Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 4
i 4 FRÉTTIR/YFIRUT lUVtUUKOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 ERLENT INNLENT Hagvöxtur glæðist eft- ir þrjú ár Áætlað er að enginn hagvöxtur verði að jafnaði hér á landi á árun- um 1993 til 1995. Hann glæðist hins vegar í 2% til 3% á ári frá árinu 1996 að því er segir í endur- skoðaðri áætlun Þjóðhagsstofn- unar. Fjárlagahalli verði á áttunda milljarð Horfur eru á að halli á flárlögum yfírstandandi árs verið a.m.k. ein- um milljarða króna meiri en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga í desember þegar þau voru af- greidd með 6,2 milljarða króna rekstrarhalla. Samkvæmt bráða- birgðatölum um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári varð hallinn 7,2 millj- arðar króna samanborið við 12,5 milljarða króna halla árið 1991. Landsbanki tapaði 150 miiyónum í fyrra Landsbankinn var með 140 til 150 milljón króna neikvæða rekstr- amiðurstöðu í fyrra. Hann lagði 100 milljónir króna í afskriftarsjóð tapaðara útlána á mánuði allt árið, samtals 1,2 milljarða króna. íslandsbanki áætlar 1,4 miHjarða afskriftir íslandsbanki áætlar að um 1,4 milljarðar króna verði lagðir í af- skriftasjóð vegna tapaðra útlána bankans á liðnu ári. Áuk þess voru 370 milljónir króna lagðar í af- skriftasjóðinn í tengslum við sam- runa eignarhaldsfélaga Iðnaðar- banka og Verslunarbanka við íslandsbanka og til þeirra breyt- inga sem urðu á eignarhaldsfélagi Alþýðubankans ERLENT Clinton sett- ur í embætti forseta Bill Clinton var settur í emb- ætti Bandaríkjaforseta á miðviku- dag. Hann er 42. forsetinn í sögu landsins og sá þriðji yngsti. Clinton lagði í innsetningarræðunni áherslu á að kynslóðaskipti hefðu orðið í Hvíta húsinu og orðið „breyting", sem var eins konar kjörorð hans í kosningabaráttunni í fyrra, kom níu sinnum fyrir í ræðunni. Flestir stjómmálaský- rendur töldu að ræðan hefði verið forsetanum nýja til sóma en þó ekki nógu frumleg til að teljast tímamótaræða. Zoe Baird, sem Clinton tilnefndi í embætti dóms- málaráðherra, tilkynnti á föstudag að hún gæfí ekki kost á sér vegna ásakana um að hún hefði ráðið útlendinga, sem ekki höfðu at- vinnuleyfí, til starfa á heimili sínu. Baird hefði orðið fyrsta konan til að gegna embættinu. Umdeildar árásir á írak Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra héldu áfram árásum á skot- mörk í írak í vikunni sem leið og ráðamenn í Bagdad segja að hem- aðaraðgerðirnar hafí kostað alls 46 íraka lífíð frá því þær hófust vikuna áður. Bill Clinton sagði daginn eftir að hann tók við emb- ætti Bandaríkjaforseta að hann myndi fylgja óbreyttri stefnu gagnvart írökum þar til þeir virtu vopnahlésskilmála Sameinuðu þjóðanna og bann samtakanna við flugi yfír írak. Fram komu merki um sundmngu meðal bandamanna vegna árásanna og Ronald Dum- as, utanríkisráðherra Frakklands, sagði á miðvikudag að Sameinuðu þjóðimar hefðu ekki heimilað að- gerðirnar. SH verði hlutafélag Á stjómarfundi Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í vikunni verður rætt hvort breyta skuli SH í hlutafélag. Skoðanir em skiptar um þessa hugmynd en henni virð- ist hafa vaxið fylgi að undanförnu. Fyrirtæki verði keypt erlendis Byggðastofnun telur nauðsyn- legt að kanna hvort hægt sé að kaupa erlend fyrirtæki og flytja þau til landsins. Þessar upplýs- ingar koma fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem er tillaga að stefnumótandi byggðaáætlun fyrir næstu fjögur ár. Ennfremur segir að til að efla atvinnulíf á lands- byggðinni sé nauðsynlegt að auka