Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.02.1993, Blaðsíða 14
14__________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19, FEBRÚAR 1993_. Stöndum vörð um velferðarkerfið Kransæða- sjúkdómar 282,5 171,4 Q OKIO o a § ui ^ 2 § 1 oc si ^ § i O 52 Q U. I 5 V) 265,1 I § § I! Dánartíðni af hjarta- og æðasjúkdómum á Norðurlöndum Á hverja 100.000 íbúa árið 1990 Heilablóðfall 132,5 70,2 108,3 ■■ ■ Aðrir hjarta- sjúkdómar 86,4 71,1 54,4 55,1 lllil llili i álsmiís Aðrír æðasjúkdómar 8,2 51,1 51,6 25 2 28'5 Q E9B W eftir Sigurð Helgason Hjartasjúkdómar ’eru mesti óvinur heilsunnar í dag meðal þróaðra ríkja. Með falli Berlínarmúrsins og opnun járntjaldsins hafa komið í ljós geig- vænleg vandamál á þessum sviðum í öllum austantjaldslöndunum. Reynt var að fegra ástandið, en í dag er markvisst unnið gegn sjúkdómum með góðum árangri. í vanþróuðum ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Amer- íku eru gerðar víðtækar ráðstafanir í baráttunni við þennan skaðvald heilsunnar. 7. apríl 1992 var alþjóðlegi heil- brigðisdagurinn helgaður baráttunni við hjartasjúkdóma um heim allan og lögð var megináhersla á öflugt forvarnastarf og gjörbreyttan lífsstíl t.d. í mataræði, tóbaksreykingum og auknum líkamshreyfíngum. Við íslendingar höfum náð merk- um árangri að undanförnu og í heil- brigðisskýrslu Norðurlanda fyrir 1991, sem kynnt var í Morgunblað- inu 15. nóv. 1992, komu í ljós mjög athyglisverðar niðurstöður, sbr. súlurit. Að mati okkar færustu hjarta- lækna er árangur skýrður á þann veg, að skipulega hefur verið unnið gegn of háum blóðþrýstingi með öflugra forvamastarfí, almennt betri lækningum og lyfjum og í bættri meðferð sjúklinga. I Ijós hefur og komið að fítuneysla íslendinga hefur minnkað og skipta þar breyttar neysluvenjur miklu máli. Hér á landi eru gerðar fleiri kransæðaaðgerðir en á hinum Norðurlöndunum með góðum árangri og þá hefur komið í ljós mikil notkun blóðfítulækkandi lyfja, svo og betablokka eftir hjarta- drep, sem bjargað hefur mörgum mannslífum. Áhersla er einnig lögð á að við höfum á að skipa frábærum hjartalæknum og hjúkrunarfólki og auðvelt hefur verið að ná til hjarta- lækna og öllum kostnaði við lyf og lækningar í hóf stillt. Á þessu hefur orðið breyting til hins verra, sem nánar skal skýrt. Enginn útilokaður Við höfum um lengri tíma rekið heilbrigðismál okkar á þeirri grunn- hugmynd að enginn verði án lækn- inga vegna slæmrar aðstæðna og bágs fjárhags. Á þessu eru gerðar verulegar breytingar með útgáfu reglugerðar frá 18. jan. 1993 um greiðslur almannatrygginga á lyfja- kostnaði og með reglum um hlut- deild sjúkratryggða í kostnaði við heilbrigðisþjónustuna frá 25. jan. 1993, sem nánar skal kynnt. A. Lyfjakostnaður. Stærsti hluti hjartasjúklinga nær heilsu að nýju, en flestir þurfa lífsnauðsynlega að nota lyf að staðaldri. Af hálfu heil- brigðisyfírvalda var fallist á þetta sjónarmið með útgáfu lyfjakorta. í reglugerðinni flokkast ekkert hjarta- lyf undir 2. gr. eða í lyfjaflokk fyrir lífsnauðsynleg frílyf. Öll helstu hjartasjúkdómalyf undir auðkenni „B“ í iyfjaskrám, sbr. 3. gr. með svofelldri greiðslutilhögun: 1) Sjúklingur greiðir fyrstu 500 kr. af verði lyfsins. Af verði lyfsins umfram 500 kr. greiðir sjúkra- tryggður 12,5% en þó aldrei meir en 1500 og greiðir