Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 15 Magnús Baldvinsson, bassa- söngvari. Hún hefur verið fastráðinn ein- söngvari við Vínaróperuna í fjögur ár. „Ég byrjaði þar 1987 og starf- aði fyrstu tvö árin í stúdíói óper- unnar, en frá 1989 var ég fastur meðlimur hússins og söng í fjölda hlutverka, meðal annars Fjodor í Boris Goudunov og eina af valkyij- um í Töfraflautunni, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Rannveig, sem er nú gift Austurríkismanni og búsett í Vinarborg. Rannveig var að ljúka við verk- efni í einni af fyrstu óperum Moz- arts „Mitridate Re di Ponto“ sem var flutt núna í desember í tónleika- húsinu Konzerthaus í Vínarborg undir stjórn Adams Fisher. - En hvað fáum við að heyra Rannveigu syngja í Jólaóratór- íunni? „Ég syng þijár aríur: „Bereite dich, Zion“ þar sem hinum trúaða manni er sagt að undirbúa sig fyr- ir komu frelsarans. í annarri og þriðju aríu fer ég með hlutverk Maríu guðsmóður, þar sem hún hugleiðir vitnisburð hirðanna - í vögguvísunni „Slafe.mein Liebste" og í þriðju aríu, þar er talað er um að geyma kraftaverkið eða jóla- undrið sem á að hjálpa okkur og styrkja í trúnni. Segja má, að þess- ar aríur séu textalega séð kjarni okkar trúar." Við komum til með að heyra meira af söng Rannveigar, þegar hún verður með ljóðatónleika í Gerðubergi fljótlega eftir páska. Einnig er hún að undirbúa stórt verkefni fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands eftir Pál P. Pálsson. „Ég verð í Salzburg í sumar,“ segir- hún.„Var í tveimur verkefnum fyr- ir Salzburger-Festspiele. Annað þeirra, Salóme eftir Richard Strauss, var talið eitt af best upp- færðu verkum hátíðarinnar í fyrra og verður endurtekið á sumri kom- anda.“ O.SV.B. no)K) IXKW Skjólvirkur stíflueyðir Eyðir stíflum fljótt • Tuskur • Feiti • Lífræn efni • Hár • Dömubindi • Sótthreinsar einnig lagnir One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er tvisvar sinnum þyngra en vatn. Útsölustaðir: Shell- og Esso -stöðvar og helstu byggingavöru- verslanir. Dreifing: Hringás hf., sími 677878 -fax 677022 MEIRA UM FRANS Bókmenntir Eðvarð Ingólfsson Christine Nöstlinger: Nýjar skólasögur af Frans. Teikningar: Erhard Dietl. Þýðing: Jórunn Sigurðardótt- ir. Mál og menning 1992. Fimmta bókin um Frans er komin út í íslenskri þýðingu og nefnist Nýjar skólasögur af Frans. Söguhetjan á við ýmiss konar vanda að etja, er lítil eftir aldri með ljósar krullur eins og stelpa - og tístir þegar hún verður reið. Þessi saga hefur nokkuð til síns ágætis. Frans er síður en svo full- kominn. Auk þess sem nefnt hefur verið hér að framan skrifar hann stafina stundum öfugt, á erfitt með að koma fyrir sig orði þegar hann verður mjög spenntur og í lokin hyggst hann reyna að skrökva sig út úr klípu. Ungir les- endur og áheyrendur munu þekkja sjálfa sig í sporum hans. Gunna, vinkona Frans, státar sig af því að kunna að skrökva líkt og stjórnmálamaður (bls. 60). í fyrstunni verður Frans hugfang- inn af þessum hæfileika hennar en svo áttar hann sig á því að hann getur ekki treyst henni þeg- ar hún segir honum eitthvað. „Er hún að skrökva, eða er hún að segja satt? En hann kemst aldrei að hinu sanna.“ (Bls.61). Af þess- um orðum geta börn dregið mikinn og góðan lærdóm. Próförkina hefði þurft að lesa betur. A tveim stöðum er orði ranglega skipt milli lína: Bek-kinn (38) og blet-tur (46). Á bls. 26 á að standa „að kjökra“ en ekki að Frans hafi haldið áfram „og kjökra“. Á bls. 50 er tvisvar sinn- um talað um búðamanninn en á að vera búðarmaður með r-i — eins og það er ritað bæði á undan og eftir. Naggrísum er gefíð nafn eða heiti en þeir eru ekki skírðir eins og talað er um á bls. 45. Á bls. 30 er sagt frá húsverði' én í næstu málsgrein á eftir er hann orðinn að gangaverði. Mátti ekki samræma þetta? í bókinni eru mjög vandaðar og skemmtilegar teikningar, letrið stórt og línubilið gott. Þessi saga hentar því litlum lestrarheslum vel eins og nefnt er á bókarkápunni. plíifjpm- í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Auglýsing um nýjar reglur um makalífeyri | Ekkjur og ekklar munu njóta sama réttar til makalífeyris. Q Lógmarksaldur eftirlifandi maka viS frófall sem skilyrSi fyrir ævilöngum lífeyri hækkar úr 35 árum í 42 ár. Sé hinn eftirlifandi á aldrinum 42-54 ára við fráfallið, er lífeyrir skertur. Lægsta greiðsla nemur 22% af óskertum lífeyri. [ Barn á framfæri veitir rétt til makalífeyris fram að 19 ára aldri barnsins í staS ævilangs lífeyris. Q Núgildandi ákvæðum um greiðslu makalífeyris, ef hinn eftirlifandi hefur skerta starfsorku, er breytt í heimild í áframhaldandi greiöslu aS 24 mánaSa tímabilinu loknu. Hinn 1. júlí 1993 koma til framkvæmda hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum nýjar reglur um makalífeyri. Helstu breytingar frá núgildandi reglugerð: Q MargföldunarstuSull stiga viS útreikning makalífeyris lækkar úr 1,0 í 0,9. Q[ Framreikningur stiga miSast viS 67 ára aldur í staS 70 ára. Til grundvallar fram- reikningi viS útreikning makalífeyris skal reikna þriggja ára meSaltal, þótt engin iSgjöld hafi veriS greidd í eitt eSa fleiri þessara ára. | Stofni eftirlifandi maki til sambúSar, mun makalífeyrir falla niSur, eins og um hjúskap væri aS ræSa. Þar sem reglugerSarbreyting þessi getur í einstökum tilfellum haft í för meS sér veruleg áhrif á heildarrétt eftirlifandi maka til lífeyris, þykir rétt aS tilkynna meS hæfilegum fyrirvara hinar nýju reglur. ► ► ► Lifeyrii ^^nmpinn?ii rir SameinaSi lífeyrissjóSurinn Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Sími 91-686555, Myndsendir 91-813208 Grænt númer 99-6865 Breytingar þessar voru samþykktar á stofnfundi Sameinaða lífeyrissjóðsins hinn 27. maí 1992. Reykjavík, 15. desember 1992. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Benedikt Davíðsson Gunnar S. Björnsson Guðmundur Hilmarsson Hallgrímur Gunnarsson Jóhannes Siggeirsson, fr.kv.stj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.