Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Sjónarhorn Hlutabréfasjóðir henta ein- staklingum aðjafnaði best eftir Bjarna Armannsson Með lögum nr. 9/1984 var einstaklingum heimilað að draga ákveðna kaupupphæð viðurkenndra hiutabréfa frá tekjuskatts- stofni. Fáir nýttu sér þennan möguleika tii að byrja með, enda hlutabréfamarkaður hér á landi mjög vanþróaður. EGLA bréfabindi KJÖLFESTA ÍGÓÐU SKIPULAGI Við sendum þér bækling óskir þú þess með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu og færð sendinguna. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 68 84 76 eða 68 84 59. 1/I0U Múlalundur Vinnustofa SÍBS Símar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Tafla 1. Ár Fjöllli Magn* Heildarstærð einstaklinga hlutabréfasjóða' 1984 936 94 0 1985 913 122 0 1986 1.302 133 29 1987 244 27 32 1988 741 99 77 1989 2.930 459 220 1990 9.611 1.821 1.623 1991 6.279 823 1.570 Samtals 3.578 milljónir króna á verðiagi des. 1992. Sífellt fleiri nýta sér „skattaafsláttinn“ Eins og sjá má af töflu 1 voru þetta nokkur hundruð manns sem nýttu sér þessi „hlunnindi" framan af, en árið 1989 tók almenningur verulega við sér, sem endaði í sprengingu árið 1990, þegar ná- lægt tíu þúsund manns nýttu sér þennan möguleika. Misnotkun á þessum möguleika (þ.e. sumir seldu strax eftir áramótin) leiddi til breyttra laga árið 1991, þar sem frádráttarupphæðin var lækkuð og lágmarks eignarhaldstími bréf- anna lengdur í tvö ár. Þrátt fyrir þessar þrengingar á reglunum, nýttu rúmlega sex þúsund ein- staklingar sér þennan möguleika í fýrra. Fyrir sl. ár gat einstakling- ur dregið 94.170 kr. frá tekju- skattstofni sínum vegna hlutafjár- kaupa. Eins og sjá má einnig af töflu 1 hefur hlutabréfasjóðum á íslandi vaxið fiskur um hrygg á þessu tímabili og í byijun árs 1992 áttu rúmlega sjö þúsund einstakl- ingar hlutabréf í hlutabréfasjóði. Markmið með fjárfestingu í hlutabréfum Sá sem fjárfestir í hlutabréfí, hlýtur að spyija sig spuminga eins og: Af hveiju fjárfesti ég í þessu félagi, en ekki einhveiju öðru? Hvaða forsendur liggja að baki, og hvér eru markmiðin? Fyrir flesta einstaklinga eru markmiðin yfírleitt þau að fjárfestingin sé til- tölulega arðbær, miðað við að um hlutabréf sé að ræða, og veiti rétt- indi til skattaafsláttar. Hlutabréfasjóðir hafa á undan- fömum misserum sýnt það að þeir eru á margan hátt betur til þess fallnir að mæta slíkum markmið- um, heldur en einstök félög og því „betra“ fyrir einstaklinga sem fjárfesta í hlutabréfum í skattaleg- um tilgangi að fjárfesta í hluta- bréfasjóðum en í einstökum hluta- félögum. Kostir hlutabréfasjóða umfram fjárfestingar í einstökum hlutafélögum * Fjárfesting í hlutabréfum er áhættufjárfesting (eins og sjá má af sveiflukenndu gengi hlutabréfa á þessu ári). Að binda trúss sitt við eitt fyrir- tæki er að hafa öll eggin í sömu körfunni. Hlutabréfasjóðir dreifa áhættunni milli fyrir- tækja og tryggja að sá sem fjár- festir í hlutabréfasjóðum verður ekki fyrir mesta-'skakkaföllun- um sem verða á markaði. Ávöxtunin verður því einhvers konar meðaltal. * Ávöxtun hlutabréfasjóða að undanförnu hefur sýnt að hluta- bréfasjóðir almennt eru að gera mun betur en markaðurinn að meðaltali. * Skuldabréfaeign jafnar ávöxt- un. Flestir hlutabréfasjóðanna eiga hluta af sínum eignum í skuldabréfum. Eins og staðan hefur verið að undanfömu, hef- ur verið einna best að ávaxta eignir sínar í skuldabréfum, þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur dýfu niður á við. Slíkt er ekki mögulegt hjá einstökum hlutafélögum. * Sérfræðiþekking við innkaup. Þeir sem fjárfesta í hlutabréfa- sjóðum njóta þess að við þá starfa