Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.12.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1992 Jón Guðjónsson Scheving - Minnmg Fæddur 1. mars 1924 Dáinn 19. desember 1992 í gær mánudaginn 28. desember var til moldar borinn frá Neskirkju í Reykjavík Jón Guðjónsson Schev- ing starfsmaður Eimskipafélags ís- lands, síaðst til heimilis að Greni- mel 9, Reykjavík. Jón var fæddur í Vestmannaeyj- um 1. mars 1924 sonur hjónanna Guðjóns Sveinssonar Scheving og Ólafíu Jónsdóttur, sem lengst af bjuggu í Eyjum, uns þau fluttust til Reykjavíkur á efri árum. Bernskuheimili Jóns stóð því í Vest- mannaeyjum þar sem hann ólst upp í hópi þriggja systkina, en systkini hans tvö, þau Aðalheiður Steina og Sveinn eru bæði á lífi og búa hér í Reykjavík, og var Jón elstur systk- inanna. Heimili þeirra Guðjóns og Ólafíu stóð föstum fótum í rótgró- inni menningu eyjarskeggja og var þekkt og rómað fyrir myndarskap húsfreyjunnar og höfðingsskap þeirra beggja. Jón ólst upp við venjuleg störf og áhugamál ungra eyjasveina og bast heimabyggð -sinni traustum böndum strax á æskuárum. Margar hans bestu minningar voru frá æsku hans og uppvexti í Eyjum og rifjaði hann þær æ oftar upp eftir því sem á ævina leið. Jón gerðist snemma virkur þátttakandi í íþróttum og lék m.a. í meistaraflokki Knattspymu- félags Týs, þar sem hann var for- maður um árabil og einnig um nokkurt skeið formaður íþrótta- bandalags Vestmannaeyja. Jón var á síðasta ári heiðraður af Knatt- -spyrnufélaginu Tý fyrir þátttöku sína og góða frammistöðu í íþrótt- um. Var ánægjulegt að hlusta á Jón segja frá þessum góðu gömlu dög- um því að hann var góður sögumað- ur, fróður um menn og málefni í heimabyggð sinni og eignaðist þar góða kunningja og vini. Jón hélt ævinlega sambandi við Vestmanna- eyjar þó að hann flyttist á brott og fylgdist vel með því sem þar fór fram. Árið 1948 gekk Jón að eiga unn- ustu sína, Guðrúnu Sesselju Guð- mundsdóttur, ættaða frá Suðureyri við Súgandafjörð, en hún var fóst- urdóttir hjónanna séra Halldórs Kolbeins og frú Láru Kolbeins, en séra Halldór var um langt skeið sóknarprestur Vestmannaeyinga, svo sem kunnugt er. Þau Jón og Guðrún stofnuðu heimili sitt á Há- steinsvegi í Vestmannaeyjum og bjuggu þar fyrstu ár hjúskapar síns uns þau fluttust til Reykjavíkur árið 1954. Meðan þau hjón áttu heima í Vestmannaeyjum var Jón lengst af starfsmaður í útibúi Út- vegsbanka íslands en eftir að til Reykjavíkur kom var hann skrif- stofumaður hjá Eimskipafélagi ís- lands, sjómaður og iðnrekandi, en þau hjón ráku þvottahús um all- langt skeið. Síðustu æviár sín stundaði Jón verkamanna vinnu og gæslustörf á vegum Eimskipafélags Islands. Þau Jón og Guðrún slitu samvistum árið 1975 og varð þeim fjögurra barna auðið. Börnin eru þessi, talin í ald- ursröð: Guðmundur Oli fæddur 7. janúar 1949, vélstjóri. Hann er kvæntur Jónínu Stefánsdóttur og eiga þau fjögur börn, Kristínu, Jón Stefán, Guðrúnu Sesselju og Guð- mund Óla. Ómar fæddur_17. ágúst 1953, bifvélavirki. Börn Ómars eru þau Svanhildur, Anton og Daníel. Viðar fæddur 11. nóvember 1956, múrarameistari, kvæntur undirrit- aðri. Hrafnhildur fædd 3. júlí 1961, dætur hennar eru Guðrún Þóra, t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR JÖRUNDSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 25. desember sl. Jarðarförin verður auglýst siðar. Jóhanna Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn og tengdafaðir, RAGNAR RÓBERTSSON BÁRÐDAL, Holtakoti, Ljósavatnshreppi, lést í FSA að morgni 26. desember. Jarðarförin fer fram frá Ljósavatnskirkju þann 2. janúar kl. 14.00. Þórhallur Ragnarsson, Aðalheiður Kjartansdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og fóstursýstir, LINDA PAGE GUÐMUNDSSON, Flórída, lést í Flórída 27. desember. Úlfar Guðmundsson, Sverrir Guðmundsson, Guðmundur Guðmundsson, Hulda Weichenhain, Gunnar Ragnars, Ragnar Ragnars, Ólafur Ragnars. