Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 31 Jón Sætran tækni- fræðingur — Minning „Og það er einlæg löngun mín og von, að ég í engu megi til skammar verða, heldur að Kristur megi í allra augum, nú eins og ávallt, vegsamlegur verða í mér, hvort sem það verður með lífi mínu eða dauða. Því lífið er mér Krist- ur og dauðinn ávinningur." (Fil. 1:20-21.) Þessi orð skrifaði Páll postuli, en hann var að því er ætla má starfsam- astur allra postulanna. Þessi orð fínnst okkur, sem ritum þessa minn- ingargrein, gætu hafa verið einkunn- arorð vinar okkar og félaga, Jóns Sætrans. Og okkur fínnst þau eiga einkar vel við þann starfsama mann sem nú er horfínn úr hópnum. Engan þekkjum við, sem lagði sig eins ötullega fram í starfí til hags- bóta fyrir aðra eins og Jón gerði. Meðal annars var hann brautryðjandi í því að koma til þroska í iðnnámi mörgum þeim sem í erfiðleikum áttu vegna heymardeyfðar eða annarrar fötlunar. Hann var frumkvöðull að því að námsgögn fyrir þetta fólk voru útbúin og skrifaði hann mikið og teiknaði í því efni. Á unga aldri gekk Jón í KFUM í Reykjavík og snemma var honum falið umsjónarstarf eða það sem kall- að er „sveitarstjórastarf“. Þá strax kom fram hve ungir drengir löðuðust að honum og honum var létt um að segja þeim sögur, syngja með þeim og fræða þá í guðsótta og góðum siðum. Við vitum að margir af drengjunum hans frá þessum tíma, þ.e. fyrir stríðið 1939, minnast enn góðra stunda frá fundum og sam- verustundum með Jóni. Eftir að Jón Sætran hafði lokið sínu iðnskólaprófi (’37) hugsaði hann til framhalds- náms í rafmagnsfræði í Danmörku og sigldi hann til Kaupmannahafnar fyrir stríð og lauk prófí í tæknifræði meðan á stríðinu stóð. Hann hélt sambandi við drengina sína úr KFUM með bréfaskriftum og treysti þannig samband þeirra við félag sitt. Jón tók þátt í félagsstarfi KFUM í Kaup- mannahöfn en honum var ekki lengi vært í Danmörku á þessum viðsjár- verðu tímum, svo virkur sem hann var í öllu hjálparstarfi og varð hann því að flýja iand að næturlagi með hjálp vina sinna og fór yfír sundið til Svíþjóðar til þess að komast hjá því að lenda í höndum hins þýska hernámsliðs. Eftir að hann kom heim var hann oft í vina hópi fenginn til þess að segja frá þessari reynslu sinni. Þegar Jón kom heim til Islands eftir stríð varð hann strax á ný virk- ur í sínu gamla félagi. Það safnaðist um hann ungt fólk og stóð hann ásamt öðrum manni, sem kom heim um sama leyti, fyrir því að myndað- ur var vinahópur sem hafði það I huga að endumýjast í félagsstarfinu. Líklega hefur þeim félögum sýnst komin einhver stöðnun í félagsstarfið og þeir viljað blása ferskum straum- um inn í það. Slíkur var einatt áhugi Jóns Sætrans. Hann vildi láta gott af sér leiða, var alltaf tilbúinn að leggja sitt af mörkum. Hann lagði sig allan fram að hverju sem hann gekk. Fljótlega eftir að hann var kominn frá námi á Norðurlöndum hóf hann kennslu við Iðnskólann í Reykjavík. Þar varð hann strax vinsæll kenn- ari. Nemendur fundu fljótt hvað að þeim sneri, nefnilega maður sem lagði sig allan fram um það að út- skýra fræði og teikningar þannig, að það vakti áhuga og löngun nem- endans til þess að ná fæmi í þeirri grein, sem hann kenndi. Okkur sem þetta skrifum er vel kunnugt um það að lagni og áhugi Jóns við kennslu- störf vom