Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 me& þig. pteytéu fyrir 150 tcr ttm nocgrenrUo." TM Reg. U.S Pat Off.—all rlghts reserved ® 1992 Los Angeles Tlmes Syndicete Hvenær Iýkur þessum fót- boialeik? HÖGNI HREKKVÍSI » HAKIN EK./H E.O NESTl HANPA OKKUR./' BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Fiskvinnsla á íslandi Frá Magnúsi Herði Hákonarsyni: Af hveiju mega erlend fyrirtæki ekki eiga í fiskvinnslunni með því skilyrði að fullvinnslan fari fram hér? Eins og flestir eflaust vita mega erlend fyrirtæki ekki eiga í útgerð og fiskvinnslu hér á landi. Þeir eru að vísu óbeinir eignaraðilar sums staðar t.d. Granda. Hvað viðvíkur útgerðinni eru flestir sammála um Frá Sigríði Jóhannsdóttur Er ég fær um að koma skoðun- um mínum á framfæri þegar þörf er á því? Get ég komið fram á fundi, tekið þátt í umræðum, lagt fram skýrslu, undirbúið dagskrá eða skil ég fundarsköp? Hafa þessar spurningar komið í huga þinn þegar þú ert að fara á fund eða einhvern stað þar sem þú þarft að takast á við hina ýmsu þætti mannlegs lífs? Fyrir nokkrum árum var ég á stórum fundi og komu þá svipaðar spurningar upp í huga minn. Sem betur fer var ég svo heppin að þurfa aðeins að rétta upp hönd við og við til að samþykkja einhverjar tillögur sem aðrir fluttu. Þessi fundur var afar skemmtilegur og samtökin sem að honum stóðu voru með eitt af áhugamálum mín- um á stefnuskránni. Mig langaði til að vera í þeim og vinna þar gagn. í þessum hugleiðingum mundi ég eftir að hafa heyrt um ITC-samtökin. Ef til vill voru þau eitthvað fyrir mig. að láta ekki erlenda aðila fá beina eignaraðild. Hvað viðkemur fisk- vinnslunni tel ég að gegni allt öðru máli. í stuttu máli sagt á að leyfa erlendum aðilum að eiga í físk- vinnslunni, með þeim skilyrðum þó að hráefnið (fiskurinn) sé unnið á hæsta vinnslustig, m.ö.o. tilreidd- ir fiskréttir, sem tilbúnir eru beint á síðasta söluþrep til neytandans. Til þess að þetta mætti verða yrði að sjálfsögðu að eiga sér stað laga- Þetta var að haustlagi, á þeim tíma sem ITC-samtökin eru oft að auglýsa kynningarfundi sína. Ég dreif mig á kynningarfund og í framhaldi af því gekk ég í samtök- in. Ég hef ekki séð eftir því. ITC hefur veitt mér þjálfun í fundarsköpum, dagskrárgerð og ekki síst mannlegum samskiptum. Ég hafði oft staðið mig að því að vanmeta fólk og það á ef til vill að um fleiri. Hjá ITC-samtökunum hef ég öðlast gleggra auga fyrir því að allir hafa eitthvað til brunns að bera. Ég veit ekki hvernig hefði farið á fyrmefndum fundi ef ég hefði þurft að standa upp og segja nokk- ur orð. Nú þremur árum síðar þori ég að segja skoðanir mínar annars staðar en við eldhúsborðið heima og takast á við hin ýmsu verkefni. Konur, ef ykkur langar til að koma skoðunum ykkar á framfæri af sannfæringu og öryggi er ITC eitthvað fyrir ykkur. SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Skjólbraut 6, Kópavogi. breyting um eignaraðild erlendra aðila á fiskvinnslunni. Og þar sem útgerð og vinnsla væri með sömu eigendum yrði að skipta útgerð og vinnslu í sitt hvort fyrirtækið, þannig að erlendir aðilar gætu átt í vinnslunni eins og áður sagði, eða stofnað nýtt vinnslufyrirtæki. Kostir við þessar breytingar tel ég vera að fiskur sem fluttur er út óunninn yrði fullunninn hér á landi. Þannig gæti fjölgað atvinnutæki- færum verulega auk margföldun- aráhrifa sem fylgdu í kjölfarið. Skuldsett íslenskt fyrirtæki gætu þannig hugsanlega fengið ódýrara fjármagn og ef rekstrarstaða fisk- vinnslufyrirtækja batnar ætti verð á íslenskum fískmörkuðum að hækka. Utgerðir skipa sem sigla með aflann eða selja út í gámum fengju aukið svigrúm til að velja, hvort þau seldu á íslenskum eða erlendum fiskimörkuðum. Fisk- vinnslan ætti að geta