Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 19 Um kosningu í stjóm sem- mentsverksmiðjunnar eftir GeirH. Haarde í síðustu viku var kosið á Al- þingi í fimm manna stjórn Se- mentsverksmiðju ríkisins svo sem lögboðið er á fjögurra ára fresti. Nú í vikunni hafa ýmsir ijölmiðlar reynt að gera sér mat úr því hverja Sjálfstæðisflokkurinn valdi til setu í þessari stjórn og átt viðtöl við Inga Björn Albertsson alþm. um það efni. Enginn þeirra hefur hins vegar séð ástæðu til að ræða við þá sem eru í fyrirsvari fyrir þing- flokk sjálfstæðismanna af þessu tilefni. Tel ég því rétt að gera ör- stutta grein fyrir staðreyndum málsins. A þingflokksfundi í síðustu viku var mál þetta tekið fyrir. Stjóm þingflokksins, sem samkvæmt starfsreglum hans ber að leggja fram tillögur um menn í trúnaðar- stöður á vegum flokksins, gerði til- lögu um Guðjón Guðmundsson, annan þingmanna Sjálfstæðis- flokksins á Vesturlandi, og Guðjón Ingva Stefánsson, verkfræðing í Borgarnesi, en hann er fram- kvæmdastjóri Sambands sveitarfé- laga á Vesturlandi. Ingi Bjöm Al- bertsson gerði tillögu um sjálfan sig. Kosið var milli þeirra þriggja sem upp á hafði verið stungið. A fundinum vom 26 þingmenn og hlaut Guðjón Guðmundsson 23 at- kvæði, Guðjón Ingvi 21 atkvæði en Ingi Björn Albertsson 6. Einn seðill var ógildur. Þessi úrslit vom ótvíræð og í samræmi við þau voru Ekki fjallað um hrefnu á NAMMCO-fundi Vísindanefnd ræðir áhrif sjávarspendýra í vistkerfi VÍSINDANEFND Sjávarspen- dýraráðs Norður Atlantshafs (NAMMCO) var formlega stofnuð á fundi ráðsins í Tromsö í Nor- egi s.l. miðvikudag og var Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur kjörinn formaður nefndarinnar. Einnig var stofnuð sérstök stjórnunarnefnd sem á að fjalla um veiðistjórnun á þeim sjávar- spendýrategundum sem heyra undir NAMMCO, á grundvelli ráðlegginga vísindanefndarinn- ar. Hrefna var ekki tekin til umfjöll- unar á fundinum í Tromsö en Græn- lendingar hafa lagst gegn því að NAMMCO flalli um hrefnu. En stjómunamefndin óskaði m.a. eftir því að vísindanefndin aflaði upplýs- inga um áhrif sjávarspendýra á vist- kerfið í hafinu. Sú rannsókn er ekki bundin við seli og smáhvali heldur nær einnig til einnig til stærri hvala. Einnig komu fram óskir um að vísindanefndin fjallaði sérstaklega um grindhval, anda- neflu, háhyrninga, seli í Norður- Ishafi og rostunga. Jóhann Siguijónsson sagði við Morgunblaðið, að hvað einstakar tegundir varðaði væri bæði um það að ræða að afla upplýsinga um stofnstærð og útbreiðslu, og huga að þróun reiknilíkana sem nota mætti til að reikna út veiðikvóta. Umhverfismál í frétt frá NAMMCO segir, að á fundinum í Tromsö hafi verið rætt um umhverfismál ýmiskonar, svo sem olíumengun og mengun frá geislavirkum úrgangi í sjó, og var ákveðið að þetta málefni yrði áfram á dagskrá funda NAMMCO. Næsti fundur verður haldinn í Reykjavík um miðjan júní. þeir nafnar síðan kosnir af Alþingi í stjórn verksmiðjunnar. Rétt er að fram komi að Ingi Björn Albertsson var kjörinn í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins í ársbyijun 1989 af hálfu Borgara- flokksins, en hann átti þá sæti á Alþingi sem þingmaður þess flokks í Vesturlandskjördæmi. Hann hefur aldrei verið kjörinn í þessa stjórn sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fyrir því er áratugahefð í Sjálf- stæðisflokknum að velja til setu í stjóm þessarar verksmiðju þing- menn flokksins í kjördæminu eða aðra þá er sérstaks trúnaðar hafa notið meðal sjálfstæðismanna á „Fyrir því er áratuga- hefð í Sjálfstæðis- flokknum að velja til setu í stjórn þessarar verksmiðju þingmenn flokksins í kjördæminu eða aðra þá er sérstaks trúnaðar hafa notið meðal sjálfstæðisr manna á Vesturlandi.“ Vesturlandi. Þannig hafa setið í þessari stjórn undanfarna áratugi Geir H. Haarde menn eins og Jón heitinn Árnason alþm., Ásgeir Pétursson sýslumað- ur og Friðjón Þórðarson alþm., en hann var eini fulltrúinn sem kosinn var af flokknum 1989 og lét nú af störfum fyrir aldurs sakir. Ekki þótti ástæða til þess nú að bregða af þeirri venju sem skapast hefur um val á fulltrúum Sjálfstæð- isflokksins í þessa stjórn. Tel ég að mjög vel hafi til tekist um val á fulltrúum flokksins nú eins og endranær. Hitt verð ég að viðurkenna að mér er það nokkur ráðgáta að Ingi Björn Albertsson, sem formælir Sjálfstæðisflokknum og forystu hans við hvert tækifæri í þingræð- um og annars staðar á opinberum vettvangi og reynir að bregða fæti fyrir mikilvægustu þingmál ríkis- stjórnar flokksins, skuli yfirleitt geta hugsað sér að sækjast eftir trúnaði á borð við stjórnarsetu i Sementsverksmiðjunni af hálfu þessara sömu aðila. Höfundur er formaður þingflokks sjálfstæðismanna. NÝ BIÖRT 06 RÚMGÓÐ VERSLUN SEM BYÐUR Melabo \ illrií a N llorh GROHE VIRNET BAHCO OG VERKTAKA FinjNö^ ^^upsTAVARA^-KS^--- rlöhDUNARTÆKI______. PAFHLÖÐUR • PERUR_» SPRAT , MÚRBOLTAR ^SEMEN cVpAR • LAMIR^NAGlAR^^R --Ly|<LASM(Ð| . ÞAKSTÁkJ^ skrá^ STEypUVÍÐGERÐAREFN1 þakpappi * glERULL I EINNI OG SÖMU FERÐINNI VERSLAR ÞÚ ALLT Á SAMA STAÐ. ÞANNIG GERIR ÞÚ SÉRSTAKLEGA HAGKVÆM KAUP Á VIÐURKENNDUM BYGG- INGAVÖRUM OG VERKFÆRUM. ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI AÐ RENNA VIÐ AÐ LYNGHÁLSI 10, SKOÐA VÖRUÚRVAUÐ OG VERSLA HAGKVÆMT. SAUMUR METRÓ IDNAÐARMANNAVERSLUN LYNGHÁLSI 10, REYKJAVÍK, SÍMI 675600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.