Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1993 Minning Guðríður Gestsdóttir frá Sæbóli í Haukadal Fædd 11. september 1897 Dáin 13. janúar 1993 Með þessum línum er minnst Guðríðar Gestsdóttur frá Sæbóli í Haukadal við Dýrafjörð. Hún fædd- ist að Saurum í Keldudal 11. sept- ember 1897, dóttir hjónanna Gests Jónssonar og Ingibjargar Einars- dóttur, sem þar bjuggu. Systkina- hópur Guðríðar var stór og hún kveður síðust systkina sinna. Tví- burasystir Guðríðar, Gíslína, ólst upp hjá foreldrum sínum, en Guð- ríður var ung tekin í fóstur af ná- grannahjónum, þeim Eggert Andr- éssyni og Þórdísi Jónsdóttur að Skálará. Hjá þeim ólst Guðríður upp og fluttist með þeim til Haukadals, þar sem hún átti ár sín flest. Guðríður giftist Eggert Guð- mundssyni skipstjóra frá Höll í Haukadal. Bjuggu þau fyrst á Þing- eyri, en síðan að Sæbóli í Hauka- dal. Guðríður og Eggert eignuðust fjögur börn: Jón Þorberg, skóla- stjóra og kennara í Mosfellsbæ, Guðmund bónda að Tungu í Gaul- veijabæjarhreppi, Andrés Magnús, stýrimann í Keflavík, og Sigurlaugu Herdísi, húsmóður í Reykjavík. Auk þess ólu þau upp dótturson sinn, Eggert, kennara á Þelamörk í Eyja- firði. Af þeim er kominn myndarleg- ur hópur niðja. Það lá í eðli starfanna að Guð- ríður annaðist heimilið á meðan Eggert stundaði sjóinn. Á sjó varð hann fyrir slysi, sem skerti starfs- getu hans alvarlega. Voru börnin þá enn ung. í Sæbóli höfðu þau dálítið grasbýli, sem þau sátu allt þar til Eggert andaðist, vorið 1966. Guðríður bjó þó áfram þar um ára- bil, en hafði skjól af góðum grönn- um í Haukadal, sérstaklega þeim Unni Þórarinsdóttur og Gunnari Einarssyni í Miðbæ. Attatíu og fimm ára gömul fluttist Guðríður suður og dvaldi síðustu æviárin á Hrafnistu í Reykjavík. Þau Sæbólshjónin komu inn í mína veröld haustið 1952, er ég fékk hjá þeim vist vegna fyrstu skólagöngu, en þá var starfandi barnaskóli í Haukadal. Þau voru þá ein orðin eftir, bömin farin að heiman til náms og annarra starfa. Ekki var húsrýmið þar i Sæbóli mikið, en öllu snyrtilega fyrir kom- ið og tilveran í föstum skorðum. Bústofninn var nokkrar kindur, sem Eggert sinnti; mjólk fengin frá frændfólkinu í Höll, og Guðríður greip í ýmis verk utan heimilis til að drýgja tekjurnar. Þó þetta væru mínir fýrstu dagar utan foreldra- húsa, leið mér strax vel hjá þeim Sæbólshjónum. Á margan máta voru þau ólik, Guðríður og Eggert - hann bar blæ vestfirskrar sjó- sóknar og ævintýra, ögn hijúfur hið ytra, en undir sló stórt hjarta og hlýtt; - hún mild, hljóðlát og glaðleg við verk sín, sem mörg urðu. Um Sæból áttu margir leið, enda býlið við krossgötur byggðar í Haukadal. í Sæbóli var símstöð um árabil, og þar var póstur lesinn sundur. Nágrannar, frændur og vinir af öðrum býlum í Haukadal, litu þar oft inn. Þá var ósjaldan gaman að vera til. Húsbóndinn spurði frétta ellegar sagði sögur, sem a.m.k. smástrák innan af sveit þótti töluverður safí í, mörgum hveijum. Húsfreyja brosti góðlega, stakk inn orði hér og hvar með hógværum athugasemdum og sá til þess að enginn færi þurrbijósta. Undir tifuðu pijónar hennar, hraðar en á öðrum bæjum. Undarlegt hve margir komust fyrir þar í eldhús- r Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga firá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 inu, og hve bjart var yfír öllu. Þó var lampakornið fráleitt meira en tíu lína. Auk húsverka sinna annaðist Guðríður ýmis verk önnur, var m.a. handavinnukennari við barnaskól- ann. Hún var sjálfmenntuð sauma- kona og vann nágrönnum töluvert við saumaskap. Sonum sínum og mörgum fleiri sjómönnum sá hún fyrir öllu pijónlesi. Tvennt ein- kenndi verk Guðríðar: feiknaleg afköst og fágætt handbragð. Það var með ólíkindum hveiju hún kom af, er kepptist hún til dæmis við að ljúka sendingu með strandferða- skipinu til sonanna fyrir sunnan. Daufur geisli olíulampans meðfram eldhúshurðinni entist þá nokkrar sögur Eggerts, eftir að við vorum báðir komnir til kojs, eins og það hét svo heyrðist ekkert nema tifið í klukkunni og pijónunum hennar Guðríðar þar frammi. - Að morgni fór vænn pakki á póstinn áleiðis suður. En fleira var gert. Guðríður var iðin við bréfaskriftir til barna sinna, sem hún talaði jafnan um af þeirri hlýju að skólabarnið tók eftir - og fljótlega varð ég líka drengurinn hennar. Skriftin hennar Guðríðar var ekkert lyfseðlakrass. Þar mátti hvað gleggst sjá listfengi hennar. Gjörðabók kvenfélagsins Hugrúnar geymir til að mynda áratuga dæmi um einstakt handbragð og stíl Guð- ríðar sem ritara félagsins. Fyrir nokkrum árum fékk ég langt bréf frá Guðríði, kominni á níræðisaldur, þá á Hrafnistu. Hvergi var skjálfta á stafkrók að sjá og einstaka upphafsstafur skreyttur aukalega. Áferð orðanna var sem í forskriftarbók. í bréfínu skrifaði hún m.a.: „Þá er nú leið mín komin hing- að, og kann ég eftir vonum vel við mig, en oft leitar hugurinn heim á fornar slóðir, í dalinn minn, og alls er maður átti þar, en það er allt geymt í huga og hjarta, með góðum minningum fyrri ára, og alls góðs er guð mér gaf ...