Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 22. JANUAR 1993
33
Asgerður Runólfs-
dóttír - Minning
Fædd 26. júlí 1924
Dáin 15. janúar 1993
Því að hvað er það að deyja annað en standa
nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga andann ann-
að en að frelsa hann frá friðlausum öldum
lífsins svo að hann geti risið upp í mætti
sínum og ófjötraður leitað á fund Guð síns.
(Spámaðurinn. Kahlil Gibran.)
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdamóður minnar sem
lést eftir erfið veikindi 15. janúar
sl. Gerðu kynntist ég fyrst fyrir 10
árum þegar ég kom inn í fjölskyldu
hennar ásamt dóttur minni, Sunnu
Dís. Frá fyrstu stundu reyndist
Gerða mér góður vinur og Sunnu
Dís sem besta amma og verð ég
henni ævinlega þakklát fyrir það.
Gerða var mikið jólabarn og
hlakkaði alltaf mikið til hátíðar
ljóssins í skammdeginu. Svo var
einnig núþó að veikindin ágerðust
stöðugt. í desember bökuðum við
saman „piparkökurnar hennar
ömmu" eins og fjölskyldan kallaði
þær til að ég gæti lært og haldið
síðan áfram að baka þær.
Ég kveð Gerðu með sorg í hjarta,
en minningin um konu sem ávallt
var hægt að leita til og gerði sitt
besta lifir áfram.
Inga.
Þá er hún elsku mamma okkar
horfin úr þessum heimi eftir erfið
veikindi. Missirinn er mikill og
tórnarúmið stórt. En eftir lifír fal-
leg og ógleymanleg minning sem
ekki verður frá okkur tekin.
Mamma ól okkur synina að mestu
leyti ein upp af miklum dugnaði
og lagði á sig ómælda vinnu utan
og innan heimilis tíl að geta veitt
okkur það uppeldi sem hún vildi,
og það gerði hún með sóma. Þau
voru mörg erfiðu árin sem hún
varð að vinna myrkranna á milli
til að geta brauðfætt og komið
þremur sonum í gegn um uppvaxt-
arárin, en dugnaðurinn var með
ólíkindum og viljinn slíkur að seint
verður fullþakkað.
Elsku mamma, söknuðurinn er
mikill, en minningin falleg. Guð
geymi þig og veri með þér.
Kristjón Ingi, Brynjar Þór,
Einar Helgi.
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta
mig við það, sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því, sem ég get
breytt, og vit til að greina þar á milli.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast Gerðu, sem nú er látin
eftir að hafa háð erfiða baráttu
við illvígan sjúkdóm.
Hún ætlaði svo sannarlega ekki
að gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana. Það sýndi hún svo augljós-
lega, þegar hún, stuttu fyrir jólin,
sat fyrir framan eldavélina og
bakaði piparkökurnar handa
krökkunum, eins og hún kallaði
syni sína og tengdadætur alltaf.
Hún hafði alla tíð gert þetta, og
það gerði hún líka núna, en það
var meira af vilja en mætti. Það
var örfáum dögum seinna sem hún
varð að fara endanlega á sjúkra-
húsið. Það var líka viljinn sem kom
henni fársjúkri á fætur til að fara
í heimsókn til krakkanna í mat til
skiptis yfir hátíðirnar, þau voru
henni allt, öllsömul.
Hún hafði líka lofað mér því,
að bíða eftir að ég kæmi heim.
Kannski ættum við að staldra við,
og hugsa út í, hvað við erum lán-
söm, sem höfum góða heilsu, það
er ekkert sjálfgefið hér.
Að leiðarlokum þegar litið er til
baka, hrannast upp minningar,
eftir áralöng kynni í blíðu og
stríðu.
Gerða var góð kona og glæsi-
leg, og hélt sinni sérstöku reisn,
þar til yfir lauk. Það gustaði stund-
um um hana, eins og stundum er
sagt, og það er yfirleitt hægt að
ÁstoSveinbjörns-
dóttír - Minning
segja það um okkur öll. Vonandi
hefur þessi kæra duglega kona,
nú fundið frið og lausn, hvar sem
það nú er, eftir að hafa kvatt þenn-
an heim, jafnvel hjá systkinum
sínum og öðrum ástvinum, sem
farnir eru héðan á undan henni
og hún var að vona að mundu
taka á móti henni einhvers staðar,
þau voru henni svo kær. Hver veit?
