Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 29 Skemmdarverkin í Sigluflrði Fékk 7 dekk í sárabætur ENN hefur ekki verið upplýst hver vann skemmdarverk á Lada Sport-jeppa Matthíasar Jóhanns- sonar, kaupmanns á Siglufirði, en unnið mun að rannsókn málsins. Alls hefur verið skorið á átta hjól- barða undir jeppanum siðan í des- ember og tilraun var gerð til þess að kveikja í honum í upphafi árs- ins. Matthías sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að tjón sitt væri nú ekki eins tilfínnanlegt og það hefði verið, þar sem tveir góðhjartaðir borgarar á Siglufirði hefðu gefið sér dekk, sem þeir hefðu verið hættir að nota. Sigurður Fanndal færði honum fjóra hjólbarða og Kristinn Rögnvaldsson þrjá. Kvaðst Matthías þeim ákaflega þakklátur fyrir greið- ann. ís og Fischers 1972, þegar Spasskí fangaði drottningu Fischers, en Bandaríkjamaðurinn þráaðist samt nokkuð við að gefast upp. 21. - Kb8 22. Rb2 - Db5 23. Del - Rxe3 24. fxe3 - Bh6 25. Khl — h4 26. a4 — Dxa5 27. bxa5 — g3 28. h3 - Bg5 29. Rd3 - Ka8 30. Habl - He8 31. Hb6 - Bd5 32. e4 og nú loksins gaf Short. Þetta var afar laglega teflt hjá Timman, en auðmýkjandi ósigur fyr- ir Englendinginn. Margir munu segja að Timman hafi einfaldlega verið að refsa andstæðingnum fyrir mjög órökrétta taflmennsku í byrj- un, en málið er ekki svo einfalt. Hollendingurinn hélt afar vel á frum- kvæði sínu með snjöllum leikjum sem voru síður en svo augljósir. Nú verður Short að taka sig sam- an í andlitinu aftur og það hefur hann margsinnis sýnt að hann er fær um. Sjálfstraust Timmans hlýtur hins vegar að aukast við svona glæsilegan sóknarsigur sem ratar ábyggilega í kennslubækur sem dæmi um það hvernig refsa skuli fyrir frumhlaup í byrjun tafls. Skákþing Reykjavíkur ísfirðingurinn Guðmundur Gísla- fógetatíð Skúla Magnússonar voru oft haldnar hinar veglegustu veislur og var þá vel veitt Hjá Fógetanum í Reykjavík í Aðal- stræti 10, fögnum við Þorra með veglegu Þorrahlaðborði frá kl. 18.00 öll kvöld meöan á Þorra stendur. Egils öl rennur um krana Fógetans samkvæmt íslenskri hefð. Málskostnaður léttir vart pyngju svo nokkru nemi, aðeins 1.900 kr. pr. mann og ólíkt íslensku réttarkerfi er allt afgreitt samstundis. Lifandi og þjóðleg tónlist er leikin öll kvöld. GJÖRT í AÐALSTRÆTI10 Háðuleg útreið Shorts son er einn efstur á Skákþingi Reykjavíkur eftir fimm umferðir, hefur unnið allar skákir sínar. Á mótinu í fyrra tók Guðmundur einn- ig snemma forystuna, en missti hana 5 lokin. Það verður spennandi að sjá hvort honum helst betur á forskotinu í ár. í kvöld teflir Guðmundur við Þröst Ámason, sem kemur næstur honum að vinningum. Margir öflugir skákmenn em á meðal keppenda, en staðan eftir fimm umferðir er þessi: 1. Guðmundur Gíslason 5 v. 2. Þröstur Ámason 4Vi v. 3. —10. Þröstur Þórhallsson, Dan Hansson, Sævar Bjarnason, Stefán Briem, Olafur B. Þórsson, Hrannar Baldursson, Páll A. Þórarinsson og Friðrik Egilsson 4 v. Keppni í unglingaflokki á Skák- þinginu hefst laugardaginn 23. jan- úar í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Keppnin stendur yfir næstu tvo laugardaga og verða tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Umhugsunartíminn er 30 mínútur á skák. Bókaverðlaun em veitt a.m.k. fyrir fimm efstu sætin, auk verðlaunagripa. Allir sem em 14 ára og yngri geta verið með á mótinu. ____________Skák________________ Margeir Pétursson EFTIR ósannfærandi tafl- mennsku í upphafi úrslitaeinvíg- isins um áskorunarréttinn á heimsmeistarann tók Jan Timman sig heldur betur saman í andlitinu á miðvikudaginn þegar hann vann sjöundu einvígisskákina við Short mjög glæsilega og jafnaði metin. Báðir hafa nú hlotið þijá og hálf- an vinning og stefnir í æsispenn- andi baráttu í seinni hluta