Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 12
MÖRGUNBLAÐIÐ! FÖSTUDAGUR 1'9."FEBRÚAR-1993 Flórinn mokaður eftir Magnús E. Finnsson Það er ekki ein báran stök hjá forsvarsmönnum kúabænda þegar kemur að útsöluverði á nautgripa- kjöti í smásöluverslunum. Guð- mundur Lárusson, formaður fé- lagsins, þreytist seint á að koma fram fyrir alþjóð og væna kjöt- kaupmenn um að stinga peningum sem ætlaðir eru bændum og neyt- endum beint í vasann. Jafnt kaup- mann sem neytendur vita að í nútímaverslunarrekstri, þar sem fullkomin samkeppni ríkir, er ekk- ert til sem heitir að stinga af- slætti beint í vasann, enda hafa neytendur að því mér hefur virst látið fullyrðingar formannsins sem vind um eyru þjóta. Það er hins vegar ekki jafn víst að formaður kúabænda geri sér jafn vel grein fyrir því hvemig fijáls viðskipti ganga fyrir sig á samkeppnismark- aði, enda ekki nema von þar sem ríkisreknar stofnanir reikna honum tekjur og gjöld en ekki hinn al- menni markaður. Kúabændur sem og aðrir bændur eru að mínu mati ekki öfundsverðir af sínu hlut- skipti og margir þeirra eiga án efa ekki mikið til skiptanna þegar reikningar hafa verið gerðir upp um áramót. Hið illræmda landbún- aðarkerfí sem bindur hendur fram- leiðenda, kaupmanna og neytenda er að sjálfsögðu ekki sök Guð- mundar Lárussonar eða hans kol- lega, en það sorglega við þetta mál er að félag kúabænda með formann sinn í fararbroddi virðist ekki gera neitt til að brjóta upp steinmnnið fyrírkomulag og freista þess að bjóða neytendum góða vöru á góðu verði. Þvert á móti, eins og dæmin sanna, reyna þessir menn með öllum tiltækum ráðum að viðhalda kerfínu og koma í veg fyrir að neytendur geti keypt nautgripakjöt á lægra verði. Nú er svo komið að kúabændur ætla sér frekar að fleygja kjötinu eða gefa það til útlanda en að selja íslenskum neytendum á lægra verði en ríkisvaldið hefur sagt þeim að þeir megi selja það á. Því er nauðsynlegt að svara fullyrðingum og rangtúlkunum kúabænda áður en þær fara að valda skaða. Verðlækkun nautakjöts Forsaga þessa máls er að síðast- liðið haust ákváðu kúabændura ð lækka verð á nautgripakjöti til afurðastöðva, eftir því sem þeir segja sjálfir um allt að 14-15% á algengustu flokkunum. Þessi verð- lækkun var ekki tilkomin af góð- mennsku kúabænda við neytendur heldur voru kúabændur komnir í þrot með húsnæði undir nautgripi sína, sláturhúsin yfírfull og gátu ekki tekið við gripum til slátrunar. Til að losna við sitt kjöt gripu nokkrir bændur til að selja kjöt til afurðastöðva á undirverði eða allt að 85% af grundvallarverði. Aðrir sömdu þannig við sláturhúsin að þau slátruðu, en bændur tóku síðan kjötið til sín og sáu sjálfír um söl- una. Þar með voru markaðsöflin farin að ráða ferðinni við fram- leiðslu og vinnslu á nautgripakjöti og til að koma í veg fyrir það brugðu kúabændur til þess ráðs að lækka verð til afurðastöðva um 14-15%. Þá lækkun segjast kúa- bændur ekki hafa séð í verslunum og segja sem svo að þessum mis- mun hafi kjötkaupmenn stungið í eigin vasa. Þeir sem þekkja til við- skipta á samkeppnisgrundvelli geta ekki annað en brosað aðkvona fullyrðingum. A höfuðborgarsvæð- inu einu eru nálægt 100 matvöru- verslanir sem keppa sín á milli og ef allar tækju sig saman og héldu óbreyttu verði, t.d. á appelsínusafa þrátt fyrir 15% lækkun á appelsín- um, væri um einstæðan atburð að ræða. Einnig þætti það í frásögur færandi ef framleiðandi appelsín- anna kæmi fram í fjölmiðlum og gréti sáran yfír því að kaupmenn hafí ekki lækkað safann um 15%. En frá appelsínusafa