sérfræðingar á sviði hlutabréfamarkaðar. Slík þekk- ing og sá ávinningur sem af henni hlýst skilar að öllu jöfnu síðan því að hlutabréfasjóðir eru að ná betri árangri en markað- urinn að meðaltali. * Alltafer hægt að selja hlutabréf hlutabréfasjóða. ~~ Eigendur hlutabréfa í einstökum félögum hafa rekið sig á að erfítt getur verið að selja hlutabréf fyrir- varalítið og stundum bera jafn- vel einstakar sölur þess merki að eigandi bréfanna hafí orðið að selja á verði sem er undir því sem eðlilegt getur talist. * Skráning á Verðbréfaþingi ís- lands. Fjórir af hlutabréfasjóð- um eru skráðir á Verðbréfa- þingi. Þetta sýnir e.t.v. betur en margt skilning þessara aðila á nauðsyn þess að hlutabréf hafí skráð markaðsgengi og að eigendur þeirra geti selt bréf sín með litlum fyrirvara. Þannig hafa hlutabréfasjóðir ýmsa kosti til að bera sem eru mikilvægir þeim sem ætla sér að fjárfesta á hlutabréfamarkaði. , Auðvitað verður síðan hver og einn að skoða sína stöðu fyrir sig, og meta hvað henti sér best. En vonandi hafa þessar hugleiðingar dregið einhveija nýja fleti inn í umræðuna. Höfundur er forstöðumaður fjár- vörslu- og markaðssviðs Kaup- þings. Einkavæðing Einkavæðing skref frá samhjálp Mike Waghome fulltrúi Alþjóðasambands opinberra starfsmanna á fundi með BSRB BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja fékk til landsins fyrir skömmu fyrirlesara Mike Waghorne frá Alþjóðasambandi opin- berra starfsmanna og fjallaði hann í fyrirlestri á Hótel Sögu umeinkavæðingu og reynslu annarra þjóða af henni. Að loknum fyrirlestrinum var síðan opnað fyrir fyrirspurnir til Waghornes. Waghome varaði í upphafí máls síns á fundinum við miklum alhæf- ingum um einkavæðingu, það sem við ætti í einu landi, þyrfti alls ekki að eiga við í öðru, í þéttbýli horfðu málin t.d. allt öðru vísi við en í stijálbýli og fámenni. Hann taldi víðs fjarri að unnt væri að setja samasemmerki á milli einka- væðingar og sölu ríkisfyrirtækja, en þeim þætti hefði verið of mik- ill gaumiir gefinn í umræðunni viða um lönd og það á kostnað annarra þátta, sem væru ekki síð- ur mikilvægir. Nefndi hann þar útboð, svo að eitthvað sé nefnt. Waghorne sagði að ekki væri nóg með að sala ríkisfyrirtækja hefði fengið meiri athygli, en henni ber, veltan í útboðum væri marg- falt meiri í útboðum en sölu, t.a.m; í Bretlandi á árum Thatchers. Hann taldi Thatcher út af fyrir sig hafa átt hrós skilið fyrir heiðar- leika í einkavæðingarstefnu sinni, því að hún hafi allan tímann sagt að hveiju væri stefnt og engu vilj- að leyna, en hann taldi talsvert vanta upp á svipaðan heiðarleika hjá mörgum sporgöngumönnum hennar í einkavæðingarefnum. Einkavæðing, sagði Waghome, er í rauninni angi af markaðsvæð- ingu þjóðfélagsins. Hann kvað hana vera skref frá samhjálp og yfír í fyrirkomulag, þar sem jafnan er spurt hvað hvaðeina kostar og hver og einn yrði að bjarga sér. Sú skoðun væri sífellt að verða útbreiddari að of langt hefði verið gengið í marðkaðs- og einkakvæð- ingarátt, þar sem hvert þjóðfélag þyrfti á samhjálp að halda, m.a. til þess hefta þjóðfélagsupplausn. Hann ræddi um atvinnuleysingja og uppflosnað fólk eða fátækt, sem leiddi af sér kynþáttahatur og ofbeldisverk gegn útlendingum. Samhjálp opinbera geirans væri m.a. til þess að koma í veg fyrir að þessi öfl yrðu allsráðandi og athyglivert væri að vamaðarorð væru nú farin að berast úr óvænt- um áttum, svo sem frá OECD og Alþjóðabankanum. Þessir og fleiri aðilar væm nú famir að fá bak- þanka og velta fyrir sér að ef til vill hefðu menn farið offari í einka- væðingu og þjóðfélagslegri mark- aðsvæðingu undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.