Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 HVAÐA Þ.IÓÐAR- SÁTT VAR ROFIN? eftirÞröst Ólafsson i Það hefur komið mér á óvart hvað margir ágætir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa ver- ið ötulir við að úthúða efnahagsráð- stöfunum ríkisstjómarinnar frá því í haust. Af orðnotkun ályktananna að dæma dettur manni helstí hug örvæntingaróp þjóðflokks í útiým- ingarhættu, nema hér verða álykt- animar þeim mun átakanlegri sem félögin eru stærri sem að þeim standa. Sérstaklega er þreytandi að hlusta á klifíð um að ríkisstjóm- in hafi rofíð þjóðarsáttina, alveg eins og að tilbúið hafí verið fullklár- að uppkast að þjóðarsáttarsamn- ingum frá aðilum vinnumarkaðarins sem sniðgengið var af ríkisstjóm- innj. Ég tel því nauðsynlegt að hressa svolítið upp á minni minna ágætu vina og rekja í stómm dráttum það sem gerðist sl. haust og þann að- draganda sem efnahagstillögur rík- isstjómarinnar höfðu. Allt hófst þetta meðyfirlýsingum þáverandi forseta ASÍ um yfirvof- andi hættu á gífurlegu atvinnuleysi og hmni heilla atvinnugreina ef ekkert yrði að gert. Einkum og sérílagi átti þetta við um útflutn- ingsgreinar sem börðust í bökkum. Þar var sjávarútvegurinn þyngstur á metunum, en rekstrarhalli hans var reiknaður 8% af opinberum aðilum en 11% af greininni sjálfri. Ef ekki yrði gripið til aðgerða í efnahagsmáium, sagði forsetinn fyrrverandi, væri 15-20% gengis- felling óhjákvæmileg og um 25% atvinnuleysi. Þessum ótíðindum var fylgt eftir með yfírlýsingum fleiri forsvarsmanna verkalýðshreyfíng- arinnar þar sem þeir létu í ljós ótta sinn við vaxandi atvinnuleysi og rýrnandi kaupmátt. Talsmenn vinnuveitenda fylgdu í kjölfarið með yfírlýsingar sem með mergjuðu orð- bragði gáfu hinum ekkert eftir. Boðuð var mikil vá fyrir dyrum yrði ekkert að gert. Eftir samstarf í atvinnumála- nefnd hófust beinar tvíhliða viðræð- ur milli forsvarsmanna launafólks og vinnuveitenda í endaðan septem- ber á sl. ári og stóðu þær viðræður fram í nóvember án þess að efnisleg niðurstaða næðist. Ljóst var þó af fréttum af fundunum að verið var að tala um verulegar tilfærslur fjár- muna frá „einstaklingum" til „fyrir- tækja" um leið og kjarasamningar yrðu framlengdir óbreyttir í u.þ.b. tvö ár. Það fór því ekki á milli mála að talsmenn atvinnulífsins í báðum herbúðum gerðu sér fullkomlega grein fyrir þeim firna vanda sem við blasti. Þeir fóru heldur ekki í grafgötur með það að þetta myndi þýða mikla kaupmáttarrýrnun fyrir almenning. Formönnum bæði Dags- brúnar og Trésmiðafélagsins var þetta strax fullkomlega Ijóst. Því skipti það megin máli að um þessar ráðstafanir næðist sem víðtækust sátt. II Það gerist svo þegar hálfur mán- uður var liðinn af nóvember að ljóst var, að ekki var samstaða innan raða ASÍ um áframhaldandi við- ræður á þeim nótum sem forseti ASÍ hafði haft frumkvæði að. For- maður Verkamannasambandsins sagði að engin samstaða gæti orðið um tillögur sem skerði kjör fólks sem hafí telqur undir 90 þús. kr. á mánuði. Fram kom mikil gagnrýni á vinnubrögð forseta ASÍ. Sá orð- vari maður, formaður Dagsbrúnar, notaði í þessu sambandi orðið „terr- orismi". Framkvæmdastjóri ASI sagði í fréttum ríkisstjómina eiga tveggja kosta völ. Annað hvort að gangast fyrir aðgerðum