yfír í naut- gripakjöt. Voru það íslenskir kjöt- kaupmenn sem náðu þessum fá- heyrða atburði að lækka ekki naut- gripakjöt þrátt fyrir lækkun frá heildsala eins og Guðmundur Lárusson hefur haldið fram? Verðlagsstofnun gerði könnun á verðþróun nautgripakjöts á höfuð- borgarsvæðinu á síðasta ári, bæði hjá afurðastöðvum^ ogsmásölu- verslunum. Niðurstöður í smásölu- verslunum voru að af 8 tegundum nautgripakjöts, sem kannaðar voru þrisvar á árinu, höfðu 7 lækkað að meðaltali í verði en ein hækk- að. í niðurstöðum kom fram að af 17 verslunum hafí 2 verslanir Iækkað allar tegundir, þtjár hafí haldið verðinu óbreyttu allt árið en hinar hafí ýmist hækkað eða lækkað eftir tegundum. Þegar kemur að heildsölustig- inu, þ.e. afurðastöðvunum sem bændur höfðu lækkað verðið til, kemur í ljós að ein þeirra hafði lækkað verðið um 14-15% önnur um 5% og sú þriðja haldið verðinu óbreyttu. Hvar liggur hundurinn grafínn? Aðeins ein afurðastöð hefur lækkað verðið um 14-15% en þær verslanir sem kaupa sínar kjötvörur frá hinum afurðastöðv- unum höfðu að því er fram kemur í könnun Verðlagsstofnunar engin tök á að lækka kjötið um allt að 15%. Síðan leyfír formaður kúa- bænda sér að koma fram í fjölmiðl- um oglýsa því yfír að kjötkaup- menn hafí stungið afslættinum í vasann. Matvöruverslunin hér á landi er sem betur fer það þróuð að slíkt getur einfaldlega ekki gerst. Hafi verið um verðlækkun að ræða til verslana, en það auðvit- að þeim verslunum í sálfsvald sett hvemig þær meðhöndla sinn af- slátt en komi 15% afsjáttur á að- föngum til allra verslana kemur samkeppnin í veg fyrir að þessum afslætti sé haldið innan veggja þeirra. Þessar ásakanir kúabænda koma reyndar úr hörðustu átt og eru um leið grátbroslegar. Svoköll- uð 5 manna nefnd ákveður skráð heildsöluverð á nautgripakjöti og frá Framleiðsluráði landbúnaðar- ins kemur reglulega plagg til bænda þar sem fram kemur hvað þeir skuli fá fyrir kílóið af hverri belju sem er felld. Lög í landinu segja að kúabændur skuli fá sitt verð sama hvað markaðurinn vill borga fyrir vöruna. Þegar skoðaðar eru forsendur þeirrar verðlagning- ar kemur í ljós að stofnunin segir að til reksturs 22ja kúa býlis þurfí smurolíu og frostlög fyrir kr. 10.964,90, hreinlætisvörur fyrir kr. 22.668,13, timbur og saum fyrir kr. 5.400,16, málningu fyrir kr. 9.964,86 og svo mætti lengi telja. Nú kann einhver að spyija hvort kúabændur láti fenginn af- slátt á þessum vörum og öðrum, sem þarf til reksturs kúabýlis, ganga beint til neytenda í formi lækkaðs vöruverðs líkt og mat- vörukaupmenn gera þegar þeir gera betri innkaup. Reyndar þarfn- ast þessar vangaveltur ekki svara við því mér kemur þetta nákvæm- lega ekkert við. Það er ekki mitt hlutverk að skipta mér að rekstri kúabúa, rétt eins og það er ekki hlutverk formanns kúabænda að blanda sér í rekstur smásöluversl- ana hér á landi og hafa afskipti af verðlagningu á þeim vörum sem þar eru á boðstólum. Mikill gróði smásöluverslana Það hefur komið fram hjá tals- mönnum bændastéttarinnar að matvöruverslanir haldi sér á floti með sölu á íslenskum landbúnaðar- vörum. Samkeppnin sé mikil í pakkavörunni svonefndu og þær vörur seldar undir kostnaðarverði en rekstrinum haldið réttu megin við strikið með hjálp kjötvörunnar. Mikið skelfing vildi ég að satt væri. I ýtarlegri könnun sem Kaup- mannasamtök íslands fengu hlut- lausan aðila til að gera á kostnaði við smásöludreifingu á landbúnað- arvörum kom á daginn að landbún- aðarvörur eru seldar undir kostnaðarverði. Fram kemur í könnuninni að allur