áhuga utanaðkomandi aðila í því að fjárfesta þar. Bensín iækki Lækkandi heimsmarkaðsverð á bensíni og olíu gæti skilað sér í lægra bensínverði hérlendis um mánaðamót. Eftir helgi verður ákveðið hvort ástæða sé til að lækka útsöluverð á bensíni. Hætt komnir í Hvolsfjalli Tveir ungir menn voru hætt komnir þegar þeir lentu í snjó- skriðu í HvolsQalli við Hvolsvöll á fímmtudagskvöld. Mennimir vom á gangi utan í fjallinu, sem er 128 metra hátt, þegar skriðan fór skyndilega af stað. Bill Clinton Bosníu-Serbar samþykkja friðaráætlun Samkunda Bosníu-Serba sam- þykkti á miðvikudag alþjóðlega áætlun Sameinuðu þjóðanna og Evrópubandalagsins um frið í Bosníu með 55 atkvæðum gegn 15 og meiri mun en búist hafði verið við. Hún kvaðst ennfremur reiðubúin að lýsa þegar í stað yfír skilyrðislausu vopnahléi um alla Bosníu. Frekari töf á EES? Ulf Dinkelspiel, ráðherra Evr- ópumála í Svíþjóð, sagði á fimmtu- dag að framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) kynni að tefjast ef vand- kvæði kæmu upp varðandi þróun- arsjóðinn fyrir fátækari þjóðir Evr- ópubandalagsins. Spænska stjórn- in hefur sagt að hun geti ekki fall- ist á samninginn í óbreyttri mynd eftir brotthvarf Svisslendinga. Spánveijar eru m.a. andvígir því að þróunarsjóðurinn verði minnk- aður sem nemur fyrirhuguðu fram- lagi Svisslendinga. Bill og Hillary Clinton ásamt dótturinni Chelsea eftir að hann hafði svarið embættiseið forseta Bandaríkjanna. Stjórnmálaskýrendur telja að það kunni að ráða úrslitum um feril Clintons hvort honum tekst að hrinda i framkvæmd þeim breytingum sem hann hefur boðað á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum. Heilbrigðismálin próf- steinn á hæfni Clintons New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. BH.L Clinton hefur Iofað að senda frumvarp um umbætur á bandarísku heilbrigðiskerfi til þingsins áður en hundrað dag- ar eru liðnir af forsetatíð hans. Það yrðu væntanlega róttæk- ustu breytingar á þeim málum í rúma hálfa öld og fréttaský- rendur eru sammála um að frammistaða hans á því sviði muni ráða meiru en flest annað um pólitíska heilsu hins nýja forseta. Nýjar kannanir sýna að dýr heilsugæsla og öryggisleysi eru helsta áhyggjuefni almennings, einkum hinna fátækustu, um þess- ar mundir. Kostnaður við heilsu- gæslu hækkaði um 13 prósent árið 1992, mun meira en búist var við, og því er spáð að kostnaðurinn muni halda áfram að hækka langt umfram verðbólgu og hagvöxt á næstu árum. Heilsugæsla er nú umfangsmesta atvinnugreinin vestra og Bandaríkjamenn eyða meiru í hana en nokkur vestræn þjóð eða 14 prósentum af þjóðar- framleiðslu en Bretar og Japanir aðeins rúmlega sex prósentum og Þjóðveijar og Svíar um níu prósent- um. Samt búa margir Bandaríkja- menn við minna öryggi en þekkist annars staðar, en 35 til 40 milljón- ir manna eru án sjúkratrygginga og annar eins fjöldi er illa tryggður og á gjaldþrot á hættu ef alvarleg slys eða veikindi ber að höndum. Það segir sína sögu að Bandaríkja- menn sem búa nálægt Mexíkó leita þangað í stórum stíl til læknis, enda kosta lyf og einfaldar aðgerð- ir aðeins um fimmtung af því sem gerist heima fyrir. „Samkeppni undir stjórn“ Clinton sagðist í kosningabarátt- unni ætla að koma á kerfí sem gæfí öllum lágmarkstryggingu en setti þak á kostnað. í grófum drátt- um eiga tillögur hans um „sam- keppni undir stjórn" að skylda at- vinnuveitendur að tryggja starfs- fólk eða niðurgreiða trygginga- kostnað þess í stórum sjúkrasam- lögum. Ný yfírstjórn heilbrigðis- mála á að setja markmið um tak- mörkun útgjalda og