Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1993 45 Einangrun Islands frá öðrum Evrópulöndum Frá Ólafi Briem: Mikillar þröngsýni gætir hjá mörgum alþingismönnum í sam- bandi við flest mál varðandi Evr- ópubandalagið og gera sumir þeirra allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hræða almenning og minnir það á gömlu sögurnar um Grýlu sem börnum voru sagðar fyrr á tím- um til þess að hræða þau. Staðreyndirnar um EB eru hins vegar allt aðrar, en eins og flestir vita er hugsjón og markmið forvíg- ismanna EB í stuttu máli það eitt að ríki Vestur-Evrópu myndi með sér ríkjasamband að fyrirmynd Bandaríkja Norður-Ameríku. Þessa hugsjón styðja nú allar Norðurlandaþjóðirnar að íslandi einu undanskildu. Þá er ekki undar- legt þótt sú hugsun vakni að kannski sé ástæða fyrir þröngsýni áðurnefndra alþingismanna sú ein að háttvirtir alþingismenn séu hræddir um að við inngöngu í EB missi þeir spón úr askinum sínum, þ.e. að völd þeirra minnki og flytj- ist kannski til Brussel. Sú hræðsla mun vera með öllu óþörf, enda veit ég ekki til þess að innanríkismál nokkurs hinna 50 sambandsríkja Bandaríkjanna hafa nokkurn tíma verið skert með lög- boði frá Washington. En því miður hafa alltaf verið til þröngsýnismenn á íslandi, en til allrar hamingju hafa þeir stundum orðið að láta í minni pokann og minnist ég helst þess tima er hinn mikii framsýnismaður dr. Bjami heitinn Benediktsson, er ég álít að verið hafi einn mikilhæfasti maður sem við höfum átt, barðist fyrir því að reist yrði íslenzk stóriðja, þ.e. álverið við Straumsvík sem var um leið forsenda byggingar hinna stóm orkuvera sem við eigum í dag. Á þeim tímum var dr. Bjarni af mörgum kallaður föðurlandssvikari og sagt að hann vildi selja landið erlendu auðvaldi. Menn hugsa öðruvísi í dag og þakka dr. Bjarna brautryðjenda- starf hans. Eftir nokkur ár í röð sambands- ríkja EB munu íslendingar einnig líta til baka með þakklætishug til þeirra þjóðkjörnu manna og kvenna er báru gæfu til þess að feta í fót- spor dr. Bjama Benediktssonar hvað framsýni snertir. Að lokum vil ég beina orðum mínum til allra landa, búsettra á íslandi. Látið rödd ykkar heyrast og krefjist þess af hinu háa Alþingi að ísland heltist ekki úr lestinni heldur haldi áfram framfömm í hópi Evrópuþjóða í fylgd hinna Norðurlandaþjóðanna, þ.e. frænda okkar. ÓLAFUR BRIEM Málarvágen 22, Huddinge Svíþjóð LEIÐRÉTTING Misskilningnr í frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í fýrradag um viðræður Islenskrar verslunar og Landsbankans kom fram að fýrirtækin, sem mynda ís- lenska verslun hefðu sagt skilið við Verslunarráðið. Hér er um misskiln- ing að ræða, aðeins slitnaði upp úr samstarfi um skrifstofurekstur. Brengluð upp- skrift Við vinnslu blaðsins í gær féllu niður á nokkrum stöðum hlutföll hráefna í uppskrift sem birtist að fýlltum hrognum með piparrótar- sósu. Hér koma hlutföllin eins og þau eiga að vera. I fyllingu: '4 rauð paprika 'A laukur í sósuna: Vi bréf marin piparrót V2-I msk. hunang VELVAKANDI GÆLUDÝR Þymirós hvarf þann 17.1. frá Bárugötu 7. Hún er 10 mánaða, smávaxin læða, hvít með gul- brúnum og svörtum flekkjum. Fólk er beðið að athuga í bíl- skúra og kjallara. Upplýsingar í síma 11409. Fundarlaun. * Fjórir fallegir, fjörugir og kassavanir kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar síma 40108. * Af sérstökum ástæðum vantar tvo unga, vel uppalda og þrifna ; fressketti gott heimili. Þeir eru eins árs, blíðir og góðir og mjög samrýndir. Búið er að gelda þá. Upplýs- ingar í síma 625249 og 14671. ♦ Tveir páfagaukar, par, óska eftir heimili hjá góðri fjöl- skyldu. Búrið fylgir ekki með. Upplýsingar í síma 679686 eft- ir kl. 20.00. TAPAÐ - FUNDIÐ Fundist hafa svartir kvenleðurhanskar við Garðakaup í Garðabæ þriðjudaginn 19. þ.m. Upplýsingar í síma 52980. * Gullarmband tapaðist í Laugardagslauginni sl. laugar- dag. Finnandi vinsamlega hafí samband í síma 616888. * Ljós rykfrakki með seðla- veski, skilríkjum og Iyklum í vasanum tapaðist sennilega á leiðinni úr Bankastræti og gegnum miðbæinn á Miðbæjar- lögreglustöðina aðfararnótt laugardags. Finnandi vinsam- lega hafi samband í síma Hagnýt tölvunotkun Alhliða tölvuþjálfun fyriralla! Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar ®qP Grensásvegi 16 i Kristjá 1 stofnaður 1. mars 1986 © EGLA -RÖÐ OG REGLA Margir litir margar stærðir. Þessi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. Múlalundur Vinnustofa SIBS Símar: 628450 688420 688459 Fax28819

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.