Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 11
II rntmm í S ilsslllll! í ! ■ ■ Leikstjóri JEAN-JACQUES ANNAUD (Leitin að eldinum, Nafn rósarinnar) HASKOLABIO Sýnd kl. 5,7,9.10 og 11.20 Forboðnar ástríður Hún gaf honun sakleysi sitt, ástríðu sína og FRUMSYND I DAG Línurit hugarflugsins _________Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Ein hlið myndsköpunar er að rækta hugarflugið og gera menn það á ýmsan hátt, sumir leggja mikla áherslu á að skrásetja sýnir og li- fanir dagsins, en aðrir forðast alla forvinnu til að vinnubrögðin verði sem ferskust og upprunalegust. En í þeim tilvikum eru menn auðvitað líka að skrá lifanir núsins, en athafn- irnar eiga sér annað og skemmra ferli, þótt í báðum tilvikum geti hug- myndirnar átt sér nokkurn, og jafn- vel langan aðdraganda. Hvers konar vinnuteikningar og skissuvinna er tvímælalaust af hinu góða og föngin bregða iðulega upp forvitnilegri mynd af vinnubrögðum viðkomandi listamanna, og því teljast slíkar at- hafnir fullgildur þáttur f sýningar- flóru listhúsa og listasafna. I Mokka kaffi sýnir um þessar mundir Kristinn G. Harðarson örlítið brot af slíkri athafnasemi sinni, en hann hefur það til siðs að vera síriss- andi upp myndir hvorutveggja- í skissubækur sem á laus blöð. Hér er mun frekar um að ræða heimspekilega þanka um veruleik- ann allt um kring, heldur en hreina glímu við form og liti, sem þýðir auðvitað að sjálf hugmyndin er út- færslunni æðri. Til að menn eigi auðveldara með að nálgast þennan hugmyndabanka listamannsins liggur frammi á sýn- ingunni tólf síðna viðtal við hann, sem Hannes Sigurðsson listsögu- fræðingur tók í New York 10. des- ember og nefnist það „Að göfga ruslið“. Þetta viðtal bregður nokkru ljósi á hugsanaferli gerandans við tilorðn- ingu vinnuteikninganna og áhuga- sömum er ráðlagt að lesa það spjald- anna á milli þó langt sé. Einkum vegna þess að þessi framkvæmda- semi er óvenjuleg á almennri sýn- ingu og með þessum viðauka hefur Mokka tekið forystuna um hug- myndaríka og skilvirka sýningar- starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Það er einmitt sitthvað af slíku sem við listrýnar höfum verið að auglýsa eftir um árabil vegna upp- lýsingafátæktar á listsýningum hér í borg, sem er einsdæmi í þeim mæli í veröldinni. Margt í þessu viðtali er athyglis- vert, en á köflum er orðalagið vísast of faglegt til að almennur listnjót- andi sé fullkomlega með á nótunum. í viðtölum sem slíkum ber einmitt að fara varlega í skrúðgarði list- rænna og heimspekilegra málblóma, nema að útskýra þau um leið. Það einkennir hugmyndafræði- lega listamenn, að vera ákaflega sjálfhverfir og telja athafnir sínar eins konar möndul heimslistarinnar, en að aðrir séu léttvægir aukaleik- Norræna húsið Dönsk bóka- kynning DANSKAR bókmenntir verða á dagskrá í Norræna húsinu laug- ardaginn 20. febrúar kl. 16. Þá mun danski rithöfundurinn Ib Michael segja frá bókaútgáfunni í Danmörku á sl. ári og tala um eigin ritstörf. Ib Michael er fæddur 1945. Fyrsta skáldsaga hans „En hidtil uset drom om skibe“ kom út 1970. Hann hefur síðan sent frá sér yfir 20 bækur og má nefna „Troubadurens lærling" (1984), „Kilroy Kilroy" (1989) og „Vaniílepigen" (1991). Ib Michael hefur dvalið langdvöl- um utan Evrópu, m.a. í Mið-Amer- íku, Kína, Tíbet og á Kyrrahafseyj- um. Skáldsögur hans leiða hugann að suður-amerískum rithöfundum eins og Marquez, Allende og Borg- es. Fyrirmyndir Ib Michaels meðal danskra höfunda eru Johannes V. Jensen og Karen Blixen. Aðgangur að bókakynningunni er ókeypis og allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) arar á leiksviðinu og að list þeirra sé úr lausu lofti gripin og án hug- myndagrundvölls. En það hlýtur þó að vera álita- mál, hvort sjálf hugmyndafræðin sé æðri útfærslu myndverksins og vísa má til þess, að flestir hinna miklu myndlistarmanna aldarinnar voru hér vel að sér og skildu eftir sig merkilegar hugleiðingar um lífið og tilveruna. Þeir einangruðu ekki list sína við ákveðið svið heldur gripu í einn og annan hliðargeirann þegar þeim bauð svo við að horfa. í viðtalinu er annars víða komið við og vísað til ákveðinna mynda á sýningunni, en sá er hængurinn að númerin eru einungis í viðtalinu en ekki í nágrenni myndanna, svo erf- itt er fyrir lesandann að fóta sig. En dregið saman í hnotskurn eru þetta nostursamlega gerðar vinnu- teikningar og lipurlega útfærðar, en hugmyndir listamannsins komast naumast til skila nema við lestur viðtalsins. Kristinn G. Harðarson myndlist- armaður. S takar joggingbuxur. Clansbuxur. Þröngar gammosíur. Mikið úrval af ódýrum náttfatnaði Nýbýlavegi 12, sími 44433.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.