Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 Fleiri en Serbar sak- aðir um nauðganir ZUrich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðains. Mannréttindasamtökin Am- nesty International afhentu full- trúum á Júgóslavíu-ráðstefn- unni í Genf í gær bréf frá 500.000 einstaklingum sem mót- mæla voðaverkunum og mann- réttindabrotunum í Bosníu- Herzegóvínu harðlega. Bréfin hafa borist alls staðar að úr heiminum og bera vitni um áhyggjur og skömm umheimsins á borgarastyrjöldinni í gömlu Júgóslavíu. Samtökin vilja með bréfunum og öðru kynningar- starfi um hörmungarnar sem eiga sér stað í Bosníu-Herzegó- vínu auka utanaðkomandi þrýst- ing á óaldaröflin í Bosniu- Herzegóvínu að leggja niður vopn. Amnesty International lagði fram skýrslu um nauðganir í Bos- níu-Herzegóvínu á blaðamanna- fundi í gær. Þar kom fram að stríðsaðilamir þrír, Serbar, Króat- ar og múslímar, eru allir sekir um nauðganir og nota sögur af nauðg- unum sem áróðursvopn hver gegn öðrum. Samtökin nefna engar tölur í sambandi við nauðganir af því að upplýsingar um þær eru óá- reiðanlegar. Sumar konur vilji ekki, af skömm, viðurkenna að þeim hafí verið nauðgað, aðrar ýkja vegna haturs á óvininum og enginn aðili er fær um að fylgjast nákvæmlega með ódæðisverkun- um vegna glundroðans sem ríkir. Múslimakonur orðið verst úti Múslímakonur hafa orðið verst úti í ófriðnum. Fjöldi dæma um að Serbar hafí misnotað þær og nauðgað liggja fyrir. Amnesty vill þó ekki fullyrða að nauðgunum hafí verið beitt að yfírlögðu ráði í hemaðinum en segir að liðsforingj- ar hafí vitað af þeim og ekki reynt að koma í veg fyrir þær. I fyrrver- andi Júgóslavíu hefur engum enn verið hegnt fyrir að nauðga stríðs- föngum eða önnur brot á Genfar- sáttmálanum frá 1949. Þrjátíu ár síðan Adenauer o g de Gaulle undirrituðu Elysée-sáttmálann Reuter Heiðursvörðurinn kannaður Richard von Weizsácker Þýskalalandsforseti og Francois Mitterrand Frakklandsforseti kanna heiðursvörð liðsmanna fransk-þýsku hersveitanna í Bonn í gær. Kohl og Mitterrand vara við uppgangi þjóðernissinna Bonn. Reuter. HELMUT Kohl kanslari Þýskalands og Francois Mitterrand Frakk- landsforseti minntust þess í gær að 30 ár eru liðin í dag, 22. janúar, frá því Konrad Adenauer og Charles de Gaulle, þáverandi leiðtogar landanna, undirrituðu vináttu- og samstarfssamning ríkjanna, Elysée- sáttmálann. Er leiðtogamir minntust undirrit- unarinnar og þess árangur sem orðið hefði af samstarfí ríkjanna notuðu þeir tækifærið til að vara við þeim hættum sem þeir sögðu Evrópu enn stafa af þjóðernis- stefnu. Kohl sagði að ríki Vestur-Evrópu yrðu að vera á varðbergi gagnvart vaxandi þjóðernisstefnu í álfunni. Svæfu þau á verðinum eða litu á uppgang þjóðernissinna sem ein- angrað og smávægilegt vandamál ættu þau á hættu að vakna síðar upp við vondan draum. „Draugar þjóðemisstefnunnar ganga ekki bara lausir á Balkan- skaga. Vestur-Evrópa hefur ekki verið bólusett að eilífu fyrir hinu illa,“ sagði Kohl. Elysée-sáttmálinn og náin samvinna Þjóðveija og Frakka í framhaldi af gerð hans er öðru fremur talið eiga stærstan þátt í þeim framförum sem orðið hafa í Evrópu, verið drifkraftur á vettvangi Evrópubandalagsins. Evrópska myntsamstarfíð (EMS), Einingarlög Evrópu og nú síðast Maastricht-samkomulagið er til komið fyrir frumkvæði Þjóðveija og Frakka. Frá undirritun Elysée-sáttmálans hafa leiðtogar Frakklands og Þýskalands hist á hálfs árs fresti. Á fundi þeirra Kohls og Mitterrands í gær lagði kanslarinn til að þjóð- þing landanna héldu sameiginlega þingfundi með reglulegu millibili og skipuðu sameiginlegar þingnefndir. Einnig að menn sem kvaddir yrðu til herþjónustu yrðu látnir gegna þjónustu í sameiginlegum hersveit- um sem settar voru á laggirnar 1990 og ætlað er að verða kjami sameiginlegs Evrópuherafla í fram- tíðinni. Mörg hundruð Kúrdar koma með ferju frá Rigu til Gotlands McDonald’s í Moskvu miðstöð ólöglegs flutnings flóttafólks Stokkhólmi. Reuter. SÆNSK yfirvöld tilkynntu í gær að