smitandi, aðrir kennarar drógu dám af honum í því að leggja sig sem best fram um það að gera námsefnið auðskilið fyrir nemendur sína. Iðnskólinn var í þröngum húsa- kosti í þá daga, Iðnaðarmannafélags- húsinu á homi Lækjargötu og Vonar- strætis, en nýtt Iðnskólahús var í smíðum frá 1945 til ’55 er það var tekið í notkun. Það er víst að Jón Sætran lá ekki á liði sínu á þessum árum fremur en í annan tíma. Hann lagði af mörkum mikla sjálfboða- vinnu við raflagnir og fleira viðkom- andi framkvæmdum við bygginguna. Það er alkunna að hann vann stöð- ugt að því að búa til og bæta náms- gögn til þess að auðvelda nemendum sínum að ná árangri í iðnnáminu. Sumt af þessum námsgögnum urðu að námsbókum en önnur vom gerð til þess að auðvelda nemendum að tileinka sér það í faginu sem af þeim yrði krafist þegar þeir kæmu að skólanámi loknu út í atvinnulífíð. Jón Sætran var settur yfírkennari í rafgreinum 1963. Á þeim tíma varð mjög ör þróun í iðnnámi, námskrár- gerðir fóru af stað í mörgum iðn- greinum og í því starfi tók Jón mik- inn þátt þótt hann væri í fullu starfí við kennslu og stjómun. Hann kenndi ekki aðeins rafvirkjun heldur tók hann einnig að sér kennslu útvarps- virkja og fór strax að útbúa náms- gögn handa þeim. Þótt hann hafi verið vinsæll kennari útvarpsvirkja varð það að hans dómi betra að fá sérfærðing í þeirri iðngrein og hann leitaði uppi tæknifræðing, færan mann til þess að verða aðalkennari útvarpsvirkja og sá ungi maður, sem hann hafði komið auðga á, reyndist sérlega vel og hafði reyndar marga sömu eðliskosti og Jón sjálfur. Þetta var Halldór J. Amórsson, nú deildar- stjóri í Tækniskóla Islands. Alla tíð bar Jón hag nemenda sinna fyrir bijósti og það fundu þeir og vom honum þakklátir. Þegar fram liðu stundir fór heymarskert fólk að sækja í iðnnám fyrir hvatningu kenn- ara sinna í Heymleysingjaskólanum. Jón sá fljótt vanda þessa fólks og gekkst fyrir því að auðvelda þeim námið. Hann kom því til leiðar að fé fékkst til námsefnisgerðar fyrir heymarskerta og var hann ötull við að útbúa slík gögn og fékk hann einnig aðra til þess að vinna að þessu verki, enda hafði hann umsjón með því öllu, en það var á vegum Iðn- fræðsluráðs. Jón Sætran var sívak- andi fyrir því að viðhalda þekkingu sinni í sinni grein og í fræðslumálum. Hann fór utan og kynnti sér fræðslu- og skólamál í nágrannalöndunum og skrifaði skýrslur eftir heimkomu sína. Hann fór líka að eigin fmm- kvæði til Noregs til þess að kynna sér sem best hvemig iðnnám fyrir heymaskerta fer fram og notaði sumarfrí sitt til þess. Hann sá hve mikið álag það yrði fyrir heymar- skert fólk að koma til náms í fram- andi landi og þurfa þar að læra nýtt tungumál um leið og það ætti að læra nýjar faggreinar. Þrátt fyrir allar þessar annir lagði Jón á sig mörg önnur tímafrek verk- efni. Hann þýddi úr erlendum málum kristilegt efni og miðlaði því til vina sinna svo það mætti verða þeim til fræðslu og uppbyggingar. Hann predikaði ekki en líf hans var okkur áminning. Hann var sjálfur mótaður af kristilegu lífsviðhorfí og fram- ganga hans öll bar vott um það að hann átti einlæga trú og bænalíf. Hann vildi ekki koma sjálfum sér á framfæri heldur vann að því að hjálpa öðmm til náms og þroska. Orðin sem standa fremst f þessari minningargrein finnast okkur eiga við um lífsviðhorf