Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 13 Til varnar umsögn eftir Björn Bjarnason 4. desember 1992 birtist hér í blað- inu umsögn eftir mig um bók Guð- jóns Friðrikssonar Dómsmálaráð- herrann, sem er annað bindið í rit- verki hans um Jónas Jónsson frá Hriflu. Vegna umsagnarinnar hefur Haraldur Matthíasson, fyrrverandi menntaskólakennari, ritað langa at- hugasemd, er birtist í Morgunblaðinu hinn 19. janúar. Þegar ég las athuga- semdina, vaknaði sú spurning fyrst í huganum, hvort Haraldur hefði les- ið einhveija aðra grein en þá, sem birtist eftir mig í Morgunblaðinu, þótt hann beini spjótum sínum að mér. Til að rökstyðja þessa skoðun mína, fer ég þess á leit við Morgun- blaðið, að það endurbirti þijá kafla úr umsögn minni. I upphafi athugasemdar sinnar heldur Haraldur Matthíasson því fram, að ég líki Jónasi frá Hriflu við fasista og nasista og verður þetta honum efni í sérstakan og með öllu ómaklegan reiðilestur í garð Sjálf- stæðisflokksins. Tilefni þessa er væntanlega eftirfarandi kafli í um- sögn minni: „Fyrir jólin 1991 kom fyrsta bindi þessa fróðlega ritverks Guðjóns Frið- rikssonar í hendur lesenda. Þar er lýst mótunarárum Jónasar og leitað skýringa á mörgu, sem síðar ein- kenndi stjómmálastarf hans. Bendir Guðjón á hve miklar vonir Jónas batt við samvinnustefnuna og póli- tíska nauðsyn samvinnusamtaka. Taldi hann, að lífið sýndi, að sam- vinnan byggði á sérstakri, sjálf- stæðri lífsskoðun. Lýsti Guðjón skoð- unum Jónasar með þessum orðum: „Nýrómantískar hugmyndir Jónasar frá Hriflu felast meðal annars í að- dáun á úrvalsmönnum, andúð á skól- um nema sem eins konar sveitaheim- ilum, lofi um starf bóndans, gagn- rýni á efnishyggju á þeirri forsendu að peningar séu ekki það verðmæt- asta í lífinu, korporatífisma, þ.e. að samband launagreiðanda og launa- manna eigi að ákvarðast fremur af samstarfi og eindrægni en peningum, og íhaldssemi í menningarmálum. Þetta eru að mörgu leyti sömu hug- myndirnar og lágu að baki fasisman- um á 3. og 4. áratug 20. aldar.““ í athugsemd sinni gerir Haraldur Matthíasson kröfu til þess, að ég rökstyðji niðurstöðu Guðjóns Frið- rikssonar um efni hinna nýróman- tísku hugmynda Jónasar frá Hriflu, Nær væri að hann beindi þessari kröfu til Guðjóns en mín, þótt í raun nægi að vísa Haraldi á fyrsta bindi ævisögunnar um Jónas. Það er til marks um umfangs- mikla gagnaöflun Guðjóns Friðriks- sonar við ritun sögunnar um Jónas, að hann birtir í fyrsta sinn kafla úr „Athugasemd Haralds Matthíassonar ýtir rök- um undir fullyrðingar mínar um þá pólitísku vörn, sem dyggilega er staðin um minningu Jónasar frá Hriflu. Ber síst að lasta það. Dómi sögunnar verður hins vegar ekki áfrýjað." minnisblöðum, sem Jón Sigurðsson, alþingismaður og bóndi á Reynistað í Skagafirði, ritaði og snerta meðal annars heitu umræðumar um „bijál- semi“ Jónasar. Finnst Haraldi Matt- híassyni sérstaklega ámælisvert, að ég skyldi geta um þetta í umsögn minni. Þótt Haraldur telji þessar nýju heimildir ekki hafa að geyma „nein stórtíðindi", kann öðrum að þykja að svo sé og til þeirra hefði ekki verið vitnað í bókinni nema vegna ótvíræðs gildis þeirra. Af athugasemd Haralds ræð ég, að honum hafi mest mislíkað sú ályktun mín