Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 Lánasjóður íslenskra námsmanna Utborgnn lána seinkar um viku UTBORGUNUM á haustlánum frá Lánasjóði íslenskra namsmanna til háskólanema seinkar um viku vegna síðbúinna einkunnaskila. Sam- kvæmt reglum LÍN átti að greiða út lán fyrir haustönn 15. janúar sl. að þvi tilskildu að allar einkunnir lægju fyrir. Síðasti skiladagur á niðurstöðum prófa þjá Háskóla íslands er hins vegar 21. janúar. Gísli Fannberg, deildarstjóri hjá LÍN, sagði að verið væri að greiða út til námsmanna þessa dagana. Fyrsti hluti útborgana til náms- manna hefði komið inn á reikninga 19. janúar sl. Að sögn Gísla fara útborganir eftir því hvenær öll gögn liggja fyrir. Hann sagði að starfs- menn LÍN ættu ekki von á J>ví að geta afgreitt nema í Háskóla Islands fyrr en í næstu viku af því að próf frá Háskólanum lægju ekki fyrir ennþá. Niðurstöðurnar væru allar teknar véirænt inn fyrir hvern skóla í einu. Gísli sagði að sumir skólar sendu niðurstöður frá sér í minni einingum sem væru þá afgreiddar hver fyrir sig. Gísli sagði að greiðslur til náms- manna í námi erlendis væru greiddar út þegar niðurstöður hvers og eins lægju fyrir. Þórður Kristinsson, jrfirmaður kennslusviðs Háskóla Islands, sagði að frestur til þess að skila inn ein- kunnum væri til 21. janúar. Þegar hann var inntur eftir því hvort ekki ætti að samræma skil úr prófum við útgreiðsludag LÍN sagði hann að hjá Háskólanum væri farið eftir þeim reglum sem væru um námið. Það væri fjögurra vikna skilafrestur á einkunnum og þó að reynt væri að verða við beiðni LÍN væri það oft erfitt þegar stór námskeið ættu í hlut. Að sögn Þórðar hefur verið reynt að senda inn einkunnir jafnóð- um og því ættu ekki að verða tafir umfram það sem regiur segja til um. 4 Morgunblaðið/Ámi Sæberg I vök að veijast Dráttarvél í eigu Reykjavíkurborgar braut ísinn á Reykja- á skömmum tíma sem þessi sama dráttarvél fellur í vök víkurtjörn við suðausturendann þegar til stóð að aka á Reykjavíkurtjörn. Hún hafði fyrr um morguninn rutt vélinni á þurrt iand í gærmorgun. Þetta er í annað sinn snjó af svellinu og sprautað vatni á skautasvæðið. xn VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri +6 snjókoma Reykjavík -e2 alskýjað Bergen 6 skúr Helsinki 3 skýjað Keupmannahöfn 7 hálfskýjað Narssarssuaq +16 skýjað Nuuk +17 léttskýjað Ósló 6 léttskýjað Stokkhólmur 5 skýjaö rigning Þórshöfn S Algarve 15 þokumóða Amsterdam 10 skýjað Barcelona 12 mistur Berlín ð léttskýjað Chicago 2 rigning Feneyjar 2 þoka Frankfurt 12 skýjað Glasgow 8 rigning Hamborg 8 hálfskýjað London 11 aiskýjað losAngeles 11 léttskýjað Lúxemborg 10 skýjað Madrfd 8 heiðskírt Malaga Mallorca 14 vantar þokumóða Montreal +6 skýjað NewYork +1 léttskýjað Orlando 17 skýjað París 12 skýjað Madeira 17 léttskýjað Róm 13 þokumóða Vin 12 skýjað Washington +2 alskýjað Winnipeg +5 skafrenníngur Mikil fjölgun í munnlega fluttum einka- málum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur Meðferðartími málanna lengist „ÞAÐ HEFUR orðið mikil fjölgun í munnlega fluttum einkamálum frá því sem var í Borgardómi Reykjavíkur sem verður að hluta skýrð með þvi að 10 þúsund fleiri íbúar eru í lögsagnarumdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur. Þá má vera að menn haldi í auknum mæli uppi vörnum. Ef