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MJÖLL ÁRNADÓTTIR, Hávallagötu 36, lést 12. desember síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, María Ingvarsdóttir, Árni Ingvarsson. Ragnhildur Magnús- dóttir - Minning Sigurósk Tinna og Heiðrún Sara. Jón Scheving var fríður maður og karlmannlegur og ætíð hrókur alls fagnaðar. Eg sem þessar línur skrifa kynntist ékki Jóni fyrr en á efri árum hans en hann kom mér jafnan fyrir sjónir sem glaður mað- ur og æðrulaus þó að líf hans hafi ekki alltaf verið dans á rósum. hann var jafnan hress í bragði og hafði gamanmál á takteinum, sjálfum sér og öðrum til uppörvunar. En þrátt fyrir gamansemi sína og glaðværð tel ég að hann hafi verið alvörumað- ur undir niðri og viðkvæmur tilfinn- ingamaður. Ríkur þáttur í skapgerð Jóns var viðmótshlýja og greiða- semi. En þrátt fyrir vingjarnleik sinn og þægilegt viðmót var Jón skoðanafastur og ákveðinn og gat verið æði fastur fyrir ef honum þótti hallað réttu máli eða gengið á góðan málstað. Jón var alla ævi sjálfstæðismaður og fylgdi þeiri sannfæringu fast eftir. Hann trúði á málstað sjálfstæðis og mannfrels- is og var ódeigur við að láta þá skoðun í ljósi við hvern sem í hlut átti. Með Jóni Guðjónssyni Scheving er genginn góður maður og hrein- skiptinn. Þess er gott að minnast, þegar við nú kveðjum hann hinstu kveðju. Blessuð sé minning hans. Elín Guðjónsdóttir. Fædd 17. október 1903 Dáin 7. ágúst 1992 Mig langar, þó seint sé, að minn- ast nágrannakonu minnar Ragn- hildar Magnúsdóttur, Vesturvegi 13 b, Vestmannaeyjum, sem andað- ist hinn 7. ágúst sl. Aldurinn var orðinn hár. Hún stóð meðan stætt var. Þrátt fyrir mörg áföll á undan- förnum árum, þá komst hún alltaf á fætur aftur, og segja má, að hún hafí búið við ótrúlega góða heilsu fram á mitt þetta ár. Hún var ró- lynd og bjartsýn að eðlisfari. Það var fyrst í júlí si., sem hún kvart- aði yfir leiðinlegu tíðarfari, og þeg- ar ég kvaddi hana 20. júlí, þegar ég var að fara í nokkurra daga frí, sagði hún mér að nú væri lífsþrótt- urinn búinn. Nokkrum dögum seinna fékk hún áfall, og var flutt á sjúkrahús, þar sem hún andaðist, eins og fyrr segir 7. ágúst. Ragn- hildur fæddist 17. október 1903 á Hryggjum í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Sigríður Sigurðardóttir og Magnús Bjömsson, hjón á Hryggjum. Ragnhildur átti þrjú systkini og er eitt þeirra á lífi, Sig- urbjörg, sem býr á Selfossi. Ragn- hildur ólst upp á góðu heimili. Hún varð snemma að taka til hendinni, eins og þá var siður. Hún var alin upp við mikla vinnusemi og dugn- að. í fjóra vetur var hún í barna- skóla að Litla-Hvammi, frékari menntun var ekki að hafa í æsku. En seinna fór hún á matreiðslu- og saumanámskeið í Vík í Mýrdal, og þar lærði hún margt nytsamlegt. Hingað til Eyja fluttist Ragnhildar 1931, en hafði áður dvalist hér sum- arlangt, í vist, árið 1924. Hún kynntist hér Bergi Loftssyni, sem ættaður var úr Vestur-Landeyjum. Þau gengu í hjónaband 1936. Berg- ur var vélstjóri_ yfir 40 ár. Þau bjuggú fyrst í Ásnesi, en síðan á Hjalteyri, Vesturvegi 13b. Þau eignuðust þrjú mannvænleg böm. Elst þeirra er Karl varaslökkviliðs- stjóri, kvæntur Emu Siguijónsdótt- ur. Þau eru búsett á Selfossi. Þá Þórey hjúkrunarfræðingur, gift Jóni Tómassyni. Þau em búsett á Akur- eyri. Tvíburabróðir Þóreyjar, Magn- ús, rafvirki, einhleypur og er hann búsettur í Vestmannaeyjum. Barna- börnin eru 8 og bamabarnabörnin 3. Ragnhildur missti mann sinn í janúar 1985, og var það henni mik- ið áfall. En