af þessum tveimur bók- um Guðjóns um Jónas frá Hriflu, að söguhetjan hafí verið ofmetin. Um þetta atriði sagði í umsögn minni: „Að mínu mati ættu þessar bækur að stuðla að því að kveða goðsögnina um Jónas frá Hriflu niður. Hann hefur verið ofmetinn. Varanlegustu áhrif hans á stjórnmálin felast í því, að hann lagði grunninn að starfi Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Honum var hins vegar hafnað af báðum flokkunun síðar. Það kemur í ljós, hvort flokkarnir eru lífseigari en ýmislegt annað sem rekja má til Jónasar. Samvinnustefn- an hefur runnið sitt skeið í íslenskum stjórnmálum og Samband íslenskra samvinnufélaga, höfuðvígi Jónasar, er horfið. Héraðsskólarnir eru úr sögunni. Skipaútgerð ríkisins, sem Jónas stofnaði með valdabrölti í Stjórnarráðinu, hefur verið lögð nið- ur og sömu sögu er að segja um Menntamálaráð, svo að tvö dæmi séu tekin. Til minningar um ráðherraár Jónasar standa nokkrar opinberar byggingar. Honum hefur þó verið ætlaður of stór hlutur í þeim, eins og til dæmis Sundhöll Reykjavíkur." Haraldur Matthíasson notar þessi orð til að hefja varnarræðu fyrir héraðsskóla og dylgja um einhvers konar meðfædda andúð á þeim. Minnir sá útúrsnúningur helst á að- ferðina, sem Jónas frá Hriflu beitti oft í ritdeilum og fólst í því að gefa sér fyrst einhvetja forsendu um and- mælanda sinn og leggja síðan út af henni í árásarskyni. Það er fráleitt að draga þá ályktun af þessum orð- um mínum, að þau lýsi andúð á hér- aðsskólum; hitt er staðreynd, að þeir eru úr sögunni. Umsögn minni hinn 4. desember sl. lýkur á þessum orðum: „Með hliðsjón af því, hve Jónas Jónsson frá Hriflu hélt í raun stutt um valdataumana í íslenskum stjóm- málum, telst það til sérstakra pólití- skra afreka, að unnt hafi verið að halda nafni hans jafnhátt og jafn- lengi á loft og raun ber vitni um. Virðist augljóst, að ýmsir, sem gengu gegn honum innan Framsóknar- flokksins hafa talið sig og flokkinn hafa haft hag af því, eftir að hann var hrakinn frá völdum þar, að hampa Jónasi meira en góðu hófí gegndi. Þá lagði Jónas sig fram um að styðja unga menn til afreka og margir þeirra hafa þakkað fyrir sig með lofi um velgjörðarmanninn. Allt hefur þetta stuðlað að því að magna um of stjórnmálaafrek Jónasar frá Hriflu. Undir lok bókarinnar segir Guðjón: „Það má segja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi gengið eins langt í að ná undir sig völdum og Jónas frá Hriflu á árunum 1927 til 1932 og hann hefur komist næst því allra íslenskra manna á síðari tímum að verða einráður um stjóm lands- ins.“ Með vísan til þessara orða má segja, að bókin um dómsmálaráð- herrann Jónas Jónsson frá Hriflu snúist um átök milli þingræðis og einræðis. Þeir, sem unna þingræði og lýðræði, hljóta að fagna pví, að innan þingflokks framsóknarmanna skyldi Jónasi verða sýnd sú and- staða, sem að lokum dugði til mót- vægis við valdafíkn hans.