Hún vildi ekki neina lofræðu.
En ég veit að hún hefði viljað
þakka þeim sem hafa annast hana
í veikindunum, starfsfólkinu á
Landakotsspítala, og sérstaklega
á sjúkrahúsinu í Keflavík, það er
undursamlegt að sjá og finna,
hvað þetta fólk getur veitt mikla
hlýju og líkn. Hafíð öll hjartans
þakkir fyrir.
Að lokum vil ég kveðja hana
með hennar eigin orðum, sem hún
skrifaði á jólakortið til mín. Þú ert
besti vinur minn, ég sakna þín,
og mun alltaf sakna þín. Guð
geymi þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Rakel.
í dag kveðjum við elskulega konu
Ástu Sveinbjörnsdóttur, hinsta
sinni.
Ásta móðursystir mín, var mér
meira en bara frænka. Hún var
tryggur vinur sem ég er þakklát
fyrir að hafa kynnst og langar mig
að minnast hennar með nokkrum
orðum.
Ásta var dóttir Elínborgar Stef-
ánsdóttur og Sveinbjörns Bene-
diktssonar_ og var hún næstelst 6
systkina. Ásta fæddist í Reykjavík
og bjó þar alla tíð.
Það var ljúft að koma í heimsókn
í Brekkugerðið til Ástu og Guð-
mundar. Ásta var mikill höfðingi
sem sjá mátti á gjafmildi hennar
og gestrisni. Hún var skemmtileg
kona, kát og brosmild sem gaman
var að spjalla við um hin ýmsu
málefni. Asta hafði skoðanir á flest-
um málefnum, en ávallt kom fram
hve réttlát og umburðarlynd hún
var. Ásta var fróðleiksfus og áhuga-
söm um hvað maður hefði fyrir
stafni, en umfram allt stafaði frá
henni hjartahlýja sem gerði það að
verkum að manni leið svo vel í ná-
vist hennar.
Ásta var listhneigð og kom vand-
virkni hennar og natni fram í hverju
sem hún tók sér fyrir hendur og
svo eitthvað sé nefnt þá vann hún
þrekvirki í saumaskap og var frá-
bær í matargerð.
Asta steig gæfuspor þegar hún
giftist eftirlifandi manni sínum,
Guðmundi Gunnlaugssyni, góðum
manni sem reyndist henni traustur
lífsförunautur. Eignuðust þau dæt-
urnar, Hrafnhildi og Sigrúnu, en
áður átti Ásta dæturnar Elínborgu
og Sonju. Barnabörnin eru þrjú og
voru miklir kærleikar með Astu og
börnunum, sem nú syrgja elskulega
ömmu.
Ásta var óvænt kölluð burt og
er nú komin til fegurri heima. Henn-
ar er sárt saknað, en eftir lifa góð-
ar minningar um fallega konu.
Elsku Guðmundur, Sigrún,
Hrafnhildur, Sonja og Ella, megi
góður Guð styrkja ykkur í ykkar
miklu sorg.
Guðný Stefánsdóttir
Richter - Minning
í dag kveðjum við hana ömmu
mína, Guðnýju Stefánsdóttur
Richter, sem lést 14. janúar. Hún
fæddist 29. janúar 1907, dóttir
Stefáns Guðnasonar, verkstjóra
hjá gatnagerð Reykjavíkur, og
Vigdísar Sæmundsdóttur. Amma
var elst 9 systkina, sem öll ólust
, upp í foreldrahúsum í Reykjavík.
Geta systkinin státað af að vera
Reykvíkingar í húð og hár. Amma
átti góða æsku í faðmi fjölskyldu
sinnar þar til hún stofnaði sitt
heimili og trúlofaðist Gunnari Ge-
org Kaaber og eignaðist með hon-
um mömmu mína, Ásdísi Erlu,
árið 1926. Gunnar afí minn fór til
náms til Kaupmannahafnar og
leiðir þeirra skildu. Árið 1930 gift-
ist hún Reinhold Richter sölu-
manni, gamanvísnasöngvara og
textahöfundi. Þau eignuðust einn
son, Emil, árið 1931.
