Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Kostnaður við heil- brigðiskerfi Tþeirri viðleitni núverandi ríkis- JL stjómar að koma böndum á ríkisútgj öld hefur athyglin beinzt mjög að heilbrigðiskerf- inu. Niðurskurður í fjárframlög- um til heilbrigðisþjónustunnar er sá þáttur í aðhaldsstefnu rík- isstjómarinnar í ríkisfjármálum, sem mestum deilum hefur vald- ið. Þetta er ekki einskorðað vic ísland. Flest, ef ekki öll helztu ná- grannaríki okkar eiga við sama vanda að stríða. í Bandaríkjun- um og Þýzkalandi, svo að dæmi séu nefnd, em umbætur í heil- brigðiskerfmu ofarlega á blaði. Þar er annars vegar um að ræða tilraun til þess að draga úr kostnaði en hins vegar til að bæta þjónustu. Umbætur í heil- brigðismálum em eitt helzta baráttumál hins nýja Banda- ríkjaforseta, Bills Clintons. Hvers vegna er kostnaður við heilbrigðisþjónustu og gæði þjónustunnar svo mjög í brenni- depli, hvort sem litið er til ís- lands, Bandaríkjanna, Þýzka- lands eða annarra ríkja á svipuðu stigi? Einn helzti efnahagsráð- gjafi Clintons, Alice Rivlin, gerir athyglisverða grein fyrir því í nýútkominni bók. Hún bendir á, að margir samverkandi þættir eigi hér hlut að máli: Fólk lifir lengur og eldra fólk þarf á marg- víslegri heilbrigðisþjónustu að halda. Langlífí veldur auknum kostnaði miðað við það sem áður var. Mikil og ör tækniþróun er í heilbrigðisþjónustu. Þessi tækniþróun er mjög dýr og eyk- ur kostnað við heilbrigðisþjón- ustuna. Ný lyf eru fundin upp, sem sum hver reynast vel en önnur ekki og þessi nýju lyf em yfirleitt mjög dýr og auka út- gjöld heilbrigðisþjónustunnar. Allt þetta þekkjum við íslend- ingar af eigin raun og gefur augaleið, að þessir þrír þættir eiga verulegan þátt í auknum kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Þá bendir Alice Rivlin á íjórða og mikilvægasta þáttinn í aukn- um kostnaði í heilbrigðiskerfinu, en það er sú staðreynd, að mest- ur hluti þessa kostnaðar er greiddur af þriðja aðila, annað- hvort ríkinu eða tryggingafélög- um. Hér á íslandi er það ríkið, sem borgar. í Bandaríkjunum em það tryggingafélög í ríkum mæli. Þegar þriðji aðili borgar, hvort sem um er að ræða heil- brigðisþjónustu eða eitthvað annað, er ekki mikil hvatning fyrir hendi til þess að halda kostnaði í skeíjum. Þetta er veraleiki, sem hver og einn þekk- ir á sjálfum sér. Mikill kostnaður við heilbrigð- iskerfíð er því ekki einungis vegna stjórnleysis eða óráðsíu, þótt þeir þættir komi einnig við sögu, heldur á þessi kostnaður sér efnislegar skýringar eins og að framan er rakið. Umræður um þessi málefni hér hafa of mikið leiðst út í átök á milli heilbrigðisyfírvalda og hags- munasamtaka starfsfólks í heil- brigðiskerfmu, þar sem gagn- kvæmar ásakanir eru bomar fram. Ekki væri úr vegi að kanna, hvað framangreindir þættir hafa haft mikil áhrif á kostnaðaraukningu í heilbrigðis- þjónustunni hér. Það er auðveld- ara að fínna leið út úr vandan- um, ef menn verða sammála um hver hann er. EN HAR- • aldur Böð- varsson átti einsog ýmsir aðrir stórhuga framkvæmdamenn í miklu þjarki og úti- stöðum við hina for- sjónina: ríki, ráðherra, kerfið. Fjár- málaráðherra í kreppunni ætlaði ekki að veita Haraldi leyfi fyrir bátnum Ægi. Hann tók þá til bragðs að sigla bátnum heim til íslands undir dönskum fána. Har- aldur sagði í samtali okkar á sjö- tugsafmæli sínu 7. maí 1959: „Þeg- ar báturinn var kominn, hringdi ég til ráðherrans og sagði við hann: „Nú er báturinn kominn. Hvað ætl- ar þú að gera?