og framgöngu Jóns Sætrans og við vitum að hann gat sagt í einlægni: „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur." Við vottum eiginkonu hans, börn- um og ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúð og biðjum þeim bless- unar Guðs. Aðalsteinn Thorarensen, Sigursteinn Hersveinsson. Þegar við í Iðnskólanum fréttum andlát Jóns Sætrans var okkur bmgðið og það þótt hann hefði um margra ára skeið átt við vanheilsu að stríða. Eins og alltaf þegar frétt- ir af andláti berast reikar hugurinn aftur til fortíðar. Jón var fæddur í Reykjavík 21. febrúar 1915 og voru foreldrar hans hjónin Kristín Hansdóttir og Sívert Sætran rafvirki en hann var af norsk- um ættum. Jón lærði ungur rafvirkjun og hélt síðan til Danmerkur til að læra tæknifræði og lauk þar námi 1941. Fyrst eftir nám vann hann á teikni- stofu í Danmörku en undi illa hag sínum enda Danmörk þá hersetin af Þjóðveijum. Jón flúði því til Svíþjóð- ar og vann þar til stríðsloka. Þar vann hann einnig að hugðarefnum sínum í KFUM. í Svíþjóð kynntist hann ungri hjúkrunarkonu Svanhildi Theodórs- dóttur. Svanhildur og Jón gengu í hjónaband 11. maí 1946 og eignuð- ust þau þijú böm Hans, f. 10.5. 1947, Kristínu Hildi, f. 22.6. 1949 og Jónu Björg, f. 14.4. 1952. Jón starfaði nær allan starfsaldur sinn sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík og var einn af brautryðj- endum iðnnáms á Islandi. Þegar Jón hóf kennslu 1945 var mikið umrót í iðnnámi hér á landi. Menn sem unnið höfðu störf iðnað- armanna á stríðsámnum flykktust í iðnskóla með það að markmiði að afla sér réttinda sem iðnaðarmenn. Ýmis vandamál komu upp, því þótt skólinn hefði langa hefð í að mennta menn í almennu námi og teikningum horfði málið öðmvísi við þegar um slíkan fjölda var að ræða og einnig vom nemendumir á mjög ólíku stigi hvað menntun varðaði. Til vom þeir sem aldrei höfðu í skóla komið og svo vom þeir sem lokið höfðu skyldu- námi. Einnig var til í dæminu að í skólann kæmu nemendur með meiri menntun. Þessum nemendum þurfti að kenna íslensku, reikning, teikn- ingu, bókhald og erlend mál á stutt- um tíma til þess að þeir gætu tekist á við atvinnulífið sem iðnaðarmenn og rekið fyrirtæki. Það undarlega var að flestir stóðu sig þegar út í atvinnulífið kom, urðu meistarar, atvinnurekendur og dæmi em um að þeir yrðu bankastjórar og ráðherr- ar. Það er okkur sem yngri erum hrein ráðgáta hvemig þessir kennarar fóru að og leystu þessi störf jafn vel af hendi og raun varð á. Það hefur verið mikill fengur fyrir Iðnskólann þegar til starfa réðst ungur raftækni- fræðingur nýkominn frá námi í Dan- mörku og Svíþjóð. Ekki skemmdi það fyrir skólanum að þama var kominn til starfa einstakur dugnaðarforkur sem setti ekki fyrir sig þótt á bratt- an væri að sækja, námsbækur væm fáar og ófullkomnar, húsnæði lítið og aðstæða slæm. Jón samdi nýjar bækur í frístundum (frístundir hljóta að hafa verið fáar) og útvegaði tæki og tól með einstakri þrautseigju og krafti. Hann geymdi það ekki til morguns sem hægt var að fram- kvæma í dag. Allir sem vinna við skóla og menntakerfíð reka sig á ýmsar hindranir. Leita þarf sam- þykkis nefnda í hinum og þessum Oddur Carl Thorarensen, apótek- ari í Akureyrar Apóteki, er látinn. Oddur var sonur Odds C. Thorar- ensens, apótekara á Akureyri, og konu