Ekki þurfti amma langt að
sækja tónlistaráhugann því að
; pabbi hennar var einn af stofnend-
um Lúðrasveitarinnar Hörpu sem
síðar varð Lúðrasveit Reykjavíkur.
1 Hún lærði á píanó hjá Ásu Markús-
dóttur og starfaði allan sinn
starfsaldur eða þar til hún varð
á 74 ára gömul við undirleik hjá
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur og í
Ballettskóla Þjóðleikhússins, þar
sem hún eignaðist fjölda vina. Hún
fylgdist jafnan vel með öllu þessu
fólki og var stolt af hvað margir
hafa náð langt í danslistinni. Hún
starfaði einnig til fjölda ára í
Sælgætisgerðinni Víkingi. Þess
vegna kölluðum við krakkamir
hana alltaf „ömmu gott". Við
systkinin munum minnast hennar
best þjótandi á milli vinnustaða -
alltaf á ferðinni. Það var líka gam-
an að eiga ömmu sem samdi vin-
sæl lög og hafði spilað í hljómsveit-
um með frægum mönnum sem
sennilega voru nokkurs konar
popphljómsveitir síns tíma, til
dæmis með Karli O. Runólfssyni,
Bjarna Böðvarssyni, Carl Billich
og fleirum sem maður heyrði oft
um í útvarpinu í gamla daga.
Ætli amma hafí ekki verið með
fyrstu konum sem spiluðu á dans-
leikjum?
Amma varð tæplega 86 ára,
átti viðburðaríka ævi og var litrík-
ur persónuleiki. Á yngri árum lét
hún sig ekki muna um, auk vinnu
sinnar við tónlist, að reka stórt
hænsnabú, matvöruverslun, krulla
hár kvenna í heimahúsum og
sauma samkvæmiskjóla, svo að
fátt eitt sé nefnt. Svona var hún
arama, hún var falleg kona, grönn
og kvik í hreyfingum, alltaf svo
vel til höfð að af bar allt til síð-
ustu stundar. Skapstór var hún
og hafði sínar skoðanir, én bar
ekki tilfinningar sínar á torg. Hún
sat aldrei auðum höndum, notaði
frístundirnar til að mála og eru
mörg verkin hennar hreinustu
listaverk. Ég man sem lítil stelpa
að hún fékk okkur krakkana til
sín í vinnu, því að í mörg ár sá
hún um að búa til skrautið sem
var haft á páskaeggin frá Vík-
ingi. Hún sat við sjónvarpið, fyrst
kanasjónvarpið, og klippti blóm
úr glanspappír og lét okkur pakka
inn sykurkúlum, sem voru notuð
í blómin. Þetta þurfti að vera til-
búið löngu fyrir páska og gátum
við fengið vasapening og nammi
svo að ekki sé talað um að horfa
á sjónvarpið. Hún amma mín átti
erfitt með að sætta sig við að
geta ekki bjargað sér sjálf með
alla hluti og aðdrætti. Síðustu
mánuði naut hún umönnunar
starfsfólks öldrunardeildar Landa-
kotsspítala. Nú þegar leiðir skilja
viljum við færa starfsfólki deildar-
innar alúðarþakkir.
Hún bjó á Óðinsgötu 8 síðustu
25 árin, kunni alltaf best við sig
í miðbænum, enda alin þar upp.
Sagan segir að þegar afi hennar
vildi kaupa land á Skólavörðuholti
til að byggja nýtt hús hafi bæjar-
fógetinn orðið alveg undrandi á
að nokkrum manni skyldi detta í
hug að vilja fara svona útúr bæn-
um. Hann mátti fá allt það land
sem hann vildi alveg frá Skóla-
vörðuholti og niður að sjó.