“ Þá fékk ég leyfíð.“ Gísli J. Johnsen og ýmsir aðrir at- hafnamenn kynntust einnig þessari sömu forsjá í ríkiskerfinu, ekkisízt á kreppuárunum, og töldu það m.a. heilagt hlutverk sitt að halda fullri reisn gagnvart henni. Þessir menn eiga það allir sameiginlegt, að rikis- forsjá var eitur í þeirra beinum. Þeir eru einnig allir sterkir persónu- leikar og sjálfstæðir einstaklings- hyggjumenn. Blindur sagði Guð- mundur í Víði við mig þessi eftir- minnilegu orð: „Augun hafa ekki valdið mér mestum erfíðleikum, heldur innflutningshöftin." Og hann varpar fram þeirri spurningu, hvort frelsið sé ekki jafnnauðsynlegt í verzlun og viðskiptum og það er talið þjóðinni nauðsynlegt: ySumir sem hæst láta um frelsi Islands hafa verzlunareinokun á stefnuskrá sinni,“ sagði hann. „Þeir hafa ekki gert sér grein fyrir því, að enginn skógur verður til án trjáa.“ EINAR RÍKI SIGURÐS- • son sagði í samtali okkar 1962: „Ég hef aldrei gert neitt vegna peninganna, ég hef heldur aldrei átt neina peninga. Alltaf ver- ið búinn að eyða þeim um leið og ég eignaðist vonina í þeim. Fram- kvæmdaþörfin hefur verið mér allt: Að byggja, kaupa nýja vél eða bát sem var nauðsynlegur. A meðan ég á frystihús verð ég líka að eiga báta til að hafa hráefni..." Og enn: „...ég baða ekki alltaf í rósum. Ef mig vantar tilfinn- anlega vél í bát eða frystihús, kaupi ég hana. Ég treysti á að forsjónin hjálpi mér að greiða næstu skuld, ef ekki á gjalddaga þá að minnsta kosti fyrir eindaga." „En ef forsjónin bregzt?“ „Hún hefur aldrei brugðizt mér.“ A þeim árum var ekkert sældar- brauð fyrir dugandi framkvæmda- menn að standa andspænis kerfínu. Og þeim pólitíska klíkuskap hafta og ófrelsis sem einkenndi þjóðfélag- ið. Menn voru látnir greiða stór- eignaskatt þótt þeir ættu í mesta basli með útgerðina og Einar fékk viðumefnið „ríki“ þótt hann væri skuldum vafínn og ætti ekki alltaf innangengt í bankana: „Þó ég hefði viljað veita fé í útgerðina voru bank- amir ófúsir að lána í botnlausan taprekstur einsog togaraútgerðin hefur verið undanfarið og ég lái þeim það ekki.“ Það hafa fyrr verið erfíðleikar á íslandi en nú og marg- vísleg kreppa hefur gengið yfír þjóðfélagið. En svofelld lýsing er þó liðin saga: „Ég hef alltaf orðið að kaupa báta sem aðrir hafa ekki viljað eiga. Ég gat aldrei fengið innflutningsleyfí fyrir bát á meðan leyfa þurfti við, ekki einu sinni fyr- ir bfl. Þeim á skrifstofunum fannst alltaf ég eiga svo mikið. Fyrir fimm árum samdi ég þó um að láta smíða fyrir mig innanlands tvo 100 lesta báta hjá Þorgeiri Jósefssyni á Akra- nesi, en þegar ég sótti um lán út á þá eins og ég hélt að lög stæðu til var mér neitað, svo ekkert varð úr þessu.“ Það var ekkert venjulegt þrek sem athafnaskáldin þurftu að búa yfir á þessum ámm. Og raunar hin mesta furða hvemig menn björguðu sér framá viðreisn. En þá tók að glaðna til. ÞESSIR ÍSLENZKU AT- • hafnamenn eiga fátt sam- eiginlegt með auðvaldinu í öðrum Iöndum og voru yfírleitt torfkofa- og sjóbúðaöreigar í æsku - fæddir með tvær hendur tómar, en breyttu lífí sínu í gróttasöng fyrir sjálfa sig og aðra. Félagslegur þroski þeirra gagnvart öðm fólki er óumdeilan- legur. Félagshyggja sjálfstæðis- stefnunnar á því rætur í lífí þeirra og viðhorfum. Þeir hafa verið bjart- sýnir persónugervingar þeirrar líf- seigu atvinnustefnu, sem setur ein- staklinginn í öndvegi, og sýnt með