Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.01.1993, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR HAIMDKNATTLEIKUR „Ekki draumur gamla maunsinsu Atli Hilmarsson hættur með Fram Eyjólfur Bragason tekurvið þjálfun Framliðsins Atli Hilmarsson er hættur sem þjálfari Fram. Samkomulag varð á milli hans og stjómar handknattleiksdeildar félagsins í kjölfar leiks Fram og ÍBV, að Atli léti af störfum. Atli hefur þjálfað Framliðið tvö sl. keppnistímabil. Framarar ræddu í gær við Eyjólf Bragason, fyrrum þjálf- ara HK, ÍR og Stjörnunnar, og óskuðu eftir að hann tæki við þjálfun Framliðsins út keppnistímabilsins. Eyjólfur varð við ósk Framara og stjórn- ar hann sinni fyrstu æfmgu hjá Fram í kvöld. Eyjólfur B. „Bjargvætturinn að norðan" fór með til Noregs Alfreð svaraði kalli Þorbergs Alfreð Gíslason lék síðast með landsliðinu fyrir þrem- urárum gegn Frökkum ÍHM íTékkóslóvakíu ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari íhandknattleik, hefur kallað á Alfreð Gíslason til liðs við landsliðið eftir að Ijóst var að Júlíus Jónasson og Gunnar Gunnarsson gátu ekki leikið með iiðinu í Lotto-keppninni í Noregi. „Það er mikill styrkur að fá Alfreð til liðs við okkur eftir hinar neikvæðu umræður sem hafa spunnist í kringum ferð landsiiðsins. Það er lyftistöng fyrir ungu strákana að Alfreð bætist i hópinn," sagði Þorbergur. Tveir tapleikir Islenska badmintonlandsliðið tap- I Frökkum og Búlgörum. Broddi og aði, 3:4, fyrir bæði Frökkum og Árni Þór unnu í einliðaleik og Búlgörum í Evrópukeppni B-þjóða Broddi og Jón P. Zimsen í tvíliða- í Pressbaum í Áusturríki í gær. leik. íslenska liðið leikur um níunda Karlaleikimir þrír unnust gegn | til tólfta sætið í dag. Hafdís með stórieik Hafdís Helgadóttir átti stórleik með ÍS bæði í vörn og sókn þegar ÍS lagði KR, 37:45, í gær- kvöldi. Hafdís fór á kostum og skor- áði 21 stig. KR-liðið byijaði vel og náði góðu forskoti, en þegar líða fór á leikin fóm ÍS-stúlkurnar að sýna klærnar. Þær léku mjög góðan varnarleik í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn. __________Guðbjörg Norðfjörð. ÚRSLIT Handknattleikur 1. deild kvenna: Ármann - ÍBV............26:28 2. deild karla: Ármann-UMFA.............18:28 Fjölnir - KR............23:25 Körfuknattleikur KR-ÍS 37:45 fþróttahús Hagaskóla: Gangur leiksins: 4:0, 6:4, 14:6, 17:6, 19:15, 21:15. 21:25, 27.26, 31:28, 35:32, 35:41, 37:45. Stig KR: Hildur Þorsteinsdóttir 10, Anna Gunnarsdóttir 10, Helga Þorvaldsdóttir 7, Guðbjörg Norðfjörð 6, Hrund Lárusdóttir 2, Alda Valdimarsdóttir 2. Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 21, Ásta Ósk- arsdóttir 7, Marta Guðmundsdóttir 6, Elín- borg Guðmundsdóttir 5, Unnur Hallgríms- dóttir 4, Díanna Gunnarsdóttir 2. Dómarar: Björn Leósson. og Björgvih Rúnarsson. Alfreð lék síðast með landsliðinu fyrir þremur árum - í sögu- legum morgunleik gegn Frökkum í HM-keppninni í Tékkóslóvakíu, 23:29. „Alfreð var tilbúinn að hlaupa í skarðið núna. Það hefur ekkert verið ákveðið um framhald- ið,“ sagði Þorbergur, þegar hann var spurður um hvort að Alfreð yrði með í heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð. Þorbergur kallaði einnig á Guð- jón Ámason, leikstjómanda FH- liðsins. Aðeins tveir markverðir fara til Noregs þar sem Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður ÍBV, gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Héðinn Gilsson, Diisseldorf, og Konráð Olavson, Dortmund, geta ekki leikið fyrsta leikinn - gegn Norðmönnum á morgun, þar sem þeir em að leika með félögum sínum í Þýskalandi. Norðmenn hafa verið íslending- Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Bjargvættunnnu Alfreð Gíslason kom með tösku sína til Reykjavíkur í gær, aðeins fímm klukku- stundum eftir að hann varð við ósk Þorbergs Aðalsteinssonar, landsliðsþjálf- ara, og hann heldur með landsliðinu til Noregs í dag. Hér á myndunum sést Alfreð stíga út úr flugvél frá Akureyri og taka töksu sína af færibandinu í flugafgreiðslunni