Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 Minning Jónas Hallgríms- son frá Dalvík í dag verður borinn til hinstu hvílu hann afi minn, Jónas Hall- grímsson bifvélavirki, frá Melum í Svarfaðardal. Á þeim tímamótum sem verða í lífi manns er svo ná- kominn ættingi deyr staldrar maður við og leiðir hugann til baka. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er sár söknuður yfir slíkum ástvina- missi. Það er því mikil huggun að leiða hugann til þeirra fjölmörgu hlýju minninga, sem ávallt munu tengjast honum afa. Sú sannfæring mín að afi hafi lifað löngu, ánægju- legu og innihaldsríku lífí og hafí kvatt þennan heim sáttur við guð og menn styrkir mann ennfremur mikið. Afi fæddist 28. október 1910 og ólst upp á bænum Melum í Svarfað- ardal. Hann giftist árið 1938 henni ömmu minni, Hrefnu Júlíusdóttur, sem lést árið 1990. Eignuðust þau þrjú börn: Nönnu, Höllu Soffíu og Júlíus. Frá því að ég man eftir mér bjuggu þau hjónin í reisulegu húsi sem þau byggðu að Bjarkarbraut 1 á Dalvík. Fyrir mig sem borgarbarn var það ávallt mikið tilhlökkunarefni að komast norður til afa og ömmu á Dalvík. Hjá þeim dvaldi maður í góðu yfírlæti langtímum saman. Húsið þeirra, garðurinn í kring, bíl- skúrinn, bílaverkstæðið og allt um- hverfíð á Dalvík og í Svarfaðardaln- um er í minningunni sveipað ein- hveijum ævintýraljóma. Afí hafði alltaf mikinn áhuga á allskyns vélum og tækjum og hóf hann störf við bifvélavirkjun á Dal- vík 1935 eftir að hafa starfað við fagið í hálft þriðja ár á Akureyri. Réttindi í bifvélavirkjun hlaut afí þegar fagið komst undir iðnlöggjöf- ina. Hann reisti bifreiðaverkstæðið Steðja árið 1938 en árið 1945 flutti Bílaverkstæði Jónasar í stærra hús- næði á Böggviðsstaðarsandi, þar sem nú heitir Bílaverkstæði Dalvík- ur. Árið 1947 seldi afi Kaupfélagi Eyfirðinga verkstæðið en starfaði áfram þar sem framkvæmdastjóri allt þar til hann fór á eftirlaun árið 1978. Þeir eru því orðnir býsna margir bíla-, véla- og tækjaeigend- urnir á Dalvík og í Svarfaðardal, sem hafa á undanfömum áratugum notið vandvirkni og handleikni hans Jónasar Hallgrímssonar. Afí var atorkusamur maður og sannkallaður frumkvöðull. Auk þess að byggja upp og starfrækja bíla- verkstæðið má nefna þátt hans í smíði og uppbyggingu vatnsafl- stöðva á bæjum í Svarfaðardal, smíði ýmiss konar tækjabúnaðar, s.s. heyvagna, og þátt hans í við- haldi og viðgerðum á vélbátum sem komu til hafnar á Dalvík. Þegar hann svo loks hætti á verkstæðinu var hann síður en svo sestur í helg- an stein. Hann réðst í það mikla verk að vinna ljósmyndir í bókaröð um sögu Dalvíkur — en ljósmyndun var meðal helstu áhugamála hans. Þetta starf hans hefur án efa ómet- anlegt sögulegt gildi fyrir íbúa Dalvíkur og Svarfaðardais. Afí var fremur nýjungagjarn maður og fór oft ótroðnar slóðir. Má í þessu nefna lagningu hita- lagna í svalir, tröppur og undir gangstéttina við Bjarkarbraut 1 löngu áður en hitaveitan kom og gerði það raunhæfan kost að tengja þessar lagnir eða það að festa kaup á fjórhjóli til að þeysa um götur bæjarins. Afí hafði gaman af bílum og átti iðulega fleiri en einn bíl. Með snyrti- mennsku og handlagni var séð til þess að bílarnir entust vel og lengi. Samt harðneitaði hann því að hann væri með bíladellu. Mér er vel minn- isstætt þegar ég, fyrir nokkrum árum, spurði hann hvort hann væri með bíladellu. Þá var hann fljótur til svars eins og alltaf og sagði: „Bíladellu, ekki aldeilis ... nú á ég bara tvo bíla. Annan hef ég átt í tæp tuttugu ár og hinn í hálfa öld.