fjögurra manna áhöfn feiju sem kom á miðvikudags- morgun til Gotlands yrði ákærð fyrir ólögleg- an innflutning flóttafólks. Um borð í feijunni voru tæpjega fjögur hundruð Kúrdar frá norð- urhluta íraks. Margir voru illa á sig komnir eftir vikulanga siglingu frá Lettlandi við þröngan kost. Sænsk yfirvöld segja að þetta sé nýjasta dæm- ið um ólöglegan flutning flóttafólks með viðkomu í fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna. Svo virðist sem óprúttnir menn í Rússlandi reyni að hafa flóttafólkið að féþúfu. Flókin svikamylla sé að verki þar sem flóttafólkið sé rukkað um offjár fyrir ólöglegan flutning til Norðurlandanna. Einn Kúrdanna sem komu til Gotlands sagðist hafa beðið í tvo mánuði í Moskvu og borgað svo 5.000 dali fyrir flutninginn til Norðurlanda. Svíar segja að miðstöð flutninganna sé í McDonald’s-veitinga- staðnum í Moskvu. Flóttamenn gefí sig þar fram. Milliliðir bendi þeim á húsaskjól. Síðan er fólkið flutt í flutningabifreiðum til hafna í Eystrasalts- löndunum. Þaðan er svo siglt í feijum til Danmerk- ur eða Svíþjóðar. Berit Olsson talsmaður útlendingaeftirlitsins seg- ir að flóttamennimir sjálfír megi sækja um hæli sem pólitískir flóttamenn en yfír áhöfn feijunnar vofí ákæra fyrir refsivert athæfí. Háværar kröfur eru um það í sænsku stjómsýslunni að herða viður- lög við ólöglegum fólksinnflutningi til Svíþjóðar. „Þeir fá nokkra mánuði í þægilegum og opnum fangelsum... síðan snúa þeir aftur á bátum sín- um,“ segir Stefan Kungsmark, starfsmaður útlend- ingaeftirlitsins í Flen í Mið-Svíþjóð. Krafíst er auk- ins samstarfs við Eystrasaltsríkin og þess að bát- amir verði gerðir upptækir, annað dugi ekki. Frábær aðstaða til golfiðkunar innanhúss Pnttkepjini alla lauganlaga í vutnr. Ka-línii Irá 10-loalhi l;uig;inlíigíi. / / Fyrsta púttkeppnin er í boði Urvals-Utsýnar. 1. verðlaun 15.000 kr. gjafabréf í golfferð á árinu. 2. og 3. verðlaun Golfvörur. Glæsileg verðlaun fyrir bestan árangur úr 8 mótum af 14: Flugfarseðill til Florida með Flugleiðum. Draumur golfarans. • 18 púttflatir. • Frábær aðstaða til að æfa stutta spilið. • Langar brautir. • Búningsaðstaða og vatnsgufa. • Golfverslun. Golfkennsla fyrir byrjendur og lengra komna. Einkatímar - hóptímar. GOLFSKOLI Sigurðar Péturssonar STÓRHÖFÐA 15, SÍMI 68 22 27 Hvarf gleðikonu talið geta leitt til pólitísks hneykslis London. Reuter. DULARFULLT hvarf kunnustu gleðikonu Bretlands eftir að hún hótaði að ljóstra upp um viðskipti sín við stjórnmála- menn og háttsetta embættismenn er talið geta leitt til nýs pólitisks hneykslismáls í Bretlandi. Haft var eftir gleðikonunni, Lindi St. Clair, í blaðinu Brighton Evening Argus í síð- ustu viku að hún væri í þann mund að leysa frá skjóðunni og skýra opinberlega frá um- svifum sínum, m.a. samskipt- um við þingmenn og háttsetta embættismenn. Það sagði hún nauðsynlegt til þess að hrekja kröfur skattayfirvalda sem krafíð hafa hana um 112.000 pund, jafnvirði 11,1 milljóna ISK, í skatta. St. Clair boðaði til blaða- mannafundar í Brighton um helgina þar sem hún ætlaði að birta leyniskrár sínar en hún er sögð hafa haldið nákvæmar skrár yfir viðskiptavini og skráð niður hveija bólferð. Á sunnudag fannst yfirgefin Jagúar-bifreið hennar við Beachy Head-klettana á suður- strönd Englands, en sá staður er annálaður fyrir sjálfsvíg sem þar eru framin. I bifreiðinni voru tóm kampavínsflaska og skítugur konuskór. Ekkert er enn vitað um afdrif portkon- unnar en leitað hafði verið úr lofti og af sjó við ströndina þar sem bifreiðin fannst. Velta menn fyrir sér hvort um ein- hveija auglýsingabrellu sé að ræða, hvort hún hafí stytt sér aidur eða verið myrt, eða jafn- vel hvort hún hafi flúið land. Hald lagt á dagbækur Lögregla gerði húsleit á heimili Lindi St. Clair í London á miðvikudag og lagði þar hald á dagbækur, myndbönd og bækur með heimilisföngum. Talsmaður lögreglunnar sagði að líklega yrðu menn sem þar væru skráðir yfírheyrðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.