lífi sínu og störfum, hvers hún er megnug þráttfyrir pólitískan and- byr. Þessi stefna er sérstæð og ís- lenzk, þótt hún hafi að sjálfsögðu sogið næringu úr reynsluþekkingu erlendra þjóða síðustu hundrað árin. BRAUTRYÐJENDURN- • ir hefðu getað tekið undir með Júlíusi skóara, sem var heldur tekjurýr smákapítalisti og minnti einna helzt á Gunnu stóm í Innan- sveitarkroniku, en hún var kapítal- isti, vegna þess að hún var frjáls kona. Júlíus sagði eitt sinn við mig á verkstæði sínu. „Sjálfstæði er það að sækja það eitt til annarra, sem maður getur borgað fullu verði.“ Og allir höfðu þessir brautryðjendur sama lífsviðhorf og Loftur Bjama- son útgerðarmaður. Hann lýsti því í samtali okkar með þessum orðum: „Ég hef getað sofíð, þó að öðmm hafi gengið vel.“ Ég skrifaði Júlla skóara inní sjón- varsleikritið sem Hilmar Oddsson gerði um utangarðs- eða ógæfufólk- ið í æsku minni og sýnt var í fyrra. Vona það sé dálítill bautasteinn um þetta hrekklausa hrakningsfólk sem var í órofatengslum við sjóinn og landið og skáldskapinn einsog Villi frá Skálholti; Jón seglasaumari og Helgi troll. ATHAFNASKÁLDIN • breyttu skorti í gnægð. Það var þeirra erindi við samtíðina. Það var stjórnmálastefna þeirra og mannúðarstefna. Það var gleði þeirra og takmark - draumur þeirra og veruleiki. M. (meira næsta sunnudag.) HELGI spjoll RE YKJAVÍK URBRÉF Laugardagur 23. janúar IMORGUNBLAÐINU í DAG, laugardag, er frá því skýrt, að fjárlagahalli hins opinbera, þ.e. ríkissjóðs og sveitarfélaga, sé lægri hér en í tólf Evrópulönd- um, sem brezka blaðið Econom- ist birti yfírlit um í nýjasta tölu- blaði sínu. Á línuriti, sem brezka blaðið birti kemur fram, að fjárlagahalli hins opinbera sem hlutfall af landsfram- leiðslu er lægstur á írlandi eða um 2,5% en hæstur í Svíþjóð eða um 13,8%. í Dan- mörku, sem rómuð hefur verið fyrir traust- an fjárhag hin síðustu ár er þessi fjárlaga- halli um 3% af landsframleiðslu og hann er enn meiri í löndum, sem þekkt em fyr- ir sterka fjármálastjóm, eins og Frakk- landi, Þýzkalandi, Hollandi, svo að dæmi séu nefnd. Með aðstoð Þjóðhagsstofnunar setti Morgunblaðið ísland inn á þetta línu- rit og kom þá í ljós, að við emm með minnstan fjárlagahalla hins opinbera í hópi þessara ríkja eða um 2,2% af lands- framleiðslu. Fyrir skömmu birti Morgunblaðið frétt úr brezka dagblaðinu Financial Times, sem gerði grein fyrir verðbólgu í aðildarríkjum OECD og kom í ljós á línuriti, sem brezka dagblaðið birti, að verðbólga var á þeim tíma minnst á íslandi, en miðað var við nóvember og desember. Ef litið er á rekstr- arafkomu hins opinbera á Norðurlöndum sem hlutfall af landsframleiðslu kemur í ljós, að við skilum beztu afkomu, þótt hún sé í mínus en Svíar og Finnar verstu. Bæði Danir og Norðmenn era fyrir neðan okkur. Ef þróun atvinnuleysis á Norður- löndum er könnuð frá upphafi síðasta ára- tugar fram á þennan dag kemur í ljós, að allan þennan tíma hefur atvinnuleysi verið langmínnst á íslandi með einni und- antekningu fyrir tveimur ámm, þegar at- vinnuleysi hér var ívið meira en í Svíþjóð. Allan þennan tíma hefur atvinnuleysi ver- ið mjög mikið í Danmörku, en athyglisvert er, að einmitt á sama tímabili hafa orðið mikil umskipti til hins betra í efnahag Dana. Þessar upplýsingar sýna, að það er ekki allt svart í efnahagsmálum okkar íslend- inga um þessar mundir og að það er ástæðulaust fyrir okkur að telja okkur trú um, að við getum ekki stjómað