sem mundi styrkja undirstöður atvinnulífsins án nokk- urra fyrirfram skuldbindinga af hálfu aðila vinnumarkaðarins og þeim ekki gefið neitt tækifæri til að hafa mótandi áhrif á þær ráð- stafanir, eða að við blasti ekkert annað en mjög mikil gengisfelling með tilheyrandi verðbólgu og óáran í atvinnulífínu. Hann sagði ríkis- stjórnina standa fram fyrir þessum skýru valkostum. Þegar þetta er sagt er komið fram í miðjan nóvember. Þá voru þessar viðræður aðila vinnumarkað- arins í reynd komnar í strand. Staðreyndin var nefnilega sú, að um þetta mál var engin samstaða, hvorki innan raða ASI hvað þá utan raða þess. Þ_að hefur einnig komið fram að VSÍ stóð ekki að tillögu- gerð um tekjuöflun s.s. vaxtaskatt eða hátekjuskatt. Óskapakki ASÍ var því engin sáttargjörð. Hann var í reynd óásættanlegur fyrir stóran hluta launafólks. Þjóðarsáttaruppskrift hin þriðja var síðan endanlega jarðsett af Dagsbrúnarmönnum í Austurbæj- arbíói 19. nóvember kl. 18. Yfírlýsingar sumra forystu- manna verkalýðshreyfíngarinnar, þar á meðal fyrrverandi forseta, um griðrof og brot á þjóðarsátt, eru því út í hött. Allavega var sá pakki, sem kenndur hefur verið við fyrr- verandi forseta ASÍ, ekki grundvöll- ur að sáttum. Þvert á móti. Honum hafði verið kirfílega hafnað af öflugum verkalýðsfélögum innan ASI. Til þess þurfti enga aðstoð ríkisstjómarinnar. Þegar hér var komið var ljóstj eins og framkvæmdastjóri VSI hafði sagt, að ríkisstjórnin varð að grípa til sinna ráða til að forða land- inu frá þeim hörmungum sem við blöstu og það án samráðs við aðila vinnumarkaðarins. Sá farvegur sem málið var hins vegar komið í um þetta leyti batt hendur ríkisstjómarinnar veralega. Hún tók við tillögum sem unnið hafði verið töluvert að og þróaðar höfðu verið í viðræðum aðila vinnu- markaðarins. Það var því rétt, sem kom fram hjá hagfræðingi ASÍ, að samtökin hefðu haft töluverð áhrif á þennan „pakka“ ríkisstjórnarinn- ar. Þótt samstaðan innan ASl brysti, þegar menn gerðu sér grein fyrir því hvaða erfíðleika þetta hefði í för með sér fyrir almenning, þá var megin þráður tillagnanna þó ætíð morgunljós. Kjami aðgerðanna varð að vera veruleg kostnaðarlækkun fyrir at- vinnuvegina til að draga úr þörf á gengisfellingu. En það var ná- kvæmlega á þessu atriði sem sam- staðan brast. Álögur þær sem almenningur komst ekki hjá að taka á sig voru of miklar til þess að um það gæti orðið sátt innan verkalýðshreyfíng- arinnar. Við því var tæpast að bú- ast. III Samanburðarfræði er leiðigjarnt fag. Ég ætla því ekki að feta í fót- spor þeirra sem hana stunda. Þó verður ekki hjá því komist að leggja mat á tillögur forseta ASÍ úr því að þeim hefur verið stillt upp í Vinn- unni sem raunhæfum og æskilegum valkosti til lausnar efnahagsvand- anum. Ég hygg það óumdeilt, að forseti ASÍ lagði það til að færðar yrðu til fyrirtækja á árinu 1993 fjármun- ir að upphæð um 9,8 milljarðar kr. og er tilfærsla til sjávarútvegs að upphæð 1,8 mrð. kr. þá meðtalin. Þar að auki voru tillögur um 5 mrð. kr. fjárveitingar í atvinnuauk- andi aðgerðir. Þegar þetta var lagt fram var vitað að meta mátti hallann í Qár- lagafrumvarpinu upp á 6-7 mrð. Hér var því verið að leggja til heild- arráðstöfun fjár frá hinu opinbera sem nam 21,5 mrð. kr. Á