Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 21 Sendifulltrúi á framabraut í Washington Janet Andres ráðin til yfirmanns CIA JANET Stoddart Andres, sem gegnt hefur stöðu sendifulltrúa við bandaríska sendiráðið í Reykjavík undanfarið ár, hefur verið ráðinn sérstakur aðstoðarmaður James Woolseys, nýskipaðs yfir- manns bandarísku leyniþjónustunnar CIA. Janet sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún hlakkaði vissulega til að takast á við þetta nýja starf en hins vegar þætti henni sárt að fara frá íslandi eftir einungis eitt ár, þar sem hún hefði átt mjög góð samskipti við fjölmarga aðila hérlendis. Þó að hún hæfi nú störf hjá CIA sagði Janet að hún yrði áfram tengd utanríkisráðuneytinu og myndi hefja störf sem diplómat að nýju seinna meir. Aðspurð hvað fælist í nýju starfi hennar sagði hún að það myndi að miklu leyti ráðast af nýja yfirmanninum. Þetta væri svipað og þegar aðstoð- armenn hæfu störf hjá nýjum ráð- herra. Menn vissu ekki nákvæm- lega hveiju þeir ættu von á. Janet hættir störfum þann 1. febrúar og tekur þá við störfum hennar John Gundersen. Gunders- en, sem á norskan föður og er fæddur í Noregi, starfar nú í utan- ríkisráðuneytinu í Washington en var til skamms tíma sendifulltrúi Bandaríkjanna í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Áður en Bandaríkja- menn tóku upp stjórnmálasam- skipti við Úkraínumenn var hann aðalræðismaður Bandaríkjanna þar. Janet sagði að Gundersen myndi starfa í sendiráðinu hér þar til nýr sendiherra yrði skipaður en það yrði mjög líklega ekki fyrr en í sumar. Morgunblaðið/Kristinn Upphefð Janet Andres er á förum héðan til starfa hjá bandarísku leyni- þjónustunni en hún hefur veitt bandaríska sendiráðinu hér á landi forstöðu undanfarið. Bráðabirgðamat á afkomu ríkissjóðs 1992 Rekstrarhallinn varð 7,2 milljarðar króna HALLI ríkissjóðs á síðasta ári nam 7,2 milljörðum króna sem er 1,9% af landsframleiðslu samkvæmt bráðabirgðamati fjármálaráðuneytisins á endanlegri afkomu rikissjóðs 1992. Fjárlög ársins gerðu ráð fyrir 4,1 millj. kr. halla en endurmat sem gert var í nóvember sl. í tengslum við afgreiðslu fjáraukalaga gerði ráð fyrir að rekstrarhalli ársins yrði um 2 niilljörðum króna hærri eða 9,1 milljarður kr. Rekstrarútgjöld lækkuðu í krónutölu um rúmlega 600 milþ'ónir kr. frá árinu 1991 og sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í gær að það væri í fyrsta skipti í sögunni sem slíkt gerðist. Að raungildi lækkuðu útgjöldin um 5,3 milljarða á milli ára. Meginástæður þess að hallinn reyndist minni en áætlað var undir lok síðasta árs eru að rekstrarkostn- aður ríkisins lækkaði meira en ráð var fyrir gert eða um 2 milljarða króna og stofnkostnaður um 2,2 milljarða frá árinu á undan og vaxta- kostnaður varð 1.553 millj. kr. minni en fjárlög síðasta árs gerðu ráð fyr- ir. I fjáraukalögum var gert ráð fyr- ir 500 millj. kr. lægri vöxtum en í fjárlögum. Ástæðan fyrir lægri vax- taútgjöldum felast í minni rekstrar- halla og að yfirdráttarlántökur í Seðlabanka voru takmarkaðar auk þess sem vaxtir voru lægri á erlend- um mörkuðum. Rekstrarhallinn á síðasta ári minnkaði um nær helming frá árinu á undan en þá nam hallinn 12,5 milljörðum kr. eða 3,3% af lands- framleiðslu. Heildarútgjöld ríkissjóðs á síðasta ári námu 110,6 milljörðum kr., eða tæplega 1 milljarði umfram það sem fjárlög heimiluðu. Tilfærslur til einstaklinga og fyrirtækja urðu hins vegar 2,3 milljörðum kr. um- fram fjárlög, einkum vegna þess að sjúkratryggingar hækkuðu um 1,1 milljarð, atvinnuleysistryggingar hækkuðu um 500 milljónir og lífey- ristryggingar um 200 millj. Þá eru viðbótargreiðslur vegna uppgjörs eldri búvörusamnings 800 millj. kr. umfram fjárlög. Minni tekjur Samkvæmt upplýsingum fjánnála- ráðherra er meginskýringin á því að halli ríkisjóðs varð