Þó að amma hafi aðeins eignast
tvö börn þá bættu þau henni það
upp því að afkomendurnir eru
orðnir 60 talsins. Ásdís Erla gift-
ist Sigvalda Búa Bessasyni árið
1946 og eignuðust þau sjö börn,
sex þeirra eru á lífi. Barnabörn
þeirra eru 22 og þrjú barnabarna-
börn. Emil er fráskilinn, á 11 börn
og 13 barnabörn.
Amma fylgdist vel með okkur
öllum jafnt í gleði og sorg. Dag-
lega fékk hún fréttir af okkur hjá
henni mömmu sem veitti henni
öryggi á ævikvöldinu með um-
hyggju og hlýju á þann hátt sem
henni einni er lagið.
Ég er þess fullviss að amma
mín kvaddi í sátt, með vissu um
annað tilverustig þar sem friður
ríkir, svo að ekki sé nú talað um
tilhlökkunina að hitta alla ástvin-
ina og félagana sem á undan eru
gengnir.
Vertu ssel amma mín og hafðu
þökk fyrir samfylgdina.
Ásta Sigvaldadóttir.
Ég kveð Ástu með virðingu og
söknuði og þakka henni^ samfylgd-
ina. Blessuð sé minning Ástu Svein-
björnsdóttur.
Birna.
I dag kyeðjum við systur og
mágkonu, Ástu Sveinbjörnsdóttur,
sem lést úr hjartasjúkdómi á Borg-
arspítalanum 10. janúar sl.
Asta fæddist 2. ágúst 1927, ein
sex barna hjónanna Elínborgar
Stefánsdóttur, sem nú háöldruð
kveður dóttur sína og Sveinbjörns
Benediktssonar sem lést árið 1948.
Æskuár Ástu voru dæmigerð
fyrir þá kynslóð sem ólst upp á
kreppuárum og síðar heimsstyrjald-
arárum, úr litlu var að spila en
dugnaður og nægjusemi voru ein-
kenni þess tíma.
Ásta lauk prófí frá Kvennaskól-
anum í Reykjavík og starfaði síðan
við verslunarstörf. Arið 1947 eign-
aðist Ásta dóttur, Elínborgu, en líf-
ið var enginn dans á rósum fyrir
einstæða móður á þeim tíma. Arið
1950 giftist Ásta Ingva Hrafni
Magnússyni, en þau slitu samvistir.
Eignuðust þau eina dóttur, Sonju,
fædd 1950.
Árið 1958 giftist Ásta Guðmundi
Gunnlaugssyni og má segja að frá
þeim tíma hafí hamingjan fylgt
þeim hjónum, en þau eignuðust
tvær dætur, Hrafnhildi, fædd 1962
og Sigrúnu fædd 1965. Barnabörn-
in eru þrjú, Guðmundur, Ásta og
Eva, og voru þau blómin hennar
ömmu sinnar, eins og hún gjarnan
kallaði þau.
Mikið og gott samband hefur
alla tíð verið milli heimila okkar og
oft glaðst á tímamótum í lífí barn-
anna, á hátíðum, á ferðalögum sem
við fórum saman eða einungis til
þess eins að hittast og gleðjast af
engu sérstöku tilefni.
Asta var mikill vinur vina sinna
og gjafmildi hennar til handa hverj-
um þeimsem var hjálparþurfi var
einstök. Ásta var ákveðin og stóð
fast á sínu máli, en á sama hátt
sanngjörn, umburðarlynd og tillits-
söm og dugnaður hennar var ein-
stakur.
Það er margs að minnast á
stundu sem þessari, en efst í huga
okkar er þakklæti fyrir að hafa átt
samleið með henni og fjölskyldunni
í öll þessi ár og okkur verður orða
vant gagnvart þeirri staðreynd að
hún er ekki lengur á meðal okkar,
en minninguna tekur enginn frá
okkur og við vitum að þótt stór
harmur sé nú í hugum eiginmanns,
dætra, tengdasonar, barnabarna og
móður, þá gefur minningin um
Ástu þeim styrk til að standast
þessa raun.
Við og fjölskylda okkar færum
þeim okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum þess að framtíð
þeirra megi vera björt, með minn-
inguna um góða eiginkonu, móður
og ömmu að leiðárljósi.
Gríma og Stefnir.