efnahags- málum okkar sjálfír en á slíkum úrtölu- röddum bryddar stundum. Stöku sinnum heyrast raddir um, að við eigum að leggja niður krónuna og taka upp einhvern er- lendan gjaldmiðil og rökin em þau, að reynslan hafí sýnt, að við getum ekki stjórnað eigin efnahag. Á síðustu ámm hefur þeim sjónarmiðum einnig verið hreyft, að við ættum að gerast aðilar að myntsamstarfí Evrópuríkja. Sjálfsagt hef- ur þeim fækkað, sem eru talsmenn þess, eftir að í ljós kom, að jafnvel Bretar treystu sér ekki til að halda áfram þátttöku í því myntsamstarfí og töldu að það væri að leggja brezkan efnahag í rúst. Fylgismenn þátttöku í myntsamstarfi Evrópuríkja hafa einnig horft með velþóknun til þess tíma, þegar sameiginlegur gjaldmiðill væri kom- inn á í Evrópu allri. í fróðlegri bók um þýzka seðlabankann, sem út kom á síðasta ári er sýnt fram á með sterkum rökum, að hugsunin á bak við slíkan gjaldmiðil er sú af hálfu annarra Evrópuríkja, að þau þurfí ekki að lúta agavaldi þýzka marksins og sama ástæða veldur því, að þýzki seðla- bankinn berst nú leynt og ljóst gegn sam- eiginlegum evrópskum gjaldmiðli. Þegar ýmsir þættir í fjárhagsstöðu okk- ar eru bomir saman við efnahagsstöðu nálægra þjóða er því ljóst, að við þurfum ekki að biðjast afsökunar á sjálfum okk- ur. Það breytir hins vegar engu um það, að ástandið í efnahags- og atvinnumálum okkar er mjög erfitt, eins og raunar fjöl- margra annarra Evrópuþjóða, og við get- um í engu slakað á viðleitni til þess að ná tökum á því. Framangreindar upplýs- ingar og ábendingar eru því ekki settar fram til þess að sannfæra fólk um, að of mikil svartsýni ríki hér um þessar mundir, heldur til þess að sýna fram á, að þrátt fyrir allt höfum við hæfni og getu til þess að ná tökum á efnahagsstjórninni og höf- um náð umtalsverðum árangri á mörgum sviðum. Í nýjasta yfirliti frá Þjóðhagsstofnun kemur fram, að frá árinu 1980 til þessa dags hefur viðskiptajöfnuður, sem hlutfall af landsframleiðslu, verið neikvæður öll árin að einu undanskildu, sem var árið 1986. Þetta þýðir í grófum dráttum, að þjóðin hefur lifað um efni fram öll þessi ár, þótt að vísu beri að hafa þann fyrir- vara á, að viðskiptahallinn geti að ein- hveiju leyti stafað af fjárfestingum, sem skila arði í framtíðinni. Hið jákvæða í sam- bandi við viðskiptahallinn er það, að á þessu ári er hann talinn verða í lægri kantinum, þegar horft er á tímabilið frá 1980, þannig að það stefnir í rétta átt, en markmiðið hlýtur hins vegar að vera hallalaus viðskipti við útlönd eða m.ö.o., að þjóðin hætti að lifa um efni fram. Þegar við bemm okkur saman við önnur lönd er hið alvarlega í okkur stöðu hins vegar það, að á sama tíma og hagvöxtur eykst hjá öðmm þjóðum er þróun hans neikvæð hér. Þannig er gert ráð fyrir, að hagvöxtur hafí aukizt um 2% í Bandaríkj- unum á síðasta ári og aukning hans verði um 3% á þessu ári, að smávægileg aukn- ing hafí orðið hjá Évrópubandalagsríkjun- um á síðasta ári og verði einnig á þessu ári, þrátt fyrir samdrátt í Þýzkalandi og að umtalsverð aukning verði í Japan. Við íslendingar emm hins vegar í hópi Austur- Evrópuríkja og fyrram lýðvelda Sovétríkj- anna að því leyti til, að hagvöxtur var neikvæður hjá okkur á síðasta ári og verð- ur að öðra óbreyttur á þessu ári, þótt töl- umar séu að vísu hrikalegri austur þar. íhaldssemi á almannafé ÞEGAR Á ALLT þetta er litið er Ijóst, að í engu má slaka á, þótt ljós- glætur sjáist hér og þar. Þær em á hinn bóginn til marks um, að allt okkar erfiði er ekki til einskis. Við emm að ná árangri en við þurfum að ná betri árangri. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, telur sér að vonum til tekna, að hallinn á ríkissjóði hafí orðið minni á síð- asta ári en hann gerði ráð fyrir sl. haust. En það breytir hins vegar engu um það, að hann varð nálægt því tvöfalt meiri en hann átti að verða samkvæmt ákvörðun Alþingis. Þegar horft er til málflutnings talsmanna Sjálfstæðisflokksins um ríkis- fjármál síðustu tvo áratugi er auðvitað alveg ljóst, að flokkurinn getur ekki sætt sig við þessa stöðu ríkisfiármála. Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa áratugum saman uppnefnt flokkinn og kallað hann „íhald“ og „íhaldsflokk" og talið það skammaryrði. Það er hins vegar engin skömm að því að vera íhaldssamur á almannafé. Raunar er það dyggð, sem því miður er alltof sjaldgæf í opinberri fjár- málastjóm. Ef nokkurn tíma er ástæða til að hefja til vegs íhaldssemi í meðferð al- mannafjár, þá er það nú. Velunnarar Sjálf- stæðisflokksins hljóta því að vænta þess, að núverandi forystumenn flokksins takist á við ríkissjóðshallann undir því kjörorði, að íhaldssemi á almannafé sé dyggð, sem menn eigi að ástunda ekki bara í orði heldur einnig á borði. Þótt samanburður við önnur lönd sýni, að opinber fjárlagahalli hér sé hinn minnsti meðal allmargra Evrópuríkja breytir það engu um það, að hann er alltof mikill og hefur afdrifaríkar afleiðingar í okkar litla efnahagskerfi. Þótt það sé vissulega árangur, sem ástæða er til að taka eftir, að lánsfjárþörf ríkisins er minni en áður, er hún enn svo mikil, að hún heldur uppi raunvaxtastigi í landinu. Fyrir tveimur áratugum fór núverandi Ijármálaráðherra um landið í fararbroddi fyrir ungum Sjálf- stæðismönnum undir kjörorðinu: Báknið burt. Það er áreiðanlega ósk margra Sjálf- stæðismanna, að hann fari nú um landið undir kjörorðinu: Vemm íhaldssöm á al- mannafé, sem raunar mætti einnig umorða og segja: Verum íhaldssöm á annarra fé, vegna þess, að það em auðvitað fjármunir annarra, þ.e. skattborgara, sem stjórn- málamenn em að ráðstafa öllum stundum. Samhengið í efnahagsmálum okkar varð mörgum ljósara en áður, þegar fram kom, að aðgerðir ríkisstjórnar til þess að afla 400-500 milljóna í ríkissjóð höfðu þau áhrif að hækka verðtryggðar lánaskuld- bindingar fyrirtækja og heimila um 4 millj- arða króna og nafnvexti um 1-1,5%. Halla- rekstur ríkissjóðs, sem kallar á lánsfjár- þörf hins opinbera, heldur uppi raunvaxta- stigi. Háir raunvextir eiga þátt í því vegna mikillar skuldasöfnunar fyrirtækja og heimila á síðasta áratug að draga úr um- svifum og veltu, sem aftur veldur því, að fyrirtæki og heimili geta ekki staðið í skil- um, sem leiðir til gjaldþrota og útlánatapa bankakerfisins. Líklegt má telja, miðað við þær tölur, sem fram eru komnar, að lánastofnanir hafi á síðasta ári lagt á fjórða milljarð króna í afskriftasjóði til þess að mæta töpuðum útlánum. Það bætist við veraleg áætluð útlánatöp á árinu 1991 og fyrirsjá- anlega mikil áætluð útlánatöp á þessu ári. Það er auðvitað ljóst, að harka bank- anna í vaxtahækkunum af minnsta tilefni byggist einfaldlega á því, að þeir verða að afla sér tekna til þess að standa undir þessum áætluðu útlánatöpum. Þeir sem borga eru viðskiptavinir lánastofnana. í fyrsta sinn má merkja í umræðum manna þá gagnrýni á lánastofnanir, að þeim