Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 21 í Morgunblaðinu birtist þá umsögn með viðtali við Guðjón Samúelsson með undirfyrirsögninni: Stórfelldasta og áhrifamesta hlutverk íslenskrar húsagerðar, er bíður úrlausnar. Þar segir Guðjón m.a.: „Svo er ráð fyrir gert að torg þetta á Skólavörðuhæð- inni sé rétthyrndur ferhyrningur, 150 m á hlið. A miðju torginu sé reist dómkirkja landsins; standi hún á stalli, sem er 1 metri á hæð yfir aðalflöt torgsins. - Hún sé bygð eins og uppdrátturinn sýnir í grískum krossstíl, þannig, að allar hliðar hennar séu eins, og snúi dyr á hverri hlið beint andspænis götum þeim sem að torginu liggja ... Kirkja þessi taki 800 manns. Hvelfing kirkjunnar yrði tvöföld, þannig að innri hvelfíngin yrði lægri. í bilinu milli innri hvelf- ingarinnar og hinnar innri yrði kom- ið fyrir stjömuathuganatækjum. Síð- an farið var að gefa út almanakið hér, er nauðsyn á að hafa stjömu- tum. Hinar byggingarnar eru allar í „renaissance" stíl nema hús Einars Jónssonar; það er eins og það er, og því verður ekki breytt. - Við torgið austanvert blasa hvor sínu megin við framhald Skólavörðustígsins, háskól- inn og Stúdentagarðurinn. Um þá er annars ekkert sérstakt að segja. - Þá er safnahúsið sunnan við torg- ið. Þar er þess að gæta, að engir gluggar eru á efri hæðinni er að torginu snýr. En þar er hugsað að málverkasafnið verði á efri hæð, og því verði þar aðeins þakgluggar, eins og best fer á myndasöfnum. En á þann hátt kemur mikill samfelldur veggflötur á húsið, sem hægt er að nota til þess að setja stórfellda mynd á, er tákni einhvern sögulegan at- burð. Yrði það annaðhvort grópmynd eða freskomálverk. - Vestanvert við torgið er ætlast til að hafa vegleg íbúðarhús, og til þess að loka torginu betur og láta umgerð þess falla bet- ur saman, þá eru sett bogagöng yfir Skólavörðustíginn, eins og uppdrátt- Sjálfboðaliðar úr guðfræðideild taka grunn að Stúdentagarði á Skólavörðuholti haustið 1928. í fremstu röð frá vinstri: Einar M. Jónsson guðfræðinemi, sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup á Selfossi, sr. Bergur Björnsson í Stafholti, sr. Þorgrímur Sigurðsson á Staðarstað, sr. Jón Thorar- ensen í Reykjavík, Magnús Jónsson dósent og sr. Siguijón Guðjónsson í Saurbæ. í miðröðinni: Sr. Garðar Þorsteinsson í Hafnarfirði, sr. Óskar J. Þorláksson dómkirkjuprestur í Rvík, sr. Jón Þorvarðsson í Reykjavík og sr. Guðmundur Benediktsson á Barði í Fljótum. í öftustu röð: Sr. Einar Guðnason í Reykholti, sr. Jón Jakobsson á Bíldudal og sr. Gunnar Jóhannesson á Stóra Núpi. urinn sýnir. í norðvesturhorni er List- vinafélagshúsið, norðanvert við torg- ið samkomuhús, annaðhvort leikhús eða þó heldur fundahús, og rétt und- an norðausturhorni torgsins verður hinn nýi bamaskóli." Fleiri lögðu þarna til og gerði Guðmundur frá Miðdal líkan af há- borginni, byggt á þessari tillögu en með nokkuð öðram svip á bygging- unum. Skipulagsuppdráttur Guðjóns náði samþykki bæjaryfirvalda 1928, en fékk ekki staðfestingu æðri skipu- lagsyfírvalda. Árið 1930 stóð þessi hugmynd um háborg íslenskrar menningar enn í þeim blóma að flutt var lagafrumvarp um byggingu há- skólahúss á Skólavörðuhæð. Ekki mátti þó miklu muna að ein þeirra bygginga sem þar var ætlaður stað- ur, stúdentagarðurinn, risi. Samtök stúdenta höfðu barist fyrir því og safnað fé. Var Sigurður Guðmunds- son, arkitekt, fenginn til að teikna myndarlegan Garð á þremur hæðum. Tóku stúdendar granninn í sjálfboða- vinnu haustið 1928. En þegar hér var komið sögu varð ljóst að bygging þarna yrði of dýr miðað við hand- bært fé og framkvæmdum frestað. Stóð grunnholan á holtinu um margra ára skeið. Þannig fór um háborgina. Ýmsar fleiri hugmyndir hafa í ár- anna rás komið fram um byggingar á Skólavörðuholti. Til dæmis sóttist Ríkisútvarpið eftir því fyrir stríð að fá að reisa á þessum hæsta stað í Reykjavík byggingu sem hýsti alla starfsemi stofnunarinnar og þá talað um 100 m háan sjónvarpsturn. Far- manna- og fískimannafélagið vildi fá að byggja þar Stýrimannaskóla og herinn vildi á sínum tíma fá að reisa þar mikið samkomuhús. Að margra dómi var það happ að engin af þessum hugmyndum var fram- kvæmd, ekki heldur Menningarhá- borgin hans Guðjóns Samúelssonar. ...BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ! Tryggingamiðstöðin hefúr starfað á íslenskum vátryggingamarkaði í áratugi og er nú þriðja stærsta vá- tryggingafélag landsins. Félagið er leiðandi í fiskiskipatryggingum landsmanna, en býður einnig allar almennar vátryggingar fyrir einstaklinga svo sem bifreiða-, fasteigna- og fjölskyldutryggingar. í nýlegri könnun kom fram sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í allri þjónustu við viðskiptavini sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga- gjöf og persónulegri þjónustu. Við erum sveigjanleg í samningum, bjóðum góð greiðslukjör og sann- gjarna verðlagningu. Hafðu samband við sölumenn Tryggingamiðstöðvarinnar í nýjum húsakynnum í Aðalstræti 8, sími 91-26466 eða næsta umboðs- mann og kynntu þér góð kjör á TM tryggingum. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Aðalstræti 6-8, sími 91-26466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.