Tryggingastofn- un sem á vantar á fullt verð. 2) Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrstu 150 kr. fyrir hvetja lyfjaávísun og umfram það greiða sjúkratryggðu 5% en þó aldrei meir en 400 kr. í raunhæfu dæmi um venjulegan hjartasjúkling með 100 daga skammt, sem hafði lyfjakort átveim- ur lyfjum af fjórum, sýndu útreikn- ingar apótekara að greiðsla var 246 kr., en er samkvæmt nýjum reglum 3.627 kr. Alvarlegast er þó ákvæði í 5. gr., en þar er boðað að Trygg- ingastofnun ríkisins greiði ekkert í blóðfitulækkandi lyfjum, sem eru auðkennd með „0“ í lyfjaskrá. Þetta gat þýtt að 100 daga skammtur, sem var innan við 3 þús. kr. yrði tæpar 30 þús. kr. Heilbrigðisráðuneytið setti upp samráðsfund um meðferð við hárri blóðfítu með afbragðs sér- fræðingum, þar sem lögð hafa verið fram gróf viðmiðunarmörk. Er þess að vænta að hindruð hafi verið stór- slys með þessari nýju tilhögun. Vak- in skal sérstök athygli á þeirri stað- reynd að ekkert þak er sett á lyfja- kaup eða reynt að tekjutryggja heildarútgjöld og geta því einstakl- ingar og fjölskyldur lent í miklum útgjöldum í verstu tilvikum. Sú hætta getur blasað við í einhveijum tilvikum, að fólk hafi ekki efni á kaupum á nauðsynlegum lyflum, sem myndi fljótlega verða langtum kostnaðarsamara fyrir þjóðfélagið. Að lokum skal vakin athygli á 6. gr. umræddrar reglugerðar í 3. lið, en þar er heimild í tilvikum þar sem notuð eru mörg lyf að staðaldri um lengri tíma að gefa út tímabundinn lyíjaskírteini, sem undanskilur greiðslu tiltekin lyf. B. Lækniskostnaður. Gjald sjúkl- inga fyrir sérfræðiþjónustu hjarta- lækna frá frá 1. mars 1993: Viðtal með skoðun verður Viðtal ásamt línuriti Viðtal, línurit, blóðprufa yiðtal, línurit, blóðpr., röntgenm. Áreynslupróf ásamt viðtali Allt árið frá 1900 var ákvæði um árlegt lámark á greiðslum fyrir læknishjálp og var það miðað við 12.000 kr. fyrir almenna sjúklinga og 3.000 fyrir lífeyrisþega, en frá 1. mars nk. er miðað við sama þak, en eftir það er greidur 'h af almennu gjaldi. Ljóst er að hér eru á ferðinni miklar hækkanir og miðað við slæmt atvinnuástand og versnandi afkomu almennings þá gæti verið um mikla röskun að ræða hjá fjölda einstakl- inga og fjölskyldna. Komi í ljós að afleiðingamar verði að hluti þjóðar- innar treysti sér ekki að fara til sér- fræðinga eða kaupa lyf vegna fá- tæktar, þá er velferðarkerfíð í hættu. Ríkisútgjöld hafa farið vaxandi og því þarf að spara. Mjög athyglisverð leið var farinn hjá Flugleiðum, en starfsfólkið gerði tillögur til spam- aðar, sem lofar góðu. Heilbrigðisyf- irvöldum bar samkvæmt fjárlögum að spara 4-500 millj. í lækniskostn- aði og lyfjakaupum. Með ítarlegum viðræðum við aðila er málið snertir var hægt að leysa vandann, en þess í stað var valin auðveldasta leiðin að láta sjúklinga eina um spamað- inn. Sókn er besta vörnin Sýnt hefur verið fram á, að við íslendingar emm í mikilli sókn gagn- vart hjartasjúkdómum og hefur góð- Nýreglug. Áður Hækkun Lífeyrisþ. Áður kr. 1692 1500 13% 640 500 kr. 1917 1500 28% 640 500 kr. 2817 2100 34% 940 700 kr. 3717 2700 38% 1240 900 kr. 3912 1500 161% 1995 500 ur árangur vakið verðskuldaða at- hygli. Með skipulegu átaki er hægt að ná enn lengra og komast í allra fremstu röð þjóða á þessu sviði. í stuttri grein er ekki hægt að gera grein fyrir þýðingu slíks árangurs fyrir þjóðarbúið í heild og ímynd þjóðarinnar útfrá. Skal hér nefnt m.a. að allar afurðir okkar yrðu eftir- sóknarverðari og ferðamanna- straumur hingað myndi stóraukast svo að nokkuð sé nefnt. Komið hef- ur í ljós t.d. að Japanir matreiða Heildarkostnaðurviðallarrannsóknirkr. 