kostnaður við sölu á ferskum kjötvörum er 30% og þar með þyrfti álagning að vera 35% til að eðlileg ávöxtun fáist. Raunveruleg álagning á ferskum kjötvörum er hins vegar um 20% og vantar því talsvert upp á að verslunin nái inn fyrir kostnaði. Þá hefur komið fram í könnun, sem Verðlagsstofnun hefur gert, að smásöluálagning á landbúnaðar- vörum er lægst á íslandi miðað við önnur lönd í könnuninni. Að undanfömu höfum við horft upp á margar verslanir hætta rekstri og verða gjaldþrota. Þessar verslanirt hafa ekki hætt vegna of mikilla tekna af sölu á nautakjöti, heldur hinu gagnstæða — of lítilla tekna. Víða erlendis má sjá verslanir sem selja eingöngu kjötvörur og fyrir áhugamann um slíkan varning er mjög gaman að koma inn í slíkar verslanir. Ef hagnaður væri af því að selja kjötvörur hér á landi í smásölu væri engin spurning um að slíkar verslanir, sem eingöngu seldu slíkar vörur, hefðu hreiðrað um sig í stórum stíl. Reyndar hef- ur slíkur rekstur verið reyndur en fyrr en nokkurn mann grunaði hætt aftur. Ástæðan er einföld, það er ekki hagnaður af því að selja kjötvörur. Hins vegar er það nauðsynlegt fyrir matvöruverslanir að selja kjöt rétt eins og það er söluturnum nauðsynlegt að selja tóbak þó svo að enginn hagnaður sé af því að selja það. Meira til gamans set ég með mynd af verðmyndun nautakjöts, þ.e. flokki UNI í heilum og hálfum skrokkum. Þar sést hvað hver að- ili fær í sinn hlut, þ.e. frá framleið- anda til smásalans. Tekið skal fram að forsendur eru miðaðar við 1. desember 1992. Óniðurgr. smásöluverð pr. kg. kr. - 539,69 Niðurgreiðslur kr. 69,22 Afréttingar kr. 0,47 Verð til neytenda pr. kg. kr. 470,0- 0 Grundvallarverð 317,03 Slátur og heildsölukostnaður 95,90 Stofnsjóðsgjald 8,26 Gjald til framleiðsluráðs 1,03 Óniðurgreitt heildsöluverð 422,22 Niðurgreiðsla til bænda 69,22 Afrétting 0,00 Niðurgreitt heildsöluverð 353,00 Smásöluálagning 24,89 Afrétting -0,47 Smásöluverð 377,89 Virðisaukaskattur 92,58 Smásöluverð m. vsk. 470,00 Af sölutölum nautgripakjöts á undanfömum misserum má sjá að neytendur hafa fengið sig fullsadda af hinu háa verði sem er á þeim vörum. Á meðan samdrátt- ur er í sölu á dýrari tegundum eins og gúllasi og nautabuffí er stór- felld aukning í sölu á nautahakki og með hakkinu tekur fólk pasta og ámóta vörur til að komast af með sem ódýrastar máltíðir. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að versl- anir verða að nota sífellt dýrari og dýrari tegundir af nautgripa- kjöti í hakk til að svara kalli mark- aðarins. Til að koma dýrarí tegund- um kjötsins út grípa verslanir til þess ráðs að lækka verðið verulega frá væntu útsöluverði. Þetta hefur verið að gerast á undanförnum mánuðum eins og mátt hefur sjá í dagblöðum. í DV frá 9. septem- ber sl. segir í fyrirsögn: „Verðstríð á matvörumarkaðnum — barist með kjúklingum og nautakjöti". I Tímanum, málagni kúabænda, segir sama dag: „Verslanir lækka verð á nauta- og kjúklingakjöti.“ í greininni sem fylgir segir að nautakjöt hafí lækkað um allt að 20% og sé sú verðlækkun tilkomin vegna lækkaðrar álagningar versl- ana og afsláttar frá framleiðend- um. Fullyrðingum blaðanna og kúabænda ber þarna ekki saman. Eins og áður hefur verið bent á ræður framboð og eftirspurn miklu í rekstri matvöruverslunar, öfugt við rekstur kúabúa. Til að freista þess að koma í veg fyrir að mark- aðsöflin næðu yfirhendinni við framleiðslu, vinnslu og sölu á naut- gripakjöti (eins og þau voru nán- ast búin að gera) gripu kúabændur til þess ráðs að gera samning við sláturleyfishafa sem átti