“ Athugasemd Haralds Matthías- Reglugerð bindi enda á frjálsan inn- flutning á sterum Egill Jóhannsson margra heilbrigðisstarfsmanna og hér um ræðir eru fram settar. Nóg er samt fyrir af sundurlyndisefnum í heilbrigðisgeiranum um þessar mundir. Ekki er á það bætandi. Höfnndur er formaður Starfsmannaráðs Landspítala og annaraf tveimur fulltrúum starfsmanna í stjórnarnefnd Ríkisspítala. INNFLUTNINGUR á allt að 100 daga skammti af steralyfjum til eigin nota er nú hveijum og einum frjáls en að sögn Matthíasar Hall- dórssonar aðstoðarlandlæknis er í smíðum reglugerð á vegum fjár- málaráðuneytisins þar sem inn- flutningur verður bannaður öðr- um en þeim sem geta sýnt fram á vottorð um að þeir þurfi á stera- lyfjum að halda. Að sögn Matthíasar kemur frum- kvæði í málinu frá lyfjanefnd og er tilefnið rökstuddur grunur um mis- notkun þessara efna undanfarin ár. Matthías undirstrikaði að steralyf væru ekki hættuleg í sjálfu sér og gagnleg í ákveðnum sjaldgæfum sjúkdómstilfellum, í hóflegum skömmtum. Þegar um væri að ræða að þeirra væri neytt í margföldum og jafnvel hundraðföldum ráðlögðum skömmt- um í langan tíma án nokkurra af- skipta lækna væri um misnotkun að ræða og gegn henni yrði reglugerð- inni beint. Sterum smyglað Athugun á lyfseðlum, yfir þriggja mánaða tímabil, sem ávísað var til fólks sem fætt var árið 1950 eða síðar, hefði leitt í ljós að á þessum tíma var 30 lyfseðlum ávísað á land- inu öllu og segir aðstoðarlandlæknir að þetta ásamt öðru sé ti! marks um það að sú misnotkun sem orðið hafi vart á þessum lyfjum eigi sér fyrst „Pólifískur stigamað- ur“ í Stjórnarráðinu Bœkur Björn Bjarnason DÓMSMÁLARÁÐIIERRANN, «aga Jónasar Jónssonar frá Hriflu, II. HOfundur: Guðjón Fríð- ríksson. Útgefandi: Iðunn, Rcykjnvlk 1992. 814 bls. mcð U6a- myndum, tiivlsunum, heimilda- skrá og nafnaskrá. Orðin innan gæsalappa I fyrir- sögninni np6litlskur sUgamaður* eru úr grein, sem birtist I Morgunbiaðinu 19. september 1929, rúmum tveimur árum e.ítir að Jónas Jónsson frá Hriflu varð dómsmáiaráðherra, en þá sá blaðið ástæðu til að lýsa ráð- herranum með þessum orðum, þegar fjaliað var um ofriki hans I skólamál- um. Finnst mér orðin lýsa vei af- stöðu andstæðinga Jónasar Ui hans á þeim fimm árum, sem þessi bók Guðjóns Friðrikssonar spannar. Þar er lýst ráðherradómi Jónasar frá ilriflu og hinum hatrömmu dcilum, rkahans Jónas Jónsson frá Hríflu. gegn Jónasi á þingi. Hefúr Jðn eftir hæfiiegt mótvægi gegn Jónasi I rík isstjóminni. Setlist þá helsU and- stæðingur hans I flokknum, Ásgeir Ásgeirsson slðar forseU íslands, I stjómina. óllkari stjómmálamenn er tæplega unnt að finna, en sagan hefur með ótvíræðum hætti sýnt, að starfshættir Ásgeirs dugðu betur Ul að öðlast traust samstarfsmanna og þjóðarinnar. Þegar Ásgeir varð forseU 1952, hafði Jónasi verið út- hýst úr Framsóknarflokknum og málgögnum hans. Má segja, að |' hafi hinn „póliUski sUgamaðui einna helst mátt búa við hlutskipU „pólitisks flóttamann8“. Þegar litið er yfir útgáfuskrár nú fyrir jólin, blasir við, að áhuginn á því að kynna almenningi ævi og störl einstaklinga er síst minni en áður. Ástæðan fyrir þessum áhuga ei væntanlega sú, að bækumar seljasL Sú spuming á hins vegar fullan rétt á sér, hvort stundum sé ekki I oí mikið ráðist með útgáfu slíkra minn- ingabóka; hvort þar sé ekki um ofi ■fiUadiaHháialuiUbaába sonar ýtir rökum undir fullyrðingar mínar um þá pólitísku vöm, sem dyggilega er staðin um minningu Jónasar frá Hriflu. Ber síst að lasta það. Dómi sögunnar verður hins veg- ar ekki áfrýjað. Jónas „hefur