Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 17 órökstuddum fullyrðingum og útúr- snúningi í Morgunblaðsgreinum sín- um. Þingmenn geta til dæmis ekki deilt um, að síðustu þingkosningar snerust að verulegu leyti um afstöð- una til aðildarinnar að EES. Engum þingmanni dytti heldur í hug að af- segja rétt íslendinga til uppsagnar á EES-samningnum sem „hreint bull“, með því væru þingmenn að afsala þjóðinni mikilvægum samnings- bundnum réttindum. Um eðli EES- samningsins geta menn deilt, en Haukur Helgason breytir ekki þeirri skoðun minni, að hann snýst um verslun og viðskipti og samþykkt hans brýtur ekki í bága við stjórnar- skrána á þeirri forsendu, að fullveldi íslenska ríkisins sé skert með EES- aðild. Ekki er nóg með að Haukur Helga- son lýsi mig í tveimur Morgunblaðs- greinum ósannindamann og blekk- ingasmið, af því að við erum ósam- mála um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna EES, heldur segir hann mig ekki sögufróðan, af því að ég hef bent á honum óþægilegar staðreynd- ir varðandi fríverslunarsamninginn við EB frá 1972. Þá var Haukur ráðgjafí Lúðvíks Jósepssonar við- skiptaráðherra, sem ritaði undir samninginn. Með honum var stofnað til deilu við EB um fiskveiðar og tollaíviinanir, sem nú hefur verið leyst á farsælan hátt með tvíhliða samningi um fiskveiðimál og gagn- kvæmar veiðiheimildir við EB. Ligg- ur þessi samningur nú fyrir Alþingi. Þótt þeir Lúðvík hafí starfað náið saman og Haukur tekið þátt í viðræð- um við Evrópubandalagið um frí- verslunarsamninginn 1972, vill Haukur nú ekki viðurkenna bein tengsl hans við samninginn um físk- veiðimál við EB. Til að hressa upp á minnið ætti Haukur að lesa ræð- una, sem Lúðvík flutti á Alþingi hinn 13. febrúar 1973, þegar hann mælti með því að fríverslunarsamningurinn við EB yrði samþykktur. Þar gerir hann grein fyrir kröfu EB um veiði- heimildir fyrir tollaívilnanir. Þeirri kröfu hefur staðfastlega verið hafn- að, en deilan, sem á rætur að rekja til samningsins frá 1972, leysist með þeim tvíhliða samningi um fískveiði- mál, sem nú Iiggur fyrir Alþingi. Sama tóbakið í fyrra svari mínu til Hauks Helga- sonar, er birtist í Morgunblaðinu hinn 12. desember, vakti ég athygli á því, að afstaða Hauks til samstarfs Islendinga við Evrópubandalagið er hin sama og hjá Sósíalistaflokknum, sem hann tiheyrði fyrir 30 árum og barðist þá undir merkjum heimskom múnismans. Það er ekkert nýtt, þeir, sem gengu kommúnismanu’ vald, telji sig þjóðræknari Islenr en aðra, eins og Haukur geri’ i Morgunblaðsgreinar sinnar b' desember og enn segist ha.! „sporna við því að gróðaþyrs ; magn Evrópu festi hér rætur“..! ingar á borð við þessa eru ekki a að en endurtekning á slagorði kommúnista og sósíalista, sem ha. gengið sér til húðar og að gaml, málgagninu, Þjóðviljanum, dauðu. Upplýsingar úr skjalasöfnum komm- únistaflokkanna í fyrrverandi alræð- isríkjum þeirra sýna enn og aftur, að fullyrðingar Hauks og annarra um þjóðrækni kommúnista á Islandi eru pólitísk ósannindi og blekkingar. Ekki skal undan því vikist að eiga orðastað við Hauk Helgason eða aðra um EES eða hvaðeina annað á síðum Morgunblaðsins. Birtingaregl- ur blaðsins gera mönnum kleift og jafnvel skylt að eiga í slíkum orðræð- um, meira að segja um mál, sem þegar eru útrædd og afgreidd eins og tillagan um þjóðaratkvæða- greiðslu vegna EES. Ritdeilur af þessu tagi leiða hins vegar hugann að rökum Guðbergs Bergssonar rit- höfundar í DV-grein hinn 5. nóvem- ber síðastliðinn fýrir nauðsyn þess til bjargar Morgunblaðinu, að hafín sé útgáfa á nýju dagblaði. Rökin eru þessi: „Að öðrum kosti munu þeir sem káluðu sósíalismanum og Þjóðviljan- um í einu höggi með kjaftavaðli drepa líka fyrir okkur íhaldið og Morgunblaðið með seigdrepandi greinaskrifum. Þeir eru alveg að leggja það undir sig með vaðlinum Morgunblaðið ætti að styrkja útgáfí nýs blaðs sjálfu sér til bjargar." N or ður-Atlantshafsmót HALDIÐ verður mót hjá Orði lífsins á Grensásvegi 8, Reykjavík, dagana 30. desember til 3. janúar, þar sem sérstök áhersla verður lögð á löndin við Norður-Atlantshafið og þá áætlun sem Guð hef- ur fyrir þessi lönd. Hinir ýmsu ræðumenn koma til landsins í því tilefni, t.d. Jim Addi- son frá Word of Life, Skotlandi, Stig Petruna frá Livets Ord, Sví- þjóð, Símun Jacobsen frá Lífsins Orði, Færeyjum, Danjal Gaard- lykke frá Grænlandi, Smári Jó- hannson frá Svíþjóð auk þess sem Ásmundur Magnússon frá Orði lífsins í Reykjavík stjórnar þessu móti. Fyrsta samkoman verður 30. desember kl. 20.30 og svo verða stöðugar samkomur fram til 3. janúar. Hápunktur mótsins verður að sjálfsögðu nýárssamkoman kl. 1 eftir miðnætti á gamlársdag þar sem allir ræðumennirnir gefa af því sem Guð hefur lagt þeim á hjarta fyrir framtíðina. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan hús- rúm leyfír. (Fréttatilkymiirig) HAIAARMULA2 / AUSTURSTRÆTl 18 / KRINGLUNNI Sími 91-813211 / Sími 91-10130 / Sími 91-689211 Fnx 91-689315 / Fnx 91-27211 / Fax 91-680011 Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Gísli B.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.