Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTT1R SUNNUDAGUR 24. JÁNÚAR 1993 Bill Shankly, Skotinn sem byggði upp stórveldið á Anfield Road en hætti óvænt sumarið 1974. fjölmiðla. En sigurgangan hélt áfram fyrst í stað. Liðið varð bæði Englandsmeistari og bikarmeistari á fyrsta ári Dalglish sem stjóra, veturinn 1985-86. Óneitanlega stórglæsileg byijun, og titlarnir áttu eftir að verða fleiri. Liðið varð þrívegis Englandsmeistari og tví- vegis bikarmeistari undir stjóm Dalglish, en þegar á leið tímabilið 1990-91 var eins og einhver losara- bragur væri á liðinu. Sumir þeirra leikmanna sem Dalglish keypti til félagsins voru ekki taldir í þeim gæðaflokki, sem Liverpool þyrfti — þrátt fyrir gott gengi fóru að heyr- ast raddir þess efnis að hann réði ekki við verkefnið. En liðið var í toppbaráttu. Það þótti því engin smá frétt þegar Dalglish sagði skyndilega upp starfí sínu, og bar því við að hann þyldi ekki álagið sem því fylgdi. Þetta var eitthvað alveg nýtt fyr- ir þeim Liverpool-mönnum. Shankly sagði reyndar upp á sínum tíma, en samt... Paisley tók þá við geysi- lega góðu búi, en nú var staðan einfaldlega ekki jafn góð. Þrátt fyr- ir velgengni var farið að hrikta í stoðum stórveldisins. Árum saman höfðu umsjónar- menn liðsins keypt leikmenn mjög viturlega, endumýjunin var nokkuð stöðug og jöfn. Og svo merkilegt sem það nú var, virtust leikmenn nánast undantekningarlaust út- bmnnir þegar þeir fóm frá Liverpo- ol. Það var eins og kraftar þeirra hefðu verið nýttir til hins ýtrasta og þeir síðan seldir á hárréttu augnabliki. Paisley var snillingur í því að púsla saman liði; „endurnýja" viturlega og náði ætíð að halda liðs- heildinni fírnasterkri. Keðja er aldr- ei sterkari en veikasti hlekkurinn og líklega er óhætt að halda því fram að sumir hlekkirnir í keðju Dalglish hafí hreinlega ekki verið nógu sterkir. Það var því, eins og fyrr segir, farið að hrikta í stoðum stórveldisins þegar Souness tók við í apríl 1991. Hann var fyrirliði liðs- ins um tíma á velgengnisárunum; farsæll leiðtogi og góður leikstjórn- andi á miðjunni. Souness var seldur til Sampdoria á Ítalíu sumarið 1984 og tók við stjórn Glasgow Rangers í Skotlandi eftir að hann kom heim. Þar var hann við störf þegar Liv- erpool bar víurnar í hann, og fyrir- liðinn fyrrverandi svaraði kallinu. Þegar Souness tók við, var haft eftir honum að það eina sem hann þyrfti að gera væri að losa félagið við nokkra leikmenn og kaupa nokkra í staðinn, og skapa á ný það sem alltaf hefði verið til staðar: mikla tilfinningu leikmanna til fé- lagsins. En starfið reyndist ekki svo auðvelt, og Souness tók upp sömu starfsaðferðir og hann hafði beitt hjá Rangers. Keypti hvern leik- manninn á fætur öðrum fyrir háar fjárhæðir; leikmenn sem sumir eru þegar farnir frá félaginu á ný og aðrir virðast á leiðinni. Mistök Einn þeirra sem Souness keypti, og sá dýrasti, var Dean Saunders frá Derby. Fýrir hann greiddi Liv- erpool 2,9 milljónir punda — um 290 milljónir ISK — en tæpum tveimur árum síðar var hann seldur Bob Palsley tók við af Shankly og gerði Liverpool að sigursælasta liði í sögu enskrar knattspymu. til Aston Villa fýrir 2,2 millj. punda. Honum gekk ekki sérlega vel hjá Liverpool en hefur verið iðinn við að skora fýrir Aston Villa — en fróðir menn telja þó að það hafí ekki verið mistök hjá Souness að selja hann heldur hafí það verið stór mistök að kaupa hann! Saund- ers sé leikmaður sem henti einfald- lega ekki leikstíl