7629 4200 82% 3235 1400 Styrkir til framhaldsnáms eftirllluga Gunnarsson Undanfarið hefur umræða um Háskóla íslands verið á frekar nei- kvæðum nótum. I þau skipti sem skólinn berst í tal kemur upp í hug- ann samdráttur, niðurskurður og fækkun nemenda. En þrátt fyrir að mest beri á umræðu sem þessari er ekki svo að innan Háskólans séu allir lagstir í kör og bíði andlátsins úrkula vonar um að úr rætist. Til- gangurinn með greinarkomi þessu er að vekja athygli á mjög merki- legri þróun sem er nú að hefjast innan háskólans. Þörf á aukinni rannsóknarvinnu stúdenta Háskóli Islands er nú að mestu grunnskóli, þ.e. megnið að þeirri starfsemi sem þar fer fram lýtur að BS-námi og BA-námi. Það gerir skólann óneitanlega nokkuð einhæf- an að frekar lítið er um framhalds- nám innan hans. Ljóst má vera að ef háskólinn á að geta staðið undir nafni sem miðstöð vísinda og þekk- ingar í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að innan hans fari fram öflugar rannsóknir, bæði grunnrannsóknir og rannsóknir sem tengjast atvinnu- Iífínu með beinum hætti. Það er einn- ig mjög nauðsynlegt að nemendum skólans sé gert kleift að taka þátt í rannsóknarvinnu og fá þannig þjálfun í sínu fagi sem væri sam- bærilegt við það sem gerist í erlend- um háskólum. Þrátt fyrir niðurskurð og erfíð- leika í rekstri háskólans hefur þess- ari umræðu vaxið fiskur um hrygg. Hugmyndir lagðar fram í Háskólaráði Síðla árs 1992 lagði Vísindanefnd fram í Háskólaráði hugmyndir um uppbyggingu á rannsóknartengdu framhaldsnámi við háskólann. For- maður nefndarinnar var Helgi Valdi- marsson, deildarforseti læknadeild- ar. Hugmyndirnar sem lagðar voru fyrir ráðið byggja að meginhluti á þeirri skoðun að „ekki verði séð hvernig Háskóli íslands geti á full- nægjandi hátt gegnt hlutverki sínu sem miðstöð nýsköpunar fyrir ís- lenskt þjóðfélag meðan hann skortir þær starfseiningar sem eru megin- uppspretta nýrrar þekkirigar í há- skólum, þ.e. nemendur sem vinna að rannsóknarverkefnum undir handleiðslu kennara". í framhaldi af þessari umræðu innan Háskólaráðs vill undirritaður reifa lítillega hugmynd sem kviknaði hjá menntamálahópi Vöku. Styrkir til framhaldsnáms Lánasjóður íslenskra námsmanna sér nú að öllu leyti um að aðstoða íslenska námsmenn, með því að lána þeim fyrir framfærslu. Ljóst er að Lánasjóðurinn er ein allra mikilvæg- asta forsenda þess, að stór hluti námsmanna fái stundað nám. En það er skoðun undirritaðs að Lána- sjóðurinn, miðað við núverandi fyrir- komulag, fái ekki gegnt öllum þeim hlutverkum sem þyrfti að sinna. Einn af vanköntum íslensks menntakerfis er að i því er ekki að fínna neitt styrkjakerfí. Áður var töluverður styrkur fólginn í vaxta- leysi námslánanna og afborgunar- tíma þeirra. Gallinn við styrkjakerfi í þeirri mynd, frá sjónarhóli skatt- greiðenda, var sá að þessi styrkur var sjálftekinn, þ.e. styrkurinn fór ekki eftir námsárangri eða frum- kvæði, heldur eftir námstegund og lengd námstíma. Þessi styrkur er nú að stórum hluta horfinn, eftir