. Ég náði þeim árangri að verða klúbbmeistari og meistari Steier- marks-héraðsins tvívegis. Á þeim tíma var ég ein af bestu golfkonum Austurríkis. Golfið finnst mér dásamleg íþrótt. Um leið og leiknar hafa verið tvær til þijár holur á golfvellinum gleym- ist allt annað. Áhyggjur þurrkast burt og hverfa eins og dögg fyrir sólu. Fyrr en varir er maður kominn í annan heim; golfheiminn. Þar kemst ekkert að nema ánægjan af því að spila golf. Tennis var einnig eitt af áhuga- málum Fredis og fómm við oft í golf- og tennisferðir með vinum okkar til Ítalíu, Portúgals, Grikk- lands og Spánar. Á vetuma fómm við mikið á skíði. Við þurftum því sannarlega ekki að kvarta yfir því að hafa ekki nóg fyrir stafni. Ég hef alltaf kunnað einstaklega vel við hvað fólk er félagslynt hér í Austurríki. Við kynntumst geysi- lega mörgu fólki á tíðum ferðum okkar í Alpana. Þangað kom ótrú- legasta fólk til að stunda skíðaferð- ir og skemmtanalíf. Ámi Sæbcrg Gjöf til Barnaspítala Hringsins A síðustu vikum hafa íslenskir barna- og unglingabókahöfundar farið á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í Reykjavík til þess að kynna þeim útgáfu bamabóka í ár. Höfundamir hafa lesið úr bókum sínum og haft til sýnis nýútkomnar bama- og unglingabækur sem bókaforlögin hafa látið þeim í té. Þessum kynningum er nú lokið og ákveðið hefur verið að láta böm á Bamaspítala Hringsins njóta bókanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.