fengið nýrra og betra hráefni með aukinni hlut- deild innlendra fiskimarkaða, þannig að vöruvöndun yrði betri. Eignaraðild erlendra dreifingarað- ila sjávarafurða ætti t.d. að geta leitt til markvissari og öflugri markaðsstarfsemi erlendis, þar sem framleiðendur væru komnir í nánara samband við erlenda neyt- endur/kaupendur. Þau fyrirtæki sem erlendir aðilar væru ekki eig- endur að gætu sameinast um fram- leiðslu og gæðastaðla og selt til erlendra fyrirtækja fullunna afurð. Við þetta mundi aukin framleiðslu- og tækniþekking koma inn í landið og staðbundin þekking nýtast bet- ur. Hugsanlega yrði að byija með tilraunafyrirtæki, þannig að nægur tími væri til að sníða af helstu agnúa og koma í veg fyrir auka- og hliðarverkanir. MAGNÚS H. HÁKONARSON, Kleppsvegi 134, Reylq'avík. Hvað getur ITC gert fyrir konur? Víkveiji skrifar Víkveija hefur borist eftirfar- andi bréf frá Stefáni Kjart- anssyni, forstöðumanni Sundhallar Reykjavíkur: „Kæri Víkveiji. Að gefnu tilefni vil ég svara leiðinlegum aðdrótt- unum að starfsfólki Sundhallar Reykjavíkur í blaði þínu þann 16. janúar. I lok greinar þinnar óskar þú eftir röksemdum fyrir þeim reglum að nemar í skólasundi megi ekki þurrka hárið í hárþurrku að loknu sundi. Ég sem forstöðu- maður kannast ekki við að sú regla sé í gildi. En þegar skólasundi lýk- ur hafa nemar 30 mínútur til að fara í bað, þurrka sér og koma sér úr, áður en næsti bekkur kemur og þarf að nota sömu fataskápa. I hveijum tíma eru 40 til 50 nem- ar þar af 25 stúlkur. Ef þær ættu allar að geta þurrkað hárið á þeim fáu mínútum sem þær hafa þyrfti að fjölga þurrkunum, en það stend- ur ekki til vegna hávaða sem þær valda. Einnig er rétt að það komi fram að flestir nemar í skólasundi í Sundhöll Reykjavíkur eru keyrðir í rútu fram og til baka úr sínum skóla. Því þarf starfsfólk að reka nokuð á eftir nemum svo þeir missi ekki af bflnum. Af sömu ástæðu er nemum meinaðir aðgangur að pottum. Það má vera að starfsstúlka hafl tekið þannig til orða að hár- þurrkurnar væru aðeins fyrir við- skiptavini ef svo er þá biðjum við afsökunar á því. Nú vona ég að Víkveiji skilji hvað starfsfólki gangi til þegar það er að sinna skyldustörfum sínum.“ xxx annig lýkur bréfi forstöðu- manns Sundhallarinnar sem skrifað er í tilefni af pistli Vík- verja síðastliðinn laugardag, þar sem rakin var reynslusaga ungl- ingsstúlku sem neitað hafði verið um aðgang að hárþurrku í bún- ingsherbergjum hallarinnar. Ekki dregur Víkveiji í efa — og veit raunar af eigin reynslu — að tals- verður hávaði og fyrirgangur getur fylgt ijölmennum unglingahópum í sundlaugum. Enginn vafi er á því að oft og einatt þarf starfsfólk Sundhallarinnar að sýna lipurð, þolinmæði og jafnvel langlundar- geð í slíkum samskiptum, þar á meðal í tilvikum eins og því sem Stefán Kjartansson gerir að um- talsefni, þegar koma þarf tugum unglinga á hálfri klukkustund úr baði og út í rútu, sem bíður fyrir utan. xxx Hins vegar vildi svo til í því dæmi sem Víkveiji gerði að umtalsefni að þar voru á ferðinni íjórar stúlkur á 13. ári, úr bekk sem skipt hefur verið í nokkra hópa og sækir hver hópurinn, 8 börn af báðum kynjum, skólasund einu sinni í viku hálfan veturinn og er þá ýmist farið gangandi eða í strætisvagni. Stefán minntist ekki á þessa útfærslu á skipulagi skólasundsins í bréfí sínu en Vík- verja virðist líklegt að því fylgi hagræði fyrir starfsfólk Sundhall- arinnar og sé til þess fallið að auðvelda því skyldustörfin. Þannig verði síður aðkallandi fyrir starfsfólk Sundhallarinnar að viðhafa sérstakan viðbúnað til að koma skólabörnum út úr búnings- klefunum með hraði og takmarka í því skyni aðgang þeirra að hlutum eins og hárþurrkum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.