“ Sá síðarnefndi er auðvitað Willy’s- jeppinn A-1000, sem hefur verið óaðskiljanlegur hluti af umferðar- sögu Dalvíkur í um hálfa öld. Ferðalög um fjöll og firnindi voru meðal helstu áhugamála afa alla tíð. Það sem heillaði mest voru fjall- göngur, en A-1000 var einnig not- aður til að komast á aðra áhuga- verða staði hér á landi. Á þessum ferðalögum var ljósmyndavélin aldrei langt undan og lætur hann eftir sig mikið og eftirminnilegt ljós- myndasafn frá þessum ferðum. í dag þegar afí verður lagður til hinstu hvílu er mér efst í huga þakklæti fyrir allar samverustund- imar sem við áttum saman í gegn- um árin. Afi var gull af manni, ein- staklega jákvæður og skilningsrík- ur maður. Að kynnast slíkum manni hefur verið ómetanlegt fyrir mig. Ættingjum og vinum samhryggist ég innilega. Blessuð sé minning hans. Jónas. Þann 13. janúar sl. lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri tengdafaðir minn Jónas Hallgríms- son, Bjarkarbraut 1, Dalvík. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, föstudaginn 22. janúar. Mér er einkar ljúft að minnast þessa heiðursmanns nokkmm orð- um. Þar koma til, svo sem að líkum lætur, fremur persónulegar ástæð- ur en þekking á lífshlaupi hans til hlítar. Eigi að síður er ég þess full- viss, að líkt sé farið með mig og hina fjölmörgu samferðamenn og kunningja Jónasar, að við teljum okkur flestir eiga honum skuld að gjalda, þegar leiðir skilja um stund. Eg verð áreiðanlega ekki einn um þann dóm, sem væntanlega má ráða af eftirfarandi minningabrotum, að hér sé kvaddur eftirminnilegur maður, sem skildi eftir sig mikið og gott lífsstarf. Jónas var fæddur þann 28. októ- ber 1910 að Melum i Svarfaðardal, og var því á 83. aldursári er hann lést. Foreldrar hans vom Hallgrím- ur Halldórsson, bóndi þar, og kona hans, Soffía Jóhanna Baldvinsdótt- ir. Jónas var yngstur fímm bama þeirra hjóna, sem öll em nú látinn. Bræðumir vom fíórir, sem allir urðu aldraðir menn, og ein systir, Þóra Sigríður, sem dó á 9. aldursári. Bræðumir vom: Halldór, bóndi á Melum, Sigurpáll, bókbindari, og Þórhallur, sem alla tíð var heilsu- veill og dvaldi á Melum í skjóli bróð- ur síns, meðan hans naut við, en síðustu arin vistmaður á elliheimil- inu í Skjaldarvík. Að Jónasi stóðu sterkir Svarf- dælskir stofnar. Föðurættin hafði búið góðu búi mann fram af manni á Melum en í móðurætt var hann kominn af hinni fjölmennu Böggvis- staðaætt. í bókinni „Svarfdæling- ar“ eftir Stefán Aðalsteinsson, er afa Jónasar, Halldóri Hallgríms- syni, lýst efnislega á þann veg, að hann hafí verið góður búmaður, mildur í skapi, friðsamur og hjúa- sæll. í sömu bók er föður Jónasar, Hallgrími, lýst þannig, að hann hafi leitað sér góðrar menntunar að þeirra tíðar hætti, verið gagn- fræðingur frá Möðmvöllum og stundað kennslu í Svarfaðardal áð- ur en hann tók við búskap á föður- leifð. Um búskaparhætti Hallgríms segir, að hann hafí verið góður búmaður á gamla vísu en lítill fjáraflamaður. Honum er þannig lýst, að hann hafí verið: „.. .fremur lágvaxinn, fríður sýnum og hvatleg- ur í hreyfíngum, glaðvær og hressi- legur í fasi.