þessi mál verða áfram jafnmörg eða þeim heldur áfram að fjölga stefnir í óefni, því meðalmeðferðartími málanna mun verða um eitt ár, en var 7-8 mánuðir í Borgardómi," sagði Friðgeir Björnsson, dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Munnlega fluttum einkamálum fjölgaði í fyrra úr 621 hjá Borgar- dómi árið 1991 í 826, eða um 33%. Hinn 1. júlí sl. bættust Seltjamar- nes, Mosfellsbær og Kjósarsýsla, ut- an Bessastaðahrepps, við lögsagna- rumdæmi Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því sem verið hafði hjá Borgar- dómi. „Þessi fjölgun munniega fluttu einkamálanna skýrist að hluta af þessu,“ sagði Friðgeir. „Málafjöldinn er þó hlutfallslega langmestur í Reykjavík. Hér hafa til dæmis bank- ar og tryggingafélög aðalstöðvar sín- ar og hafa heimild til að stefna mönn- um á sitt varnarþing. Mál á hendur ríkinu eru einnig rekin hér. Á síðasta ári voru höfðuð 90 mál á hendur tryggingafélögum, þar sem varanleg örorka var metin á bilinu 10-15% eða minni, en þar hafa tryggingafé- lög uppi nýjar vamir. Þarna er ekki eingöngu um fjölgun að ræða, því eitthvað af þessum málum hefði sjálfsagt komið til okkar kasta. Loks gæti ástæða fjölgunar munnlega fluttra einkamála verið sú að menn haldi í auknum mæli uppi vörnum í málum." Friðgeir sagði að allt benti til þess að meðalmeðferðartími hvers einka- máls yrði að öllu óbreyttu um eitt ár. „Fyrir Borgardómi var meðal- tíminn frá því að mái var tilbúið til flutnings og þar til dómur féll á bil- inu 7-8 mánuðir. Þetta er því alvar- leg þróun og öfug við það sem stefnt er að.“ Fleiri dómara Friðgeir sagði að í Borgardómi hefðu setið níu dómarar, auk yfir- borgardómara. I Héraðsdómi Reykjavíkur fari nú 12 dómarar ein- göngu með almenn einkamál og fjór- ir aðrir dæmi einkamá! að hluta. Fjórir dómarar fari alfarið með saka- mál og þrír að hluta. „Sakamálin eru í svipuðu horfi og undanfarin ár og fjöldi þeirra er viðráðanlegur. Ef flöldi munnlega fluttra einkamála verður hins vegar svona mikill áfram þarf að fjölga dómurum eða fulltrú- um, því hver dómari annar í mesta lagi 50-60 einkamálum á ári. Verði ekkert að gert heldur sá tími sem meðferð málanna tekur áfram að lengjast," sagði Friðgeir Björnsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Herjólfur hefur stað- ið sig vel í ótíðinni VEL HEFUR gengið með Vestmannaeyjafeijuna Heijólf í vetur. Síðsumars hreppti skipið austanveður og var kvartað um að það færi illa í sjó. Að sögn Magnúsar Jónassonar framkvæmdastjóra Herjólfs hf. hefur ekki borið á neinu síðan og skipið reynst vel í vetur. „Skipið er búið að sigla síðan í júní og hefur reynst vel. Ég hef fyrir því orð manna sem ferðast mikið með skipinu að það sé gott sjóskip og ekki undan neinu að kvarta," sagði Magnús. Alltaf haldið áætlun „í þessum látum í vetur hefur Heijólfur alltaf siglt eftir áætlun nema við þurftum að fella niður eina ferð frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur í óveðrinu um dag- inn. Skipið hefur því reynst fram- ar vonum. í þessu eina tilviki, sem hlaut svo mikla umfjöllun í sum- ar, þurfti Heijólfur að sigla á móti snarvitlausu austanveðri. Þá þurfti að slá af — það er ekki hægt að keyra þetta skip á 17 mílna hraða á móti ofsaveðri frek- ar en önnur skip,“ sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.