Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 1% lækkun átöxtunum ALMENNIR taxtar Meistarasam- bands byggingarmanna lækkuðu um 1% í byrjun janúar vegna áhrifa afnáms aðstöðugjalds um áramótin. Þessi lækkun á útseldum töxtum byggingarmanna leiddi til 0,3% lækkunar á byggingarvísitölu febrúarmánaðar. Á móti komu hins vegar 0,4% hækkanir á vísitölunni sem stöfuðu af áhrifum gengisfell- ingarinnar í nóvember og því hækk- ar byggingarvísitala miðað við verð- lag um miðjan janúar um 0,1%. Ákveðið var fyrir skömmu að draga til baka lækkun endur- greiðslna virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði sem hefði ella valdið 3,2% hækkun byggingarvísi- tölunnar, samkvæmt upplýsingum Rósmundar Guðnasonar á vísitölu- deild Hagstofunnar. Litlu var stol- iðentalsverð spjöll unnin Ísafírði. BROTIST var inn í flugstöð- ina á ísafjarðarflugvelli að- faranótt miðvikudagsins. Engu virðist hafa verið stol- ið en víða unnin spjöll. Þegar starfsmenn Flugleiða komu til vinnu á miðvikudags- morgun stóð peningaskápur fyrirtækisins í brotnum útidyr- unum og ofan á honum fata með peningum sem reyndust vera úr Rauðakrosskössum sem brotnir höfðu verið upp í afgreiðslusalnum. Skemmdar- vargarnir komu víða við í byggingunni, þannig brutust þeir inn til flugfélagsins Ernis og í sjoppuna. Enga peninga var að hafa nema í Rauða- krosskössunum en styggð virðist hafa komið að mönnun- um því þá peninga skildu þeir eftir í boxi á peningaskáp Flugleiða sem ekki tókst að opna. - Úlfar. Stálu peningum og sígarettum BROTIST var inn á veitingastað- inn Keisarann við Hlemm í fyrri- nótt og þaðan stolið peningum og sígarettum. Þjófarnir höfðu á brott með sér 60 þúsund krónur í skiptimynt, um 200 þúsund krónur úr spilakössum Rauða krossins, sem brotnir voru upp, og 30 lengjur af sígarettum. -----♦ ♦ ♦----- Þjófakerfí læsti þrjá Rússa inni Verslunareigandi við Skóla- vörðustíg læsti þrjá Rússa inni í versluninni á miðvikudag, þar sem þjófavarnarkerfi fór í gang þegar mennirnir og félagi þeirra gengu út um dymar. Ekkert fannst þó á mönnunum. Fjórir Rússar, skipverjar á togara sem liggur í Reykjavíkurhöfn, komu inn í verslunina skömmu fyrir kl. 18. Þeir skoðuðu ýmsar vörur, en keyptu ekkert. Þegar þeir gengu út fór þjófavamarkerfí í gang og bað verslunareigandinn þá um að koma aftur inn. Þrír hlýddu því, en sá fjórði gekk á brott. Lögreglan sótti mennina þrjá og færði til yfírheyrslu. Þeir skildu ekki það sem við þá var sagt og gátu ekki gert sig skiljanlega. Ekk- ert fannst á mönnunum og voru þeir færðir um borð í togarann. Mál hluthafa gegn Sameinuðum verktökum komið fyrir dómstóla ÞINGFEST var í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku mál sem tveir hluthafar í Sam- einuðum verktökum hf. hafa höfðað gegn félaginu til að fá ómerktar allar ákvarðanir aðalfundar félagsins eftir að fundarstjóri á aðalfundinum hafði í upphafi fundarins kveð- ið upp úrskurð, sem einnig er krafist ógild- ingar á, um það hver ætti að fara með um- boð Byggingafélagsins Brúar á fundinum. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu á sín- um tíma leystist aðalfundur Sameinaðra verk- taka upp að kvöldi hins 18. september sl. eftir að tæpur helmingur fundarmanna hafði gengið út. Á fundinum hafði verið deilt um það hver skyldi fara með umboð eins hluthafans, Bygg- ingafélagsins Brúar, en tveir þriggja stjómar- manna í félaginu, sem staddir voru í Bandaríkj- unum, höfðu með símbréfí veitt Jóni Halldórs- syni lögfræðingi Brúar og núverandi stjórnar- formanni Sameinaðra verktaka, umboð til að fara með 4,48% hlut Brúar á aðalfundinum en ekki Einari Þorbjömssyni, formanni Brúar, sem jafnan áður hafði farið með atkvæðin. Byggja á áliti tveggja prófessora Einar hreyfði í fyrstu mótmælum við því að hafa verið sviptur umboðinu og krafðist ómerk- ingar fundarins. Eftir að annar stjórnarmann- anna tveggja hafði afturkallað með símbréfi umboð sitt til Jóns Halldórssonar féll Einar hins vegar frá andstöðu sinni við framgang mála og lýsti yfir stuðningi við Jón. Við svo búið gengu handhafar u.