“ Þá er frá því greint, að Hallgrímur hafi verið listelskur og áhugamaður um íþróttir, hann hafí leikið á ýmis hljóðfæri og hafí því verið aufúsugestur þar sem menn komu saman til samkomu- halds eða skemmtana. Hann var organisti í Urðakirkju í 40 ár, hreppstjóri í áratugi og gegndi auk þess ýmsum opinberum störfum fyrir sveit sína. Úm móður Jónasar, Soffíu Jóhönnu, segir í sömu heim- ild, að hún hafí verið mikilhæf kona, svo sem hún átti kyn til, og á henni hafí hvílt allt heimilishald á þessu mikla menningarheimili. Þegar litið er til þessara persónu- lýsinga eru væntanlega flestir sam- mála um að Jónasi hafí kippt í kyn- ið í flestum þessum efnum þótt hann hneigðist ekki til búskapar. Svo sem þarna kemur fram má segja, að Jónas hafi alist upp við góðar aðstæður á þess tíma mæli- kvarða. Hann naut farkennslu sem aðrir unglingar en taldi sig í raun aldrei hafa komið í eiginlegan skóla. Hinsvegar hafí bókakostur verið góður á heimilinu og mikið lesið, og, eins hann orðaði það stundum, allt lesið sem hönd á festi, m.a. danskar bækur og blöð sem faðir hans var áskrifandi að. Honum var tíðrætt um æskuheimili sitt og minntist þess alltaf með hlýhug og virðingu. Uppeldisáhrifin þaðan settu ævarandi mark á persónugerð hans og viðhorf til manna og mál- efna. Hann var fastheldinn á fomar hefðir og raunar íhaldssamur í bestu merkingu þess orðs. Þrátt fyrir það var hann maður nútímans og tækninnar og sífellt leitandi góðra færa í þeim efnum. Hvað sem formlegri skólagöngu leið, þá var Jónas í raun fjölmennt- aður maður. Hann nam í þeirri „akdademíu" sem mörgum hefur best dugað, góðu bemskuheimili, þar sem mikil lestur var stundaður og fróðleik miðlað með margvísleg- um hætti. Síðan tók við skóli lífsins með öllum sínum margbreytileika og möguleikum. Þar var Jónas góð- ur nemandi og eftirtekjan mikil að vöxtum og góð. Þótt rætur hans stæðu í sveitinni og sveitamenningu hneigðist hugur hans ekki til búskapar. Hann heill- aðist af vélum og þeim tæknifram- fömm, sem voru að ryðja sér til rúms á uppvaxtarárum hans. Allt var lesið um vélar, bíla og ekki hvað síst rafmagn, sem hönd á festi. Hann fór að heiman um tvítugt á vit þessara tækniundra. Tækifærin voru þó ekki mörg fyrir fátækan sveitapilt. Á Akureyri komst hann í vinnu við bílaviðgerðir hjá góðu fyrirtæki. Þar vann hann í tvö og hálft ár við góðan og vaxandi orðstí. Bifvélavirkjun var þá ekki löggilt iðngrein en er breyting varð á í þeim efnum fékk Jónas réttindi sem slíkur. Árið 1935 fluttist hann til Dalvíkur og stofnaði Bílaverkstæði Dalvíkur, sem hann rak fyrst í leiguhúsnæði en seinna í eigin hús- næði, húsi sem hann nefndi „Steðja", sem hann byggði sjálfur árið 1938 sem bæði íbúðarhús og verkstæði. Þar rak hann verkstæði sitt til ársins 1945 er hann byggði á ný hús undir verkstæðið, þar sem það stendur ennþá suður á Sandi, eins og þeir kalla það sín á milli. Árið 1947 urðu þau umskipti í þess- um rekstri hans, að Kaupfélag Ey- firðinga keypti verkstæðishúsið og reksturinn. Jónas gerðist forstjóri fyrirtækisins og starfaði þar óslitið sem slíkur til ársins 1978, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Fyrirtækið óx jafnt og þétt undir stjóm Jónasar og hafði með hönd- um viðgerðarþjónustu á bifreiðum, búvélum og bátavélum auk milli- göngu um sölu á slíkum vélbúnaði og varahlutum til þeirra. Þessu fylgdu vaxandi mannaforráð. Farn- aðist Jónasi í þeim efnum eins og að framan er greint um afa hans, að hann var hjúasæll. Sömu menn unnu hjá honum árum og áratugum saman. Þessum mönnum kynntist ég mörgum persónulega og var það sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu gott og gagnkvæmt traust ríkti með þeim. Margir þeirra höfðu lært iðngrein sína undir hans hand- leiðslu og ílengdust síðan í starfí. Sumir þessara manna eru þegar gengnir en