“ Guðríður unni dalnum sínum mjög, eins og lesa má úr hennar eigin orðum. Seint mun mér gleym- ast þorrakvöld frá Haukadalsárun- um. Við vorum að koma ofan úr Höll, þar sem við höfðum dvalið vökuna í góðu yfirlæti frændfólks- ins þar. Himinn var heiður, jörð alhvít, stafalogn á fjörðinn, tunglið fullt svo að Haukadalurinn var brúnafullur af björtu mánaskini. „Blessaður dalurinn minn,“ segir Guðríður allt í einu og hægir gönguna. Orðin og hljómur þeirra í bland við þessa endalausu fegurð greyptust í minni barnsins. Síðan minnir bjart mánaskin mig alltaf á kvöldgönguna ofan Garðinn í Haukadal, þar sem ég fyrir tilstilli Guðríðar skynjaði hvað fyrst merk- ingu orðanna rætur og átthagi. í Sæbóli var gott að vera. Þess fékk yngsti bróððir minn, Guð- mundur Grétar, einnig að njóta. Munum við báðir lengi þakka stund- irnar sem við áttum þar, og minn- ast þeirra með hlýju. Við sendum börnum Guðríðar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðríðar Gestsdóttur frá Sæbóli í Haukadal. Bjarni Guðmundsson. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, FJÓLA EINARSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Norðurtúni 22, Bessastaðahreppi, lést í Landakotsspítala miðvikudaginn 20. janúar. Bergur Ólafsson, Einar Bergsson, Ólafur Bergsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR HJARTAR frv. framkvæmdastjóri, Flyðrugranda 8, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 25. janúar kl. 13.30. Guðrún J. Hjartar, Jóna Björg Hjartar, Páll van Buren, Sigrfður Hjartar, Stefán Guðbergsson, Elín Hjartar, Davi'ð Á. Gunnarsson, Egill Hjartar, María Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Hólmgarði 52, Reykjavik, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 25. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sigrún Sigurðardóttir, Haraldur Sigurðsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Svavar Sigurðsson, Halldór Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn Jón Bergsson, Margrét Margeirsdóttir, Hilmar Kristjánsson, Sigurborg Kolbeinsdóttir, Edda Björnsdóttir, t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN HERMANNSSON, Garðbraut 72, Garði, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. janúar kl. 15.00. Hrefna Björgvinsdóttir Higgins, Pat Higgins, Hermann Björgvinsson, Helga Jóhannsdóttir, Andrea Björgvinsdóttir, Kristján Kristjánsson og barnabörn. t Ástkær faðir minn, sonur okkar og bróðir, JÓN PÁLL SIGMARSSON, er andaðist 16. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Hallgríms- kirkju þriðjudaginn 26. janúar 1993 kl. 13.30. Sigmar Freyr Jónsson, Dóra Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Sigmar Jónsson og systkini hins látna. t Maðurinn minn, faðir minn og sonur okkar, ÁGÚST PÁLSSON skipasmiður, sem lést af slysförum 17. janúar verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju á morgun, mánudag, kl. 15.00. Elín Marta Pétursdóttir, Pétur Þór Ágústsson, Gunnþórunn Oddsdóttir, Páll Jónsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir og amma, SVAVA ÓLAFSDÓTTIR PJETURSS, Kirkjulundi 8, Garðabæ, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Þórarinn H. Pjeturss, börn og barnabörn. t Hjaftkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA GÍSLADÓTTIR, Laugavegi 142, er andaðist 15. janúar sl. verður jarðsungin í Fossvogskapellu þriðjudaginn 26. janúar kl. 13.30. Eyjólfur Einarsson, Gerður Sigfúsdóttir, Gfslína Einarsdóttir, Gunnar Eirfksson, Bjarni Einarsson, Sesselja Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og bróður, INGIMARS EYDALS, Byggðavegi 101b, Akureyri. Hjartans kveðjur og blessunaróskir til allra þeirra sem heiðrað hafa minningu hans svo og þeirra er með svo margvíslegu móti veittu honum liðsinni og styrk í veikindum hans. Ásta Sigurðardóttir, Guðný, Inga, Ingimar, Ásdi's, tengdabörn og barnabörn. Finnur Eydal, Gunnar Eydal og fjölskyldur. LíLListuvinnustofa Luvindar Á Ljvindar AArnasonar ---♦ • Utfarafijónusta t I íllistusmíái Vesturhlíð 3 ♦ Sími: I3485 ♦ Davíð Osvaldsson ♦ Heimasimi: 39723

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.