hans, Gunnlaugar Júlíusdótt- ur, og fæddist á Akureyri 13. nóv- ember 1929. Hann lauk stúdents- prófi ári 1950, en lauk kandidats- prófi í lyfjafræði frá Danmarks Farmaceutiske Hojskole haustið 1960. Hann gerðist apótekari í apó- teki föður síns í júní 1963 og var þar apótekari unz hann lézt nýverið. Með Oddi er horfinn sjónum hinn ágætasti drengur sem ánægjulegt var að fá að kynnast og starfa með. Kynni okkar Odds hófust er hann stundaði verklegt nám í greinum, svo ekki sé minnst á ráðu- neytin, en þau hafa það orð á sér að svara beiðnum seint og illa. Jón komst auðveldlega fram hjá þessum hindrunum með því að bæta því við texta bréfa að væri ekki svarað inn- an tiltekins tíma liti hann á svarið sem jákvætt og hófst svo handa við framkvæmd þeirra mála sem hann hafði sótt um leyfi til að framkvæma. Þegar Iðnskólinn flutti upp á Skólavörðuholt varð strax rýmra og þá var farið að huga að verknámi. Ég held að ekki sé á neinn hallað þótt ég segi að þá baráttu hafi Jón leitt Mér hefur verið sagt að Jón hafi í eina tíð haft það baráttumál að koma upp aðstöðu til að kenna rafsuðu í Iðnskólanum og þegar hann var búinn að koma auga á húsnæði í geymslu sem var áföst skólanum þá hafi hann lagt raflagnirnar sjálfur og útvegað innréttingar til að þessi starfsemi gæti farið fram. Iðnfræðslan naut góðs af störfum Jóns en engir standa þó í meiri þakk- arskuld við hann en rafiðnaðarmenn því hann leiddi alla þróun í fræðslu- málum þeirra í áratugi. Þetta starf var unnið af brennandi áhuga og hefur sjálfsagt verið lágt launað ef þá nokkuð. Jón samdi kennslubækur eins og að framan er getið og minn- ist ég bóka í rafmagnsfræðum, vinnubóka i fagteikningu, stærð- fræði og kennslubóka um flatarmáls- og rúmteikningu. í þijá áratugi út- skrifuðust fáir rafiðnaðarmenn sem ekki höfðu notið tilsagnar og hand- leiðslu Jóns. Sem persóna var Jón einstakur. Hann var stakur reglumaður, trú- maður mikill og svo léttur í lund að öllum leið vel í návist hans. Jón hafði mikilli þekkingu að miðla í sínu fagi og flesta þá mannkosti er prýða mega góðan kennara. Arið 1977 fékk Jón hjartaáfall og hætti þá störfum sem yfirkennari en hélt áfram stundakennslu til ársins 1981. Margir héldu að hann drægi sig í hlé að loknu miklu og góðu ævistarfi en það var annað sem vakti fyrir Jóni. Hann átti hugsjón og hún var sú að rétta þeim hjálparhönd er höllum fæti stóðu í þjóðfélaginu. Árið 1972 hafði hann byijað að Fæddur 5. október 1911 Dáinn 11. janúar 1993 Laugardaginn 16. janúar var til moldar borinn við Setbergskirkju í Grundarfirði Þorsteinn Guðbergur Ásmundsson, frændi minn, en hann fæddist á Kverná í Grundarfirði 5. október 1911 ogvar elstur níu systk- ina. Systurnar eru tvær og báðar á lífi, en bræðurnir sjö og allir dánir. Einn dó sem barn, annar unglingur, en hinir komust til fullorðinsára. Þrír þeirra drukknuðu á besta aldri. Steini frændi fór til sjós um ferm- ingu á skak-kútter sem pabbi hans var skipstjóri á. Eftir það fór hann á togara og var þar, nema nokkur ár sem hann var í útgerð á mb. Sindra, 15 tonna bát, sem hann gerði út frá Grundarfirði ásamt nokkrum öðrum ungum mönnum. Laugavegs Apóteki hjá föðurbróður sínum, Stefáni Thorarensen, sem þar var apótekari. Oddur var vin- sæll meðal starfsbræðra, enda hið mesta ljúfmenni og hinn bezti drengur. Síðar