Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Veiðileyfi í Norðurá lækka um allt að 25% Lækkanir eða óbreytt verð á nær öllum svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur Laxveiðileyfi í Norðurá lækka um allt að 25 prósent samkvæmt nýútkominni verðskrá frá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. SVFR náði í haust hagstæðari leigusamningi um ána en verið hefur og nemur verðlækkunin þetta 15 til 25%. Fleiri veiðisvæði SVFR lækka á kom- andi sumri og má nefna svokallað Fjall í Langá og Ásgarðsveiðar í Sogi. í flestum tilvikum stendur þó verð í stað frá síðasta sumri og aðeins í einu tilviki er verðhækkun frá liðnu veiðitímabili, en það er í Eiliðaánum. Morgunblaðið/gg Tekist á við lax undir Laxfossi í Norðurá. Lækkunin í Norðurá er umtals- verð. Dýrasti tíminn í júlí mun nú kosta 44.600 á stöng á dag, en kostaði í fyrra 49.600 krónur. Ef tekið er dæmi úr verðskránni fyrir júní, þá kostáði dagurinn á tímabil- inu 18. til 21. júní 25.200 en mun nú kosta 20.600. Annað dæmi er 30. júní til 3. júlí, í fyrra kostaði dagurinn 34.800 en kostar nú 27.800. í ágúst er það sama upp á teningnum, 5. til 8. ásgúst kostaði t.d. í fyrra 24.900 en kostar nú 19.000 krónur og næstu dagar á eftir lækka úr 20.900 í 16.800 krón- ur. Mest er lækkunin 25% sem fyrr segir á tímabilinu 6. til 20. júlí á svæðinu „Norðurá 2“, serri er Mun- aðamessvæðið, og svo efsti hlutinn frá Beinhól og upp úr. Víðar lækkar verðið. Fjallið í Langá var dýrast síðasta sumar 21.600 á dag á tímabilinu 7. til 25. ágúst og eftir þ_að var dagurinn falur á 19.500. Á komandi sumri er hæsta verð hins vegar 18.900, frá byrjun ágúst, og næst hæsta verðið er 17.600 á dagsstöng. Eina hækkunin frá síðasta sumri er í Elliðaánum, þar hækkar hálfur stangardagur úr 7.200 r' 7.350. Hítará, þar sem útlendingar hafa aðallega veitt, er nú í verðskrá SVFR í fyrsta sinn. Þar kosta veiði- leyftn frá 10.000 krónum á dag og upp í 29.000 krónur eftir þvt hve- nær veitt er. 28% tekju- tryggingar- auki í janúar HINN 3. JANÚAR nk., þegar bæt- ur almannatrygginga vegna jan- úarmánaðar verða greiddar út, munu lífeyrisþegar með tekju- tryggingu fá uppbót, 28% tekju- tryggingarauka. Þessi uppbót er í samræmi við kjarasamninga á vinnumarkaði um greiðslu lág- launabóta. Fulla uþpbót, kr. 9.996 hjá ellilíf- eyrisþegum og kr. 10.174 hjá ör- yrkjum, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót. Tekju- tryggingaraukinn skerðist svo í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar hjá lífeyrisþega. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar fá enga uppbót. Á greiðsluseðli mun þessi uppbót ekki koma sérstaklega fram, heldur verður lögð við upphæð hvers þess- ara þriggja bótaflokka. í desember var greiddur 20% tekjutryggingarauki, upphæðir of- angreindra bótaflokka eru því að- eins lægri í janúar, en í desember. VEÐURHORFUR I DAG, 29. DESEMBER YFIRLIT: Yfír Þýskalandi og Norðursjó er víðáttumikil 1047 mb hæð en 985 mb lægð við strönd Grænlands vestur af Snæfellsnesi þokast NA. SPÁ: Suðvestan kaldi eða stinningskaldi með éljum um vestanvert landið. Ailhvass sunnan og rigning á Suðaustur- og Austurlandi fram eftir morgni en lægir og styttir upp síðdegis. Fer líklega að létta til norðaustanlands undir hádegi. Veður fer kólnandi, fyrst vestantil á iandlnu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Allhvass sunnan- og suðaustan og snjókoma um vestanvert landið en hægari suðvestan og þurrt norðaustan- og austan- iands. Fremur vægt frost víðast hvar á landinu. HORFUR Á GAMLÁRSDAG OG NÝÁRSDAG: Suðvestan- og sunnanátt, víðast kaldi eða stinningskaldi. El um sunnan- og vestanvert landið en annars þurrt, Frost 1-9 stig. Nýir veðurfregnatimar: 1.30,4.30,7.30,10.4S, 12.45,16.30,19.30,22.30. Svarsfmi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: <ki. 17.30 fgær> Fært er um vegi í nágrenni Reykjavíkur, austur um Hellisheiði og Þrengsli og með suðurströndinni til Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Greið- fært er fyrir Hvalfjörð og um vegi ( Borgarfirði og á Snæfelisnesi. Einnig er fært í Dali og til Reykhóla. Þá er fært á milli Brjánslækjar og Patreks- fjarðar og þaðan til Bíldudals. Faert er um Hoitavöröuheiði til Hólmavíkur og um Steingrímsfjarðarheiði tii ísafjarðar og Bolungarvíkur. Frá isafírði er fært til Súgandafjarðar og Þingeyrar. Fært er um vegi á Norðurlandi til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyrar. Frá Akureyri er fært austur um Víkurskarð og þaðan um Þingeyjarsýslur og með ströndinni til Vopnafjarð- ar. Hálka er sums staðar á vegum, einkum á fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sfma 91-631500 og í grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veÖur Akureyr! 