aðrir munu án efa fylgja þessum gamla húsbónda sínum síð- asta spölin og votta honum með þeim hætti þökk sína og virðingu. Hinir fjölmörgu viðskiptamenn hans til sjávar og sveita munu án efa hugsa til hans með hlýhug og þakklæti, þegar hann er nú kvadd- ur. Eðli starfa hans var með þeim hætti, að menn þurftu að leita til hans í vandræðum sínum jafnt á degi sem nóttu, og jafnt á helgum dögum sem virkum. Öllum var sinnt eftir bestu getu með sama ljúfa geðinu. Þessi ríka þjónustulund var honum sökum upplags síns og mannkosta svo eiginleg og sjálf- sögð, að aldrei heyrði ég hann minn- ast á það, að hann ætti inni greiða hjá nokkrum manni. Þessu var þó öðruvísi varið frá sjónarhóli vina hans og viðskiptamanna. Við sem næst honum stóðu fundum það svo glögglega að allir töldu sig eiga honum greiða að gjalda og vildu greiða götu hans, hvenær sem á þurfti að halda og unnt var að koma því við. í þessu fólst auðlegð hans því fjáraflamaður var hann ekki frekar en sagt var um föður hans. Jónas taldi sig mikinn hamingju- mann í einkalífí sínu. Hann kvænt- ist árið 1938 glæsilegri og mikil- hæfri konu, Hrefnu Júlíusdóttur. Hún var dóttir Júlíusar Bjömsson- ar, skipstjóra og útgerðarmanns á Dalvík, og konu hans, Jónínu Jóns- dóttur. Eg átti því láni að fagna að fá að kynnast Jónínu á síðustu æviárum hennar. Ekki fór á milli mála, að þar fór mikilhæf kona. Þau hjónin voru ein hinna harðsæ- knu frumbyggja Dalvíkur og reistu sér þar glæsilegt hús sem enn stendur, sem þaú nefndu Sunnu- hvol. Þau áttu margt mannvæn- legra barna. Upp komust fjórir bræður og þijár systur, eftir því sem ég best man. Þá ólu þau upp, svo sem þá var títt, önnur böm í lengri og skemmri tíma. Systkini þessi voru gjarnan kennd við húsið og nefnd Sunnuhvolssystur eða bræð- ur. Af þeim er komið margt mann- vænlegt fólk á Dalvík og víðar um land. Þau Jónas og Hrefna hófu sinn alvörubúskap í Steðja, svo sem áður er getið, en seinna byggðu þau sér fallegt tveggja hæða hús að Bjark- arbraut 1, þar sem þau bjuggu all- an sinn búskap eftir það. Hús þetta ber sem margt annað, sem Jónas tók sér fyrir hendur, vott um stór- hug hans og smekkvísi. Hann mun í raun hafa teiknað það sjálfur, en völundurinn og heiðursmaðurinn Jón Stefánsson, smiður, sem kennd- ur var við hús sitt Hvol á Dalvík, gjarnan nefndur Jonni í Hvoli og allir Dalvíkingar þekkja, byggði húsið. Margt var í gerð hússins sem vakti forvitni manna og umtal, t.d. stærri og óvenjuleg gluggagerð, stórar svalir og fallegur inngangur til efri hæðar. Þá lagði hann rör í stigatröppur utanhúss og stigapalla með það í huga að leiða í þær heitt vatn þegar fram liðu stundir. Slíkt fór ekki að tíðkast fyrr en 30 árum seinna, svo þetta er með öðru gott dæmi um framsýni hans í þessum sem öðrum efnum. Jónas sagði mér margar skemmtilegar sögur af Jonna smið, sem enn lifir í hárri elli og þótti einkar hreinskiptinn og sagði mein- ingu sína umbúðalaust. Meðal ann- ars sagði hann þá sögu, að Jonni hefði borið upp við sig áhyggjur sínar af því, að erfítt kynni að verða fá „stofnauka" fyrir öllu því glugga- tjaldaefni sem þyrfti fyrir alla þessa stóru glugga í húsinu. Þessu hafi hann hreyft í góðri meiningu áður en húsið var steypt upp, og að sögn Jónasar í því skyni að fá hann til að íhuga hvort ekki væri ástæða til að minnka gluggana áður en í óefni væri komið. Á þessum árum var allt skammtað, þ.m.t. öll vefn- aðarvara, svo ekki var ástæðulaust að Jonni gamli hefði af þessu nokkr- ar