einvíg- isins. Alls verða tefldar 14 skákir, nema ef til framlengingar þarf að koma. Short gaf sjöundu skák- ina eftir 32 leiki, en staða hans hafði þá verið gersamlega von- laus í meira en 10 leiki eftir að Timman náði að fanga drottningu hans. Ástæðan fyrir þessu afhroði Shorts var ekki neinn grófur afleikur heldur valdi hann snemma afar órök- rétta áætlun. Nú var ekkert fát á Timman, hann réðst til atlögu af mikilli rökvísi og vopnfími og vann glæsilegan sigur. Timman hefur ef til vill hiaupið kapp í kinn við þær fréttir að Barc- elona-borg á Spáni hefur boðist til að halda heimsmeistaraeinvígið á hausti komanda á milli sigurvegar- ans í þessu einvígi og Gary Kasp- arovs. Verðlaunasjóðurinn verður jafn- virði 250 milljóna ísl. króna, eða 20 sinnum hærri en í einvígi Timmans og Shorts. Það er því til geysilega mikils að vinna, því jafnvel sá sem tapar fær tæpar 100 milljónir í sinn hlut. í sjöundu skákinni fór Timman í smiðju til Bobbys Fischers og beitti uppskiptaafbrigðinu í spánska leikn- um. Það er mesta furða hvað þetta rólega afbrigði setur menn út af laginu. í einvígi Fischers og Spassk- ís í haust beitti Fischer því m.a. í níundu skákinni og vann í aðeins 21 leik. Hvítt: Jan Timman Svart: Nigel Short Spánski leikurinn 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 - a6 4. Bxc6 - dxc6 5. 0-0 - Dd6!? Traustara þykir 5. — f6 eins og Spasskí lék í báðum einvígjum sínum við Fischer. Með því að leika drottn- ingunni undirbýr svartur langa hrók- un, en hún getur orðið að skotspæni á d6. 6. Ra3!? - Be6 í skákinni Hort-Spasskí, áskor- endaeinvíginu í Reykjavík 1977, lék (Skárra er 20. — Bxc5 21. Bxc5 — Dxc4, en eftir 22. Be7! situr svartur einnig uppi með tapað tafl.) 21. Hbl!! - Dxc4 22. Hxb7+ - Kxb7 23. Dd7+ — Kb8 24. c6 og svartur verður mát eða tapar drottningunni. 19. Ra5! - c6 20. Rd3 - Rf5 21. a3! • bcdefgh Vígstaða Shorts er háðuleg og Það er nú tilgangslaust að tefla skákina áfram. Drottningin sleppur ekki úr prísundinn. Þetta minnir dálítið á elleftu einvígisskák Spassk- svartur 6. — b5 sem er mun algeng- ara. Nú bryddar Timman upp á nýrri áætlun í stöðunni. Fyrr hefur verið leikið 7. Rg5. 7. De2 - f6? Það kann ekki góðri lukku að stýra að leika bæði drottningunni snemma út og hefja líka peðasókn á væng. Ævafornar skákkenningar segja að slíku beri að refsa með sókn á miðborði, svo svar Timmans kemur ekki beinlínis á óvart. 8. Hdl - g5 9. d4 - g4 10. Rel - 0-0-0 11. Be3 - h5 12. d5! - cxd5 13. exd5 - Bf7 14. c4 - Dd7 • bcdafgh Það þarf ekki annað en að líta á þessa stöðu til að sjá að hvítur er langt á undan í liðsskipan. Takið eftir því að allir menn hans eru reiðu- búnir til að taka þátt í sókninni, meira að segja riddarinn á el, sem þarf aðeins tvö stökk upp á c5. At- laga hvíts á drottningarvæng og miðborði er líka stórhættuleg, á meðan frumhlaup svarts á kóngs- væng hefur reynst tlmaeyðsla. Það er samt hægara sagt en gert að refsa jafnsterkum skákmanni og Short fyrir að bijóta grundvallarlög- mál skáklistarinnar. Næsti leikur Timmans er nægilega snjall og hvass til að auka frumkvæði hvíts ennþá frekar: 15. d6! - Dc6 Áræðir ekki að taka peðið, en lendir samt í nauðvörn. Eftir 15. — cxd6 16. Bb6 - He8 17. c5 hótar hvítur bæði 18. cxd6 og að sprengja upp svörtu kóngsstöðuna með 18. c6! 16. c5! - Rh6 17. b4 - Da4 Þannig nær Short að hindra b4- b5, en það fer samt ekki á milli mála að staða hans er töpuð. Menn hans vinna alls ekki saman, sóknar- færi hvíts eru stórhættuleg og þar að auki bætist nú við að svarta drottningin lokast nú úti. 18. Rc4 - Hd7 Til að geta svarað 19. dxc7? með 19. — Bxc4. Eftir 18. — Dxb4? vinn- ur hvítur svo gott sem þvingað: 19. dxc7 — Hxdl 20. Dxdl — Kxc7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.