Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 9 Skattrannsóknar- stjóri skipaður SKÚLI Eggert Þórðarson hefur verið skipaður skattrann- sóknarstjóri ríkisins frá og með 1. febrúar. Fjármálaráðherra skipaði i stöðuna. Embætti skattrannsóknarstjóra var sett á stofn með lögum sem Alþingi samþykkti í lok síðasta árs. Með þeim var skilið á milli rannsóknarvalds í skattrannsókn- armálum og almenns eftirlits sem er í höndum ríkisskattstjóra og skattstjóra. Rannsóknardeild rík- isskattstjóra var lögð niður með þessari breytingu. Skúli Eggert Þórðarson er 39 ára lögfræðingur. Hann var rann- sóknarlögreglumaður í Hafnarfirði 1975-80, fulltrúi skattstjóra Reykjanesumdæmis 1981-86, fjármála- og rekstrarstjóri ríkis- skattstjóra 1986-88 og forstöðu- maður staðgreiðsludeildar ríkis- skattstjóra 1987-90. Hann var skipaður vararíkisskattstjóri í nóv- ember 1990 og hefur gegnt þeirri stöðu síðan. Eiginkona Skúla er Dagmar Elín Sigurðardóttir bókari og eiga Skúli Eggert Þórðarson nýskip- aður skattrannsóknarstjóri ríkis- ins. þau einn son. Alls sóttu átta um stöðu skatt- rannsóknarstjóra. Kvennadeild Fáks auglýsir AOALFUND Aðalfundur kvennadeildar verður haldinn mánudaginn 25. janúar í félagsheimilinu kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Rætt verður um kvennakvöld o.fl. Konur, verið virkar og fjölmennið. Stjórnin. ÚTSALA SKAPARINN, Ingólfsstræti 8 Maðurinn frá Little Rock Breska dagblaðið The Daily Telegraph segir bandamönnum Bandaríkjanna oft hafa liðið svipað við embættistöku nýs forseta og rússneskum gyðingum á nítj- ándu öld þegar fréttist að keisarinn væri alvarlega veikur. Bænirnar um skjótan bata gamla valdhafans væru ekki til- komnar vegna sérstakrar hlýju í hans garð heldur vissu um að eftirmaðurinn myndi reynast verr. í þetta skipti mætti hins vegar ganga út frá því að heillaó- skirnar til leiðtogans fráfarandi væru ein- lægari en áður. Mikill menn- ingarmunur í forystugrein Daily Telegraph i gær segir: „Menningarlegi munur- inn á Bush (sem telja má víst að sé síðasti forseti Bandarikjanna sem barð- ist i síðari heimsstyrjöld- inni) og Clinton (sem fékk sína pólítísku mótun i gegnum andstöðu við Ví- etnamstríðið) er jafnvel meiri en kynslóðamunur- inn á Dwight Eisenhower og John F. Jtennedy var. Við þetta bætist að landið, sem Clinton mun sljórna næstu fjögur árin, sækist ekki eftir þvi að axla heldur deila ábyrgð á alþjóðavettvangi. Bandaríska þjóðin hefur skipt út maimi sem var laginn við að mynda fjöl- þjóða bandalög fyrir mann sem er laginn við að friðþægja hina skraut- legu fylkingu hagsmuna- hópa, sem Demókrata- flokkurinn samanstendur af. Um allan heim vega efasemdir um hæfni hans sem þjóðarleiðtoga og andúð á dálæti hans á pólitískri rétthugsun (political correctness) upp aðdáun á fimi hans sem stjómmálamanns." Frú Hillary Síðar segir: „Það er ekki síst erfitt að meta hvert verður eðli Clinton- sljórnarinnar vegna þess hve hægt gengur að skipa í embætti önnur en ráðherraembætti. Svo virðist sem jafnt herra og frú Clinton verði að leggja blessun sína yfir umsóknir í mörg þeirra þijú þúsund hárra emb- ætta, sem skipa þarf í. Fyrr en ljóst er hveijir verða í alþjóðlegu við- skiptanefndinni verður til dæmis ekki hægt að meta hvort Clinton ætlar að standa við stóru orðin um fijáls viðskipti eða hvort látið verður undan ki'öfum verkalýðs- og neytendafélaga um reglugerðir vaiðandi umhverfismál og vinnu- verad. Þó að hann hafi kallað kröfur kvenrétt- indahópa um að kona yrði skipuð dómsmála- ráðherra „kvóta-leik“ skipaði hann Zoe Baird í embættið. Þá er þekkt- asta baráttumál hans í vamamiálum krafa um að herinn hætti að meina hommum að ganga í her- inn. Clinton er nú að reyna að draga í land í þeim efniun. Augljósasta dæmið um hvernig forsetinn knékrýpur fyrir sjónar- miðum pólitískrar rétt- hugsunar er Hillary Clinton, en vinstrisinnuð sjónarmið hennar hafa þegíir vakið mikla at- hygli. Hún verður án efa valdamesta forsetafrú allt frá tíð Eleanor Roosevelt; óvægnari gagnrýnendm- hafa sagt að hentugri samliking væri Eva Peron. Nýi for- setinn hefur þeg:ir lýst því yfir að hún muni sitja ríkisstjómarfundi og fá skrifstofu skammt frá forsetaskrifstofunni, en ekki hina hefðbundnu skrifstofu forsetafrúar- innar í hinum enda húss- ins . . . Það, hversu áberandi eiginkona hans er, hefur áður komið Clinton Ulilega í koll og er talið hafa átt vemleg- an þátt í ósigri hans í rík- isstjórakosningunum í Arkansas árið 1980. En þar sem hann hefur nú mjög takmarkað svigrúm til að standa við þau mörgu loforð sem hann hefur gefið varðandi Ijár- lögin getur verið að hann telji sig þurfa að gripa til táknrænna aðgerða af þessu tagi til að halda hinni brothættu sam- steypu sinni saman.“ Saddam og einfeldnin Áfram segir: „Aðstæð- ur virðast ætla að sjá til að Clinton fái ekki að pjóta þess munaðar að verða forseti imianríkis- mála. Jafnt Lyndon John- son sem Jimmy Carter létu slíkar vonir í Ijós við embættistökuna en þurftu siðan að horfa upp á hvernig stjómir þeirra sukku ofan í hin pólitisku fen Víetnamstríðsins og Irans. Clinton tekur við völdum við tvísýnari að- stæður en nánast nokkur forveri hans í embætti. Bandarískar hersveitir beijast í Sómaliu og írak og sú hætta blasir við að Rússar og islamskar þjóðir dragist inn i hina iUskeyttu deilu i fyrrver- andi Júgóslavíu. Þrátt fyrir að hann hafi veitt samþykki sitt fyrir nýj- ustu loftárásunum á írak benda nýleg ummæli Clintons um Saddam Hussein til einfeldni sem stuðningsmenn hans myndu helst kjósa að hann skildi eftir í Little Rock. í heimi þar sem kjamorkuvopn em að færast á fleiri hendur hafa Bandaríkin ekki efni á forseta sem, rétt eins og Carter, þarf þijú ár til að botna í andstæð- ingum sínum.“ Pelsfóðurskápur og jakkar NÝ SENDING Greiðslukjör við allra hæfi PELSINN Kirkjuhvoli • sími 20160 SÍMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.