meiri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir sú að heildartekj- ur ríkissjóðs urðu 2,1 milljarði kr. minni en áætlað hafði verið. Stafar það af minni veltutekjum vegna sam- dráttar í efnahagslífi, minni tekjum af staðgreiðslu tekjuskatts og af sölu eigna en ráð var fyrir gert. Heildartekj- ur ríkisins hækkuðu að raungildi um 0,4 milljarða á árinu en skatttekjur lækkuðu að raungildi frá árinu 1991. Hrein lánsfjárþörf ríkissjcðs nam 7,2 milljörðum á síðasta ári en ijárlög gerðu ráð fyrir 4,9 milljarða lánsfjár- þörf. Á árið 1991 var hrein lánsflár- þörf 14,6 milljarðar. Erlendar lántökur voru 9 milljarðar eða 1,5 milljarði meiri en fjárlög áætluðu en þar af fóru 4,3 milljarðar í greiðslu afborgana eldri lána. Þá var 2,4 milljarða kr. greiðsluafgangur á viðskiptareikningi ríkisins í Seðlabankanum í lok ársins en til samanburðar var hann 6,1 árið áður. „Þetta er mikilvægur árangur þegar miðað er við árið á undan. Hins vegar vantar enn talsvert upp á að jöfnuður náist í ríkisflármálunum. Við sitjum uppi með þann vanda að hafa tekið mikil lán, þegar best gekk í efnahags- málunum, og þær skuldir þarf að greiða nú þegar slegið hefur í baksegl- in,“ sagði Friðrik Sophusson íjármála- ráðherra. Borgarstjóri um deilu um skýrslu endurskoðenda borgarinnar Vinnubrögð Sigrúnar næst- um einsdæmi í borgarstjórn MARKÚS Örn Antonsson borgarsljóri lagði fram harðorða bókun á fundi borgarstjórnar í gær vegna bókunar Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, á borgarráðsfundi á þriðjudag, þar sem hún gagnrýndi harðlega að greinargerð borgarendurskoðanda og kjörinna skoðunarmanna borgarreikninga hefði ekki borist ráðinu og hélt því fram að henni hefði verið stungið undir stól. Borgarstjóri sagði að borgarendurskoðandi og kjörnir skoðunarmenn hefðu undirrit- að yfirlýsingu þess efnis, að greinargerðin hefði aldrei verið send borgarstjóra eða borgarráði og Sigrún stæði því uppi ómerk orða sinna. Sagði hann vinnubrögð hennar fáheyrð og næstum einsdæmi í borgar- stjórn. í bókun borgarstjóra segir að Sig- rún Magnúsdóttir hafi haft það eftir pólitískum trúnaðarmanni sínum í stjóm borgarendurskoðunar, Hrafni Magnússyni, að samin hefði verið greinargerð til borgarráðs í júní sl. sem ekki hefði verið lögð fram. Án þess að spyijast frekar fyrir um af- drif þessarar skýrslu hefði borgar- fulltrúinn geyst fram í borgarráði með bókunum og yfirlýsingum í fjöl- miðlum, þar sem dylgjað væri um að borgarstjóri hefði stungið þessari skýrslu undir stól. Umræddur póli- tískur trúnaðarmaður hennar hefði ásamt öðrum í stjóm borgarendur- skoðunar undirritað yfirlýsingu, þar sem segði að greinargerðin hefði aldrei verið send borgarstjóra eða borgarráði. Borgarstjóri sanni ummælin í tilefni af bókun borgarstjóri lagði Sigrún Magnúsdóttir fram bókun, þar sem hún segir að það sé hreint ótrúlegt að æðsti embættismaður borgarinnar leyfi sér að leggja fram jafn fúlyrta og órökstudda bókun í borgarstjórn. Hún sagðist krefjast þess af borgarstjóra að hann sannaði þau ummæli sín, að það væri orðin árátta hjá henni að leggja fram bók- anir í borgarráði með órökstuddum fullyrðingum og dylgjum. Fór hún þess á leit að hann legði fram ljósrit af þessum bókunum hennar frá 1986, en þá hefði hún tekið sæti í borgar- stjórn. ------4--------- Lýst eftir vitn- um að árekstri Lögreglan í Kópavogi lýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á Ný- býlavegi á móts við Þverbrekku mánudaginn 18. janúar síðastliðinn um kl. 23.25. Þá var bifreið ekið aftan á aðra, og fór tjónvaldur af vettvangi. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um hver tjónvaldurinn er eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Kópavogi. Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFlSK HÖNNUN: MEfíKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.