Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Endaleysan í um- ræðunum um EES eftirBjöm Bjarnason Umræður um starfshætti á Al- þingi hafa að vonum verið miklar að undanfömu eins og oft endranær, þegar almenningi blöskrar. Fleiri geta kynnst þessum starfsháttum en áður vegna beinna sjónvarpssend- inga úr þingsalnum. Spurt er, hvort þingmenn átti sig ekki á því, að þeir séu kjömir til að taka ákvarðanir, eftir að öli sjónarmið hafa verið kynnt; hlutverk þeirra sé ekki að standa í vegi fyrir því að niðurstaða náist um mál í atkvæðagreiðslu. Fjölmiðlar, ekki síst Morgunblaðið, hafa kveðið fast að orði í gagnrýni sinni á vinnubrögðin á Alþingi. Má þar til dæmis vitna til forystugreinar Morgunblaðsins hinn 22. desember síðastliðinn. Þar segir meðal annars: „Ö!l meginatriði EES-málsins era löngu komin fram og hafa verið til meðferðar á Alþingi mánuðum sam- an og það má því vera hveijum manni ljóst að viðleitni stjómarand- stöðunnar til að tefja afgreiðslu málsisns er ekki af málefnalegum toga spunnin.“ Þetta er hárrétt álykt- un hjá Morgunblaðinu. Þá er hitt einnig rétt mat blaðsins í sömu for- ystugrein, að hinir svokölluðu samn- ingar við stjómarandstöðuna um gang mála á Alþingi hafa reynst haldlitlir í EES-málinu. Að mati stjómarandstöðunnar era ávallt að koma nýir „fletir“ á málinu,- sem valda því, að orð geta ekki staðið lengur. Loks er ástæða til að taka undir eftirfarandi orð í þessari for- ystugrein Morgunblaðsins: „Enn og aftur hljóta menn að staldra við þá spumingu, hvort þingsköp Alþingis þjóni hlutverki sínu; að skapa störf- um löggjafans skynsamlegan ramma. Otakmarkaður ræðutími þingmanna býður misnotkun heim. Sama er að segja um ótakmarkaða heimild til umræðna um þingsköp." Morgunblaðið ætti að fylgja þess- ari málefnalegu gagnrýni sinni eftir með því að fá upplýsingar um það frá skrifstofu Alþingis, hveijir það era, sem lengst og oftast hafa talað í umræðunum um EES og þingskap- aumræðum í tengslum við þær. Er ómaklegt, að allir þingmenn sitji undir því að hafa misnotað málfrels- ið á þingi í tengslum við EES-málið. Vert er að hafa í huga, að á Al- þingi hefur því miður ekki náðst sam- staða um þann skilning, að langar ræður einstakra þingmanna um eitt- hvert mál takmarki málfrelsi ann- arra. Minnihlutinn virðist raunar líta þannig á, að tali einhver úr meirihlut- anum felist í því einskonar áskoran á minnihlutann um að tala oftar og lengur en ella. Annars staðar era settar skorður við slíku með því að skipta ræðutíma jafnt á milli þing- flokka, án tillits til bess. hvort beir ■Allt tilbúið )*A veisluna! "írPartýbakkinn | J 2 stærðir , Smá osta- og \ ávaxtaveisla á fati! Nautalundir - Ijúfmeti! o*.* i Svíriakjöt ai nyslatruðu 2 lítrar .00 Lvua«Ift Opnunartími: Opið í dag 29. kl. 9-19 á morgun 30. kl. 9-20 á gamlársdag 31. kl. 9-14 MATVÖRUVERSLUNIN Veríð vandlát ■ það erum við! 111111 ttf tttftt Björn Bjarnason „Lesendur Morgunblaðs- ins hafa átt þess kost að lesa ógrynni af greinum um EES og halda þær áfram að birtast þar, þótt öll meginatriði EES-máls- ins hafi fyrir löngu komið fram. Að þessu leyti má segja, að samhljómur sé milli hinna endalausu umræðna á Alþingi og þess, sem birtist í fjölmiðl- unum.“ era fjölmennir eða fámennir. Til slíkra reglna er gripið á Alþingi, þegar umræður era innan tíma- marka, til dæmis útvarpsumræður. Reglur af þessu tagi hvetja til mark- vissra vinnubragða og taka mið af þeirri verkaskiptingu, sem er innan þingflokka og byggist á setu þing- manna í nefndum. Endalausar umræður Umræðumar á Alþingi um EES- málið hafa orðið meiri en á nokkra öðra löggjafarþingi, sem þarf að taka afstöðu til málsins. Rannsókn myndi vafalaust leiða í ljós, að hvergi ann- ars staðar hafa orðið jafnmiklar al- mennar umræður um málið í fjölmiðl- um og hér á landi. Lesendur Morgun- blaðsins hafa átt þess kost að lesa ógrynni af greinum um EES og halda þær áfram að birtast þar, þótt öll meginatriði EES-málsins hafi fyrir löngu komið fram. Að þessu leyti má segja, að samhljómur sé milli hinna endalausu umræðna á Alþingi og þess, sem birtist í fjölmiðlunum. Eftir að meirihluti þingmanna ákvað að hafna tillögu um að bera aðildina að EES undir þjóðarat- kvæði, hafa birst nokkrar greinar og lesendabréf hér í blaðinu um að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um málið. Vonandi meta greinahöfundar og bréfritarar jafn- augljóst umburðarlyndi við