Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 15 hagnýtu þekkingu sem vantar hér. Þeir starfa hins vegar erlendis og mikilvægt er að geta nýtt sér betur þessa sérþekkingu með því að gera þeim kleift að starfa hér um lengri eða skemmri tíma. Annars staðar eru veðurfræðirannsóknadeildir með stærri deildum veðurstofa, en hér á landi er deildin sú minnsta innan Veðurstofu íslands." Sigurður segir að með því að efla rannsóknadeildina náist þau markmið sem sett séu með slíkum deildum; að þróa veðurgögn fyrir notendur á borð við sjómenn og bændur, vegna samgangna og orkufyrirtækja að ógleymdum íjöl- miðlum. Á síðari árum hefur þetta verið sívaxandi tekjulind veður- stofa, til dæmis eru veðurfræði- rannsóknir í Noregi íjármagnaðar með þessu móti. Þá er tilgangur rannsóknanna einnig sá að endur- bæta þær aðferðir sem liggja að baki, þ.e. bætt reiknilíkön, og að öðlast betri skilning á þeim fyrir- bærum sem stjóma veðrinu, svo hægt sé að segja betur fyrir um þau. Engin yfirráð yfir veðrinu Sigurður segir íslendingum nauðsynlegt að auka nákvæmni skammtímaspáa. Segir hann mögu- legt að spá ekki aðeins fyrir lands- hluta og mið, heldur einnig einstaka staði; firði, dali o.s.frv. í Noregi séu þessar staðarspár sendar beint úr tölvunni til notenda. Þetta séu ná- Með nókvæmari i spóm er ekki þar með sagt að íslendingar hætt i að bölva veðurspónni. Kröfurnar aukast eftir því sem spórnar verða nókvæmari, mér finnst ólíklegt að fólk lóti af því að ergja sig vegna þeirra. kvæmari spár en fjölmiðlar fái, þar sem fjölmiðlaspárnar nái yfír stór landsvæði. „Við ættum að hafa metnað til að vinna eigin spálíkön. Erlendir fræðimenn hafa lítinn áhuga á því að rannsaka þau veður- lagsskilyrði sem hér eru. Þær skammtímaspár sem berast að utan eru ekki nógu nákvæmar.“ Með nákvæmari spám er ekki þar með sagt að íslendingar hætti að bölva veðurspánni. „Kröfurnar aukast eftir því sem spárnar verða nákvæmari, mér fínnst ólíklegt að fólk láti af því að ergja sig vegna þeirra." Sigurður segir það að sumu leyti erfíðara að spá fyrir um veður á Islandi en víðast hvar. Litlar upplýs- ingar sé að hafa um áhrif hinna stóru hafsvæða umhverfís landið á veður, þar séu miklu strjálli veður- athuganir en á meginlöndunum og erfitt að gera sér grein fyrir þróun lægða. „Hér eru mun tíðari breyt- ingar á veðri en erlendis, þar sem sama veðurlag er oft í nokkra daga. En þessir erfíðleikar gera veður- spána að mörgu leyti skemmtilegri að glíma við. Veðrið er heillandi viðfangsefni, sem við öðlumst aldrei fullan skilning á. Vonandi komum við aldrei til með að ráða yfir veðr- inu, um það myndi aldrei nást neitt samkomulag." - Hvað með mannlega þáttinn í veðurspám? „í skammtímaspánum fyrir næsta nágrenni reynir nokkuð á að veðurfræðingar séu veðurglöggir en í spám lengra en 3-6 stundir fram í tímann taka tölvurnar okkur fram.“ - Gáir þú sjálfur til veðurs? „Já það geri ég - en einungis mér til gamans." Þorramatur Urvals norðlenskur þorramatur fyrir hópa. Upplýsingar gefur Jón Þorsteinn í síma 617000 NOATtÍN Útsala - Útsala Veróhrun Enn meiri verðlækkun STRÆTQ LADDI & VIN R leita svara Þórhallur „Laddi" Sigurðsson gysmeistari Ólatía Hrönn Jónsdóttir glensiðjukona Hjálmar Hjálmarsson spaugsmiður og Haraldur „Halli" Sigurðsson spévirki gera létta úttekt á mannlífinu og rannsaka þjóðareðlið í bráð og lengd Haukur Hauksson flytur ekki fréttir af gangi mála ®RÚV Leikstjórn Bjöm G. Björnsson Útsetningar Þórir Baldursson Björgvin Halldórsson og hljómsveit Stéttarsambands Fjörkálfa taka þátt í könnuninni —_____________ mmmmmwrn pantanir í síma 91-29900 MRISEÐILL FORRETTIR Freyðandi humarsúpa eða Ferskar laxavefjur, fylltar kryddjurta- og valhnetufrauði AÐALRÉTTIR Ofnsteiktur lamhahryggsvöðvi, gljáður raharbaracompot framreiddur með nýjum garðávöxtum eða Hœgsteiktur grísahryggur með eplum, smálauk og hvítvínssósu eða Grœnmetisréttur EFTIRRÉTTIR Grand Marnier ís með ávöxtum og rjóma eða Svartaskógarterta með kirsuberjasósu -lofar góðu! ARGUS / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.