áhyggjur. Þau Jónas og Hrefna eignuðust þijú börn, tvær dætur og einn son. Þau eru: Nanna Þóra, hjúkrunar- fræðingur, gift undirrituðum, Halla Soffía, söngvari og tónlistarkenn- ari, gift Antoni Angantýssyni, verslunarmanni, og Júlíus, bifreiða- smiður og málari, en sambýliskona hans er Mjöll Hólm. Barnabömin urðu níu og eru sex þeirra á lífí. Tvo mannvænlega syni, Jónas Björgvin og Egil, þá á unglings- aldri, misstu þau Halla og Anton af slysförum á áttunda áratugnum. Einnig missti Júlíus dóttur, Hrefnu, nokkrum árum síðar með sviplegum hætti. Þessi ástvinamissir var þeim Hrefnu og Jónasi mikið harmsefni, sérstaklega fyrir það, að öll þessi böm höfðu alist upp í návist þeirra að Bjarkarbraut 1, og þau bundið við þau miklu ástfóstri. í sorginni sýndi Jónas sem endranær mikið þrek og stillingu. Margir þurftu þar huggunar við, ekki hvað síst for- eldrar barnanna. Með Guðs hjálp og góðra manna komust allir yfír þessi áföll um síðir og var Jónas þar sú eik sem aldrei brast þótt hún bognaði stundum mikið í þeim átök- um. Hrefna lést árið 1990 og hafði þá átt við mikla vanheilsu að stríða í mörg ár. Aðdáunarvert var og eftir því víða tekið hversu vel Jónas annaðist Hrefnu á þessum erfíðu tímum. Honum var það einstaklega lagið að veita henni hjálp og aðstoð á þann veg, að hún fann sig nýti- lega við þau húsverk sem hún hafði heilsu til að inna af hendi. Þetta er ekki aðeins vandaverk og krefst mikils andlegs og líkamlegs styrk- leika hjá þeim sem hjálpina veitir, heldur ótrúlegt þolinmæðisverk ef vel á að takast. Allar þessar raunir stóðst Jónas með miklum ágætum. Við þessar aðstæður reynir fyrst á manninn, ekki hvað síst á sálarþrek og mannkosti. Af hvoru tveggja virtist Jónas alltaf eiga nóg af að taka. Það er mörgum nokkuð áhyggju- efni, að hveiju skuli hverfa þegar látið er af störfum fyrir aldurs sak- ir, sérstaklega þegar menn njóta þá enn góðrar heilsu. Þetta var Jónasi aldrei áhyggjuefni. Hann hafði meðfram starfí átt sér mörg áhugamál. Hann naut þess að ferð- ast um landið og skoða náttúru þess. Hann hafði um langt árabil stundað fjallgöngur og hálendis- ferðir á sinni frægu jeppabifreið A1000, sem er árgerð 1942 og enn í notkun og vel á sig komin. Ná- tengt þessum ferðaáhuga var annað tómstundaáhugamál hans en það var ljósmyndun. Hann eignaðist snemma myndavél, las sér til í þeim efnum sem öðrum og náði fljótt góðum og að sumra mati listrænum tökum á þessu viðfangsefni. Hann eignaðist fljótt góðan tækjakost og fór snemma að framkalla sjálfur sínar myndir og stækka. Myndasafn hans varð brátt mikið að vöxtum og vel þekkt, og þangað sóttu marg- ir góðan feng. Eitt af þeim verkefn- um sem Jónas tók að sér eftir að hann lét af störfum árið 1978 var söfnun og vinnsla allra mynda í hið veglega rit „Saga Dalvíkur", sem kom út á vegum Dalvíkurbæjar í fjórum bindum á árunum 1978 til 1985. Oft gat hann þess við mig, hversu ánægjulegt honum þótti að fást við þetta verk, og ekki síður allt samstarf við ritnefnd verksins og sama vissi ég að gilti um þá ágætu menn. Það starf leysti hann af hendi með sömu alúð og allt annað og var þar hvorki horft í tíma né fyrirhöfn. Hið mikla myndasafn Jónasar er nú í eigu byggðasafns Dalvíkur og í góðri hirðu þar. Byggðasafninu sýndi Jónas að öðru leyti mikinn áhuga og lét af hendi þangað marga eigulega muni, einkum sem hann hafði hirt og varðveitt frá æskuheimili sínu að Melum. Hann var margfróður um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.