þá kom líka hinn mikli trúarstyrkur og æðruleysi hennar í ljós. Ragnhildur bjó áfram að Hjalt- eyri með Magnúsi syni sínum. Börn- in og tengdabörn reyndust henni mjög vel, ekki síst Þórey og maður hennar, sem dvöldu hér árlega lang- dvölum. Við hjónin áttum því láni að fagna, að eiga Ragnhildi að vinkonu og nágranna um langt skeið. Síð- ustu árin heimsótti ég hana dag- lega, ef ég var hér í bænum. Vera má, að í fyrstu, hafí ég gert þetta af skyldurækni, og að beiðni Magn- úsar sonar hennar. En fljótt varð það svo, að þessar heimsóknir urðu mér mikils virði. Ragnhildur var óvenjuleg kona, vel gerð og yfir henni hvíldi ró og friður. Við spjöll- uðum margt saman. Hún var fróð, og fylgdist vel með málum bæði innanlands og utan. En við gátum líka setið hljóð, ég yfir blaðalestri og kaffíbolla, og hún yfir prjónum sínum. Þessar stundir voru mér mikils virði, og ég vona að ég hafí glatt hana með heimsóknum mín- um. Þeir voru ótrúlega margir, sem litu til hennar, og var hún þakklát fyrir það. En hún sagði mér, að hún væri aldrei ein. Ragnhildur var trú- uð kona, og hún sagði okkur hjón- unum, að hana hafí, á unglingsár- um langað til að gerast trúboði. En hvað er trúboð? Er það ekki trúboð, að lifa vammlausu lífi, og vera öðrum fyrirmynd. Einn af gleðigjöfum Ragnhildar var að hlú að blómum, og öðrum gróðri. Henni tókst, með mikilli vinnu, að hreinsa burt öskuna eftir gosið, og koma upp fallegum garði, sér og öðrum til yndisauka, og fékk hún viður- kenningu fyrir þetta starf sitt. Hún ræktaði garðinn sinn, bæði í eigin- legri og óeiginlegri merkingu. Við hjónin söknum Ragnhildar mikið. Okkur verður oft litið yfír að Hjalt- eyri, eins og við búumst við, að sjá henni bregða fyrir í eldhúsglugg- anum. Ragnhildur hlakkaði alltaf til jólanna. Nú er hún ekki lengur á meðal okkar, en það er von mín, og trú, að hún lifi jólagleði. Ég vil fyrir mína og hennar hönd, enda þessa síðbúnu kveðju, á lokaversi úr jólasálmi, í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Ó, virstu góði Guð, þann frið, sem gieðin heims ei jafnast við, í allra sálir senda. Og loks á himni lát oss fá að lifa jólagleði þá, sem tekur aldrei endá. Við hjónin sendum börnum Ragnhildar og öðrum aðstandend- um okkar bestu jólakveðjur. Jóhann Björnsson. t Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Hólagötu 36, Vestmannaeyjum, áður Tobbakoti, Þykkvabæ, andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kveldi jóladags. Jarðarförin auglýst síðar. Örn Bragi Tryggvason, Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir, Ingvar Örn Arnarson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN V. ÁSGEIRSSON, Drápuhlið 42, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 30. desember kl. 10.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Slysavarna- félags íslands. Guðrún Á. Jónsdóttir, Sigurbjartur Helgason, Ásgeir Jónsson, Ragnhildur Benediktsdóttir, Þorvaldur F. Jónsson, Guðrún E. Aðalsteinsdóttir, Margrét Á. Jónsdóttir, Brynjólfur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Bjarkarlundi, Kirkjuiundi 6, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju 30. desember kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vijdu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir, t.d. Rauða kross íslands. Sara Jóhannsdóttir, Sigurberg H. Elentínusson, Helga Jóhannsdóttir, Halldór H. Jónsson, Jóhann Ingi Jóhannsson, Ásthildur Einarsdóttir, Guðríður Hallsteinsdóttir, Stefán Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eitidnkkjur Glæsileg kiiii- hlaðborð íiillcgir salir og mjög giið þjóniksta. Upplýsingar ísúua22322 FLUCLEIDIR léTEL MFTUIÍIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.