á Reykjavíkurflugvelli. segir Alfreð Gíslason. „Það var erfitt að segja; Nei - þegar kallið kom" Alfreð Gíslason - „Bjargvættur- inn að norðan“ eins og hann var kallaður í herbúðum HSI í gær, gaf Þorbergi jákvætt svar rétt fyrir hádegi í gær. Alfreð fór síðan heim að pakka niður og var kominn til Reykjavíkur kl. 16. „Þetta er ekki draumur gamla mannsins. Ég lét undan ákveðnum þrýstingi frá landsliðsþjálfaranum. Þegar ljóst var að Júlíus Jónasson og Gunnar Gunnarsson kæmust ekki vegna meiðsla, var erfitt að segja nei þegar kallið kom - og tilkynnt að það væri þörf á kröftum mínum. Það sem Kristján Arason er meiddur mun mitt verkefni í Noregi eflaust verða að styrkja vamarleikinn og styðja við bakið á ungu strákunum Einari Gunnari Sigurðssyni og Pat- reki Jóhannessyni,“ sagði Alfreð. - Eru þetta fyrstu skref þín í átt að HM í Svíþjóð? „Ég var aðeins fenginn í þetta ákveðna verkefni í Noregi. Það verð- ur svo að koma í ljós hvort að ökkl- inn þoli álagið, en hann bólgnar upp eftir hvem leik sem ég leik. í Noregi verða leiknir fimm leikir á jafnmörg- um dögum. Það getur verið að ég verði að leika síðustu leikina í snjóbomsum,“ sagði Alfreð. Gunnar Gunnarsson frá keppni í tíu daga Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkings, og leikstjórnandi landsliðs- ins, meiddist í leiknum gegn FH og verður hann að taka sér hvfld frá æfingum og keppni í tíu daga - vonast eftir að verða orð- inn góður fyrir leik gegn Eyjamönnunm 31. janúar. „Vöðvi aftan á kálfa slitnaði. Þetta hefur komið fyrir mig áður,“ sagði Gunnar, sem varð að slappa ferð landsliðsins til Noregs. íslendingar einiráfaiati Islenska landsliðið í handknatt- leik leikur aðeins tvo leiki í sömu höll og aðrar þjóðir sem taka þátt í Lotto-mótinu. Mótið verður sett á morgun og fara þá leikimir þrír fram í Drammen og á loka- degi fara allir leikimir fram í Osló. Island leikur gegn Noregi í fyrsta leik, en siðast gegn Itaiíu. Annar leikur íslands verður gegn Hollendingum i Kolbotn, en þá fai-a hinir tveir leikimir í mótinu fram í Totenhallen. Þriðji leikurlnn - gegn Rússum, verður í Nanne- stad, en þá verða hinir tveir leikim- ir í Hamar. ísland leikur síðan gegn Rúmeníu í Bærum, en aðrir leikir í íjórðu umferð fara fram í hinni glæsilegu Runarshöllinni f Sandefjörd. um erfiðir í sex síðustu landsleikj- um. íslendingar hafa unnið einn leik, gert eitt jafntefli ogtapað fjór- um frá 1990. Þá voru leiknir tveir leikir undir stjórn Einars Þorvarðar- sonar í Osló og Þorbergur Aðal- steinsson kom þá til Oslóar frá Svíþjóð til að ganga frá samningum vegna starfs hans sem landsliðs- þjálfari. Fimm leikmenn sem Iéku þá, leika með í Lotto-keppninni; Bergsveinn Bergsveinsson, Guð- mundur Hrafnkelsson, Valdimar Grímsson, Gunnar Beinteinsson og Sigurður Sveinsson. Landsliðið lék þrisvar gegn Rúm- eníu 1990 og vann þá tvo leiki og tapaði einum. Það sama var upp á teningnum þegar leikið var gegn Rússum, þrjá. leiki, 1991. ísland tapaði síðast, 22:27, fyrir Hollandi í Danmörku í desmber sl., en vann Ítalíu stórt, 27:20, í Ungveijalandi 1991. Stefán og Rögnvald til Noregs - og Frakklands Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson verða meðal dóm- ara á Lotto-mótinu í Noregi um helg- ina, og dæma einnig á alþjóðlegu móti í Frakklandi í næsta mánuði. íslenska dómaraparið fer utan á morgun og verður til vara í fyrstu umferð Lottó-mótsins á annað kvöld. Þeir Stefán og Rögnvald dæma síðan dag hvem frá sunnudegi til miðviku- dags, alls íjóra leiki, en ekki er enn vitað viðureignir hvaða þjóða. Þeir dæma síðan á Tournoi de Paris, fjögurra þjóða móti í París 2^—. til 28. febrúar nk., en þar taka þátT landslið Frakklands, Svíþjóðar, Aust- urríkis og Suður Kóreu. _ Ikvöld Körfuknattleikur 1. deild karla: Akranes: ÍA-Höttur ...kl. 20.30 Handknattleikur 2. deild karla: Keflavík: HKN-UBK kl. 20 Strandgata: 'ÍH - Grótta... kl. 20 KORFUKNATTLEIKUR BADMINTON / EM B-ÞJOÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.