Liverpool. Einn þeirra sem tala á þessum nótum er áðumefndur Mark Lawrenson, sem var reyndar framkvæmdstjóri Oxford þegar Saunders lék með lið- inu fyrir nokkrum árum. Souness hefur og verið gagn- rýndur fyrir að kaupa suma leik- menn dýru verði en nota þá svo lít- ið eða í stuttan tíma og selja mjög góða leikmenn, þar á meðal Steve Staunton og Ray Houghton, sem báðir fóru til Aston Villa, eins og Saunders. Souness hefur reyndar haldið því fram að Houghton hafi viljað fara og þar sem hann hafí verið orðinn þrítugur og Villa verið reiðubúið að borga 925.000 pund fyrir hann hefði það verið viturlegt að selja. Þetta eru rök sem verður að hlusta á því Souness er — og það má alls ekki gleymast — fyrsti stjórinn hjá Liverpool í 30 ár sem verður að afla fjár með þessum hætti til að geta keypt leikmenn. Souness varð fjórum sinnum enskur meistari undir stjórn Pais- leys á sínum tíma, og þekkir vel alla innviði félagsins. Hann er mað- ur sem vill á margan hátt fara eig- in leiðir; þess vegna voru margir fljótir til að gagnrýna hann þegar illa fór að ganga — segja hann vera að breyta liðinu eftir eigin höfði, en Souness blæs á slíkar út- skýringar. „Ég segi sömu hlutina við mína menn nú og sagðir voru við mig þegar ég var að spila, þann- ig að ég veit að þeir eru réttir." Hann leggur síðan áherslu á að það sé hvemig leikmennirnir bregðist við, sem skipti máli. Þar virðist hundurinn einmitt grafinn um þess- ar mundir; leikmennirnir, sem margir hveijir eru „stjömur“, standa einfaldlega ekki undir þeim væntingum sem til þeirra em gerð- ar þegar inn á völlinn er komið. Baráttan er mikil í ensku knatt- spyrnunni, og þeir sem standa í eldlínunni í dag virðast ekki nógu harðir af sér. Hverju um er að kenna er svo spurning sem vert er að velta fyrir sér. Leikmenn liðsins virðast sumir hveijir mjög taugaóstyrkir þegar komið er út á völlinn og spurning hvort Souness hafi tekið þá á taugum á einhvern hátt. Sú spurning hvort Souness nær Liverpool-skútunni á siglingu á nýj- an leik er stór. Margir bíða spennt- ir eftir svarinu, en einu geta áhang- endur Liverpool glaðst yfir. Liðið þykir þrátt fyrir allt leika góða knattspyrnu. Énn er hugsað um að láta knöttinn ganga manna á milli með skipulegum hætti, nokkrir ung- ir leikmenn hafa fengið að spreyta sig vegna meiðsla annarra og standa sig vel þó reynsluna vanti enn. Því þykjast menn sjá von til þess að endurreisnin takist. En hvort leiðin liggur aila leið á topp- inn þorir ef til enginn að spá um strax. ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA HEFST MÁNUDAGINN 25. JANÚAR KL. 9 PARÍSARbúðin Austurstræti 8, sími 14266. VSJáLFSTJEÐISFLOKKURINN Húsvíkingar og nágrannar! Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félags- heimili Húsavíkur þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 20.30. Frummælendur verða formaður Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Hall- dór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn. UTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA Á ntorgun erlokadagur útsöiunnar Eí\í\ MEIRIAFSLÁTTVR Öll brjóstahöld á 1.000 kr. Allar buxur á 500 kr. Allur náttfatnaður á 1.000 kr. Hleðslur afh löður & hleð slutœki Hleðslurafhlöður spara! - 800 til 1100 hleðslur á rafhlöðu! Hjá okkurfœrðu einnig Alkaline rafhlööur á verÖi venjulegrar rafhlöðu. SAflYO iþ Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SfMI 691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.