móti þessu var gert ráð fyrir tekjuöflun að upphæð 8,7 mrð. kr. Margt var að athuga við þær forsendur sem þeir ASI-menn gáfu sér þegar að tillögugerð um tekju- öflun kom. Þar voru einkum tvær tillögur sem ekki stóðust gæðapróf. Annarsvegar tillögur um svokallað- an einyrkjaskatt, hinsvegar árang- ur hertrar skattheimtu. ASÍ gerði ráð fyrir að tekjuöflun af þessu væri 2.050 m.kr. í fyrra tilviki, en 800 m.kr. í því síðara. Við efnislega athugun þessara talna var ljóst, að hér hafði óskhyggjan látið gamm- inn geysa. Ef álögur á einyrkja verða of þungar geta þeir alltaf brugðist við því og breytt sér í fyrir- tæki og falla þeir þá undir skatt- lagningartekjur þeirra. Einyrkjar eru því ekki varnarlaus hópur sem engra kosta á völ. Þröstur Olafsson „Þjóð sem eytt hefur um 70 milljörðum á undanförnum fimm árum til misheppnaðrar atvinnuuppbyggingar ætti að vera varkárari í því að leggja til nýjar | erlendar iántökur til skyndiaðgerðajafnvel . þótt tilgangurinn sé góður.“ < N i Sameining ráð eða óráð! Aðvörun til s veitar stj órnamanna eftir Guðmund Rúnar Óskarsson Nú er mikið talað um samein- ingu, sameiningu sveitarfélaga og sameiningu fyrirtækja, sem lausn vandamála í erfíðum rekstri. Er það ált hinna ýmsu fræðinga að því stærri sem fyrirtækin séu því öruggari sé reksturinn. Byggða- stofnun og hennar vitringar hafa alveg sérstaklega haldið þessari skoðun á lofti og barist fyrir henni. En er sameining besta lausnin í öllum tilfellum? Vil ég ráðleggja sveitarstjóraamönnum, þó alveg sérstaklega í minni sveitarfélögum, að lesa þessa grein og draga sínar ályktanir af henni. Ráðlegg ég þeim að sýna varkárni í þeim samningum sem framundan eru og þá sérstak- lega í samskiptum við starfsmenn Byggðastofnunar því þeir eru ekki allir heilir nafni stofnunar sinnar. Nú hafa nokkur fyrirtæki í fisk- vinnslu sameinast og myndast hafa risar í þeirri grein. En eins og oft vill verða í samböndum, meira að segja í traustustu hjónaböndum, verða hagsmunaárekstrar. Og þá er málið hvort málin eru leyst með málamiðlun, skilnaði eða að sá sterkari kúgar þann veikari. í Vest- mannaeyjum sameinuðust til dærn- is ísfélagið og Hraðfrystistöðin. Upp komu deilur milli aðilana og enduðu þær með aðskilnaði. Nú ætla ég að víkja að annarri sameiningu sem ekki fékk eins far- sælan endi. Hraðfrystihús Stokks- eyrar hf. sem eftir margvísleg áföll, og þá aðallega bruna gamla frysti- hússins og stórhuga (kannski óþarf- lega stórhuga) uppbyggingu hins glæsilega frystihúss sem nú á að úrelda, var komið í mikla greiðslu- erfíðleika. Var svo komið að Byggðastofnun var komin með meirihlutaeign í fyrirtækinu. Fóru þá að koma allskonar kröfur um endurskipulagningu rekstursins og var Rekstrartækni hf. falið að sjá um þá hlið málsins. Má segja að fyrirtækið hafí verið tilraunadýr fyrir ýmis tískufyrirbæri í fisk- vinnslu og var þar ekkert til spar- að. Reið þetta fyrirtækinu endan- lega að fullu. Eftir að þessi tilraun hafði mis- tekist (eða tekist) setti Byggða- stofnun hnefann í borðið og heimt- aði annaðhvort gjaldþrot eða sam- einingu við önnur fyrirtæki, sem var þá nýkomið í tísku. Var nú far- ið að svipast um eftir líklegu fyrir- tæki og þá fyrst horft til Þorláks- hafnar. Þar voru tvö fískvinnslufyr- irtæki