Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 32
B32 Sölumaður - fasteignasala Óskum nú þegareftirduglegum sölumanni. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 29. janúar merktar: „F - 8254“. Ert þú nuddari? Sól og sæla opnar í Hafnarfirði glæsilega sólbaðsstofu. Vantar nuddara. Einnig að- staða fyrir sjúkraþjálfara og/eða trimmform. Upplýsingar í síma 653005. Lausar stöður Við embætti sýslumannsins á Akureyri er laus til umsóknar staða löglærðs fulltrúa. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir óskast sendar undirrituðum fyrir 5. febrúar 1993. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8.janúar 1993. Elías I. Elíasson. Sölustjóri - miklir tekjumögu- leikar Almenna bókafélagið undirbýr viðamikið verkefni, sem standa mun í 1 til 11/2 ár og leitar því að sölustjóra. Sölustjórinn ber ábyrgð á markaðssetningu þessa verkefnis, ráðningu sölufólks, sölu- stjórnun og skipulagningu verkefnisins. Við leitum að kraftmiklum og hugmyndaríkum einstakling, sem er reiðubúinn að taka áhættu og uppskera í samræmi við árangur. Mjög miklir tekjumöguleikar. Skriflegum umsóknum skal skila til Almenna bókafélagsins fyrir 3. febrúar nk. ásamt meðmælum og skulu umsækjendur sýna fram á reynslu sína í sölustjórnun. é> ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ H F Nýbýlavegi 14-16, 200 Kópavogi. Starfsfólk Nýtt athvarf fyrir geðsjúka er tekur til starfa í febrúar, opið 8 tíma á dag virka daga, ósk- ar að ráða einstaklinga eldri en 28 ára, sem geta unnið sjálfstætt, tekið á sig ábyrgð og hafa ánægju af mannlegum samskiptum, til starfa sem fyrst. Iðjuþjálfi eða einstaklingur með sambærilega mennt- un, um er að ræða 70% starf. Eldhús Einstaklingur óskast til starfa með menntun/áhuga á matreiðslu, um er að ræða 60% starf. Umsóknareyðublöð fyrir þessi störf fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 30. janúar nk. QjdntTónsson RÁDGJÖF &RÁÐNINGARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU 14. 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Kvöld- og helgarvinna Vegna aukinna umsvifa óskar ÍM Gallup eft- ir því að ráða konur í spyrlastörf. Þær þurfa að hafa góða framkomu og rödd og vera a.m.k. 20 ára. Góð íslenskukunnátta skil- yrði. Reynsla af símastörfum er æskileg, svo og reynsla af tölvum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á auglýs- ingadeild Morgunblaðsins. Fyrirspurnum er ekki svarað í síma. Umsóknarfrestur er til 29. janúar. w Stuðningsstarf Fóstra, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast í stuðnings- starf á leikskólann Nóaborg. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í sfma 629595. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. VINNUEFTIRUT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöfða 16 ■ Pósthólf 12220 -132 Reykjavík auglýsir lausttil umsóknar: Skrifstofustarf hjá umdæmisskrifstofu Vestfjarða á ísafirði Um er að ræða 50% starf sem felst m.a. í símavörslu, vélritun og tölvufærslu. Æskilegt er að umsækjendur hafi nokkra reynslu af tölvunotkun og hafi góða kunnáttu í íslensku. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhann Ólafsson, umdæmisstjóri, í síma 94-4464 eða aðalskrifstofan í síma 91-672500. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkis- ins, Bíldshöfða 16, fyrir 7. febrúar 1993. Hjúkrunarfræðingar Eftirtaldar stöður við Sjúkrahús Akraness eru lausar til umsóknar. 1. Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra frá 1. mars nk. Starfssvið hjúkrunarframkvæmdastjóra er aðallega fólgið í eftirfarandi: ★ Sjá um fræðslu fyrir starfsfólk hjúkrun- arþjónustunnar. ★ Sjá um innkaup á vörum fyrir hjúkrun- arþjónustuna. ★ Tilfallandi verkefni í samráði við hjúkr- unarforstjóra. Æskilegt er að umsækjandi hafi framhalds- nám í stjórnun eða kennslu og starfsreynslu. 2. Staða hjúkrunarfræðings á lyflækninga- deild. Á deildinni er unnið með skipulagða skráningu hjúkrunar. í boði er einstaklingsbundin aðlögun. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 29. janúar nk. Allar nánari upplýsingar um starfssvið og launakjör gefur hjúkrunarforstjóri, Steinunn Sigurðardóttir, í síma 93-12311. Sölufólk óskast Vant sölufólk óskast til starfa við símasölu. Föst laun + prósenta. Ath.: Þarf að vera vant sölumennsku. Meðmæli óskast. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „P - 15000“. Hugbúnaðarmaður Þekkt tölvu- og þjónustufyrirtæki óskar að ráða tölvunar- eða kerfisfræðing til starfa. Aðili með sambærilega menntun eða reynslu kemur vel til greina. Starfið felst í forritun og hugbúnaðarvinnu fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Reynsla af sam- bærilegu æskileg en ekki skilyrði. í boði er starf þar sem frumkvæði og sjálf- stæði fá að njóta sín. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði í síma 679595 frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: „Sjávarútvegur" fyrir 30. janúar nk. RÁDGARÐURHH STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Sumarstörf 1993 Skógræktarfélag Reykjavíkur mun ráða skólafólk til eftirtalinna starfa sumarið 1993: 1. Almenn garðyrkjustörf í Fossvogsstöð. Ráðningartími frá miðjum maí í 10-12 vikur - nánar tilgreint við ráðningu. Umsækjendur séu fæddir 1977 eða fyrr. 2. Flokksstjórn á vinnusvæðum utan Foss- vogsstöðvar. Ráðningartími frá 1. júní - 9 vikur. Umsækjendur séu fæddir 1972 eða fyrr. Umsóknum um þessi störf skal skila fyrir 10. mars 1993. Laun skv. samningi Dags- brúnar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Ekki er gert ráð fyrir fríi á starfstímanum. Umsóknareyðublöð og upplýsingar fást hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Fossvogs- bletti 1, sími 641770. SI<OGRÆI<JARFELAG 'fíEYKM/IKUR Tölvunarfræðingur - viðskiptafræðingur Vegna mikilla verkefna óskar Strengur hf. að ráða tölvunarfræðing/kerfisfræðing eða viðskiptafræðing. Starfið felst í forritun og þjónustu á við- skiptakerfinu Fjölni. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi bókhaldsþekkingu eða við- skiptalegan bakgrunn. í boði er sjálfstætt starf og góð laun. Hér er á ferðinni gott tækifæri fyrir réttan aðila. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í síma 679595 frá kl. 09-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 3. febrúar nk. Strengur hf. er 10 ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki þar sem starfa nú 30 manns, við hönnun, uppsetningu og þjónustu á hugpúnaði. Helstu verk- efni Strengs hf. er m.a. vinna við viðskiptakerfið FJÖLNI (sem áöur hét Bústjóri), sala og þjónusta á INFORMIX- gagnagrunnskerfinu, rekstur á upplýsingabankanum HAFSJÓ ásamt öðrum sérhæfðum tölvuverkefnum. RÁÐGARÐIJRHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.