Morgunblaðið - 19.12.1992, Page 61
SGGI ÍJUHMHBMU .Öf HUOACUIAÍ)IJAJ QIQAJaMUOHOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
ÍÞRÓTTAHREYFINGIN
Forsetaembættinu
fært málverk að gjöf
Hinn, 8. desember sl. gengu full-
trúar ÍSÍ, Glímusambandsins
og Ólympíunefndar íslands á fund
Vigdísar Finnbogadóttur forseta ís-
lands og afhentu að gjöf málverk
eftir Gunnar Karlsson listmálara.
Málverkið er af Bændaglímunni á
Bessastöðum 1828 og er gefið_ í
minningu upphafs skólaíþrótta á ís-
landi. „Grímur Thomsen orti mörg-
um árum síðar magnað kvæði sem
ber heitið „Bændaglíman", þar sem
hann lýsir á snilldarlegan hátt sjálfri
glímunni, frammistöðu einstakra
glímumanna og stemmningunni í
kring.
Þorsteinn Einarsson fyrrverandi
íþróttafulltrúi var í hópi þeirra sem
heimsóttu forsetann og flutti hann
fróðlega og greinargóða frásögn af
glímunni á fyrri tíð og þýðingu henn-
ar og annarra íþrótta fyrir skólapilt-
ana í Bessastaðaskóla, segir í frétta-
tilkynningu af þessu tilefni.
Myndin sýnir Ellert B. Schram afhenda forseta íslands gjöfina en
t.v. er Jóhannes Jónasson úr stjórn Glímusambandsins. Forseti ís-
lands þakkaði fallega og sögulega gjöf sem mundi komið fyrir á
viðeigandi stað á forsetasetrinu.
Bækur:
SVARTUR TANGÓ
- darraðardans hefndarinnar
ÍSAFOLD hefur gefið út bókina
„Svartur tangó“ eftir frönsku
skáldkonuna Régine Deforges.
Er þetta fjórða bókin um
„Stúlkuna á bláa hjólinu“.
Sögusvið þriggja fyrstu bók-
anna er stríðshijáð Evrópa.
Þótt stríðinu sé lokið er langt
frá því að friður og sættir hafi
komist á. Upplausn ríkir hvar-
vetna. í Þýskalandi reyna þeir
sem lifðu af vistina í fangabúð-
um nasista að tína saman fjöl-
skyldubrotin við ömurlegar að-
stæður. í Frakklandi fer fram
blóðugt uppgjör gagnvart svik-
urum, bandarískir hermenn
eru á hverju strái og matar-
skortur leiðir af sér svarta-
markaðsbrask.
„Svartur tangó“ hefst þegar
réttarhöldin í Niirnberg standa
sem hæst. Lea er send þangað á
vegum franska Rauða krossins
og hittir þar á ný elskhuga sinn,
hinn dularfulla Francois, og vin-
konu sína, gyðingastúlkuna Söru,
sem hafði mátt þola þvílíkar kval-
ir og niðurlægingu í Ravensbrúck
fangabúðunum að hún gat aldrei
beðið þess bætur; hún var eyðilögð
á sál og líkama. Orð nasistaveið-
arans Símonar Wiesenthal um
Réginc Deforgcs
Svartur tangó
á bUi Hfoíinu
fQJ*;- 1Q47 P6
Svartur tangó er nafnið á
fjórðu bókinni um
Stúlkuna á bláa hjólinu
þar sem darraðardans
hefndarinnar er stiginn
að loknu stríði.
réttlæti í stað hefndar náðu ekki
hjarta hennar, þar komst ekkert
annað að en hefnd: „Auga fyrir
auga, tönn fyrir tönn“. Eftir að
hafa hlýtt á sögu hennar ákveður
Francois að hjálpa henni að leita
Auglýsing frá
hefnda, en Leu skortir styrk svo
hún flýr til Parísar. Atburðir þar
verða þó til þess að hún fyllist
hefndarþorsta og ákveður að
hjálpa vinum sínum að leita uppi
þýsku böðlana. Leitin ber þau til
Argentínu þar sem nasistar hafa
leitað skjóls undir fölskum nöfn-
um með hjálp stjórnar Peronista.