að vinna að því „að koma jafnvægi á mark- að með nautgripakjöt" eins og seg- ir þar orðrétt. í samkomulaginu kemur m.a. fram að flytja skuli út 350 tonn af nautgripakjöti og að auki skuli ódýrasta kjötinu af nautgripum eytt gegn greiðslu skotlauna kr. 4.500 á hvern grip. í stað þess að gefa neytendum kost á að kaupa „ódýrt“ kjöt af nautgripum ætla bændur frekar að gefa kjötið úr landi eða brenna- það. Ja, ólíkt höfumst við að Guð- mundur Lárusson. Ef ég ætti um- frambirgðir af grænum baunum þyrfti mikið að koma til áður en ég henti þeim í sjóinn til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir mínir fengju þær á ódýru verði. Heimaslátrun Fyrir nokkrum mánuðum var haldinn fundur með matvörukaup- mönnum og fulltrúum kúabænda þar sem menn ræddu hvernig verslanir og framleiðendur gætu unnið saman að því að koma hluta umframframleiðslu nautgripakjöts Magnús E. Finnsson „í ýtarlegri könnun sem Kaupmannasam- tök íslands fengu hlut- lausan aðila til að gera á kostnaði við smásölu- dreifingu á landbúnað- arvörum kom á daginn að landbúnaðarvörur eru seldar undir kostn- aðarverði. “ í verð. Fulltrúar verslana buðu kúabændum að halda veglega út- sölu á nautgripakjöti sl. haust, þar sem báðir aðilar tækju á sig her- kostnaðinn. Þessu boði svöruðu kúabændur aldrei en völdu frekar að fara áðurnefndar leiðir sem mislukkuðust gjörsamlega. Haust- ið er tími slátrunar og ekki aðeins slátra bændur í sláturhúsum held- ur líka undir húsvegg heima fyrir. Heimaslátrun hefur alltaf þeickst en talið er að hún hafí aldrei verið jafn mikil og einmitt sl. haust. Þar er ef til vill komin skýringin á því af hveiju kúabændur vildu ekki útsölu með verslunum, þar sem sumir þeirra í það minnsta voru þar með komnir í samkeppni við sjálfa sig. Umframframleiðsla á naut- gripakjöti er gífurlegt vandamál, bændur hafa ekki rými fyrir gri- pina og sláturhúsin hafa gripið til þess ráðs að slátra eftir hendinni. Birgðirnar eru því lifandi. Bændur hafa í æ ríkara mæli gripið til þess ráðs að slátra heima fyrir eða láta gera það fyrir sig og sjá síðan sjálfir um söluna á afurðunum. Kjörið selja þeir að sjálfsögðu á lækkuðu verði (með eða án virðis- aukaskatti veit ég ekki) og stuðla þar með að splundrun þess kerfís sem þeir að öllu jöfnu halda hvað fastast í. Heimaslátrun er talin véra jafnvel allt að 20% af heildar- slátrun nautgripa eða um 4.900 gripir og þannig getur andvirði afurða frá heimaslátrun numið allt að 250 milljónum á ári miðað við heildsöluverð. Bændum er heimilt að slátra til eigin nota (jafn vit- laust og það nú er) en ólöglegt er að slátra meira magni en sem nem- ur þörf heimilisins. Af tölum um heimaslátrun má sjá að kúabændur reka stór heimili. Eftir stendur að kúabændur eru komnir út á hálar braut/r í gagn- rýni sinni á rekstur matvöruversl- ana. Athuganir mínar benda ekki til þess að verslanir haldi eftir þeim afslætti sem kúabændur segjast hafa gefíð heildsölum. Þó svo væri er það ekki kúabænda að blanda sér í það mál. Þó þessir ágætu menn séu valdamiklir á sínum víg- stöðvum er það ekki á þeirra valdi að ákveða hvað kjötkaupmenn leggja á sínar vörur. Þar ráða neyt- endur ferðinni. Mikið hlakka ég til þess dags þegar lögmálið um fram- boð og eftirspurn nær til framleið- enda á nautakjöti og öðrum land- búnaðarvörum. Höfundur er framkvæmdasijóri Kaupmannasamtakanna. Smásöluálagning 4.61 % Sto(nsj65sgjald Framleiðsluráð ' 1.72% Sláturog --------- heildsolukostnaður 17.77% Virðiraukaskaltur .17.15%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.