framfylgja því í samvinnu við einstök ríki í gegn- um samlögin. Sjúkrahús sem skiptu við samlögin ættu erfiðara með að senda sjúklinga að óþörfu til sér- fræðings eða í rándýr rannsóknar- tæki, sem er alsiða nú , þar sem tryggingafyrirtæki borga fyallháa reikninga yfírleitt möglunarlítið. Nær sjö af hveijum tíu kjósend- um Clintons sögðu umbætur í heil- brigðismálum vera forgangsverk- efni en á hinn bóginn borguðu hagsmunahópar í heilbrigðisgeir- anum, sem hafa grætt á sóuninni í núverandi kerfí, meira í kosninga- sjóði demókrata á þingi en nokkur annar þrýstihópur. Bölsýnismenn óttast að forsetinn og þingið berji saman einhvem óskapnað úr ólík- um tillögum sem lágmarki pólitísk- an sársauka en nái hvorki að stöðva stjómlausa þenslu kerfísins né að bæta úr þeirri skömm að milljónir vinnandi manna hafí ekki efni á sjúkratryggingu. Þá gæti spá tíma- ritsins U.S. News & World Report ræst en það sagði heilbrigðismálin geta orðið Clinton sú raun sem Víetnam-stríðið var fyrir Lyndon Johnson og langvinn efnahagslægð fyrir George Bush. Málpípan er harð- greindur Grikki HANN er aðeins 31 árs gamall og andlit hans minnir einna helst á saklausan dreng í kirkjukór. Faðir hans og frændi eru reyndar prestar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar og það var afi hans líka. Eftimafn hans hljómar ekki kunnuglega í fyrstu, með fjórtán stafi. Það verður þó bráðlega þekkt út um allan heim, því George Stephanopoulos verður sá sem kynnir stefnu Bills CÍintons fyrir heiminum. George Stephanopoulos fær starfsheitið framkvæmdastjóri fjölmiðladeildar Hvíta hússins. Dee Dee Myers verður honum til aðstoðar og titluð fjölmiðlafull- trúi, fyrsta konan sem gegnir þvi embætti í Hvíta húsinu. Steph- anopoulos á að koma sjónarmiðum Clintons á framfæri á daglegum blaðamannafundum, að minnsta kosti fyrstu mánuðina, eins og hann gerði á undirbúningstíman- um í Little Rock í Arkansas. Stephanopoulos þykir skarp- greindur og fljótari að snúa sér út úr vandræðum en flestir aðrir. Hann er sagður hafa fullkomnað þá list að segja blaðamönnum ekki nokkurn skapaðan hlut án þess að reita þá til reiði. Hann hefur alltaf haldið stóískri ró sinni á blaðamannafundum, sama hvað gengið hefur á. Stephanopoulos starfaði fyrir Grikkjann Michael Dukakis, fram- bjóðanda demókrata í forseta- kosningunum 1988, og lærði af mistökum hans. Hann átti stóran þátt í að fullkomna þá baráttuað- ferð Clintons að svara öllum árás- um andstæðinganna strax og slá vopnin úr höndum þeirra. Þessi aðferð reyndist til dæmis vel þeg- ar Clinton var sakaður um að hafa haldið framhjá konu sinni og komið sér hjá því að gegna herþjónustu. Að mörgu leyti líkur Clinton Stephanopoulos er lifandi tákn um kynslóðaskiptin sem urðu í Hvíta húsinu á miðvikudag og hann er einn nánasti samstarfs- maður Clintons. Hann var eini ráðgjafi forsetans í kosningabar- áttunni sem átti með honum dag- George Stephanopoulos lega fundi. Nú er hann einn af örfáum mönnum sem hafa dagleg samskipti við forsetann. Margt er líkt með þessum tveimur mönnum. Báðir fengu þeir styrk frá Rhodes til að nema í Oxford-háskóla, þeir eru báðir gæddir miklum persónutöfrum, eru vel inni í málefnaumræðunni og skilja mikilvægi almanna- tengsla, eru „fæddir stjórnmála- menn“ og þykja afburða snjallir í því að bjarga sér í umróti stjórn- málanna. Þess vegna er talið ólík- legt að Stephanoupolis verði ein- ungis málpípa forsetans í langan tíma. Á meðan verður andlit hans á milljörðum sjónvarpskjáa út um allan heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.