sem voru nógu illa stödd til að vera vænleg til tilraunarinnar,, þ.e. Glettingur og Meitillinn. Eftir nokkrar umleitanir datt MeitiIIinn út úr myndinni og var þá einblínt á Gletting. Voru eigendur hans til- búnir til sameiningar enda vantaði þá tilfinnanlega kvóta fyrir nýja togarann en Hraðfrystihús Stokks- eyrar átti eina úreldingu og 3 báta sem fylgdi töluverður kvóti. Eigendur Hraðfrystihúss Stokks- eyrar, þ.e.a.s. Stokkseyrarhreppur og hluthafar á Stokkseyri og í grennd, spyrntu við fótum eftir mætti því þeir tortryggðu eigendur Glettings. Óttuðust þeir að missa allan kvótann og fískvinnsluna til Þorlákshafnar, þ.e. að Glettingur myndi gleypa einu lifsbjörg þeirra og skilja þorpið eftir í rúst. Er það nú komið á daginn að það hefur allan tímann verið ætlun þeirra. Þá kom allt í einu tilboð frá Granda í Reykjavík í hlut Byggðastofnunar og var Stokkseyringum stillt upp við vegg. Urðu þeir að velja á milli Granda og Glettings. Gengu þeir til samstarfs við Gletting, enda var í þeim samningi ákvæði um 5 ára tryggingu fískvinnslu á staðnum. Þá varð Árnes til. Nú er það þann- ig að á Stokkseyri býr venjulegt, heiðarlegt og vinnusamt fólk sem stenst grimmum hákörlum við- skiptalífsins engan veginn snúning. Enda fór svo að samningurinn varð Stokkseyringum afar óhagstæður og eru þó ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Er það ekki síst sök fulltrúa Byggðasjóðs sem virtist vinna allan tímann gegn hagsmunum Stokkseyringa. Komst Guðmundur Rúnar Óskarsson ^Framganga forstjóra Arness í þessu máli hef- ur valdið töluverðum heilabrotum meðal manna og eru menn ekki sammála um ástæður hennar.“ það þó ekki upp fyrr en örfáum dögum fyrir undirritun samningsins og var hann keyrður í gegn þrátt fyrir mótmæli Stokkseyringa. Hefði kannski verið heilladrýgra að leigja einn eða tvo hákarla til að vera fulltrúar þeirra þó það hefði kostað eitthvað. Verður Stokkseyri svefnbær? Nú er engin fiskvinnsla í Hrað: frystihúsi Amess á Stokkseyri. í því myndarlega húsi hefði verið leikur einn að sameina alla vinnslu Árness á einni hæð, hvað svo sem ráðamenn Árness segja. Virðast þeir vera handbendi eigenda Glett- ings og þykir, eins og öðrum hópsál- um, auðveldast að leggjast á minni máttar. Þykir mér það afleitt að sjá fulltrúa Selfoss skipa sérí þeirra hóp en Selfyssingar hafa um árabil sótt vinnu til Stokkseyrar og þykir mér hann ekki hollur sínu fólki. Meðal annars hefur hann haft af Selfos- sveitum milljónatekjur fyrir orku og vatnssölu til Ámess á Stokks- eyri. Hraðfrystihúsið er eins og bíll sem bílapartasalar hafa komist í. Er allt nýtilegt rifíð í burt og flutt til Þorlákshafnar en húsið skilið eftir í sárum og af lítilli virðingo, enda verkið unnið undir umsjón eins af fjölskyldumeðlimum Glettings- eigendanna. Framganga forstjóra Árness í þessu máli hefur valdið töluverðum heilabrotum meðal manna og eru menn ekki sammála um ástæður hennar. Hafa komið fram nokkrar kenningar og ætla ég að setja fram þá sem mér fínnst sennilegust. Síðastliðið haust ákveður hann að vel athuguðu máli að flytja alla starfsemi Árness til Stokkseyrar. Var það vegna hagræðingar í rekstri og sameiningar alls rekst- I I I ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.