3 skýjað Reykjavík 3 rigning Bergen 3 skýjað Helsinki 1 skýjað Kaupmannahöfn +2 þokumóða Narssarssuaq 4-7 snjókoma Nuuk +8 alskýjað Osló +4 þokafgrennd Stokkhólmur 1 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 16 léttskýjað Amsterdam 0 þokumóða Barcelona 10 þokumóða Berlín +6 hrímþoka Chicago 2 alskýjað Feneyjar 4 heiðskirt Frankfurt 0 léttskýjað Glasgow 1 mistur Hamborg 1 léttskýjað London S léttskýjað LosAngeles 10 þokumóða Lúxemborg +1 heiðskírt Madrid 5 alskýjað Malaga 16 skýjað Mallorca 13 léttskýjað Montreal +14 léttskýjað NewYork 0 rign. é sfð.klst. Orlando 13 þokumóða Parte 1 heiðskírt Madeira 17 hálfskýjað Róm 7 heiðskírt Vín +3 skýjað Washington 0 frostrigning Winnipeg +29 snjókoma Frestur Skandía Is- lands rennur út í dag Samið um endurtryggingavernd í Þýskalandi FRESTUR sá sem Sighvatur Björgvinsson tryggingaráðherra féllst á að veita tryggingafélaginu Skandia ísland hf. rennur út kl. 16 í dag, en félagið fékk frestinn framlengdan um einn sólarhring og er þá ákvörðunar að vænta um framtíðarstarfsemi félagsins. Starfsmenn Tryggingaeftirlitsins voru enn að skoða stöðu Skandia í gær og vörð- ust allra frétta af málinu. Skandia gekk frá samningi við þýska trygg- ingafélagið Miinich Reinsurance um endurtryggingavernd fyrir allar eigna- og atvinnutryggingar félagsins, sem eru um 40% af tryggingum Skandia 22. desember, að sögn Þórðar Þórðarsonar, forstöðumanns vátryggingasviðs Skandia. Ragnar Aðalsteinsson, stjómar- formaður félagsins, sagði í gær að eins og staðan væri nú væri félagið bæði gjaldfært og endurtrygginga- vemd þess væri í góðu lagi. Það hefði endurtryggingasamninga sem væru í gildi hjá Skandia í Svíþjóð, og við aðila í Þýskalandi og London. Bílatryggingar Skandia eru um helmingur trygginga félagsins og ríkir óvissa um hvort félagið geti aflað sér nægilegrar endurtrygg- ingavemdar vegna þeirra eftir ára- mót, en Skandia í Svíþjóð hefur sagt upp endurtryggingasamningi við fé- lagið. Hins vegar hafa endurtrygg- ingasamningar vegna farmflutnin- gatrygginga ekki verið í gegnum Skandia í Svíþjóð. Gísli Örn Lárus- son, forstjóri Skandia, var í Svíþjóð í gær í viðræðum við forsvarsmenn Skandia í Svíþjóð. Þórður sagði að ekki hefði orðið vart við óróleika meðal viðskiptavina Skandia og fáir haft samband við félagið vegna atburðanna, énda hefðu margir þeirra greitt iðgjöld fram í tímann og biðu því eflaust átekta. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Tryggingaeftirlitinu er enn verið að skoða gjaldþol félagsins á meðan það nýtir frest sinn til að vinna í eigin málefnum og afla við- bótarhlutafjár, en niðurstöður liggja væntanlega fyrir í dag. Ágreiningur milli félagsins og Hafbeitarstöðvarinnar Kleifa er óleystur en hefur þó ekki verið vísað til Tryggingaeftirlitsins. Lögmenn hafbeitarstöðvarinnar eru að skoða réttarstöðu stöðvarinnar í málinu. Sr. Stefán Snævarr fv. prófastur látinn SR. Stefán Snævarr, fyrrverandi prófastur, lézt á Landspftalanum á annan dag jóla. Hann var 78 ára gamall. Stefán fæddist 22. marz 1914 á Húsavík. Foreldrar hans vom Valdemar Snævarr, síðar skóla- stjóri á Neskaupstað og sálmaskáld, og kona hans Stefanía Erlendsdótt- ir. Stefán varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1936 og lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1940. Hann varð sóknarprestur í Vaila- prestakalli í Svarfaðardal árið 1941 og sat á Völlum til 1968 en þá flutt- ist prestssetrið til Dalvíkur. Stefán varð prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis 1967. Hann sinnti á tímabil- um aukaþjónustu í Hríseyjar-, Möðruvalla- og Ólafsfjarðarpresta- köllum. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1984 og fluttist þá á Seltjamames, þar sem hann bjó seinustu árin. Stefán kvæntist árið 1947 Jónu Magneu Gunnlaugsdóttur frá Sökku í Svarfaðardal og lifir hún Sr. Stefán Snævarr. mann sinn. Börn þeirra em Stefan- ía Rósa, kennari, Gunnlaugur Valdimar, yfirkennari við Lögreglu- skólann, og Ingibjörg Amfríður, fóstra og starfsmaður Rauða kross- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.