stendur nær einungis sá styrkur sem felst í vaxtamuninum, þar sem námslán bera lægri vexti en gengur og gerist. Undirritaður vill varpa fram þeirri hugmynd hvort ekki sé rétt að koma á e.k. styrkjakerfi í tengslum við fyrirhugað rannsóknartengt fram- haldsnám. Til þess að öðlast styrk yrðu nemendur að sækja um hann sérstaklega. T.d. yrðu þeir að leggja ’fram rannsóknaráætlanir í samráði við þann prófessor sem leiðir rann- sóknina. (Gert er ráð fyrir að námið fari t.d. þannig fram að myndaðir verði rannsóknarhópar undir leið- sögn kennara.) Þannig yrði lagt mat á m.a. árangur nemandans, eðli Illugi Gunnarsson „Undirritaður vill varpa fram þeirri hug- mynd hvort ekki sé rétt að koma á e.k. styrkja- kerfi í tengslum við fyr- irhugað rannsóknar- tengt framhaldsnám.“ verkefnis og hæfni þess prófessors sem leiða á rannsóknina. Sjóður fjármagnaður af ríki og atvinnuvegunum Með því að haga málum á þann Sigurður Helgason „Ljóst er að hér eru á ferðinni miklar hækk- anir og miðað við slæmt atvinnuástand og versnandi afkomu al- mennings þá gæti verið um mikla röskun að ræða hjá fjölda ein- staklinga og fjöl- skyldna. Komi í ljós að afleiðingarnar verði að hluti þjóðarinnar tre- ysti sér ekki að fara til sérfræðinga eða kaupa lyf vegna fátæktar, þá er velferðarkerfið í hættu.“ fæðu sem ve’ldur lítilli blóðfitu, enda rísa japanskir matsölustaðir um all- an heim og aðsókn mjög mikil. Sviss fær hærra verð fyrir flestar sínar afurðir vegna þess að viðurkennt er að landið er hreint og fagurt og loft- ið óvenju heilnæmt. Við eigum því að hefja sókn til nýrra átaka og væri hægt að koma því í kring án stórútgjalda og sú stefna mun skila sér margfalt til baka, eins og rakið hefur verið. Höfundur er formaður Landssamtaka hjartasjúklinga og útgáfu- og fræðslustjóri Hjartaverndar. veg er líklegt að frumkvæði til ný- sköpunar og gagnlegra rannsókna aukist þar sem stúdentar og kenn- arar hafa af því beinan fjárhagsleg- an ábata að verk þeirra hlytu styrki. Þeir stúdentar sem ekki fengu verk- efni sín styrkt, gætu jafnt sem áður leitað til Lánasjóðsins um aðstoð. Hvað varðar fjármögnun á sjóð sem þessum er ljós að þar þarf til atbeina ríkisins. Minna má á að í gamla lánakerfínu var fólginn styrk- ur sem stúdentar skömmtuðu sér sjálfir. Ef mönnum er einhver alvara með því tali að framtíð þjóðarinnar byggist á menntun og rannsóknum, þá er kerfi sem þetta sennilega ein ódýrasta Ieiðin til að virkja það afl sem felst í þekkingu háskólans. Einnig væri æskilegt að atvinnu- lífíð kæmi að þessum málum með einhveijum hætti. Heildarsamtök þess gætu t.d. komið fram með ein- hvern tiltekinn fjölda af hugmyndum um rannsóknarverkefni á hveiju ári, sem þau styrktu síðan fjárhagslega. Þær rannsóknir myndu síðan vænt- anlega nýtast atvinnulífinu, bæði til nýsköpunar sem og þróunar á þeim greinum sem fyrir eru. Tryggt væri að slíkar rannsóknir stæðu í engu að baki öðrum hefðbundnum rann- sóknum, hvað varðar akademísk gæði. Með þessum hætti er hægt að leiða saman atvinnulífið og há- skólann á sviði grunnrannsókna, án þess að stefna sjálfstæði skólans í einhveija hættu. Ég tel því að til mikils sé að vinna að koma þessu kerfí á laggirnar. Höfundur er háskólaráðsfulltrúi og oddviti Vöku í Stúdentaráði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.