hafí orðið á stórfelld mistök í lánveit- ingum. Það er ósanngjörn gagnrýni að töluverðu leyti. Lánakerfíð hér hefur legið undir margföldum þrýstingi frá umhverfi sínu um margvíslegar lánveitingar, sem hafa leitt til stórfelldra útlánatapa. Nægir þar að minna á lán til fiskeldis. Lánastofn- anir vom mjög tregar til að taka fiskeldis- fyrirtæki í viðskipti en vom píndar til þess með alkunnum afleiðingum. Aðstæður í einstökum byggðarlögum hafa einnig leitt til lánveitinga, sem hafa tapast. Návígið í íslenzku þjóðfélagi á hér einnig hlut að máli. Höfuðástæðan er auðvitað kreppan í efnahags- og atvinnumálum okkar síð- ustu fjögur árin, sem raunsætt er að ætla að standi næstu þijú til fjögur ár í viðbót. Mikil útlánatöp lánastofna eru vaxandi áhyggjuefni. Við höfum ekki bolmagn til að standa undir hmni bankakerfísins, eins og gerzt hefur á öðrum Norðurlöndum. Þess vegna verða menn að taka því, að lánastofnanir verðleggi þjónustu sína til þess að þær geti staðið undir útlánatöpum, þótt bezt fari á þvi, að sú skýring sé gef- in en ekki einhveijar aðrar. Jafnframt verða auknar kröfur gerðar til bankakerf- isins um hagræðingu í rekstri og sams konar íhaldssemi í útlánum og hvatt var til í rekstri ríkisins hér að framan. Átök eða samstarf? SÍÐUSTU DAGA hafa skotin gengið á milli forsætisráð- herra og forystu- manna verkalýðs- hreyfíngarinnar. Ef þær orðahnippingar eru til marks um tóninn í samskiptum þessara aðila á næstu mánuðum eru þau samskipti að fara í rangan farveg. Éins og vikið var að á þessum vettvangi fyrir hálfum mánuði eiga ríkisstjómir undir for- ystu Sjálfstæðisflokksins tveggja kosta völ í samskiptum við verkalýðshreyfingu; átök eða samstarf. Þótt ljósglætur séu framundan eins og að var vikið, eru vandamálin í efnahags- og atvinnumálum okkar svo mikil, að átakaleiðin er ekki fær um þessar mundir og fyrir henni eru ekki skynsamleg rök. Efnahagskerfi okkar er svo lítið og veik- burða, að sameiginlegt átak þjóðarinnar allrar er nauðsynlegt til þess að rífa okkur upp úr öldudalnum. Þess vegna er nauðsynlegt að efna til samstarfs á milli ríkisstjómar, verkalýðs- hreyfingar og vinnuveitenda um stefnuna í kjaramálum, atvinnumálum og efnahags- málum á næstu misseram. Slíkt samstarf tekst ekki nema allir aðilar gefí eftir af sínum ýtmstu kröfum eða sjónarmiðum. Pólitískt samstarf af þessu tagi er for- senda árangurs á næstu misserum. Líklegt má telja, miðað við aðstæður allar og fyrri reynslu, að skoðanir séu skiptar innan Sjálfstæðisflokksins um það, hvora leiðina beri að fara. Ef slíkur skoðanamunur er til staðar er æskilegt að umræður fari fram um þessi sjónarmið á vettvangi flokksins. Ætla verður að flestir áhrifamenn í at- vinnulífinu, sem starfa innan Sjálfstæðis- flokksins, telji samstarfsleiðina ekki bara æskilega heldur óhjákvæmilega. Þá má heldur ekki gleyma því, að Alþýðuflokkur- inn á aðild að núverandi ríkisstjórn. Innan þess flokks eru vafalaust ákveðin sjónar- mið í þessum efnum, sem taka verður til- lit til. „Ef nokkurn tíma er ástæða til að hefjatil vegs íhaldssemi í með- ferð almannafjár, þá erþaðnú. Vel- unnarar Sjálf- stæðisflokksins hljótaþví að vænta þess, að núverandi for- ystumenn flokks- ins takist á við ríkissjóðshallann undir því kjör- orði, að íhalds- semi á almannafé sé dyggð, sem menn eigi að ástunda ekki bara í orði heldur einn- ig á borði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.