ritstjórn. Ef endalausar umræður um óaf- greidd mál skaða virðingu Alþingis, geta endalausar umræður í fjölmiðl- um um útrædd og afgreidd mál skað- að viðhorf lesenda til viðkomandi fjölmiðlis. Rangfærslur og misskilningur um EES-aðildina einkenna margt, sem birtist í greinum eða lesendabréfum. Einn þeirra, sem hvað mest hefur skrifað, hélt því til dæmis fram, að EES-samningurinn ógilti tvíhliða samning íslands og Evrópubanda- lagsins (EB) frá 1972. Ef þessi ötuli greinahöfundur og andstæðingur EES hefði haft fyrir því að kynna sér EES-samninginn til hlítar, hefði hann áttað sig á þvf, að þetta les- endabréf hans var óþarft. EES- samningurinn ýtir fríverslunarsamn- ingum EFTA-ríkjanna við EB til hlið- ar en ógildir þá ekki. Fyrir skömmu birtist grein í Morg- unblaðinu, þar sem því var haldið fram af miklum alvöraþunga og umhyggju fyrir framtíð þjóðarinnar, að aðild að EES leiddi til þess að útlendingaeftirlit yrði lagt niður á íslandi. Mátti helst skilja greinarhöf- und á þann veg, að hann væri gegn aðild að EES vegna brotthvarfs út- lendingaeftirlits. Oþarft er að snúast gegn EES af þessum sökum. í frum- varpi til laga, sem nú liggur fyrir Alþingi og tengist EES-aðildinni, er að finna ákvæði um að styrkja stöðu Útlendingaeftirlitsins. sem sjálf- stæðrar stofnunar. Svar til Hauks Haukur Helgason hefur í tveimur Morgunblaðsgreinum (hinni seinni 22. desember) sakað mig um ósann- indi og blekkingar vegna þess að við erum ekki sammála um nauðsyn þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- aðildina. Telur Haukur sig geta sann- að, að EES-samningurinn snúist um aðra þætti íslenskrar stjómskipunar, en þá, er lúta að verslun og viðskipt- um. I öðra lagi segir Haukur, að þau orð mín fyrir síðustu kosningar, að þær snerast ekki um aðild Islands að Evrópubandalaginu, hún væri alls ekki á dagskrá, sýni, að ég hafi ekki talið kosningarnar snúast um aðild að evrópska efnahagssvæðinu (EES)! Þá vill Haukur ekki gera neitt með þá staðreynd, að EES-samningurinn er uppsegjanlegur með eins árs fyrir- vara og telur hana engu skipta í umræðum um það, hvort efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. Segir Haukur það vera „hreint bull“ að minna á uppsagnarrétt íslend- inga. Fullyrða má, að þrátt fyrir málæði á Alþingi, þurfi menn ekki oft að standa í orðaskaki af því tagi, sem Haukur Helgason stofnar til með Bæjarstjóra Kópavoffs Alögum ríkis- sljóraar mótmælt BÆJARSTJÓRN Kópavogs mótmælir harðlega þeim síendurteknu álög- um sem ríkisvaldið veltir yfir á sveitarfélögin í landinu, segir í frétta- tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Það er með öllu óþolandi að á sama tíma sem Alþingi samþykkir lög, sem hafa í för með sér aukin útgjöld sveitarfélaganna, skuli hið háa Alþingi leggja nýja skatta á sveitarsjóðina og skerða lögbundna tekjustofna þeirra. Má minna á að með lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga var tekin ákvörðun um samskipti þessara stjómsýslu- sviða. Þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa boðað að undanfömu munu hafa mikil áhrif á fjárhag sveitarfélag- anna. í því sambandi nægir að nefna upptöku virðisaukaskatts af orku og samgöngum, skerðingu á Lánasjóði sveitarfélaga, afnám aðstöðugjalds án sambærilegra bóta og fyrirsjáan- lega skerðingu á Jöfnunarsjóði, sem þó snertir Kópavog lítið en kemur illa við minni sveitarfélögin í landinu. Bæjarstjórn Kópavogs átelur þessi vinnubrögð og sérstaklega það að sveitarfélögunum sé ætlað að taka á sig aukin verkefni án þess að tekju- stofnar fylgi með. 10. október sl. var gert samkomu- lag milli stjómvalda og Sambands íslenskra sveitarfélaga um 500 millj- óna króna framlag sveitarfélaganna til Atvinnuleysistryggingasjóðs. Um leið var ákveðið að ekki yrði um meiri háttar breytingar á fjármála- legum samskiptum aðila að ræða nema að höfðu samráði þeirra á milli. Þetta ákvæði hefur nú, rúmum mán- uði síðar, verið gróflega brotið. Um leið og þessi aðför að fjárhag sveitarfélaganna er mótmælt, skal á það minnt að ríkissjóður skuldar bæjarsjóði Kópavogs á fjórða hundr- að milljónir vegna sameiginlegra verkefna, sem bæjarsjóður hefur þurft að fjármagna í mörg ár. Það er skýlaus krafa bæjarstjómar Kópa- vogs að þessar skuldir verði að fullu gerðar upp áður en fleiri reikningar verða sendir úr stjómarráðinu til Kópavogskaupstaðar." (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.