Hætturnar leynast víða, nas-
istarnir hafa engu að tapa og Lea
og vinir hennar lenda í ýmsum
raunum í leit sinni að hefnd sem
er þeim nauðsyn til að öðlast sál-
arró.
Régine Deforges hefur einstakt
lag á að ná til tilfinninga lesenda
sinna. Bókin er, eins og hinar
fyrri, listileg blanda af hryllingi
stríðsins og unaði ástarinnar,
krydduð með hugleiðingum um
eðli hefndar, réttlætis og ástar.
Bækurnar um „Stúlkuna á bláa
hjólinu" hafa notið fádæma vin-
sælda um allan heim. Á það ekki
síst við um ísland, þar sem þær
hafa verið prentaðar aftur og aft-
ur og sjálfsagt minnast margir
höfundarins, skáldkonunnar Rég-
ine Deforges, sem kom hingað til
lands fyrir nokkrum árum og árit-
aði þá hundruð bóka fyrir þakk-
láta lesendur sína.
Allar iólabœkurnar I Jk I OP/Ð TIL
Gjafavörur - Jólavörur | | ^ L LJr KL- 22
Smáhlutir ískóinn AUSTURSTRÆTI S. 14527 ÖLL KVÖLD
SUyuK
HERRASKOR
Einnig til í hálfum númerum og yfirvídd.
Þýsk gæðavara.
SKÓSALAN,
Laugavegi 1, sími 91 -16584.
Auglýsing
Sölumaður í jólaskapi býður nytsamar gjafir á Kolaportsverði.
Síðasta Kolaports-
helgin á árinu
- Jólagjafír langt undir búðarverði
Nú eru aðeins tveir Kolaportsdagar til jóla því þetta er síðasta
helgin sem markaðstorgið er opið á þessu ári. Verslunartími í
Kolaportinu verður óbreyttur þessa helgi, opið laugardag kl.
10-16 og sunnudag kl. 11-17. Búast má við miklum gestafjölda
því áberandi aukning hefúr verið á að fólk kaupi jólagjafirnar
í Kolaportinu til að fá meira fyrir peningana.
Yfir 300 seljendur um
helgina
Þessa helgi verða meira en 150
seljendur hvorn dag og vöruúr-
valið óvenju glæsilegt. Það hefur
verið áberandi nú í desember að
verið er að bjóða glænýja vöru
langt undir venjulegu búðarverði
og fólk virðist svo sannarlega
kunna að meta slíka kjarabót.
Þá má ekki gleyma vaxandi úr-
vali matvæla í Kolaportinu og
þar er nú að finna margt hefð-
bundið jólasælgæti og jólagóð-
gæti eins og síld og Þorláksmess-
uskötu frá Fáskrúðsfirði, laufa-
brauð og hangikjöt að norðan,
og jafnvel ijúpur, en þær eru að
vísu afhentar utan Kolaportsins
vegna reglugerða heilbrigðiseft-
irlits.
Er líf eftir jólin?
Kolaportið byrjar aftur eftir jól-
afrí helgina 9.-10. janúar og
verður þá sem fyrr opið bæði
laugardaga og sunnudaga. Unn-
ið hefur verið ötulega að ýmsum
skemmtilegum nýjungum í
rekstri Kolaportsins á næsta ári
og eiga margar þeirra áreiðan-
lega eftir að vekja mikla at-
hygli. Fyrstu helgina í janúar
byijar bókamarkaður, sem verð-
ur stærri en nokkru sinni fyrr.
Af ýmsum nýjungum má nefna
kynningardaga sveitarfélaga,
tölvudaga, Færeyjadaga, neyt-
endadag, byggingadaga og vor-
daga, en einnig verða endurtekn-
ir ýmsir „þemadagar“, sem vakið
hafa mikla athygli í starfsemi
Kolaportsins.
NYJAR BÆKUR
áíuUticela liöjiutda:
Theresa Charles
Barbara Cartland
Erik Nerloe SK(JGGSJ^
BOKABUD OUVERS STEINS SF.