komist næst því allra íslenskra manna á síð- ari tímum að verða einráður um stjórn landsins," segir Guðjón Frið- riksson réttilega og bók hans um dómsmálaráðherrann Jónas frá Hriflu er rökstuðningur fyrir þeirri fullyrðingu. Haraldur vill hins vegar gera skýran merkingarmun á orðun- um einráður og einræði, hið fyrra sé mildara en hið síðara; eigi dómur- inn um Jónas frá Hriflu að byggjast á slíkum orðhengilshætti, er fokið í flest skjól. í stað þess að feta í fótspor Har- alds Matthíassonar og ljúka þessari grein með hrakspá í hans garð skal vitnað í Orðabók Menningarsjóðs. Þar segir um orðið einráður „sem ræður (vill ráða) öllu einn“ og um einræði „1 ráðríki, þvermóðska, þrái. 2 einveldi, vald eins manns eða (lít- ils) hluta þjóðarinnar til að ráða öllu í landinu." Ef Haraldur Matthíasson hefði flett upp í orðabókinni, hefði hann séð, að fyrsta skýring á orðinu einræði lýsir að mati hans sjálfs bet- ur stjómarháttum Jónasar frá Hriflu en orðið einráður. Höfundur er þingmaður og ritar umsagnir um bækur fyrir Morgunblaðið. Hafnarfjörður Slökkviliðið kall- að út 187 sinnum Á ÁRINU 1992 voru útköll slökkviliðs lyá Slökkviliði Hafnarfjarðar 187. í þessum 187 útköllum var einungis um eld að ræða í 83 tilvikum, meirihluti þeirra eða 49 útköll voru í „rusli, sinu og gróðri“. Árið 1991 voru útköll 205, þar af 97 vegna elds. I þeim 104 kvaðningum sem ekki var um eld að ræða eru 5 skipti tækjabifreið vegna slysa, 39 sinn- um veitt aðstoð s.s. við dælingu, hreinsun og önnur viðvik fyrir borgar- ana. I 33 skipti var grunur um eld, 23 sinnum biluð eða of næm bruna- viðvörunarkerfi og í 4 skipti var liðið narrað. og fremst skýringar í smygluðum lyfjum. Hann sagði að lítil áhersla hefði til þessa verið lögð á að uppfræða tollverði um steralyf en rætt hefði verið um að haldin yrðu námskeið til að undirbúa tollverði undir hertar reglur um innflutning þeirra. Það lítur samt út fyrir að árið 1992 hafi verið hagstætt er varðar brunatjón. Einungis var allt liðið kvatt út einu sinni á árinu 1992 og 7 sinnum var „lítið útkall“ (ein vakt). Brunavama- og þjónustusvæði Slökkviliðs Hafnarfjarðar er auk Hafnarfjarðar Garðabær og Bessa- staðahreppur. Á svæðinu búa sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstof- unnar 1. desember sl. 24.610 manns. Slökkviliðið sér einnig um sjúkra- og neyðarflutninga á sama svæði og fóm sjúkraflutningabifreiðar í 1.325 flutninga á nýliðnu ári, þar af voru 306 bráðaflutningar vegna slysa og annarra áfalla. Sjúkraflutningar urðu hins vegar 1.418 árið áður, en þar af voru 315 slysa- og bráðaflutn- ingar. Á hverri vakt eru 5 menn og eru vaktirnar fjórar. Aðeins starfar einn maður við eldvarnareftirlit en eftirlit- ið þarf þegar að auka og styrkja því með auknu eftirliti og fræðslu lækk- ar kostnaður vegna brunatjóna og sársauki þeirra vegna minnkar. (Fréttatilkynning) S takar joggingbuxur. Glansbuxur. Þröngar gammosíur. Mikið úrval af ódýrum nóttfatnaði Nýbýlavegi 12, sími 44433 Faber-Castell Myndlistarvörukynning á Faber Castell vörum í Máli og menningu, Síðumúla, föstudaginn 22. janúar kl. 13.00-17.00 og föstudaginn 29. janúar kl. 13.00-17.00 AHíuJm Diirct í>.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.