þ.b. 405 at- kvæða í félaginu á dyr. Eftir að stjóm sú sem kosin var eftir útgöngu þeirra á aðalfundinum, hafnaði kröfu um ómerkingu fundarins, leituðu nokkrir hluthafanna álits prófessorannna Stef- áns Más Stefánssonar og Þorgeirs Örlygssonar og Gests Jónssonar hrl. á lögmæti fundarins. Á grundvelli álits þeirra um að allar ákvarðan- ir aðalfundarins væra ógildanlegar ákváðu tveir hluthafanna svo að höfða mál gegn félaginu. Stjóm Sameinaðra verktaka, sem veittur hefur verið sex vikna frestur til að skila greinargerð til Héraðsdóms, hefur stutt afstöðu sína um fullt gildi fundarins með lögfræðiálitum frá hæstaréttarlögmönnunum Baldri Guðlaugssyni og Ólafi Axelssyni. Fundur hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum Morgunblaðið/Kristinn Samstaða JÉF 'Æ y2P75. i |jpn * l ||p jmM m * tÆi Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ákváðu á fundi sínum í gær að standa við ákvörðun sína um að leggja niður störf um mánaðamótin. Einhugur um að hætta Morgunblaðið/Kristinn Viðurkenning til Vigdísar Vigdís Grímsdóttir tekur við Davíðspennanum úr hendi Vilhjálms Hjálm- arssonar. Pennanum fylgir fíárapphæð, 100 þúsund krónur. Vigdís Grímsdóttir fékk Davíðspennann VIGDÍS Grímsdóttir, rithöfundur, veitti Davíðspennanum, bók- menntaverðlaunum Félags íslenskra rithöfunda, viðtöku í Perl- unni í gær. Verðlaunin hlýtur Vigdís fyrir skáldsöguna Stúlkuna í skóginum. Vilhjálmur Hjálmarsson, úr stjóm Félags íslenskra rithöfunda, flutti stutt ávarp við verðlauna- afhendinguna. Hann rifjaði þá m.a. upp að ákveðið hefði verið að efna til verðlaunanna á aðal- fundi félagsins árið 1990. Einnig að þau skyldu hljóta heitið Davíðs- penninn til minningar um Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði að stjóm félagsins hefði einróma kjörið Vigdísi Grímsdóttur verð- launahafa 1993. Vék hann svo að verðlaunasögunni og sagði að við lestur hennar hefði eftirvænting sín vaxið frá kafla til kafla og hefði þar borið margt til: þungt straumfall, hnitmiðuð samtöl, sterkur stíll og fágað málfar. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR og ljósmæður á Landspítalanum leggja niður störf um næstu mánaðamót, að öllu óbreyttu, til þess að mót- mæla launakjörum sínum. Þessi ákvörðun var tekin á fundi þessara aðila í gær, en heilbrigðisráðherra hefur framlengt uppagnarfrest- inn um þijá mánuði, eða til mánaðamóta maí-júní. Að sögn Auðar Guðjónsdóttur hjúkranarfræðings á Landspítalan- um var einhugur á meðal fundar- manna um þessa ákvörðun. Sagði hún hjúkranarfræðinga hafa undir höndum lögfræðilega álitsgerð á lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna, þar sem segi um 15. grein laganna um framleng- ingu uppsagnarfrests, að sú grein eigi aðeins við um skipaða starfs- menn. Hjúkranarfræðingarnir og ljósmæður sem hafi sagt upp störf- um hafi hins vegar verið ráðnir til starfa. Um 400 hundruð hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður munu hætta um mánaðamótin og við það lamast starfsemi á Landspítalanum, geð- deild Landspítalans, öldrunardeild í Hátúni, Kleppspítalanum, Vífils- stöðum og Kópavogshæli. Fjármálaráðherra Ekki ráðlegt að lögbinda vexti FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segist telja mjög óráðlegt að ætla að lögbinda vaxtaákvarðanir og það væri stórt skref aftur á bak, en í ályktun miðstjórnar ASÍ á miðvikudag segir að það sé íhugunarefni fyrir komandi kjarasamninga hvort krefjast skuli nýrr- ar lagasetningar um ákvörðun vaxta. Friðrik sagði að raunhæfasta leiðin til að lækka vexti væri að opna íslenska hagkerfið því þá myndi engum líðast að halda uppi hærri vöxtum en bjóðast á erlendum lánamörkuðum. „Ég er hræddur um að forystu- menn lífeyrissjóðanna myndu varla sætta sig við að vextir lífeyrissjóð- anna yrðu ákveðnir með lögum langt undir þeim mörkum sem nægðu til að halda verðgildi sjóð- anna,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.