á starfstíma okkar er við vorum báðir orðnir apótekar- ar utan Reykjavíkur bar fundum okkar saman á ný. Samtök dreifbýl- isapótekara urðu til og Oddur varð snemma virkur félagi í þeim sam- tökum. Hann lét sér mjög annt um hag stéttarbræðra sinna og starfaði af miklum dugnaði og áhuga að málefnum apótekara. Veit ég að ég mæli fyrir munn þeirra allra er honum eru þökkuð þau störf. Við sem eftir lifum minnumst kenna heymariausum sem stunda- kennari og þar var gengið til verka með sama krafti og elju sem ein- kenndu öll hans störf. Þeirri kennslu hélt hann áfram lengi eftir að hann veiktist. Jón var einn af baráttu- mönnum fyrir því að opna skóla landsins fyrir fötluðum einstakling- um og jafnan síðan koma hlutfalls- lega fleiri heymarlausir í Iðnskólann en aðra skóla. Hann kenndi og útbjó kennslu- gögn fyrir heymleysingja. Starfsað- stöðu hafði hann í Iðnskólanum og var um það talað þegar Jón fékk heimfararleyfi af sjúkrahúsi eitt sinn og kom niður í skóla og fór að vinna eitthvað sem honum hafði dottið í hug meðan á sjúkralegunni stóð. Ekki veit ég hvort hann kom við heima hjá sér, en ef það hefur verið þá hefur það verið stutt, því hann þurfti að vera mættur á spítalann aftur. I veikindum sínum dvaldi Jón um tíma á Reykjalundi en þar var margt fatlað ungt fólk sem ekki naut skólagöngu og hóf hann þegar að kenna því. Þeirri kennslu hélt hann áfram eftir að hann var kominn heim og fór þá uppeftir í rútu, sjálf- ur fatlaður, en aldrei átti hann bíl. Jón Sætran hreykti sér hvorki af verkum sínum né steig á stall og helst held ég að hann hafi viljað hverfa í fjöldann og láta lítið fara fyrir sér. Áf því varð þó ekki vegna þeirra mannkosta sem ég hef verið að reyna að lýsa og sem vöktu á honum athygli. Jón var yfirkennari í fjölda ára eða frá 1963 til 1977 og leysti af sem skólastjóri Iðnskólans, í eitt ár, í forföllum Þórs Sandholts. Honum var ýmis sómi sýndur, varð heiðurs- félagi Kennarafélags Iðnskólans og 1980 var honum veitt fálkaorðan fyrir störf að menntamálum og hefur undirritaður aldrei orðið var við jafn almenna ánægju með veitingu þeirr- ar orðu eins og þá. Ég vil fyrir hönd kennara Iðnskól- ans þakka Jóni samfylgdina og votta eiginkonu, börnum, bamabömum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Megi minningin um góðan mann vera þeim styrkur á sorgarstundu. Sigurður P. Guðnason. Þegar nýsköpunartogarar komu, fór hann aftur á togara, og var lengst af á togaranum Aski, eftir að hann kom nýr til landsins. Hann fór vestur að Kverná og bjó þar í nokkur ár, en heilsan fór að bila og kom hann þá til Reykjavíkur og bjó á Hrafnistu, sem hann sagði að væri góður staður til að bíða á, eins og hann orðaði það. „Hér er allt gert fyrir mann sem hægt er og ágætis fólk.“ Síðasta ár fór Steina frænda mik- ið aftur, en þó var hann ekki veik- ur. Hinn 10. janúar lá hann í rúminu þegar ég kom, sagðist ekki vera veikur, en sér liði hálfilla. Og þann- ig lauk okkar síðasta samtali, því að hann dó daginn eftir. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Bergsson. Odds sem einstaks prúðmennis sem og virðulegs fulltrúa í röðum apó- tekara. Kjartan Gunnarsson. Oddur Carl Thoraren- sen apótekari — Kveðja Minning Þorsteinn Guðbergur Ásmundsson frá Kvemá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.